„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1990/Á bryggjunum heima“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big>Guðjón Ármann Eyjólfsson</big></big><br> <big><big><big>"Á bryggjunum heima"</big></big></big><br> '''Endurminningar frá 1940 - 1950'''<br> '''Forspjall'''<br> ...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 4: Lína 4:


'''Endurminningar frá 1940 - 1950'''<br>
'''Endurminningar frá 1940 - 1950'''<br>
 
[[Mynd:Greinarhöfundur til hægri Sdbl. 1990.jpg|thumb|348x348dp|Greinarhöfundur til hægri, átta ára gamall, vorið 1943 „á bryggjuárunum.“ Dagar sveipaðir mikilli sól og góðum minningum.“ Með honum á myndinni er Gísli bróðir hans.]]
'''Forspjall'''<br>
'''Forspjall'''<br>


Lína 24: Lína 24:
Á vorin lágu vertíðarbátar oft til botnhreinsunar og kústunar í Botninum og það var mikið ævintýri að fá að fara með pabba til að kústa og hreinsa bátinn.<br>
Á vorin lágu vertíðarbátar oft til botnhreinsunar og kústunar í Botninum og það var mikið ævintýri að fá að fara með pabba til að kústa og hreinsa bátinn.<br>
Eitt sinn, þegar við vorum á leið inn í Botn og vorum komnir norður fyrir hæðina, þar sem Fiskimjölsverksmiðjan stendur enn í dag og stukkum yfir afrennsli sem lá þar frá verksmiðjunni og fiskverkunarhúsinu „ís og fisk", og gárungarnir kölluðu „Skít og svað"; (syðsti hluti núverandi Vinnslustöðvar), sagði pabbi kankvíslega við mig: „Þetta er nú eini lækurinn í Vestmannaeyjum!" Mér þótti þetta mjög merkilegt í þá daga, en atvikið rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég var nýlega fluttur hingað upp á fastalandið og við vorum í akstri austur fyrir fjall, að þá hrópuðu tvö elstu börnin okkar, sem voru sjö og tíu ára gömul: „Sérðu fossinn pabbi, sérðu lækinn", í hvert skipti sem ekið var framhjá lækjarsprænu eða þar sem fossaði um flúðir. Fossar, lækir og rennandi vatn hefur ekki verið daglega fyrir augum Vestmannaeyinga.<br>
Eitt sinn, þegar við vorum á leið inn í Botn og vorum komnir norður fyrir hæðina, þar sem Fiskimjölsverksmiðjan stendur enn í dag og stukkum yfir afrennsli sem lá þar frá verksmiðjunni og fiskverkunarhúsinu „ís og fisk", og gárungarnir kölluðu „Skít og svað"; (syðsti hluti núverandi Vinnslustöðvar), sagði pabbi kankvíslega við mig: „Þetta er nú eini lækurinn í Vestmannaeyjum!" Mér þótti þetta mjög merkilegt í þá daga, en atvikið rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég var nýlega fluttur hingað upp á fastalandið og við vorum í akstri austur fyrir fjall, að þá hrópuðu tvö elstu börnin okkar, sem voru sjö og tíu ára gömul: „Sérðu fossinn pabbi, sérðu lækinn", í hvert skipti sem ekið var framhjá lækjarsprænu eða þar sem fossaði um flúðir. Fossar, lækir og rennandi vatn hefur ekki verið daglega fyrir augum Vestmannaeyinga.<br>
 
[[Mynd:Vestmannaeyjahörn um 1945 Sdbl. 1990.jpg|miðja|thumb|Vestmannaeyjahöfn um 1945. Fyrsta Friðarhafnarbryggjan var byggð 1943. Á Botninum liggja bátar við ból en á ytri höfninni, Víkinni eru erlendir togarar og skútur.]]
Á þessum slóðum var nokkru síðar lagður kjölur að stærsta skipi, sem fram til þess tíma hafði verið smíðað á Íslandi, Helgi Helgason, sem var 189 brúttólestir að stærð. Helgi Helgason VE 343 hljóp af stokkum eða réttara sagt var dreginn af stokkum 70 metra leið á þurru landi og við miklar tilfæringar hinn 7. Júní árið 1947. Skipið hafði þá verið í smíðum í rúmlega fjögur ár frá því kjölur var lagður vorið 1943.<br>
Á þessum slóðum var nokkru síðar lagður kjölur að stærsta skipi, sem fram til þess tíma hafði verið smíðað á Íslandi, Helgi Helgason, sem var 189 brúttólestir að stærð. Helgi Helgason VE 343 hljóp af stokkum eða réttara sagt var dreginn af stokkum 70 metra leið á þurru landi og við miklar tilfæringar hinn 7. Júní árið 1947. Skipið hafði þá verið í smíðum í rúmlega fjögur ár frá því kjölur var lagður vorið 1943.<br>


Lína 39: Lína 39:
[[Helgi Benónýsson]] frá Vesturhúsum, sem hafði á hendi verkstjórn við Iestun og frágang ísfisks í skipin segir í bók sinni "Fjörutíu ár í Eyjum," að á stríðsárunum hafi siglt frá Vestmannaeyjum um 50 innlend skip og 30 erlend, flest færeysk. „Sum þessara skipa fóru ekki nema 1-2 ferðir, en önnur sigldu öll árin og það nærri því í hverjum mánuði. <br>
[[Helgi Benónýsson]] frá Vesturhúsum, sem hafði á hendi verkstjórn við Iestun og frágang ísfisks í skipin segir í bók sinni "Fjörutíu ár í Eyjum," að á stríðsárunum hafi siglt frá Vestmannaeyjum um 50 innlend skip og 30 erlend, flest færeysk. „Sum þessara skipa fóru ekki nema 1-2 ferðir, en önnur sigldu öll árin og það nærri því í hverjum mánuði. <br>
Flestar ferðir mun m.b. Helgi frá Vestmannaeyjum hafa farið. <br>
Flestar ferðir mun m.b. Helgi frá Vestmannaeyjum hafa farið. <br>
 
[[Mynd:Helgi Helgason VE 343 á stokkonum Sdbl. 1990.jpg|miðja|thumb|Helgi Helgason VE 343 á stokkum 1943 - 1947, norður og austur af Gúanóinu.]]
Um fiskflutningaskip segir Helgi í bók sinni: ,, Fiskflutningaskipin íslensku voru lítil, þetta frá 60-200 lestir, nema einstök þeirra. Þau voru því yfirhlaðin þegar þau létu úr höfn en skipstjórar töldu að hleðsla þeirra myndi fljótlega lagast, þegar eldsneyti eyddist og ís bráðnaði. Það flaut oft yfir dekkið framan við vélarhúsið á minni bátunum, en eftir að búið var að hlaða, voru veður sjaldan svo hörð að ekki væri siglt tafarlaust, þó ekki sæist nema stýrishús og stefni upp úr sjó, þegar komið var út fyrir hafnargarð, já ef stefnið þá sást fyrir sjógangi.” <br>
Um fiskflutningaskip segir Helgi í bók sinni: ,, Fiskflutningaskipin íslensku voru lítil, þetta frá 60-200 lestir, nema einstök þeirra. Þau voru því yfirhlaðin þegar þau létu úr höfn en skipstjórar töldu að hleðsla þeirra myndi fljótlega lagast, þegar eldsneyti eyddist og ís bráðnaði. Það flaut oft yfir dekkið framan við vélarhúsið á minni bátunum, en eftir að búið var að hlaða, voru veður sjaldan svo hörð að ekki væri siglt tafarlaust, þó ekki sæist nema stýrishús og stefni upp úr sjó, þegar komið var út fyrir hafnargarð, já ef stefnið þá sást fyrir sjógangi.” <br>
 
[[Mynd:Við Vestmannaeyjahöfn á stríðsárunum Sdbl. 1990.jpg|miðja|thumb|Frá Vestmannaeyjahöfn á Stríðsárunum 1939 - 1945. Næst eru grjótin vestan Skildingafjöru og Ársælsslippsins. Í höfn eru auk Sæfells VE 33, sem liggur vestan við Básaskersbryggjuna, sex línuveiðarar sem bíða eftir eða eru að taka á móti ísfiski. Næst frá vinstri er það mikla afla- og happaskip Baldur VE 24; austan við hann liggja þrír línuveiðarar við akkeri og bauju, næst er Bjarki (Ex  Ólafur Bjarnason). Við Sæfellið liggur Gulltoppur VE 321 með dragnót sem hangir á bómu aftan við stýrishúsið.]]
Í kringum skipin var mikið að snúast og á vetrarvertíðinni unnið langt fram á nætur og stundum sólarhingana út. Margir kunnir Vestmanneyingar settu þarna svip á mannlífið og unnu við lestun skipanna hjá Ísfisksölusamlagi Vestmannaeyja, sem sá um afgreiðslu þeirra, eins og Helgi á Vesturhúsum, sem hér er vitnað til, [[Guðjón í Breiðholti]], [[Hannes á Hæli]], [[Ágúst á Aðalbóli]], [[Jón Sigurðsson]] í Ártúni o.fl. en [[Bergsteinn Jónasson]], [[Steini á Múla]], hafði alla stjórn á bryggjunum, hvar skip og bátar áttu að liggja og hvíldi á honum mikið starf við sívaxandi þrengsli í höfninni á þessum árum. Þegar mest var að gera á hávertíðinni varð þetta allt samofið í eins hljómviðu, vélaskellir báta og niður frá fiskiðjuverum og aðgerðahúsum, þar sem fólk vann hörðum höndum langan vinnudag og fram á nætur. Úr aðgerðarhúsum línu- og netabáta var fiskinum ekið að fisktökuskipunum, en úr dragnótabátum og togbátum sem gerðu að fiskinum úti í sjó var fiskinum landað úr litlum málum, venjulega olíutunnum með sérstökum útbúnaði svo að hægt var að sturta úr tunnunni á vigt, sem var um borð í skipunum. Ísfisksölusamlag Vestmannaeyja, sem sá um fiskmóttökuna hafði einnig sérstakar kerrur fyrir flatfisk úr dragnótabátum, sem tóku um 600 kíló.<br>
Í kringum skipin var mikið að snúast og á vetrarvertíðinni unnið langt fram á nætur og stundum sólarhingana út. Margir kunnir Vestmanneyingar settu þarna svip á mannlífið og unnu við lestun skipanna hjá Ísfisksölusamlagi Vestmannaeyja, sem sá um afgreiðslu þeirra, eins og Helgi á Vesturhúsum, sem hér er vitnað til, [[Guðjón í Breiðholti]], [[Hannes á Hæli]], [[Ágúst á Aðalbóli]], [[Jón Sigurðsson]] í Ártúni o.fl. en [[Bergsteinn Jónasson]], [[Steini á Múla]], hafði alla stjórn á bryggjunum, hvar skip og bátar áttu að liggja og hvíldi á honum mikið starf við sívaxandi þrengsli í höfninni á þessum árum. Þegar mest var að gera á hávertíðinni varð þetta allt samofið í eins hljómviðu, vélaskellir báta og niður frá fiskiðjuverum og aðgerðahúsum, þar sem fólk vann hörðum höndum langan vinnudag og fram á nætur. Úr aðgerðarhúsum línu- og netabáta var fiskinum ekið að fisktökuskipunum, en úr dragnótabátum og togbátum sem gerðu að fiskinum úti í sjó var fiskinum landað úr litlum málum, venjulega olíutunnum með sérstökum útbúnaði svo að hægt var að sturta úr tunnunni á vigt, sem var um borð í skipunum. Ísfisksölusamlag Vestmannaeyja, sem sá um fiskmóttökuna hafði einnig sérstakar kerrur fyrir flatfisk úr dragnótabátum, sem tóku um 600 kíló.<br>


