„Kristján Magnússon (Túni)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Kristján Magnússon''' í Túni, sjómaður fæddist 26. mars 1884 á Eyri í Súðavíkurhreppi og drukknaði 9. maí 1921 frá Ísafirði.<br> Foreldrar hans vor...) |
m (Verndaði „Kristján Magnússon (Túni)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 29. ágúst 2020 kl. 18:01
Kristján Magnússon í Túni, sjómaður fæddist 26. mars 1884 á Eyri í Súðavíkurhreppi og drukknaði 9. maí 1921 frá Ísafirði.
Foreldrar hans voru Magnús Einarsson frá Kleifum í Seyðisfirði, Ís., húsmaður í Súðavík, f. 8. ágúst 1855, d. 15. apríl 1939 og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir frá Eyri í Seyðisfirði, Ís, húsfreyja, f. 27. júní 1855, d. 3. janúar 1909.
Kristján var aðkomandi á Tjaldtanga í Seyðisfirði 1901, sjómaður í Súðavík 1910, sjómaður og leigjandi í Túni í Eyjum með Guðrúnu 1915, eignaðist Guðrúnu Margréti þar 1915, en barn þeirra Solveig Ágústa fæddist í Eyjarhólum í Mýrdal 1916. Þau slitu sambúð. Hann fluttist til Ísafjarðar og drukknaði 1921.
I. Sambýliskona hans var Guðrún Bjarnadóttir í Túni, f. 24. september 1876, d. 13. febrúar 1964.
Börn þeirra:
1. Guðrún Margrét Sigríður Kristjánsdóttir uppeldisdóttir í Vík, húsfreyja í Reykjavík, f. 16. júlí 1915 í Túni, d. 18. ágúst 1993. Maður hennar Gunnar Ísberg Hannesson.
2. Solveig Ágústa Bjarngerður Kristjánsdóttir húsfreyja á Hryggjum í Mýrdal, f. 31. júlí 1916 í Eyjarhólum í Mýrdal, d. 23. maí 1994. Maður hennar var Sæmundur Þorsteinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.