„Erna Sigurðardóttir (Leirum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Málfríður Erna Sigurðardóttir. '''Málfríður ''Erna'' Sigurðardóttir''' frá Leirum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, bóndi, ræs...) |
m (Verndaði „Erna Sigurðardóttir (Leirum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 30. ágúst 2020 kl. 13:56
Málfríður Erna Sigurðardóttir frá Leirum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, bóndi, ræstitæknir fæddist 14. febrúar 1941 á Nýlendu þar og lést 10. ágúst 2007.
Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson bóndi á Leirum og Nýlendu, f. 10. september 1902, d. 10. apríl 1964, og kona hans Guðrún María Ólafsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1908, d. 31. mars 2000.
Erna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var í vist hjá tengdafólki í Reykjavík 16 ára, fór á vertíð í Eyjum 18 ára og sama ár vann hún hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og á Blindraheimilinu þar .
Þau Jóhannes giftu sig 1961, eignuðust fjögur börn. Þau byggðu hús við Ásaveg 31 og bjuggu þar til 1962, er þau fluttu undir Eyjafjöll og hófu búskap á Nýlendu.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1965 ásamt stórfjölskyldu Ernu, keyptu hús við Óðinsgötu 19. Þar bjuggu þau í fjörutíu og tvö ár.
Hjónin ráku þrjár sjoppur, Bússu, sjoppu við Grettisgötu og sjoppu í strætisvagnaskýli í Kópavogi.
Þá ráku hjónin hreingerningafyrirtæki Ernu og Þorsteins í tuttugu og fimm ár. Einnig vann Erna við ræstingar hjá Reykjavíkurborg.
Málfríður Erna lést 2007.
I. Maður Málfríðar Ernu, (14. febrúar 1961), er Jóhannes Þorsteinn Helgason frá Vesturhúsum-vestri, verkamaður, yfirfiskimatsmaður, verslunarmaður, kaupmaður, f. þar 25. ágúst 1934.
Börn þeirra:
1. Guðrún Margrét Jóhannesdóttir húsfreyja, vinnur við umönnun aldraðra í Mörk við Suðurlandsbraut, f. 12. nóvember 1961. Maður hennar Jón Ásgeir Sigurbjartsson. Fyrrum sambýlismaður hennar Sigurður Jensson.
2. Sigurbjörg Jóhannesdóttir húsfreyja, myndlistarmaður, kennari við Háskólann í Reykjavík, f. 7. júní 1966. Maður hennar Sigurður Hreiðar Erlendsson.
3. Nanna Guðný Jóhannesdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 14. maí 1970. Maki Skarphéðinn Þór Gunnarsson. Fyrrum sambýlismaður Sveinbjörn Bjarnason.
4. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, fasteignasali, f. 26. nóvember 1974. Maður hennar Ívar Torfason.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Jóhannes.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 19. ágúst 2007. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.