Lína 50: Lína 50:
Þó komu fyrir atvik sem komu strákapeyjum í skilning um að við lifðum á alvarlegum tímum.
Þó komu fyrir atvik sem komu strákapeyjum í skilning um að við lifðum á alvarlegum tímum.
Ég hlýt að hafa verið sjö ára gamall, vorið 1942, þegar skútan Arctic kom í örlagaríka ferð til Vestmannaeyja. Þetta var sérstaklega fallegt skip að því er mér fannst, þegar ég horfði á það ofan frá bæjum, þar sem það lá á Víkinni. Arctic var þrímastra seglskúta með miklum reiða og fallegu bugspjóti, um 500 lestir að stærð. Skipið hafði verið byggt úr eik í Svíþjóð árið 1919 og hafði verið móðurskip við Grænland fyrir fiskiskip, sem Danir gerðu þar út. Hingað til lands var Arctic keypt frá Danmörku í ársbyrjun 1940 og kom til landsins þá um vorið og slapp naumlega frá Danmörku og Noregi, þar sem það var kyrrsett um tíma eftir að Þjóðverjar hernámu Noreg hinn 9. apríl. Arctic reyndist íslendingum hin mesta óhappafleyta og varð til, þegar það strandaði á Mýrum við Faxaflóa í marsmánuði árið 1943. Mér hafa alla tíð þótt seglskip ákaflega falleg. Ég þaut auðvitað niður á bryggju og ætlaði um borð í skipið þar sem það lá við endann á Básaskersbryggjunni, en ég gleymi aldrei hvað mér brá, þegar breskur hermaður, setti byssusting fyrir brjóstið á mér til að varna mér að fara um borð, þar sem hann stóð við landganginn.<br>
Ég hlýt að hafa verið sjö ára gamall, vorið 1942, þegar skútan Arctic kom í örlagaríka ferð til Vestmannaeyja. Þetta var sérstaklega fallegt skip að því er mér fannst, þegar ég horfði á það ofan frá bæjum, þar sem það lá á Víkinni. Arctic var þrímastra seglskúta með miklum reiða og fallegu bugspjóti, um 500 lestir að stærð. Skipið hafði verið byggt úr eik í Svíþjóð árið 1919 og hafði verið móðurskip við Grænland fyrir fiskiskip, sem Danir gerðu þar út. Hingað til lands var Arctic keypt frá Danmörku í ársbyrjun 1940 og kom til landsins þá um vorið og slapp naumlega frá Danmörku og Noregi, þar sem það var kyrrsett um tíma eftir að Þjóðverjar hernámu Noreg hinn 9. apríl. Arctic reyndist íslendingum hin mesta óhappafleyta og varð til, þegar það strandaði á Mýrum við Faxaflóa í marsmánuði árið 1943. Mér hafa alla tíð þótt seglskip ákaflega falleg. Ég þaut auðvitað niður á bryggju og ætlaði um borð í skipið þar sem það lá við endann á Básaskersbryggjunni, en ég gleymi aldrei hvað mér brá, þegar breskur hermaður, setti byssusting fyrir brjóstið á mér til að varna mér að fara um borð, þar sem hann stóð við landganginn.<br>
 
[[Mynd:Arctic 491 brúttólestir Sdbl. 1990.jpg|miðja|thumb|Arctic - brúttórúmlestir.]]
Arctic hafði seint á árinu 1941 siglt með söltuð hrogn til Spánar og lestaði þar ávexti til Íslands, sem varð reyndar að bíða eftir í tvo mánuði. Á Spáni neyddu skósveinar Hitlers skipstjóra og loftskeytamann skipsins til að taka leynilega loftskeytastöð um borð og senda síðan veðurfregnir til Þjóðverja á leiðinni yfir hafið: voru sjö sinnum sendar veðurfréttir frá Arctic, sem hún tók höfn í Reykjavík, 25. febrúar 1942. Bretar komust á snoðir um þetta og þegar skipið kom til Vestmannaeyja hinn 13. apríl 1942 og ætlaði að lesta þar kassafisk til Bretlands var það tekið hervaldi og kyrrsett um leið og það kom í höfn. Allir skipverjar voru hnepptir í fangelsi, þó að þeir hefðu ekki átt neinn þátt í þessu og hefðu ekki hugmynd um stöðina eða loftskeytasendingarnar. Liðu þeir hinar ótrúlegustu pyntingar og slæma meðferð af hálfu Breta svo mánuðum skipti. Eínn Vestmannaeyingur, Guðni Ingvarsson frá Hvanneyri var matsveinn á Arctic.<br>
Arctic hafði seint á árinu 1941 siglt með söltuð hrogn til Spánar og lestaði þar ávexti til Íslands, sem varð reyndar að bíða eftir í tvo mánuði. Á Spáni neyddu skósveinar Hitlers skipstjóra og loftskeytamann skipsins til að taka leynilega loftskeytastöð um borð og senda síðan veðurfregnir til Þjóðverja á leiðinni yfir hafið: voru sjö sinnum sendar veðurfréttir frá Arctic, sem hún tók höfn í Reykjavík, 25. febrúar 1942. Bretar komust á snoðir um þetta og þegar skipið kom til Vestmannaeyja hinn 13. apríl 1942 og ætlaði að lesta þar kassafisk til Bretlands var það tekið hervaldi og kyrrsett um leið og það kom í höfn. Allir skipverjar voru hnepptir í fangelsi, þó að þeir hefðu ekki átt neinn þátt í þessu og hefðu ekki hugmynd um stöðina eða loftskeytasendingarnar. Liðu þeir hinar ótrúlegustu pyntingar og slæma meðferð af hálfu Breta svo mánuðum skipti. Eínn Vestmannaeyingur, Guðni Ingvarsson frá Hvanneyri var matsveinn á Arctic.<br>


Lína 61: Lína 61:


Færeysku skipin voru vinsælust allra skipa. Þau voru flest gamlir íslenskir kútterar, tvímastraðar skútur, eitt til tvö hundruð tonn að stærð, byggðar í Englandi allnokkru fyrir aldamótin 1900. Einnig áttu Færeyingar nokkur tiltölulega nýbyggð seglskip, þrímöstruð eins og Atlantsfarið, Viðey, Haffrúin o.fl.,sem voru byggð í Danmörku um miðjan fjórða áratuginn (1935 og 1936). Svo voru nokkrar stórar þrímastraðar skonnortur eins og "Yvonne", "Marite", "Lieutenant Vedrines", sem alltaf var kölluð "Löjtnanturinn", "Polo" og Liljan", sem Færeyingar höfðu keypt frá Frakklandi um 1930. Þetta voru stór og falleg skip, þrímöstruð, Marite og Löjtnanturinn voru grámálaðar, en Yvonne, Polo og Liljan hvítar. Fremst á sléttri síðunni var færeyski fáninn í sínum fögru litum, rauður kross með bláum röndum á hvítum grunni, en á lunningunni stóð stórum stöfum nafn skipsins og FAROES -FÆREYJAR.<br> Á sumum skipum var einnig fáni aftast á síðunni til að merkja þau enn betur fyrir styrjaldaraðilum, og að hér væri um skip frá hlutlausri þjóð að ræða. Af hvorugum styrjaldaraðila var þetta virt, þegar á reyndi.<br>
Færeysku skipin voru vinsælust allra skipa. Þau voru flest gamlir íslenskir kútterar, tvímastraðar skútur, eitt til tvö hundruð tonn að stærð, byggðar í Englandi allnokkru fyrir aldamótin 1900. Einnig áttu Færeyingar nokkur tiltölulega nýbyggð seglskip, þrímöstruð eins og Atlantsfarið, Viðey, Haffrúin o.fl.,sem voru byggð í Danmörku um miðjan fjórða áratuginn (1935 og 1936). Svo voru nokkrar stórar þrímastraðar skonnortur eins og "Yvonne", "Marite", "Lieutenant Vedrines", sem alltaf var kölluð "Löjtnanturinn", "Polo" og Liljan", sem Færeyingar höfðu keypt frá Frakklandi um 1930. Þetta voru stór og falleg skip, þrímöstruð, Marite og Löjtnanturinn voru grámálaðar, en Yvonne, Polo og Liljan hvítar. Fremst á sléttri síðunni var færeyski fáninn í sínum fögru litum, rauður kross með bláum röndum á hvítum grunni, en á lunningunni stóð stórum stöfum nafn skipsins og FAROES -FÆREYJAR.<br> Á sumum skipum var einnig fáni aftast á síðunni til að merkja þau enn betur fyrir styrjaldaraðilum, og að hér væri um skip frá hlutlausri þjóð að ræða. Af hvorugum styrjaldaraðila var þetta virt, þegar á reyndi.<br>
 
