„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/ Markverður draumur“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: 250px|thumb|Gísli Eyjólfsson, Búastöðum 250px|thumb|Gísli Lárusson, Stakkagerði [[Mynd:Guðjón Jónsson, Sjólys...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(6 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big><center>Markverður draumur</center></big></big><br> | |||
[[Mynd:Gísli Eyjólfsson.png|194x194px|thumb|Gísli Eyjólfsson, Búastöðum|miðja]] | |||
[[Mynd:Gísli Lárusson.png|195x195px|thumb|Gísli Lárusson, Stakkagerði|miðja]] | |||
[[Mynd:Guðjón Jónsson, Sjólyst.png|196x196px|thumb|Guðjón Jónsson, Sjólyst|miðja]] | |||
Í SÍÐASTA Bliki er minnst á Hannibalsslysið á [[Leið|Leiðinni]] 1895 og af því tilefni skrifa ég þessar línur.<br> | |||
Vetrarvertíðina 1893 byrjaði faðir minn, [[Gísli Eyjólfsson (eldri)|Gísli Eyjólfsson]], [[Búastaðir eystri|Eystri-Búastöðum]], formennsku með áttæringinn [[Friður (bátur)|Frið]]. Tók hann við skipinu af [[Lárus Jónsson (Búastöðum)|Lárusi Jónssyni]] hreppstjóra og hafnsögumanni á [[Búastaðir-Vestri|Vestri-Búastöðum]].<br> | |||
Á áttæringnum Frið var 18-19 manna áhöfn, eins og á áttæringum af líkri stærð.<br> | |||
Þessa fyrstu vertíð sína með Frið var faðir minn vel í meðallagi með aflabrögð og þótti sýna formannshæfileika, svo að hann var ráðinn með Frið næstu vertið, 1894, og þá varð Friður með hlutahærri skipum, svo að hann var ráðinn áfram með skipið. Báðar þessar vertíðir reru þeir feðgar, Lárus á Búastöðum og [[Gísli Lárusson]] í [[Stakkagerði]], á Frið og voru ráðnir á skipið vertíðina 1895.<br> | |||
Á nýársnótt 1895 dreymdi föður minn eftirfarandi draum. Hann þóttist vera staddur niðri í [[Anesarviki]], allsnakinn, og liggja þar í sandinum. (Anesarvik var lítil sandfjara norðan við íbúðarhúsið [[Nýborg]], sem náði upp að [[Strandstígur|Strandstíg]]. Þar voru oft settir upp smábátar (jul)). Þangað kom þá til hans [[Guðjón Jónsson (Sjólyst)|Guðjón Jónsson]] formaður í [[Sjólyst]] og fór að skoða hann og athuga. Dró hann þá fimm fjörumaðka út úr holdi hans, en sagðist ekki ná tveimur.<br> | |||
Þegar faðir minn vaknaði á nýársdagsmorgun, mundi hann drauminn mjög skýrt, og varð honum illa við. Bjó hann móður okkar undir það, að eitthvað mjög erfitt myndi mæta sér á árinu og jafnvel að hún ætti að missa sig.<br> | |||
[[Mynd:Screen Shot 2016-07-13 at 11.07.58.png|450x450px|thumb|center|Áttæringurinn Friður, sem einnig var með barkaróðri. Fremst stendur Pétur Lárusson bóndi, Vestri-Búastöðum. Hann var krúsarmaður og albróðir formannsins Gísla Lárussonar, sem situr í formannssæti við stýri.]] | |||
< | Svo byrjar vertíðin á sínum venjulega tíma, 2. febrúar á Kyndilmessu. Margir formenn áttu þá fleiri og færri af sinni skipshöfn uppi á landi, í nærliggjandi sveitum. Landmenn höfðu | ||
ekki ennþá komist hingað til vers vegna brims við sandana, og svo var það hjá föður mínum, að hann átti 11 af sínum mönnum undir Eyja-fjöllum og í Landeyjum.<br> | |||
