„Sjöfn Guðjónsdóttir (Kirkjuvegi 80)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sjöfn Guðjónsdóttir''' húsfreyja, verslunarmaður fæddist 16. apríl 1939 að Steinholti í Leirársveit, Borg. og lést 20. september 1993.<br> Foreldrar hennar voru Guðj...)
 
m (Verndaði „Sjöfn Guðjónsdóttir (Kirkjuvegi 80)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 27. september 2021 kl. 11:59

Sjöfn Guðjónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður fæddist 16. apríl 1939 að Steinholti í Leirársveit, Borg. og lést 20. september 1993.
Foreldrar hennar voru Guðjón Guðmundsson bóndi í Villingadal á Ingjaldssandi, V.Ís. og Steinholti í Leirársveit, Borg, síðar starfsmaður Sláturfélags Suðurlands, f. 2. júlí 1898 í Villingadal, d. 8. júní 1980, og kona hans Rakel Katrín Jóna Jörundsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1900 í Álfadal á Ingjaldssandi, d. 6. maí 1956.

Sjöfn var með foreldrum sínum í æsku.
Hún stundaði verslunarstörf.
Þau Hörður Snævar giftu sig 1957, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Sólhlíð 8 í fyrstu, síðan á Kirkjuvegi 80.
Sjöfn lést 1993 og Hörður 2021.

I. Maður Sjafnar, (1957), var Hörður Snævar Jónsson frá Eyrarbakka, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. júní 1937, d. 3. október 2021.
Börn þeirra:
1. Hrönn Harðardóttir bankastarfsmaður, f. 22. júlí 1961. Maður hennar Grettir Ingi Guðmundsson.
2. Alda Harðardóttir skrifstofumaður, f. 22. júlí 1961. Barnsfaðir hennar Jón Snorrason. Maður hennar Jónas Jónasson.
3. Eyþór Harðarson rafmagnstæknifræðingur, f. 11. júní 1963. Kona hans Laufey Grétarsdóttir.
4. Katrín Harðardóttir íþróttafræðingur, f. 4. desember 1969. Maður hennar Aðalsteinn Ingvarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.