[[Mynd:Færeyskar skútur Sdbl. 1990.jpg|miðja|thumb|Færeyskar skútur á Botninum og þurrka seglin. Þarna eru m.a. Haffrúin (Havfrugvin) VN 220 annað skip frá hægri. Næst hennu eru skonnorturnar Marité TN 303 og Löijnanturinn TN, 337, lengst til vinstri er Polo KG 141.]]
Flestar voru þessar skonnortur keyptar frá St. Malo, þaðan sem þær voru gerðar út á veiðar á Nýfundnalandsmið. Einnig sigldu nokkrir minni færeyskir bátar með fisk, einkum í lok stríðsins.
Flestar voru þessar skonnortur keyptar frá St. Malo, þaðan sem þær voru gerðar út á veiðar á Nýfundnalandsmið. Einnig sigldu nokkrir minni færeyskir bátar með fisk, einkum í lok stríðsins.
Áhöfnin sem sigldi þessum skonnortum bjó öll í káetu aftur í, sem voru sérstaklega skemmtilegar, rúmgóðar og vistlegar á þessum skipum. Inn af káetunni um bakborða var sérstakur svefnklefi fyrir skipstjórann. Úr káetunni var innangengt í vélarúmið, sem var fyrir framan. Allar kojur voru lokrekkjur, en stórt borð frá framþili, þar sem afturmastrið kom niður frá þilfari til kjalar. Yfir miðju káetuborðinu var stór þilfarsgluggi ("skylight").<br>
Áhöfnin sem sigldi þessum skonnortum bjó öll í káetu aftur í, sem voru sérstaklega skemmtilegar, rúmgóðar og vistlegar á þessum skipum. Inn af káetunni um bakborða var sérstakur svefnklefi fyrir skipstjórann. Úr káetunni var innangengt í vélarúmið, sem var fyrir framan. Allar kojur voru lokrekkjur, en stórt borð frá framþili, þar sem afturmastrið kom niður frá þilfari til kjalar. Yfir miðju káetuborðinu var stór þilfarsgluggi ("skylight").<br>
 
[[Mynd:Atlantsfarið KG 452 Sdbl. 1990.jpg|miðja|thumb|Atlantsfarið KG 425, frá Klakksvík 168 brúttórúmlestir, byggð í Friðrikssundi 1936.]]
'''Vinir mínir Færeyingar'''<br>
'''Vinir mínir Færeyingar'''<br>


Lína 72: Lína 72:
Þegar Magnús hætti sjómennsku á stærri skipum fékk hann sér trillu og sótti sjóinn frá Kvívík, sem liggur að Vestmannasundi.<br>
Þegar Magnús hætti sjómennsku á stærri skipum fékk hann sér trillu og sótti sjóinn frá Kvívík, sem liggur að Vestmannasundi.<br>
Ég gleymi aldrei síðasta fundi okkar, þegar ég heimsótti hann í Kvivík. Þetta var sumarið 1976 og Magnús var þá kominn yfir áttrætt (f. 1894). Þegar mig bar að garði var hann nýkominn af sjó, veðurbitinn og með hvítt salt í skeggi, sjóbuxu stífar af seltu og fiski. Það urðu fagnaðarfundir og með sínu sérstaka rólyndi, en þó festu gekk hann að gömlum stofuskáp og tók þar fram rykfallna koníaksflösku, sem hafði auðsjáanlega staðið þar lengi, þurrkaði af henni rykið og við drukkum vinarminni. <br>
Ég gleymi aldrei síðasta fundi okkar, þegar ég heimsótti hann í Kvivík. Þetta var sumarið 1976 og Magnús var þá kominn yfir áttrætt (f. 1894). Þegar mig bar að garði var hann nýkominn af sjó, veðurbitinn og með hvítt salt í skeggi, sjóbuxu stífar af seltu og fiski. Það urðu fagnaðarfundir og með sínu sérstaka rólyndi, en þó festu gekk hann að gömlum stofuskáp og tók þar fram rykfallna koníaksflösku, sem hafði auðsjáanlega staðið þar lengi, þurrkaði af henni rykið og við drukkum vinarminni. <br>
 
[[Mynd:Skipshöfnin á Atlansfarinu Sdbl. 1990.jpg|miðja|thumb|Skipshöfnin á Atlantsfarinu frá Klakksvík, vetrarvertíðina 1938. Annar frá vinstri í fremstu röð er Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum sem var fiskilóðs um borð.]]
'''Beinakex og farið útá'''<br>
'''Beinakex og farið útá'''<br>


Lína 86: Lína 86:


Margir þessir togarar voru gömul skip með skorsteininn aftan við brúna. Aldrei fór ég um borð í enska togara á þessum árum. Við héldum okkur við Færeyingana, sem voru okkur einstaklega góðir. Það var ekki fyrr en löngu síðar, þegar komið var í Gagnfræðaskóla, að ég fór stundum um borð í enska togara til að æfa mig í ensku.<br>
Margir þessir togarar voru gömul skip með skorsteininn aftan við brúna. Aldrei fór ég um borð í enska togara á þessum árum. Við héldum okkur við Færeyingana, sem voru okkur einstaklega góðir. Það var ekki fyrr en löngu síðar, þegar komið var í Gagnfræðaskóla, að ég fór stundum um borð í enska togara til að æfa mig í ensku.<br>
 
[[Mynd:Sæfell VE 30 Sdbl. 1990.jpg|miðja|thumb|Sæfell VE 30 fyrir enda Básaskersbryggjunnar. Skipið var keypt til Vestmannaeyja í byrjun styrjaldarinna, haustið 1930 og reyndist mikið happaskip. Það sigldi öll stríðsárin og hlekktist aldrei á. Takið eftir manni með handvagn til hægri á myndinni.]]
Færeysku skúturnar, ferðir "útá" með liprum bátum þeirra, lending í mjúkum sandi Botnsins og ævintýraheimur um borð í stóru seglskipi með stóran auðan lúkar, þar sem fyrrum hafði búið hópur sjómanna með gleði sína og sorgir og sjó¬mannslíf í káetu fransaraskonnortu eins og Færeyingarnir kölluðu þessi skip, hreif hugann og var ævintýraheimur fyrir ungan dreng, sem þótti Róbinson Krúsó og Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar bestar bóka.<br>
Færeysku skúturnar, ferðir "útá" með liprum bátum þeirra, lending í mjúkum sandi Botnsins og ævintýraheimur um borð í stóru seglskipi með stóran auðan lúkar, þar sem fyrrum hafði búið hópur sjómanna með gleði sína og sorgir og sjó¬mannslíf í káetu fransaraskonnortu eins og Færeyingarnir kölluðu þessi skip, hreif hugann og var ævintýraheimur fyrir ungan dreng, sem þótti Róbinson Krúsó og Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar bestar bóka.<br>


Lína 97: Lína 97:
Það var mikið líf á bryggjunum í þá daga, þó að vinnubrögðin með nútímatækni þættu ekki til fyrirmyndar í dag. Sá þjóðarauður, sem þá var aflað stendur þó undir velferð okkar og hagsæld nútímans.<br>
Það var mikið líf á bryggjunum í þá daga, þó að vinnubrögðin með nútímatækni þættu ekki til fyrirmyndar í dag. Sá þjóðarauður, sem þá var aflað stendur þó undir velferð okkar og hagsæld nútímans.<br>
Stundum gat þetta minnt á hina frægu vertíðarmynd frá Bæjarbryggjunni árið 1924, þegar allt var á kafi í fiski og fólki en lengi skreytti myndin 50 króna seðil íslenska ríkisins.<br>
Stundum gat þetta minnt á hina frægu vertíðarmynd frá Bæjarbryggjunni árið 1924, þegar allt var á kafi í fiski og fólki en lengi skreytti myndin 50 króna seðil íslenska ríkisins.<br>
 
[[Mynd:Erlent flugningaskip Sdbl. 1990.jpg|miðja|thumb|Erlent flutningaskip og vertíðarbátar við Básaskersbryggjuna. Frá vinstri: Sést á stýrishúsið á Stíganda VE 277, Leó VE 294, Emma VE 219, Erlingur VE 295, Á bryggjunni eru mikil umsvif og a.m.k. sex vörubílar. Sennilega er þetta saltskip, sbr losunartrog í frambómu en í það var salti eða kolum mokað af handafli. (Úr ljósmyndasafni Jóns Björnssonar frá Bólstaðarhlíð)]]
Þegar aflanum var landað voru venjulega á minni bátum einn eða tveir menn í lest og var fiskinum kastað með sting upp úr lestinni og á þilfar, en það var fyrst um 1930, að stingir voru teknir í notkun í Vestmannaeyjum, fram að þeim tíma var öllum fiski kastað með berum höndum. Af þilfari og úr miðkassa framan við vélarhúsið (rúffið) var fiskinum kastað upp á bryggju, þar sem tveir menn köstuðu síðan upp á bílpall. Ef var lágsjávað var stundum kastað af þilfari upp á pall, sem var hengdur utan á bryggjunni og síðan var kastað af pallinum og upp á bryggjuna, en frekar var það sjaldgæft að slíkur útbúnaður væri notaður. Löndunin var erfitt starf og menn voru oftast löðrandi af svita, slori og blóðslettum. Hver sjómaður á línu-og vertíðarbátum hafði sinn bitakassa og þar var stundum góðgæti að finna, ef maður var svangur, en annars voru bitakassarnir ákaflega ólystugir, sérstaklega fyrir sjómenn, sem þurfa kraftmikið fæði. Menn borðuðu kaldan graut upp úr leir - og glerkrúsum, og snæddu kalt kjöt og brauð úr hnefa, en ef slæmt var sjóveður höfðu formenn ekki alltaf tíma til þess að hressa sig á öðru en kaffisopa. Bitakassar voru notaðir á Vestmannaeyjabátum fram undir 1960.<br>
Þegar aflanum var landað voru venjulega á minni bátum einn eða tveir menn í lest og var fiskinum kastað með sting upp úr lestinni og á þilfar, en það var fyrst um 1930, að stingir voru teknir í notkun í Vestmannaeyjum, fram að þeim tíma var öllum fiski kastað með berum höndum. Af þilfari og úr miðkassa framan við vélarhúsið (rúffið) var fiskinum kastað upp á bryggju, þar sem tveir menn köstuðu síðan upp á bílpall. Ef var lágsjávað var stundum kastað af þilfari upp á pall, sem var hengdur utan á bryggjunni og síðan var kastað af pallinum og upp á bryggjuna, en frekar var það sjaldgæft að slíkur útbúnaður væri notaður. Löndunin var erfitt starf og menn voru oftast löðrandi af svita, slori og blóðslettum. Hver sjómaður á línu-og vertíðarbátum hafði sinn bitakassa og þar var stundum góðgæti að finna, ef maður var svangur, en annars voru bitakassarnir ákaflega ólystugir, sérstaklega fyrir sjómenn, sem þurfa kraftmikið fæði. Menn borðuðu kaldan graut upp úr leir - og glerkrúsum, og snæddu kalt kjöt og brauð úr hnefa, en ef slæmt var sjóveður höfðu formenn ekki alltaf tíma til þess að hressa sig á öðru en kaffisopa. Bitakassar voru notaðir á Vestmannaeyjabátum fram undir 1960.<br>


