„Halldóra Margrét Halldórsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|100px|''Halldóra Margrét Halldórsdóttir. '''Halldóra Margrét Halldórsdóttir''' frá Barnaskólinn í Vestmannaeyjum|Ba...) |
m (Verndaði „Halldóra Margrét Halldórsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 8. desember 2020 kl. 11:43
Halldóra Margrét Halldórsdóttir frá Barnaskólanum, sálfræðingur, framhaldsskólakennari, námsráðgjafi fæddist þar 15. desember 1942.
Foreldrar hennar voru Halldór Guðjónsson skólastjóri, f. 30. apríl 1895, d. 30. janúar 1997, og kona hans Elín Jakobsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 21. janúar 1914, d. 31. ágúst 2004.
Börn Elínar og Halldórs:
1. Ragnar Ingi Halldórsson tækniteiknari í Reykjavík, f. 17. janúar 1941, d. 8. nóvember 1995. Fyrrum kona hans Åse Sandal. Sambúðarkona hans Stella Eiríksdóttir.
2. Halldóra Margrét Halldórsdóttir sálfræðingur, framhaldsskólakennari, námsráðgjafi, f. 15. desember 1942. Maður hennar Heiðar Þ. Hallgrímsson.
Barn Halldórs og Svövu Jónsdóttur:
1. Sigurður Guðni Halldórsson verkfræðingur, f. 13. apríl 1923, d. 24. september 2007. Kona hans Sigrún Magnúsdóttir.
Halldóra var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1956.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Vonarstræti 1958, varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1962, lauk kennaraprófi 1963.
Halldóra nam uppeldis- og sálarfræði við
Johann Wolfgang Goethes Universität í Frankfurt am Main í Þýskalandi 1963-1964. Hún lauk B.A.-prófi í sálarfræði í Háskóla Íslands 1978 og diploma námi í námsráðgjöf þar 1997.
Halldóra vann á Fræðslumálaskrifstofunni á sumrum 1961-1963. Hún var kennari við Vogaskóla í Reykjavík 1964-1971 og 1972-1973, við Bústaðaskóla í Reykjavík frá 1980-1987 og kennari og námsráðgjafi við Fjölbrautarskólann í Breiðholti frá 1987-2009.
Þau Heiðar Þór giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn.
I. Maður Halldóru Margrétar, (30. apríl 1965), er Heiðar Þór Hallgrímsson byggingaverkfræðingur, f. 27. september 1939.
Börn þeirra:
1. Heiðrún Gréta Heiðarsdóttir fiðluleikari í Þýskalandi, f. 15. mars 1969. Maður hennar Wolfgang Dreier.
2. Þorkell Heiðarsson náttúrufræðingur, f. 3. ágúst 1970. Kona hans Arngerður Jónsdóttir.
3. Elín Hrund Heiðarsdóttir ferðamálafræðingur, f. 16. mars 1977. Maður hennar Angel Martin.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Halldóra Margrét.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.