„Jón E. Böðvarsson (verkfræðingur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Jón Einar Böðvarsson. '''Jón Einar Böðvarsson''' frá Stakkagerði, iðnaðarverkfræðingur, forstöðumaður fæddist þ...)
 
m (Verndaði „Jón E. Böðvarsson (verkfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 5. desember 2019 kl. 20:16

Jón Einar Böðvarsson.

Jón Einar Böðvarsson frá Stakkagerði, iðnaðarverkfræðingur, forstöðumaður fæddist þar 27. júlí 1936.
Foreldrar hans voru Böðvar Jónsson frá Háagarði, þá verkamaður í Stakkagerði, síðar verksmiðjustjóri og kaupsýslumaður í Reykjavík, f. 8. desember 1911 í Holti í Álftaveri, V-Skaft., d. 18. febrúar 1997, og kona hans Steinunn Ágústa Magnúsdóttir frá Dal, húsfreyja, f. þar 9. ágúst 1912, d. 24. júní 1960.

Jón var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1938.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1957, lauk B.Sc-prófi í iðnaðarverkfræði og stjórnun í New York University 1961.
Jón var verkfræðingur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1961-1962, hjá Vinnufatagerð Íslands hf. 1962-1963, ráðgjafarverkfræðingur í Reykjavík 1963-1965.
Hann var verkfræðingur hjá Fashion Park Inc. í Rochester í Bandaríkjunum 1965, hjá L.Greif & Bro í Baltimore þar 1966-1968, yfirverkfræðingur þar 1968-1970, deildarverkfræðingur við iðnverkfræðideild fyrirtækisins 1970-1974 og framkvæmdastjóri verkfræði- og viðhaldsþjónustu fyrirtækisins 1974.
Jón Einar var deildarstjóri fjárlaga- og hagsýsludeildar fjármálaráðuneytisins 1974-1983.
Þá var hann framkvæmdastjóri byggingarnefndar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli 1983-1987, forstjóri Ratsjárstofnunar frá 1987-2006, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli 2007. Hann var fulltrúi utanríkisráðuneytisins við brottflutning bandaríska hersins.
Hann var stundakennari við Tækniskóla Íslands 1974-1983.
Þau Arndís Sigríður giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Jóns Einars, (28. október 1961), er Arndís Sigríður Árnadóttir húsfreyja, bókasafnsfræðingur, innanhússhönnuður, f. 12. nóvember 1940 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Árni Tryggvason lögfræðingur, sendiherra, f. 2. ágúst 1911 í Reykjavík, d. 25. september 1985, og kona hans, (skildu), Guðbjörg Pálsdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1915 í Reykjavík, d. 15. ágúst 1992.
Börn þeirra:
1. Böðvar Jónsson rafmagnsverkfræðingur á Írlandi, f. 8. desember 1966 í Reykjavík. Hann er ókvæntur.
2. Ágústa Jónsdóttir, f. 28. maí 1969 í Bandaríkjunum, býr í Noregi. Hún er með MBA-próf og vinnur fyrir Econor, norska olíufyrirtækið. Maður hennar Árni Júlíus Rögnvaldsson.
3. Einar Örn Jónsson garðyrkjufræðingur, f. 28. október 1975 í Reykjavík. Kona hans Halla Leonhardsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Jón Einar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.