Lína 104: Lína 104:
Hápunktur þessara daglegu ferða á bryggjurnar var þegar löndun var lokið og bátnum var lagt við ból úti á Botni, en nær allir mótorbátar lágu þá við sérstakt ból, sem voru akkerisfestar, sem lágu eftir endilangri höfninni frá hafnargörðum og Hörgaeyri og vestur í Botn : þær voru fimm þegar þær voru flestar. Upp frá þessum miklu festum lágu grennri akkerisfestar bátanna. Á nyrstu festinni lágu aðeins fjórir til fimm bátar.<br>
Hápunktur þessara daglegu ferða á bryggjurnar var þegar löndun var lokið og bátnum var lagt við ból úti á Botni, en nær allir mótorbátar lágu þá við sérstakt ból, sem voru akkerisfestar, sem lágu eftir endilangri höfninni frá hafnargörðum og Hörgaeyri og vestur í Botn : þær voru fimm þegar þær voru flestar. Upp frá þessum miklu festum lágu grennri akkerisfestar bátanna. Á nyrstu festinni lágu aðeins fjórir til fimm bátar.<br>
Þreyttum sjómönnum var ekki mikið tilhlökkunarefni að leggja báti á ból, af því að stundum var komið að skjöktbátnum hálffullum af sjó á bólinu og varð þá að byrja á því að ausa bátinn áður en keðjunni, sem báturinn lá fyrir, var náð upp. Þegar því var lokið var eftir skemmtilegasti hluti ferðarinnar út á ból, en það var, þegar árabátnum var róið yfir höfnina og hann var settur í hrófin, sem höfðu frá aldaöðli verið norðan Strandvegar, þar sem nú er mjölgeymsla FES. Stundum gat biðin á bryggjunni orðið löng og var þá farið inn í Verkamannaskýlið, en ótrúlega oft var amast við manni þar; yfirleitt voru þó bátarnir komnir að landi fyrir kvöldmat.<br>
Þreyttum sjómönnum var ekki mikið tilhlökkunarefni að leggja báti á ból, af því að stundum var komið að skjöktbátnum hálffullum af sjó á bólinu og varð þá að byrja á því að ausa bátinn áður en keðjunni, sem báturinn lá fyrir, var náð upp. Þegar því var lokið var eftir skemmtilegasti hluti ferðarinnar út á ból, en það var, þegar árabátnum var róið yfir höfnina og hann var settur í hrófin, sem höfðu frá aldaöðli verið norðan Strandvegar, þar sem nú er mjölgeymsla FES. Stundum gat biðin á bryggjunni orðið löng og var þá farið inn í Verkamannaskýlið, en ótrúlega oft var amast við manni þar; yfirleitt voru þó bátarnir komnir að landi fyrir kvöldmat.<br>
 
[[Mynd:Horft til hrófanna Sdbl. 1990.jpg|miðja|thumb|Horft til hrófanna frá Bæjarbryggjunni. Til vinstri er Edinborgarbryggjan og „Eilífðin“, þar sem Hraðfrystistöð Vestmannaeyja var síðan byggð. Upp af hrófunum er Edinborg, myndarlegt hús sem Gísli J Johnsen reisti og til vinstri við það Matstofan sem var gamalt pakkhús miðbúðarinnar, þá Godthaab sem byggt var 1830. Öll þessi hús sunnan hafnar fóru undir hraun í eldgosinu 1973]]
Það er m.a. ein af þeim breytingum, sem hafa orðið frá fyrri tíð eða eins og einn kunningi minn orðaði það: "Áður fyrr var eitthvað að ef bátur var ekki kominn fyrir kvöldmat,, en nú hefur þessu alveg verið snúið við. Ef bátur er kominn að landi fyrir kvöldmat, þá hefur eitthvað komið fyrir."<br>
Það er m.a. ein af þeim breytingum, sem hafa orðið frá fyrri tíð eða eins og einn kunningi minn orðaði það: "Áður fyrr var eitthvað að ef bátur var ekki kominn fyrir kvöldmat,, en nú hefur þessu alveg verið snúið við. Ef bátur er kominn að landi fyrir kvöldmat, þá hefur eitthvað komið fyrir."<br>
Bátarnir voru litlir og veiðarfærin allt önnur í þá daga en nú er og sótt á nálæg heimamið. Það þótti mjög Iöng sókn, þegar Óskar heitinn Eyjólfsson sá mikli aflamaður fór að sækja á Selvogsbankann á Guðrúnu og hafði þá fleiri trossur en áður hafði tíðkast eða allt að því 5 til 6, og kom oft ekki að landi fyrr en undir miðnótt eftir 6 - 7 tíma stím vestan af Banka.<br>
Bátarnir voru litlir og veiðarfærin allt önnur í þá daga en nú er og sótt á nálæg heimamið. Það þótti mjög Iöng sókn, þegar Óskar heitinn Eyjólfsson sá mikli aflamaður fór að sækja á Selvogsbankann á Guðrúnu og hafði þá fleiri trossur en áður hafði tíðkast eða allt að því 5 til 6, og kom oft ekki að landi fyrr en undir miðnótt eftir 6 - 7 tíma stím vestan af Banka.<br>
Lína 120: Lína 120:


'''Tyllidagar'''<br>
'''Tyllidagar'''<br>
 
[[Mynd:Greinarhöfundur ásamt föður sínum Sdbl. 1990.jpg|thumb|347x347dp|Greinarhöfundur ásamt föður sínum á „snurrvoð“ um borð í Emmu VE 219, sumarið 1942.]]
Tveir dagar á vetrarvertíðinni voru sérstakir tyllidagar okkar bryggjustráka, en það var þegar netin voru lögð í fyrsta skipti og svo Sumardagurinn fyrsti en þá fengu margir að fara með í róður.
Tveir dagar á vetrarvertíðinni voru sérstakir tyllidagar okkar bryggjustráka, en það var þegar netin voru lögð í fyrsta skipti og svo Sumardagurinn fyrsti en þá fengu margir að fara með í róður.
Þegar bátarnir fóru út með netin í fyrstu lögnina voru þeir skrautlegir á að líta, líkastir riddurum miðalda sem héldu í burtreiðar með langar lensur og spjót, sem lágu fram af hestinum, en fram af hverjum bát Iágu baujustangirnar með blaktandi vimplum og baujuflöggum og vissulega voru þeir að halda út í lokaorrustu vetrarvertíðarinnar.<br>
Þegar bátarnir fóru út með netin í fyrstu lögnina voru þeir skrautlegir á að líta, líkastir riddurum miðalda sem héldu í burtreiðar með langar lensur og spjót, sem lágu fram af hestinum, en fram af hverjum bát Iágu baujustangirnar með blaktandi vimplum og baujuflöggum og vissulega voru þeir að halda út í lokaorrustu vetrarvertíðarinnar.<br>
Lína 135: Lína 135:
'''„Ég heyrði vorið vængjum blaka"'''<br>
'''„Ég heyrði vorið vængjum blaka"'''<br>


Á vorin er alltaf sérstök stemning í Vestmannaeyjum. Ekki var það síst í þá daga með hið magnaða vertíðarlíf í aprílmánuði, þegar lundinn er að taka heim og öll náttúran að vakna úr vetrardvala.<br> „Er vorið lagði að landi<br>
Á vorin er alltaf sérstök stemning í Vestmannaeyjum. Ekki var það síst í þá daga með hið magnaða vertíðarlíf í aprílmánuði, þegar lundinn er að taka heim og öll náttúran að vakna úr vetrardvala.
[[Mynd:Kappróður á sjómannadegi 1945 Sdbl. 1990.jpg|miðja|thumb|Kappróður á sjómannadegi um 1945. Fyrst er sveit skipstjóra og stýrimannafélagsins „Verðandi“ á Ólafi og er Þorgeir Jóelsson á Sælundi Stýrimaður. Í baksýn mótorbátar á bólum. Yst til vinstri er sennilega Ófeigur VE 324 (áður en hann var lengdur), Gissur hvíti VE 5, Veiga VE 291, Hafalda VE 7, Óðinn VE 317, Skuld, Ver, Vestri (svartmálaður), Lundi og Gylfi.]]
 