Þeir, sem gátu hafið róðra á réttum tíma þessa vertíð, urðu vel fisks varir. Helst fiskaðist á hraununum Mannklakk og Ledd. Þeim, sem ekki gátu byrjað róðra, leið því ekki vel, og var faðir minn og hans menn í þeim hópi. Það varð því að samkomulagi hjá þeim að fá léðan sexæringinn [[Hannibal, áraskip|Hannibal]], sem var sumar- og haustráðrabátur, og hófu þeit þá þegar róðra á honum. Sjö menn voru á Hannibal, og voru það þessir: Gísli Eyjólfsson, Búastöðum, [[Bjarni Jónsson (Ólafshúsum)|Bjarni Jónsson]], vinnumaður í [[Staðarbær|Staðarbæ]] á [[Kirkjubær|Kirkjubæjum]], Gísli Lárusson bóndi, Stakkagerði, [[Jón Brandsson (Oddsstöðum)|Jón Brandsson]] bóndi, [[Oddsstaðir eystri|Eystri-Oddsstöðum]], Lárus Jónsson bóndi, Búastöðum, [[Magnús Vigfússon (Presthúsum)|Magnús Vigfússon]] bóndi, [[Presthús|Presthúsum]] (þau stóðu þá vestast í röð Kirkjubæjanna). Um nafn á einum manninum er ekki full vissa. Um birtingu 9. febrúar var faðir minn búinn að fara tvisvar út og gá til veðurs, en leist ekki á loftslagið og veðurútlit og sagði við mömmu, að hann væri að hugsa um að gefa það eftir í dag að fara á sjóinn. En um fótaferðartíma kom Lárus nábúi hans, með sjóhattinn á höfðinu og sjóbitann í hendinni (tvær flatkökur), bauð góðan daginn og ávarpaði pabba þessum orðum: „Hvað ertu að hugsa, Gísli, Mangi litli og allir | |||
eru komnir á flug, að kalla.“ (Mangi: Magnús á Vesturhúsum, þá ungur maður að byrja formennsku). | |||
Þessi frýjunarorð þoldi faðir minn ekki, en hraðaði för þeirra á sjóinn og hélt til fiskileitar á Ledd. Þetta var þriðji róður þeirra á Hannibal.<br> | |||
[[Mynd:Ísleifur VE 63 - með mest skipaverðmæti Vestmannaeyjabáta árið 1971.png|450x450px|thumb|center|Ísleifur VE 63 - með mest skipaverðmæti Vestmannaeyjabáta árið 1971 - kr. 16.732.000]] | |||
Á Ledd urðu þeir vel fisks varir og höfðu um 9 fiska hlut, er þeir héldu til lands. Það undarlega skeði, að Lárus á Búastöðum, sem var netfiskinn handfæramaður, varð ekki beins var og dró ekki einn einasta fisk þennan sinn síðasta róður. Það sannaðist því gamli málshátturinn á honum, að bregður hverjum á banadægri.<br> | |||
Um Hannibalsslysið á Leiðinni og björgun þeirra manna, sem af komust, skrifaði [[Einar ríki|Einar Sigurðsson]] í „Gamalt og nýtt“, 1. árg., 7. tbl., des. 1949, eftir frásögn Magnúsar í [[Hlíðarás|Hlíðarási]], sem var háseti á sexæringnum Björgu, sem [[Kristján Ingimundarson]] í [[Klöpp]] var þá að byrja formennsku með. Var þetta hans útdráttur og fyrsti formannsdagur.<br> | |||
Þessa vertíð varð svo faðir minn háseti hjá Guðjóni í Sjólyst, sem þá var formaður með áttæring, og var hann nærstaddur á skipi sínu við björgunina.<br> | |||
Fleiri staðreyndir á ég til um þetta slys, en læt þetta nægja.<br> | |||
''[[Eyjólfur Gíslason (Bessastöðum)|Eyjólfur Gíslason]].''<br> | |||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | |||
Núverandi breyting frá og með 2. maí 2019 kl. 13:20
Í SÍÐASTA Bliki er minnst á Hannibalsslysið á Leiðinni 1895 og af því tilefni skrifa ég þessar línur.
Vetrarvertíðina 1893 byrjaði faðir minn, Gísli Eyjólfsson, Eystri-Búastöðum, formennsku með áttæringinn Frið. Tók hann við skipinu af Lárusi Jónssyni hreppstjóra og hafnsögumanni á Vestri-Búastöðum.
Á áttæringnum Frið var 18-19 manna áhöfn, eins og á áttæringum af líkri stærð.
Þessa fyrstu vertíð sína með Frið var faðir minn vel í meðallagi með aflabrögð og þótti sýna formannshæfileika, svo að hann var ráðinn með Frið næstu vertið, 1894, og þá varð Friður með hlutahærri skipum, svo að hann var ráðinn áfram með skipið. Báðar þessar vertíðir reru þeir feðgar, Lárus á Búastöðum og Gísli Lárusson í Stakkagerði, á Frið og voru ráðnir á skipið vertíðina 1895.
