„Jón Ingi Steindórsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Jón Ingi Steindórsson. '''Jón Ingi Steindórsson''' frá Heiðarbýli við Brekastíg 6, kaupmaður fæddist þa...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 19: | Lína 19: | ||
*Íslendingabók.is. | *Íslendingabók.is. | ||
*Morgunblaðið 4. desember 2020. Minning.}} | *Morgunblaðið 4. desember 2020. Minning.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | |||
[[Flokkur: Kaupmenn]] | [[Flokkur: Kaupmenn]] | ||
[[Flokkur: Sjómenn]] | [[Flokkur: Sjómenn]] |
Núverandi breyting frá og með 13. október 2021 kl. 17:11
Jón Ingi Steindórsson frá Heiðarbýli við Brekastíg 6, kaupmaður fæddist þar 4. janúar 1938 og lést 20. nóvember 2020.
Foreldrar hans voru Steindór Aðalsteinn Steindórsson vélstjóri, f. 11. nóvember 1916, d. 13. júní 1981 og Lára Jónsdóttir skrifstofumaður, snyrtifræðingur, f. 1. mars 1915, d. 13. júní 1981.
Jón Ingi var með móður sinni og móðurforeldrum í æsku.
Hann nam við Skógaskóla.
Jón Ingi vann verkamannastörf og var sjómaður, lengi kokkur til sjós.
Hann rak matvöruverslunina Jónsborg í Eyjum 1974-1988 og um skeið verslunina Búr á Gimli. Síðustu ár vann hann ýmis störf, m.a. við beitningu.
Þau Elínborg hófu sambúð 1960, giftu sig 1969, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Heiðarbýli, þá í Verkamannabústöðum við Urðaveg 50 til Goss. Þau bjuggu í Ölfusborgum skamma stund, fluttu til Eyja, bjuggu á Gimli, en síðast við Miðstræti 11.
Jón Ingi lést 2020.
I. Kona Jóns Steindórs, (30. nóvember 1960), er Elínborg Bernódusdóttir frá Borgarhól, húsfreyja, f. 4. desember 1940.
Börn þeirra:
1. Bernódus Jónsson, f. 23. október 1960, d. 24. október 1960.
2. Hinrik Jónsson, f. 19. ágúst 1964. Barnsmæður hans Sigrún Erla Hill og Hafdís Friðriksdóttir.
3. Ölver Jónsson, f. 2. desember 1970. Kona hans Svanhildur I. Ólafsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 4. desember 2020. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.