„Er vorið lagði að landi<br>
var líf í fjörusandi.<br>
var líf í fjörusandi.<br>
þá ríkti unaðsandi<br>  
þá ríkti unaðsandi<br>  

Núverandi breyting frá og með 18. mars 2019 kl. 14:08

Guðjón Ármann Eyjólfsson

"Á bryggjunum heima"

Endurminningar frá 1940 - 1950

Greinarhöfundur til hægri, átta ára gamall, vorið 1943 „á bryggjuárunum.“ Dagar sveipaðir mikilli sól og góðum minningum.“ Með honum á myndinni er Gísli bróðir hans.

Forspjall

Þegar ritstjóri blaðsins hringdi og bað um grein í Sjómannadagsblaðið, sagði hann: "Áttu ekki eitthvað úr túninu heima",? sem vísar til bernskuminninga Nóbelsskáldsins í Gljúfrasteini. Mér datt þá strax í hug: "Frá bryggjunum heima". Þar var aðalvettvangur æskuára minna eins og flestra Eyjadrengja í gegnum tíðina. Það átti við mig og mína jafnaldra sem Ási í Bæ kvað forðum:

"Við lífsins fögnuð fundum
á fyrstu bernskustundum
er sólin hló á sundum
og sigldu himinfley."

Geti þessi minningabrot og hugleiðingar stutt við Sjómannadagsblað Vestmanneyja, orðið einhverjum til gamans og jafnframt geymt einhverja sögu þá er vel, af því að alltaf þykir mér vænt um þetta blað, sem verður fertugt á næsta ári og geymir svo stóra sögu sjómanna í Vestmanneyjum.

"Á fyrstu bernskustundum"

Hratt líður stund og þó að manni finnist sjálfum ekki svo ýkja langt síðan þá er þó liðin nærri hálf öld frá því ég man fyrst eftir mér niður á bryggju í Vestmannaeyjum. Ótrúlega margt hefur breyst síðan þá, bylting orðið á öllum sviðum þjóðlífsins, sjósókn og mannlífi öllu, svo að ekki sé talað um þá breytingu sem eldgos í miðri byggð olli eins og Vestmannaeyingar hafa reynt.

Fyrst þegar ég man eftir um og eftir 1940 var Botninn innan við Gúanó og Slippinn eins og strandlínan hafði verið um hundruð ára, ekki er hægt að segja frá örófi alda, af því að hægt en bítandi vann sjórinn og úthafsaldan á þegar hún braut niður grjóteiðið, sem jarðfræðingar hafa leitt getum að og má telja fullsannað að hafi legið frá Heimakletti um Hörgaeyri og yfir í Skansinn, en fyrir innan eiðið hafi verið Hóp svipað og var í Grindavík fram yfir miðja þessa öld og áður en höfn var gerð þar. Upp af fjöruborðinu var mikið landflæmi, sem náði upp undir Hlíðarbrekkur og Skiphella, þar sem Friðarhöfn, Binnabryggja, Þurrkhús, Skipalyfta og fleiri mannvirki og athafnasvæði við Vestmannaeyjahöfn er að finna í dag. Þar voru þá miklir kálgarðar með góðum rófum, þegar fór að hausta og ennfremur aðal knattspyrnu- og íþróttavöllur Eyjamanna.

Á vorin lágu vertíðarbátar oft til botnhreinsunar og kústunar í Botninum og það var mikið ævintýri að fá að fara með pabba til að kústa og hreinsa bátinn.
Eitt sinn, þegar við vorum á leið inn í Botn og vorum komnir norður fyrir hæðina, þar sem Fiskimjölsverksmiðjan stendur enn í dag og stukkum yfir afrennsli sem lá þar frá verksmiðjunni og fiskverkunarhúsinu „ís og fisk", og gárungarnir kölluðu „Skít og svað"; (syðsti hluti núverandi Vinnslustöðvar), sagði pabbi kankvíslega við mig: „Þetta er nú eini lækurinn í Vestmannaeyjum!" Mér þótti þetta mjög merkilegt í þá daga, en atvikið rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég var nýlega fluttur hingað upp á fastalandið og við vorum í akstri austur fyrir fjall, að þá hrópuðu tvö elstu börnin okkar, sem voru sjö og tíu ára gömul: „Sérðu fossinn pabbi, sérðu lækinn", í hvert skipti sem ekið var framhjá lækjarsprænu eða þar sem fossaði um flúðir. Fossar, lækir og rennandi vatn hefur ekki verið daglega fyrir augum Vestmannaeyinga.

Vestmannaeyjahöfn um 1945. Fyrsta Friðarhafnarbryggjan var byggð 1943. Á Botninum liggja bátar við ból en á ytri höfninni, Víkinni eru erlendir togarar og skútur.

Á þessum slóðum var nokkru síðar lagður kjölur að stærsta skipi, sem fram til þess tíma hafði verið smíðað á Íslandi, Helgi Helgason, sem var 189 brúttólestir að stærð. Helgi Helgason VE 343 hljóp af stokkum eða réttara sagt var dreginn af stokkum 70 metra leið á þurru landi og við miklar tilfæringar hinn 7. Júní árið 1947. Skipið hafði þá verið í smíðum í rúmlega fjögur ár frá því kjölur var lagður vorið 1943.

Fisktökuskip á stríðsárunum

Það sem tók hug okkar Eyjastráka (mér finnst að peyi, sem síðar komst í tísku hafi ekki verið svo mikið notað þá) voru bryggjurnar og vertíðarlífið, hrófin og færeysku skúturnar, sem voru mjög tíðir gestir í höfn á stríðsárunum til þess að taka ísaðan fisk.
Síðar hefur mér stundum komið í hug að við vorum allir ótrúlega ungir, þegar við vorum að sniglast niður á bryggju og um borð í erlendum skipum, aðeins átta til tíu ára gamlir.

Á þessum árum voru erlend skip stundum svo tugum skipti í höfn og í vari við Eyjarnar. Um páska gæti ég trúað að hafi oft verið 30 til 40 skútur í höfn og var þá þröng á þingi, en Færeyingum þótti sjálfsagt að halda helgidaginn heilagan og hafa komist vel af þrátt fyrir það. Þeir voru þarna eins og stundum langt á undan okkur Íslendingum. Færeysku skúturnar lágu í röð fyrir akkeri og föstu innst í Botninum og nokkrar skútur, 5 - 6 skip lágu beint fram af gamla slippnum vestan við Básaskersbryggju. Skipin voru síðan tekin í röð að Básaskersbryggjunni, þar sem fiskurinn var ísaður í þær. Oftast lágu fisktökuskipin vestan við Básaskersbryggjuna og lá þá fiskurinn flakandi um alla bryggju í rennandi sjó, þar sem hann var vandlega þveginn áður en hann var tíndur með stingjum niður í rennur, sem lágu beint um borð og í lestar fiskmóttökuskipanna. Þetta var löngu fyrir öld fisktökugáma.

Auk færeysku skútanna voru þarna mörg íslensk skip eins og Sæfinnur, línuveiðararnir Fjölnir og Jökull, Eldborg og Fagriklettur: Vestmannaeyjaskipin Helgi, Skaftfellingur, Sæfell og Álsey, gömul færeysk skúta, sem var dregin hingað hálffull af sandi og síðan gerð upp. Álsey varð mikið happa- og aflaskip undir stjórn Óskars Gíslasonar.

Mér fannst, að öll þessi skip væru stór, en Sæfellið var þeirra stærst og tók tæp 400 tonn af ísuðum fiski. Af aðkomuskipum sem Vestmannaeyingar sigldu á er mér minnisstæðust Erna, sem Einar Bjarnason, er bjó á Vesturhúsum, var skipstjóri með.
Helgi Benónýsson frá Vesturhúsum, sem hafði á hendi verkstjórn við Iestun og frágang ísfisks í skipin segir í bók sinni "Fjörutíu ár í Eyjum," að á stríðsárunum hafi siglt frá Vestmannaeyjum um 50 innlend skip og 30 erlend, flest færeysk. „Sum þessara skipa fóru ekki nema 1-2 ferðir, en önnur sigldu öll árin og það nærri því í hverjum mánuði.
Flestar ferðir mun m.b. Helgi frá Vestmannaeyjum hafa farið.

Helgi Helgason VE 343 á stokkum 1943 - 1947, norður og austur af Gúanóinu.

Um fiskflutningaskip segir Helgi í bók sinni: ,, Fiskflutningaskipin íslensku voru lítil, þetta frá 60-200 lestir, nema einstök þeirra. Þau voru því yfirhlaðin þegar þau létu úr höfn en skipstjórar töldu að hleðsla þeirra myndi fljótlega lagast, þegar eldsneyti eyddist og ís bráðnaði. Það flaut oft yfir dekkið framan við vélarhúsið á minni bátunum, en eftir að búið var að hlaða, voru veður sjaldan svo hörð að ekki væri siglt tafarlaust, þó ekki sæist nema stýrishús og stefni upp úr sjó, þegar komið var út fyrir hafnargarð, já ef stefnið þá sást fyrir sjógangi.”

Frá Vestmannaeyjahöfn á Stríðsárunum 1939 - 1945. Næst eru grjótin vestan Skildingafjöru og Ársælsslippsins. Í höfn eru auk Sæfells VE 33, sem liggur vestan við Básaskersbryggjuna, sex línuveiðarar sem bíða eftir eða eru að taka á móti ísfiski. Næst frá vinstri er það mikla afla- og happaskip Baldur VE 24; austan við hann liggja þrír línuveiðarar við akkeri og bauju, næst er Bjarki (Ex Ólafur Bjarnason). Við Sæfellið liggur Gulltoppur VE 321 með dragnót sem hangir á bómu aftan við stýrishúsið.

