„Jónína Jónsdóttir Brunnan“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Jónína Jónsdóttir Brunnan. '''Jónína Guðbjörg Jónsdóttir Brunnan''' frá Brekku, húsfreyja fæddist þar...)
 
m (Verndaði „Jónína Jónsdóttir Brunnan“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 3. nóvember 2020 kl. 10:46

Jónína Jónsdóttir Brunnan.

Jónína Guðbjörg Jónsdóttir Brunnan frá Brekku, húsfreyja fæddist þar 16. ágúst 1918 og lést 20. apríl 2006 á Hjúkrunarheimilinu Höfn í Hornafirði.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson Brunnan frá Brunnum í Suðursveit, A.-Skaft., smiður, f. þar 7. júní 1884, d. 28. janúar 1963, og kona hans Jónína Guðbjörg Jóhannsdóttir, f. 11. ágúst 1889 í Reykjavík, d. 19. ágúst 1918 í Eyjum.

Jónína missti móður sína nýfædd.
Hún fluttist 1919 að Hvammi á Höfn með föður sínum og ólst þar upp.
Jónína nam við Kvennaskólann í Reykjavík og Húsmæðraskólann á Laugarvatni.
Hún varð formaður Slysavarnafélasgsin á Höfn og heiðursfélagi þess.
Þau Ársæll giftu sig 1943, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Hvammi, en á Sólbergi frá 1946.
Ársæll lést 1993 og Jónína 2006.

I. Maður Jónínu, (16. maí 1943), var Jón Ársæll Guðjónsson frá Byggðarholti í Fáskrúðsfirði, útgerðarmaður, f. 15. janúar 1920, d. 23. febrúar 1993. Foreldrar hans voru Guðjón Bjarnason bóndi, f. 15. mars 1892 á Ánastöðum í Breiðdal, S.-Múl., d. 25. apríl 1979, og Ólafía Björg Jónsdóttir, f. 2. desember 1892 á Egilsstöðum í Villingaholtshreppi í Árn., d. 25. júní 1964.
Börn þeirra:
1. Jón Birgir Ársælsson flugstjóri í Luxemburg, f. 3. desember 1941, d. 11. júní 2006. Fyrri kona hans Annie Sigurðardóttir, látin. Síðari kona Jóns Aðalheiður Árnadóttir.
2. Drengur, f. 18. júlí 1947, d. sama dag.
3. Ólafur Guðjón Ársælsson stýrimaður, f. 25. júlí 1948, d. 17. október 2000.
4. Bragi Ársælsson rafvirkjameistari, f. 1. desember 1950, d. 17. febrúar 2002. Kona hans Birna Guðrún Oddgeirsdóttir.
5. Jóhann Heiðar Ársælsson rafeindavirkjameistari, tónlistarmaður, f. 22. júní 1961, d. 17. september 2000.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.