Á nýársnótt 1895 dreymdi föður minn eftirfarandi draum. Hann þóttist vera staddur niðri í Anesarviki, allsnakinn, og liggja þar í sandinum. (Anesarvik var lítil sandfjara norðan við íbúðarhúsið Nýborg, sem náði upp að Strandstíg. Þar voru oft settir upp smábátar (jul)). Þangað kom þá til hans Guðjón Jónsson formaður í Sjólyst og fór að skoða hann og athuga. Dró hann þá fimm fjörumaðka út úr holdi hans, en sagðist ekki ná tveimur.
Þegar faðir minn vaknaði á nýársdagsmorgun, mundi hann drauminn mjög skýrt, og varð honum illa við. Bjó hann móður okkar undir það, að eitthvað mjög erfitt myndi mæta sér á árinu og jafnvel að hún ætti að missa sig.
Svo byrjar vertíðin á sínum venjulega tíma, 2. febrúar á Kyndilmessu. Margir formenn áttu þá fleiri og færri af sinni skipshöfn uppi á landi, í nærliggjandi sveitum. Landmenn höfðu
ekki ennþá komist hingað til vers vegna brims við sandana, og svo var það hjá föður mínum, að hann átti 11 af sínum mönnum undir Eyja-fjöllum og í Landeyjum.
Þeir, sem gátu hafið róðra á réttum tíma þessa vertíð, urðu vel fisks varir. Helst fiskaðist á hraununum Mannklakk og Ledd. Þeim, sem ekki gátu byrjað róðra, leið því ekki vel, og var faðir minn og hans menn í þeim hópi. Það varð því að samkomulagi hjá þeim að fá léðan sexæringinn Hannibal, sem var sumar- og haustráðrabátur, og hófu þeit þá þegar róðra á honum. Sjö menn voru á Hannibal, og voru það þessir: Gísli Eyjólfsson, Búastöðum, Bjarni Jónsson, vinnumaður í Staðarbæ á Kirkjubæjum, Gísli Lárusson bóndi, Stakkagerði, Jón Brandsson bóndi, Eystri-Oddsstöðum, Lárus Jónsson bóndi, Búastöðum, Magnús Vigfússon bóndi, Presthúsum (þau stóðu þá vestast í röð Kirkjubæjanna). Um nafn á einum manninum er ekki full vissa. Um birtingu 9. febrúar var faðir minn búinn að fara tvisvar út og gá til veðurs, en leist ekki á loftslagið og veðurútlit og sagði við mömmu, að hann væri að hugsa um að gefa það eftir í dag að fara á sjóinn. En um fótaferðartíma kom Lárus nábúi hans, með sjóhattinn á höfðinu og sjóbitann í hendinni (tvær flatkökur), bauð góðan daginn og ávarpaði pabba þessum orðum: „Hvað ertu að hugsa, Gísli, Mangi litli og allir
eru komnir á flug, að kalla.“ (Mangi: Magnús á Vesturhúsum, þá ungur maður að byrja formennsku).
Þessi frýjunarorð þoldi faðir minn ekki, en hraðaði för þeirra á sjóinn og hélt til fiskileitar á Ledd. Þetta var þriðji róður þeirra á Hannibal.
Á Ledd urðu þeir vel fisks varir og höfðu um 9 fiska hlut, er þeir héldu til lands. Það undarlega skeði, að Lárus á Búastöðum, sem var netfiskinn handfæramaður, varð ekki beins var og dró ekki einn einasta fisk þennan sinn síðasta róður. Það sannaðist því gamli málshátturinn á honum, að bregður hverjum á banadægri.
Um Hannibalsslysið á Leiðinni og björgun þeirra manna, sem af komust, skrifaði Einar Sigurðsson í „Gamalt og nýtt“, 1. árg., 7. tbl., des. 1949, eftir frásögn Magnúsar í Hlíðarási, sem var háseti á sexæringnum Björgu, sem Kristján Ingimundarson í Klöpp var þá að byrja formennsku með. Var þetta hans útdráttur og fyrsti formannsdagur.
Þessa vertíð varð svo faðir minn háseti hjá Guðjóni í Sjólyst, sem þá var formaður með áttæring, og var hann nærstaddur á skipi sínu við björgunina.
Fleiri staðreyndir á ég til um þetta slys, en læt þetta nægja.