Í kringum skipin var mikið að snúast og á vetrarvertíðinni unnið langt fram á nætur og stundum sólarhingana út. Margir kunnir Vestmanneyingar settu þarna svip á mannlífið og unnu við lestun skipanna hjá Ísfisksölusamlagi Vestmannaeyja, sem sá um afgreiðslu þeirra, eins og Helgi á Vesturhúsum, sem hér er vitnað til, Guðjón í Breiðholti, Hannes á Hæli, Ágúst á Aðalbóli, Jón Sigurðsson í Ártúni o.fl. en Bergsteinn Jónasson, Steini á Múla, hafði alla stjórn á bryggjunum, hvar skip og bátar áttu að liggja og hvíldi á honum mikið starf við sívaxandi þrengsli í höfninni á þessum árum. Þegar mest var að gera á hávertíðinni varð þetta allt samofið í eins hljómviðu, vélaskellir báta og niður frá fiskiðjuverum og aðgerðahúsum, þar sem fólk vann hörðum höndum langan vinnudag og fram á nætur. Úr aðgerðarhúsum línu- og netabáta var fiskinum ekið að fisktökuskipunum, en úr dragnótabátum og togbátum sem gerðu að fiskinum úti í sjó var fiskinum landað úr litlum málum, venjulega olíutunnum með sérstökum útbúnaði svo að hægt var að sturta úr tunnunni á vigt, sem var um borð í skipunum. Ísfisksölusamlag Vestmannaeyja, sem sá um fiskmóttökuna hafði einnig sérstakar kerrur fyrir flatfisk úr dragnótabátum, sem tóku um 600 kíló.

Á þessum árum lögðu mörg skipanna upp í sína hinstu ferð frá Vestmannaeyjum og urðu vígvélum heimsstyrjaldarinnar að bráð á leið sinni yfir hafið, kafbátum, tundurduflum eða flugvélum. Um það hugsaði maður ekki í þá daga.

Óhappafleytan Arctic í Eyjum.

Þó komu fyrir atvik sem komu strákapeyjum í skilning um að við lifðum á alvarlegum tímum. Ég hlýt að hafa verið sjö ára gamall, vorið 1942, þegar skútan Arctic kom í örlagaríka ferð til Vestmannaeyja. Þetta var sérstaklega fallegt skip að því er mér fannst, þegar ég horfði á það ofan frá bæjum, þar sem það lá á Víkinni. Arctic var þrímastra seglskúta með miklum reiða og fallegu bugspjóti, um 500 lestir að stærð. Skipið hafði verið byggt úr eik í Svíþjóð árið 1919 og hafði verið móðurskip við Grænland fyrir fiskiskip, sem Danir gerðu þar út. Hingað til lands var Arctic keypt frá Danmörku í ársbyrjun 1940 og kom til landsins þá um vorið og slapp naumlega frá Danmörku og Noregi, þar sem það var kyrrsett um tíma eftir að Þjóðverjar hernámu Noreg hinn 9. apríl. Arctic reyndist íslendingum hin mesta óhappafleyta og varð til, þegar það strandaði á Mýrum við Faxaflóa í marsmánuði árið 1943. Mér hafa alla tíð þótt seglskip ákaflega falleg. Ég þaut auðvitað niður á bryggju og ætlaði um borð í skipið þar sem það lá við endann á Básaskersbryggjunni, en ég gleymi aldrei hvað mér brá, þegar breskur hermaður, setti byssusting fyrir brjóstið á mér til að varna mér að fara um borð, þar sem hann stóð við landganginn.

Arctic - brúttórúmlestir.

Arctic hafði seint á árinu 1941 siglt með söltuð hrogn til Spánar og lestaði þar ávexti til Íslands, sem varð reyndar að bíða eftir í tvo mánuði. Á Spáni neyddu skósveinar Hitlers skipstjóra og loftskeytamann skipsins til að taka leynilega loftskeytastöð um borð og senda síðan veðurfregnir til Þjóðverja á leiðinni yfir hafið: voru sjö sinnum sendar veðurfréttir frá Arctic, sem hún tók höfn í Reykjavík, 25. febrúar 1942. Bretar komust á snoðir um þetta og þegar skipið kom til Vestmannaeyja hinn 13. apríl 1942 og ætlaði að lesta þar kassafisk til Bretlands var það tekið hervaldi og kyrrsett um leið og það kom í höfn. Allir skipverjar voru hnepptir í fangelsi, þó að þeir hefðu ekki átt neinn þátt í þessu og hefðu ekki hugmynd um stöðina eða loftskeytasendingarnar. Liðu þeir hinar ótrúlegustu pyntingar og slæma meðferð af hálfu Breta svo mánuðum skipti. Eínn Vestmannaeyingur, Guðni Ingvarsson frá Hvanneyri var matsveinn á Arctic.

Línuveiðarinn Fróði sundurskotinn

Mér er einnig minnisstætt, þegar línuveiðarinn Fróði kom sundurskotinn til Vestmanneyja og fimm skipverjar voru fallnir en einn skipverji mikið særður. Í það skipti fór ég þó ekki niður á bryggju, en mikið var talað um þennan atburð. Ég man að pabbi, sem fór um borð og inn í stýrishúsið, sem var sundurskotið hafði orð á því að skipið hefði verið hroðalega útleikið. Þetta gerðist um miðjan mars árið 1941.
Í bókinni „Árin sem aldrei gleymast", segir Gunnar M. Magnúss. svo frá pessum atburði:
„Mikill mannfjöldi hafði safnast saman niður á bryggju í Vestmanneyjum, þegar Fróði lagði þar að upp úr nóni á miðvikudaginn (12. mars). Voru þar meðal annarra flestir bátaformenn í Eyjum, en breskir hermenn stóðu þar heiðursvörð. Meðan landgönguathöfnin fór fram lék lúðrasveit þjóðsönginn og síðan tvö sorgarlög. Líkin voru sveipuð íslenskum fánum. Skátar tóku líkin og lögðu þau á flutningabíla. Var síðan ekið með þau frá skipsfjöl til líkhúss bæjarins. En skipverjarnir 5, sem ósárir voru og skátar, báru hina föllnu inn í líkhúsið. Sjópróf út af atburði þessum fór síðan fram í Vestmannaeyjum.

Færeyskar skútur

Færeysku skipin voru vinsælust allra skipa. Þau voru flest gamlir íslenskir kútterar, tvímastraðar skútur, eitt til tvö hundruð tonn að stærð, byggðar í Englandi allnokkru fyrir aldamótin 1900. Einnig áttu Færeyingar nokkur tiltölulega nýbyggð seglskip, þrímöstruð eins og Atlantsfarið, Viðey, Haffrúin o.fl.,sem voru byggð í Danmörku um miðjan fjórða áratuginn (1935 og 1936). Svo voru nokkrar stórar þrímastraðar skonnortur eins og "Yvonne", "Marite", "Lieutenant Vedrines", sem alltaf var kölluð "Löjtnanturinn", "Polo" og Liljan", sem Færeyingar höfðu keypt frá Frakklandi um 1930. Þetta voru stór og falleg skip, þrímöstruð, Marite og Löjtnanturinn voru grámálaðar, en Yvonne, Polo og Liljan hvítar. Fremst á sléttri síðunni var færeyski fáninn í sínum fögru litum, rauður kross með bláum röndum á hvítum grunni, en á lunningunni stóð stórum stöfum nafn skipsins og FAROES -FÆREYJAR.
Á sumum skipum var einnig fáni aftast á síðunni til að merkja þau enn betur fyrir styrjaldaraðilum, og að hér væri um skip frá hlutlausri þjóð að ræða. Af hvorugum styrjaldaraðila var þetta virt, þegar á reyndi.

Færeyskar skútur á Botninum og þurrka seglin. Þarna eru m.a. Haffrúin (Havfrugvin) VN 220 annað skip frá hægri. Næst hennu eru skonnorturnar Marité TN 303 og Löijnanturinn TN, 337, lengst til vinstri er Polo KG 141.

Flestar voru þessar skonnortur keyptar frá St. Malo, þaðan sem þær voru gerðar út á veiðar á Nýfundnalandsmið. Einnig sigldu nokkrir minni færeyskir bátar með fisk, einkum í lok stríðsins. Áhöfnin sem sigldi þessum skonnortum bjó öll í káetu aftur í, sem voru sérstaklega skemmtilegar, rúmgóðar og vistlegar á þessum skipum. Inn af káetunni um bakborða var sérstakur svefnklefi fyrir skipstjórann. Úr káetunni var innangengt í vélarúmið, sem var fyrir framan. Allar kojur voru lokrekkjur, en stórt borð frá framþili, þar sem afturmastrið kom niður frá þilfari til kjalar. Yfir miðju káetuborðinu var stór þilfarsgluggi ("skylight").

Atlantsfarið KG 425, frá Klakksvík 168 brúttórúmlestir, byggð í Friðrikssundi 1936.

Vinir mínir Færeyingar

Í þrjár vetrarvertíðir fyrir stríð, 1938 til 1940, hafði faðir minn verið fiskilóðs á færeysku skútunum Atlantsfarið og Polo. Með honum og skipsfélögum hans frá þessum árum tókst góð vinátta. Þeir fóru síðan eins og gengur á önnur skip, en þegar færeysku skipin komu í höfn voru þeir tíðir gestir á æskuheimili mínu á Bessastöðum. Og mamma sendi Færeyingunum iðulega mjólkurflösku, sem var þeim kærkomin, því að í Vestmannaeyjum var þá yfirleitt enga mjólk að hafa í verslunum bæjarins. Einn félaga pabba frá Atlantsfarinu, Sigurd hét hann, var stýrimaður á Löjtnant Verdines og þar um borð kynntist ég skipstjóranum, sem hét Magnus Frederik Magnussen frá Kvíuvík, sveitungi Jensínu, konu Kristins á Miðhúsum. Við Magnús urðum sérstaklega góðir vinir og ef ég kom ekki strax um borð, þegar skipið kom í höfn spurðist hann fyrir um mig. Magnús var mikill sjómaður og hafði verið á sjónum allt sitt líf frá 15 eða 16 ára aldri eins og svo fjölmargir Færeyingar: við Islandsstrendur á vetrarvertíðum og við Vestur-Grænland á sumrin oft langt fram á haust.

