„Magnús Kristinsson (Hvíld)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Sigurður Magnús Kristinsson. '''Sigurður ''Magnús'' Kristinsson''' frá Hvíld við Faxastíg 14, forstjóri fæ...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 34: Lína 34:
[[Flokkur: Iðnrekendur]]
[[Flokkur: Iðnrekendur]]
[[Flokkur: Frumherjar]]
[[Flokkur: Frumherjar]]
[[Flokkur: Forstjórar]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Íbúar í Hvíld]]
[[Flokkur: Íbúar í Hvíld]]
[[Flokkur: Íbúar við Faxastíg]]
[[Flokkur: Íbúar við Faxastíg]]

Núverandi breyting frá og með 14. desember 2021 kl. 10:01

Sigurður Magnús Kristinsson.

Sigurður Magnús Kristinsson frá Hvíld við Faxastíg 14, forstjóri fæddist þar 13. október 1923 og lést 11. febrúar 2019.
Foreldrar hans voru Kristinn Jónsson verslunarmaður, f. 29. nóvember 1898 í Neðri-Dal u. V.-Eyjafjöllum, d. 8. júní 1946 í Reykjavík, og kona hans Ágústa Arnbjörnsdóttir húsfreyja, f. 11. ágúst 1899 á Oddsstöðum, d. 24. maí 1989.

Börn Ágústu og Kristins:
1. Sigurjón Kristinsson BA, skátaforingi, kennari, útgefandi, skrifstofumaður, f. 18. júlí 1922, d. 8. desember 2007. Kona hans var Jónína Ingólfsdóttir.
2. Sigurður Magnús Kristinsson forstjóri, frumherji, iðnrekandi, f. 13. október 1923, d. 11. febrúar 2019. Fyrri kona hans var Ragnheiður Guðmundsdóttir, d. 1977. Síðari kona hans er Gréta Bachmann.
3. Arnbjörn Kristinsson bókaútgefandi, f. 1. júní 1925, d. 13. desember 2017. Kona hans er Ragnhildur Björnsson.

Magnús var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann í Efnalauginni Straumi, flutti til Reykjavíkur og vann við fatahreinsun. Hann stofnaði Efnalaugina Björgu og rak hana.
Magnús stofnaði ásamt bræðrum sínum og fleiri Skátafélagið Faxa og Útlaga í Reykjavík.
Hann var formaður Styrktarfélags vangefinna, nú Áss styrktarfélags, árin 1975-1993 og var var kosinn einn fulltrúa Íslands í Nordisk Förbundet om Psykisk Utvecklingshämning 1975. Fyrstu sambýli félagsins voru opnuð í hans formannstíð, einnig stóð hann að kaupum fyrstu íbúða félagsins, sem gáfu fötluðu fólki tækifæri til sjálfstæðrar búsetu. Dagþjónusta og atvinnumál voru honum einnig hugstæð og hófst starfsemi í Bjarkarási, Lækjarási og Ási vinnustofu á þessum árum. Magnús stóð að stofnun og skipulagi saumastofunnar Hlínar 1992.
Hann var síðar gerður að heiðursfélaga félagsins. Auk þess var hann meðlimur í Oddfellow þar sem hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum í sinni stúku og var hann einnig gerður að heiðursfélaga stúku sinnar.
Þau Ragnheiður giftu sig 1946, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðast að Ægissíðu 96.
Ragnheiður lést 1977.
Þau Gréta giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau bjuggu í Akraseli í Breiðholti og síðar í Árskógum.
Magnús dvaldi síðast í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Hann lést 2019.

I. Kona Magnúsar, (1946), var Ragnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1924, d. 28. janúar 1977. Foreldrar hennar voru Guðmundur Gíslason, þá bóndi í Fornahvammi, Mýr., síðar á Hafþórsstöðum, Svartagili og Veiðilæk, f. 5. september 1889 á Akranesi, d. 12. apríl 1978, og kona hans Jónína Soffía Davíðsdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1888, d. 25. maí 1956.
Börn þeirra:
1. Ágústa Kristín Magnúsdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1949. Maður hennar Sigurður Jónsson.
2. Soffía Magnúsdóttir húsfreyja, íslenskufræðingur, kennari, f. 19. apríl 1952, d. 30. júní 2018. Maður hennar Kristinn Guðjónsson.
3. Jónína Magnúsdóttir, f. 28. nóvember 1958, d. 9. febrúar 1968.

II. Síðari kona Magnúsar er Gréta Bachmann húsfreyja, f. 8. september 1930. Foreldrar hennar Stefán Ólafur Bachmann Grímsson, f. 21. mars 1896, d. 9. desember 1980 og Johanne Hammarbeck Bachmann húsfreyja, f. 17. desember 1898, d. 6. október 1981.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 21. febrúar 2019. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.