„Guðrún Jónsdóttir (Auðsstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðrún Jónsdóttir''' frá Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi, húsfreyja fæddist þar 6. apríl 1889 og lést 4. nóvember 1955 í Reykjavík. <br>Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson, þá vinnumaður á Kúludalsá, f. 8. nóvember 1867 á Kjaransstöðum í Innri-Akraneshreppi, d. 7. október 1909, og barnsmóðir hans Guðrún Guðmundsdóttir vinnuhjú, síðar bústýra á Hömrum í Reykholtsdal, Borg., f. 21. júní 1870 á Hraunsási í Hálsasveit, Borg., d...)
 
m (Verndaði „Guðrún Jónsdóttir (Auðsstöðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 31. mars 2022 kl. 12:09

Guðrún Jónsdóttir frá Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi, húsfreyja fæddist þar 6. apríl 1889 og lést 4. nóvember 1955 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson, þá vinnumaður á Kúludalsá, f. 8. nóvember 1867 á Kjaransstöðum í Innri-Akraneshreppi, d. 7. október 1909, og barnsmóðir hans Guðrún Guðmundsdóttir vinnuhjú, síðar bústýra á Hömrum í Reykholtsdal, Borg., f. 21. júní 1870 á Hraunsási í Hálsasveit, Borg., d. 11. september 1941.

Guðrún var eins árs með móður sinni, vinnukonu á Stóru-Drageyri í Skorradal, með ógiftri húsfreyjunni móður sinni á Refsstöðum í Hálsasveit, Borg. 1901.
Þau Magnús giftu sig, eignuðust 3 börn. Þau bjuggu á Hjalla í Ölfusi, fluttu til Eyja 1920. Þau bjuggu í Hlíð, voru þar húsfólk.
Magnús lést 1922 í Hlíð.
Guðrún bjó á Auðsstöðum við Brekastíg 15b 1923-1933, en flutti þá til Reykjavíkur.
Guðrún lést 1955.

I. Maður Guðrúnar var Magnús Jónsson sjómaður, húsmaður í Hlíð, f. 4. maí 1889, d. 9. ágúst 1922.
Börn þeirra:
1. Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1915 á Hjalla í Ölfusi, d. 19. september 2003.
2. Magnús Magnússon, f. 25. júlí 1917 á Hjalla, d. 9. maí 1922 í Hlíð.
3. Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja, sagnfræðingur, kennari, skólastjóri, f. 12. desember 1920 í Hlíð, d. 24. desember 2008.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 26. september 2003. Minning Guðrúnar Magnúsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.