Þegar Magnús hætti sjómennsku á stærri skipum fékk hann sér trillu og sótti sjóinn frá Kvívík, sem liggur að Vestmannasundi.
Ég gleymi aldrei síðasta fundi okkar, þegar ég heimsótti hann í Kvivík. Þetta var sumarið 1976 og Magnús var þá kominn yfir áttrætt (f. 1894). Þegar mig bar að garði var hann nýkominn af sjó, veðurbitinn og með hvítt salt í skeggi, sjóbuxu stífar af seltu og fiski. Það urðu fagnaðarfundir og með sínu sérstaka rólyndi, en þó festu gekk hann að gömlum stofuskáp og tók þar fram rykfallna koníaksflösku, sem hafði auðsjáanlega staðið þar lengi, þurrkaði af henni rykið og við drukkum vinarminni.

Skipshöfnin á Atlantsfarinu frá Klakksvík, vetrarvertíðina 1938. Annar frá vinstri í fremstu röð er Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum sem var fiskilóðs um borð.

Beinakex og farið útá

Strákar sóttu á þessum árum mjög um borð í færeysku skúturnar til að snapa þar beinakex, hart ósætt kex, sem þótti hið mesta lostæti, en fyrst og fremst var þó sóst eftir að fá lánaða hina frábæru færeysku árabáta, sem lágu bundnir við hverja skútu, sem lá á Botninum.
„Að fara útá", eins og það var kallað var æðsta markmið allra stráka, sem stunduðu bryggjurnar; þeir sem áttu aðgang að skútukörlum nutu sérstakra forréttinda. Færeysku árabátarnir eru sérstaklega léttir og liprir og eftir því hraðskreiðir. Það var létt verk ungum snáðum að róa þeim jafnvel með tveim árum, þó að við værum ekki eldri. Um borð í Löjtnantinum var skipshundur, sem ég hafði mikið dálæti á. En þessir löngu liðnu dagar eru sveipaðir mikilli sól og góðum minningum.
Á góðviðrisdögum settu skipin stundum rauðbörkuð segl til þerris, en þegar þau komu úr hafi að landi eða settu stefnu á haf út voru þau iðulega undir fullum seglum, þó að allar skútur væru með litlar og hávaðasamar hjálparvélar, sem voru 100 - 200 hestöfl og gátu bjargað skipi frá landinu ef í nauðir rak í byrleysi. Í logni sigldu þessi skip með um 7 sjómílna hraða.

Enskir hraðbátar og togarar

Ekki minnist ég sérstaklega herskipa á þessum árum utan einu sinni um Þjóðhátið, að í höfn komu breskir hraðbátar. Hugsanlega ofan úr Hvalfirði, en þar voru þá mikil umsvif sem kunnugt er, herskipalægi og olíuhöfn í Hvítanesi. Á tíma var lóðsbáturinn "Léttir" í "transporti" eins og það var kallað að vera í flutningum á milli Hvalfjarðar og Reykjavíkur og voru Vestmannaeyingar með bátinn. Mér þótti mikið til koma að sjá þessa ensku hraðbáta og ég man, að yfirmennirnir voru klæddir í þykkar fóðraðar flugmannaúlpur. Eitthvað hafði pabbi kynnst þeim og talaði við þá með sína 40 tíma í ensku frá Sigurbirni Sveinssyni. Þetta voru góðir menn og áttu mikið af góðu súkkulaði!
Breskir togarar voru talsvert við Vestmanneyjar á þessum árum, þrátt fyrir styrjöldina og að öll nýjustu skipin og stærstu togarar Breta hefðu verið teknir í flotann til tundurduflaslæðinga og fleiri starfa í þágu landvarna: lágu togararnir oft ásamt færeysku skútunum í hópum í vari á Víkinni eða undir Eiðinu, vestan við Hamarinn eða á Höfðavíkinni.

Margir þessir togarar voru gömul skip með skorsteininn aftan við brúna. Aldrei fór ég um borð í enska togara á þessum árum. Við héldum okkur við Færeyingana, sem voru okkur einstaklega góðir. Það var ekki fyrr en löngu síðar, þegar komið var í Gagnfræðaskóla, að ég fór stundum um borð í enska togara til að æfa mig í ensku.

Sæfell VE 30 fyrir enda Básaskersbryggjunnar. Skipið var keypt til Vestmannaeyja í byrjun styrjaldarinna, haustið 1930 og reyndist mikið happaskip. Það sigldi öll stríðsárin og hlekktist aldrei á. Takið eftir manni með handvagn til hægri á myndinni.

Færeysku skúturnar, ferðir "útá" með liprum bátum þeirra, lending í mjúkum sandi Botnsins og ævintýraheimur um borð í stóru seglskipi með stóran auðan lúkar, þar sem fyrrum hafði búið hópur sjómanna með gleði sína og sorgir og sjó¬mannslíf í káetu fransaraskonnortu eins og Færeyingarnir kölluðu þessi skip, hreif hugann og var ævintýraheimur fyrir ungan dreng, sem þótti Róbinson Krúsó og Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar bestar bóka.

Hinn rauði þráður tilverunnar

Ég hefi þó ekki ennþá minnst einu orði á það sem var hinn rauði þráður tilveru minnar og flestra Eyjastráka, daglegar bryggjuferðir til að bíða eftir bátunum, sem voru að koma að og þá sérstaklega eftir báti föður okkar; sniglast um allar bryggjur og spyrja um fiskirí, fara í hrófin ásamt einhverjum félögum og kanna hvort einhver árabáturinn væri laus, verða sér með einhverjum ráðum út um árar og fara síðan "útá", út á Botn, út fyrir garða (hafnargarða), inn Klettsvík, austur fyrir Klett. Þetta kannast áreiðanlega margir við og ef til vill gæti ég síðar sagt frá skemmtilegum ævintýrum sem tengdust svona ferðum.
Oft var líka hópur stráka, sem stóð fremst á Edinborgarbryggjunni eða gömlu Bæjarbryggjunni og veiddi þar murta (smáufsa) en stundum gengu miklar torfur alveg inn undir bryggju. Sumir fóru út á hafnargarð að veiða, en við vorum oft varaðir við hættu af því í þá daga, en ef nokkuð var að sjó og kulaði af austri fór að gefa yfir hafnargarðinn. Ef brimsúgur var þótti mikið sport að liggja á árabát í hafnarmynninu, „halda þar sjó" og láta árabátinn taka á sig þungan úthafssjóinn eða boðaföll frá bátum, sem voru að koma að landi. Sem eðlilegt er voru skipstjórar bátanna ekki eins hressir yfir þessu uppátæki okkar.

Vertíðarþorskinum landað

Það var mikið líf á bryggjunum í þá daga, þó að vinnubrögðin með nútímatækni þættu ekki til fyrirmyndar í dag. Sá þjóðarauður, sem þá var aflað stendur þó undir velferð okkar og hagsæld nútímans.
Stundum gat þetta minnt á hina frægu vertíðarmynd frá Bæjarbryggjunni árið 1924, þegar allt var á kafi í fiski og fólki en lengi skreytti myndin 50 króna seðil íslenska ríkisins.

Erlent flutningaskip og vertíðarbátar við Básaskersbryggjuna. Frá vinstri: Sést á stýrishúsið á Stíganda VE 277, Leó VE 294, Emma VE 219, Erlingur VE 295, Á bryggjunni eru mikil umsvif og a.m.k. sex vörubílar. Sennilega er þetta saltskip, sbr losunartrog í frambómu en í það var salti eða kolum mokað af handafli. (Úr ljósmyndasafni Jóns Björnssonar frá Bólstaðarhlíð)

Þegar aflanum var landað voru venjulega á minni bátum einn eða tveir menn í lest og var fiskinum kastað með sting upp úr lestinni og á þilfar, en það var fyrst um 1930, að stingir voru teknir í notkun í Vestmannaeyjum, fram að þeim tíma var öllum fiski kastað með berum höndum. Af þilfari og úr miðkassa framan við vélarhúsið (rúffið) var fiskinum kastað upp á bryggju, þar sem tveir menn köstuðu síðan upp á bílpall. Ef var lágsjávað var stundum kastað af þilfari upp á pall, sem var hengdur utan á bryggjunni og síðan var kastað af pallinum og upp á bryggjuna, en frekar var það sjaldgæft að slíkur útbúnaður væri notaður. Löndunin var erfitt starf og menn voru oftast löðrandi af svita, slori og blóðslettum. Hver sjómaður á línu-og vertíðarbátum hafði sinn bitakassa og þar var stundum góðgæti að finna, ef maður var svangur, en annars voru bitakassarnir ákaflega ólystugir, sérstaklega fyrir sjómenn, sem þurfa kraftmikið fæði. Menn borðuðu kaldan graut upp úr leir - og glerkrúsum, og snæddu kalt kjöt og brauð úr hnefa, en ef slæmt var sjóveður höfðu formenn ekki alltaf tíma til þess að hressa sig á öðru en kaffisopa. Bitakassar voru notaðir á Vestmannaeyjabátum fram undir 1960.

Bátnum lagt á ból

Hápunktur þessara daglegu ferða á bryggjurnar var þegar löndun var lokið og bátnum var lagt við ból úti á Botni, en nær allir mótorbátar lágu þá við sérstakt ból, sem voru akkerisfestar, sem lágu eftir endilangri höfninni frá hafnargörðum og Hörgaeyri og vestur í Botn : þær voru fimm þegar þær voru flestar. Upp frá þessum miklu festum lágu grennri akkerisfestar bátanna. Á nyrstu festinni lágu aðeins fjórir til fimm bátar.
Þreyttum sjómönnum var ekki mikið tilhlökkunarefni að leggja báti á ból, af því að stundum var komið að skjöktbátnum hálffullum af sjó á bólinu og varð þá að byrja á því að ausa bátinn áður en keðjunni, sem báturinn lá fyrir, var náð upp. Þegar því var lokið var eftir skemmtilegasti hluti ferðarinnar út á ból, en það var, þegar árabátnum var róið yfir höfnina og hann var settur í hrófin, sem höfðu frá aldaöðli verið norðan Strandvegar, þar sem nú er mjölgeymsla FES. Stundum gat biðin á bryggjunni orðið löng og var þá farið inn í Verkamannaskýlið, en ótrúlega oft var amast við manni þar; yfirleitt voru þó bátarnir komnir að landi fyrir kvöldmat.

