„Sonja Hansína Gísladóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sonja Hansína Gísladóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 52: Lína 52:
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Íbúar á Vesturhúsumn]]
[[Flokkur: Íbúar á Vesturhúsum]]
[[Flokkur: Íbúar við Ásaveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Ásaveg]]

Núverandi breyting frá og með 17. apríl 2019 kl. 11:45

Sonja Hansína Gísladóttir.

Sonja Hansína Gísladóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 4. júlí 1931 á Vesturhúsum og lést 7. september 1987.
Foreldrar hennar voru Gísli Finnsson kaupmaður, f. 19. júlí 1903, d. 2. maí 1983, og fyrri kona hans Valgerður Ólafía Eva Andersen, f. 9. nóvember 1908, d. 17. september 1992.

Börn Gísla og Evu:
1. Erla Jóhanna Elísabet Gísladóttir húsfreyja í Hergilsey, f. 26. október 1927, d. 7. júní 2005, kona Valtýs Snæbjörnssonar.
2. Sonja Hansína Gísladóttir, f. 4. júlí 1931, d. 7. september 1987.
3. Guðfinna Eygló Gísladóttir, f. 26. október 1933, d. 13. mars 2011.

II. Síðari kona Gísla (skildu) var Margrét Guðmundsdóttir, f. 11. ágúst 1922, d. 31. mars 2004.
Börn þeirra:
4. Hansína Sesselja Gísladóttir, f. 11. mars 1943.
5. Finnborg Bettý Gísladóttir, f. 4. mars 1945.
6. Guðmundur Gísli Gíslason, f. 26. október 1947.
7. Finnur Gíslason, f. 21. apríl 1949, d. 27. janúar 2005.

Barn Evu Andersen og Sigurðar Péturs Norðfjörð Sigurðssonar og kjörbarn Valdimars Tómassonar:
8. Kolbrún Sigurðardóttir Norðfjörð, f. 10. september 1940, d. 12. apríl 1954.

Börn Evu og Valdimars Tómassonar:
9. Jóhanna Andersen Valdimarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. mars 1946. Maður hennar er Þórlindur Jóhannsson.
10. Laufey Valdimarsdóttir, f. 22. júní 1947.
11. Valdimar Ómar Valdimarsson, f. 23. mars 1950.

Sonja var með foreldrum sínum í fyrstu, en þau skildu.
Hún nam við Húsmæðraskólann á Hallormsstað 1947-1949, lauk námi við Hjúkrunarskóla Íslands í apríl 1953.
Sonja var hjúkrunarfræðingur við Kleppspítala og Landspítala 1954, tók næturvaktir á Vífilsstöðum 1965-1966, vann kvöldvaktir á Flókadeild Kleppsspítala febrúar til júlí 1966, og vann á berkladeild Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík og síðar húð- og kynsjúkdómadeild frá 15. júní 1966-1982, vann á Klepsspítala 1982-1984, Vífilsstöðum janúar 1985-júní 1987.
Þau Geir Jónsson giftu sig 1953, eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Þau Haukur Hvannberg giftu sig 1974, eignuðust ekki börn.
Haukur lést í janúar 1987 og Sonja í september sama ár.

Sonja var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (21. febrúar 1953, skildu), var Geir Jónsson læknir, f. 21. maí 1929, d. 24. maí 1969. Foreldrar hans voru Jón Pétursson Geirsson læknir á Akureyri, f. 8. desember 1905, d. 4. janúar 1950, og kona hans Jórunn Jónsdóttir húsfreyja, píanókennari, síðar í Reykjavík, f. 19. október 1907, d. 23. júlí 1989.
Börn þeirra:
1. Eva Geirsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður á Seltjarnarnesi, f. 14. ágúst 1953. Maður hennar Sigfús Árni Guðmundsson.
2. Jón Geirsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 19. júlí 1955. Kona hans Margrét Eyrún Reynisdóttir.
3. Sturla Geirsson viðskiptafræðingur, forstjóri í Reykjavík, f. 28. febrúar 1959. Kona hans Ásta Friðriksdóttir.
4. Þóra Geirsdóttir hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 9. október 1963. Maður hennar Garðar Guðnason.

II. Síðari maður Sonju, (11. júlí 1974), var Haukur Hvannberg lögfræðingur, f. 22. júlí 1921, d. 12. janúar 1987. Foreldrar hans voru Jónas Jóhannesson Hvannberg kaupmaður, f. 4. nóvember 1893, d. 1. apríl 1972, og Guðrún Eiríksdóttir Hvannberg húsfreyja, f. 26. apríl 1900, d. 28. desember 1991.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.