Horft til hrófanna frá Bæjarbryggjunni. Til vinstri er Edinborgarbryggjan og „Eilífðin“, þar sem Hraðfrystistöð Vestmannaeyja var síðan byggð. Upp af hrófunum er Edinborg, myndarlegt hús sem Gísli J Johnsen reisti og til vinstri við það Matstofan sem var gamalt pakkhús miðbúðarinnar, þá Godthaab sem byggt var 1830. Öll þessi hús sunnan hafnar fóru undir hraun í eldgosinu 1973

Það er m.a. ein af þeim breytingum, sem hafa orðið frá fyrri tíð eða eins og einn kunningi minn orðaði það: "Áður fyrr var eitthvað að ef bátur var ekki kominn fyrir kvöldmat,, en nú hefur þessu alveg verið snúið við. Ef bátur er kominn að landi fyrir kvöldmat, þá hefur eitthvað komið fyrir."
Bátarnir voru litlir og veiðarfærin allt önnur í þá daga en nú er og sótt á nálæg heimamið. Það þótti mjög Iöng sókn, þegar Óskar heitinn Eyjólfsson sá mikli aflamaður fór að sækja á Selvogsbankann á Guðrúnu og hafði þá fleiri trossur en áður hafði tíðkast eða allt að því 5 til 6, og kom oft ekki að landi fyrr en undir miðnótt eftir 6 - 7 tíma stím vestan af Banka.

Eftir að netavertíð hófst á þessum árum, 1942 - 1950, voru flestir bátar með net sín á Eyjabanka, þar um kring sem Surtsey síðar reis úr sæ, á miðum sem voru nefnd við Hryggina, Skottið, Bankapollur, miðin við Einidrang, Kargi vestur af Drangnum, Einidrangshraun, Hvítbjarnarboði og grunnin suður af Drangnum, Þokuklakkur, Þorsteinsboði, Bræðrabreki, Álseyjar-Breki, Sviðin og fleiri nálæg mið.

„Ein hugsun .... eitt orð"

Þá var enginn kvóti á veiðum og engum datt í hug að menn myndu upplifa slíkt á íslandsmiðum. Í aprílmánuði var í bókstaflegum skiningi staðið upp í klof í fiski, sem var um allar bryggjur, allt rígþorskur. Allir sem vettlingi gátu valdið unnu við að bjarga verðmætum, frí var gefið í skólum. Þetta var ekki ósvipað því og Halldór Laxnes lýsti í hinni frábæru sögu „í síldinni", sem hann skrifaði árið 1926, en þar segir hann m.a.:
„Það er ekki nema ein hugsun sem hugsuð er í bænum, eitt orð sem talað er, eða réttara sagt: utanum þetta eina orð og þessa einu hugsun snúast öll önnur orð og allar aðrar hugsanir: síldin"...
Og í Vestmannaeyjum þurfti aðeins að segja "þorskurinn" í staðinn fyrir "síldin", þá átti lýsingin vel við.

Bátarnir voru flestir af stærðinni 20 - 40 tonn og aflinn var boltaþorskur, um 100 fiskar í tonnið. Veiðarfærin voru þrjár til fjórar fimmtán neta trossur úr bómullarnetum og síðar hampnetum, búnkuð af fiski dag eftir dag og lágu innan um urmul handfæraskipa og erlendra togara, sem eitt varðskip, er var í fastri þjónustu við Vestmannaeyjar alla vertíðina reyndi að stugga frá.
Á minni bátunum varð að tvísækja hvern dag og fékk maður oft að fara með í þá sjóferð. Emma VE 219, sem pabbi var með í átta vertíðir frá 1942 til 1949 var mæld 16 rúmlestir brúttó og bar um 2400 fiska af vertíðarþorski eða 20 - 24 tonn, en þá var báturinn líka þrauthlaðinn. Eina vertíðina varð hann að taka upp fjórðu trossuna við Hryggina með rúmlega 1300 fiskum í, af því að ekki hafðist undan að hreinsa úr netunum.

Tyllidagar

Greinarhöfundur ásamt föður sínum á „snurrvoð“ um borð í Emmu VE 219, sumarið 1942.

Tveir dagar á vetrarvertíðinni voru sérstakir tyllidagar okkar bryggjustráka, en það var þegar netin voru lögð í fyrsta skipti og svo Sumardagurinn fyrsti en þá fengu margir að fara með í róður. Þegar bátarnir fóru út með netin í fyrstu lögnina voru þeir skrautlegir á að líta, líkastir riddurum miðalda sem héldu í burtreiðar með langar lensur og spjót, sem lágu fram af hestinum, en fram af hverjum bát Iágu baujustangirnar með blaktandi vimplum og baujuflöggum og vissulega voru þeir að halda út í lokaorrustu vetrarvertíðarinnar.

Um borð var hvergi hægt að stíga niður fæti.
Baujurnar voru fyrirferðarmiklar með kúlulengjur sem flot um miðja baujustöngina, sem var úr sterkum trjáviði. Á hverri bauju voru þrjár kúlulengjur, en í hverri kúlulengju voru fimm kúlur. Ein hlið á baujuskaftinu var auð til þess að hægara væri að innbyrða baujuna. Hverri bauju tilheyrði einnig minna flot, sem var kallað „hundur". „Hundarnir" voru ýmist meðalstórir línubelgir eða meterlangar stangir, sem kúluraðir voru hnýttar á og voru um 16 kúlur á hverju priki. Utan um kúlurnar á baujunum voru hnýttir svonefndir kúlupokar úr tvöföldu trollgarni. Stjórarnir (drekarnir) voru miklir steinsteyptir steinar með 60 faðma stjórafæri, sem var um þrjár tommur í þvermál og var lásað í sterkan járnkeng neðst á baujunni; á stjóranum voru tvær sterklegar akkerisflaugar, en stjórarnir tóku mikið pláss og voru þungir og erfiðir viðfangs, ef nokkuð var að sjó.

Netatrossurnar voru einnig fyrirferðarmiklar, flotteinninn var með grænum glerkúlum, sem um var riðinn sterklegur poki úr tvöföldu trollgarni, en við steinateininn voru hringlaga steinar úr steinsteypu með einkennisstöfum bátsins. Steinunum var snyrtilega raðað í röð út við borðið á netakassanum afturá og festir við netateininn (steinateininn) með sterklegri hönk (steina-hanka), sem fór í gegnum gat á steininum. Sérstakur netamaður var við hvern vertíðarbát og var það viðamikið ábyrgðarstarf að hafa öll veiðarfærin í Iagi og vel um hirt.

Sumardagurinn fyrsti var og er enn sérstakur tyllidagur. Ég man eftir, að þegar haldið var úr höfn í birtingu, klukkan fjögur til fimm að morgni, voru margir bátar komnir með íslenska fánann að hún í aftursiglu rétt utan við Klettsnef.
Þegar komið var í land var á mörgum bátum boðið upp á rjómapönnukökur og tertur, sem eiginkonur skipverja komu með um borð, af því að þetta var jafnframt sérstakur konudagur.
Eiginkonur sjómanna fengu allan afla eiginmannsins þennan dag, óskiptan afla til eigin nota, en í þá daga var fátítt að konur ynnu utan heimilis og ein fyrirvinna dugði heimilum í meðalárferði. Þetta var gömul hefð sem hafði verið haldin í heiðri í Vestmannaeyjum um aldaraðir og er svo enn.

„Ég heyrði vorið vængjum blaka"

Á vorin er alltaf sérstök stemning í Vestmannaeyjum. Ekki var það síst í þá daga með hið magnaða vertíðarlíf í aprílmánuði, þegar lundinn er að taka heim og öll náttúran að vakna úr vetrardvala.

Kappróður á sjómannadegi um 1945. Fyrst er sveit skipstjóra og stýrimannafélagsins „Verðandi“ á Ólafi og er Þorgeir Jóelsson á Sælundi Stýrimaður. Í baksýn mótorbátar á bólum. Yst til vinstri er sennilega Ófeigur VE 324 (áður en hann var lengdur), Gissur hvíti VE 5, Veiga VE 291, Hafalda VE 7, Óðinn VE 317, Skuld, Ver, Vestri (svartmálaður), Lundi og Gylfi.

„Er vorið lagði að landi
var líf í fjörusandi.
þá ríkti unaðsandi
í ætt við bárunið"
Ási í Bæ.

Á Bæjarbryggjunni var og hefur reyndar alltaf verið sérstakt andrúmsloft í kringum smábátana og trillurnar sem þar liggja. Þar lönduðu yfirleitt alltaf sömu bátarnir, sérstaklega man ég eftir Lagarfossi og Lundanum, sem Þorgeir frændi minn á Sælundi var alla tíð með og aflaði mikið. Um borð í Lundanum var alltaf sami mannskapur, vertíð eftir vertíð:
Oddstaðabræðurnir Pétur og Kristófer, bróðir þeirra Jón í Þorlaugargerði, bræður Þorgeirs, Guðmundur í Háagarði og Siggi Jóels, og Ottóníus Árnason.

Á útmánuðum, þegar bjart er orðið langt fram á daginn var oft setið á stakkstæðiskantinum vestan vegar, sem lá yfir Bratta og norður með versluninni Tanga. Þaðan sást sérstaklega vel austur til hafnarmynnisins og út á Víkina til báta og trilla, sem voru að koma að landi oft drekkhlaðnar stórþorski eða ufsa úr suðursjónum. Austur af Bratta og Tanganum voru áður pallarnir, þar sem Fiskiðjan og Ísfélagið standa nú. Vestan við íshúsið var Anesarvík, sem náði alveg upp undir Strandveg, norður af Litlabæ og Sjólyst. Þetta var sandfjara og þar eða í fjörunni austur við Skans bjuggu strákar sér stundum flóðgarða - hringlaga sandgarða, sem var staðið inni í en aðalatriðið var að garðurinn stæði sem Iengst ágang öldunnar.
Á fjörunni var sérstakur heimur undir króarpöllunum, sem hér skal ekki farið nánar út í.