„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1988/Róið frá Seley 1926“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <center><big><big>'''Seley'''</big></big></center><br> ''Rétt þótti að láta hér fylgja frekari upplýsingar um Seley.'' ''Myndina hér á síðunni tók Ómar Ragnarsson og veit...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(4 millibreytingar ekki sýndar frá 1 notanda)
Lína 1: Lína 1:
<center><big><big>'''Seley'''</big></big></center><br>
'''[[Haraldur Guðnason|Haraldur Guðnason]]:'''<br>
''Rétt þótti láta hér fylgja frekari upplýsingar um Seley.'' ''Myndina hér á síðunni tók Ómar Ragnarsson og veitti hann góðfúslegt leyfi til að birta hana í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja.''<br>
<center><big><big>'''Róið frá Seley 1926'''</big></big></center><br>
''Hér á árum áður var viðvarandi atvinnuleysi í Vestmannaeyjum, einkum á sumrum og leituðu menn þá ýmissa ráða til að bœta úr því. Ekki var óalgengt menn brygðu sér í önnur héruð.''<br>
''Hér fer á eftir frásögn af útvegi þriggja Eyjaskeggja er brugðu sér austur á land sumarið 1926 og voru með eigin útveg í Seley.''<br>
[[Mynd:Þórður H. Gíslason SDBL. 1988.jpg|vinstri|thumb|Þórður H. Gíslason við iðn sína]]
Eitt sinn kom þar tal okkar [[Þórður Halldór Gíslason|Þórðar Gíslasonar]] fv. netagerðarmeistara af tilviljun þó, að hann nefndi sumarið sem hann reri frá Seley. Sá sem þetta skrifar var ekki betur að sér í landafræðinni en svo, að hann var ekki viss hvar Seley væri á kortinu, en þó líklega úti fyrir Austfjörðum.<br>
Hann fletti því upp í Landafræðinni sem hann lærði forðum, útg. 1910. Þar var ekkert um þessa góðu eyju. Nefndur var Skrúður, hæsta ey við Austurland. "En merkust eyja við Austurland er Papey. Hún er byggð, og liggur í suðaustur af Berufirði (Djúpavogi). Þar er gott land undir bú, æðarvarp mikið, fuglatekja og útræði".<br>
Nokkru eftir vertíðarlok 1926 kom Ottóníus Arnason sjómaður, hér á eftir nefndur Otti, að máli við Þórð Halldór og spurði formálalaust hvort hann væri til í að fara austur á firði, leigja þar fleytu, fara að gera út þar eystra.
Í Eyjum var varla að öður að hverfa en vaski og stakkstæðisvinnu. Ekki þótti það eftirsóknaverð atvinna, þó væri allt betra en atvinnuleysi.<br>
Þórður spurði hvað ráð Otti hefði með útvegun á báti. Otti sagði, að hann væri þá ekki vel kynntur þar eystra ef hann fengi ekki bátkænu; hafði róið þar og þekkti marga menn.<br>
Þeir binda nú fastmælum að freista gæfunnar og halda austur á firði. Fóru þrír saman og skyldi Otti vera formaður. Þriðji maður var [[Engilbert Ottó Sigurðsson (Akurey)|Engilbert Sigurðssonar]] í [[Akurey|Akurey]]. Var hann þeirra yngstur, reglusamur og prúður.<br>
Þá er hér var komið voru þeir Þórður og Otti sameignamenn í vélbátnum Snyg(frb. Snugg) með [[Gunnar Ólafsson|Gunnari Ólafssyni]] og fjórða manni. Þeir áttu bátinn nokkur ár en efnuðust ekki á útgerðinni. Snyg var hleypt á land vegna leka fram af Ragnheiðarstöðum í Flóa í September 1935.<br>
Nú skyldi hefjast sumarútgerð í Seley.<br>
Þórður er einn á lífi þeirra þremenninga, fæddur 1898 á Eyrarbakka. Hann hefur starfað margt um ævina, verið vinnumaður í sveit, sjómaður, verkamaður, útgerðarmaður og netagerðarmeistari. Tók virkan þátt í félagsstörfum, í búnaðarfélagi, Iðnaðarmannafélagi, einn stofnenda [[KFUM &amp; K|KFUM]] í Eyjum, bæjarfulltrúi og meðhjálpari í tæpa fjóra áratugi. Sr. [[Sigurður Pálsson]] vígslubiskup dáðist mjög að því hversu vel Þórði fóru meðhjálparstörf úr hendi.<br>
Ottóníus var Hafnfirðingur, fæddur 1895, d. 26. janúar 1975. Hann ólst upp á Eskifirði. Var sjómaður, verkamaður og átti í útgerð um tíma. Vann síðast hjá Ársæli Sveinssyni en varð að hætta störfum 1965 vegna heilsubilunar. Góður vinnufélagi, glaður og reifur.<br>
Engilbert Ottó í Akurey var sonur [[Sigurður Sigurðsson|Sigurðar Sigurðssonar]] smiðs frá Raufarfelli og konu hans [[Hildur Eiríksdóttir (Akurey)|Hildar Eiríksdóttur]]. Engilbert var sjómaður. Hann andaðist 5 maí 1930 tæplega þrítugur. Ottóníus á Hofsstöðum var kvæntur [[Jónína Hólmfríður Sigurðardóttir|Jónínu Hólmfríði]], systur Engilberts (Blik 59).<br>
Árið 1926 var séra [[Stefán Björnsson]] í Hólmum. Hann leigði þeim félögum úr Eyjum veiðiaðstöðu í Seley, sem heyrði undir Hólmaprestakall.<br>
Fuglalíf var mikið í eynni, ekki síst mikið af æðakollu og kríu. Æðarkollan var afar spök. Þeir félagar máttu fá sér kolluegg, en skilja alltaf eitt eftir í hreiðri. Aðrar reglur lengi í gildi voru, að taka eitt egg af fimm og tvö af sex eggjum í hreiðri. Krían var hænd að mönnum. Við gerðum það stundum að gamni okkar, sagði Þórður, að setja lifrarbrodd ofaná húfuna; þá brást ekki að krían kom og hirti hann.<br>
Þeir félagar fóru austur í maílok með strandferðaskipi. Þeim gekk ekki sem best að útvega sér bát. Svo frétti Otti af bát úti í Firði og reyndist sá falur. Þá gat Seleyjarútgerð þeirra hafist. Ekki leist þeim sérlega vel á fleytuna, en væri þó brúkleg; ekki laust við fúa, betra að ofbjóða ekki farkostinum þeim arna. ,,Ég byði ekki í hann ef við fáum vont", sagði Þórður.<br>
Þeir sömdu við Andreas Figved á Eskifirði. Hann var Norðmaður, flutti frá Stavanger í Noregi til Eskifjarðar árið 1903. Figved var mikill á velli og orðinn vel í holdum.<br>
Fiskinn seldum við uppúr salti eftir vigt, sagði Þórður. Mótorbátur sótti aflann eftir hæfilegan tíma, en flutti til eyjabúanna salt og matvæli. Voru öll viðskipti við Figved sem best varð á kosið; stóð allt sem stafur á bók, enginn skriflegur samningur.<br>
Einar Bragi segir í Eskju, að fjórum árum eftir komu Figveds hafi hann reist heilan "kaupstað" á [[Hlíðarendi|Hlíðarenda]] og byggt tignarlegt íbúðarhús; átti í aldarfjórðung mikinn þátt í uppbyggingu bæjarins.
Figvedshjón áttu nokkur börn. Meðal þeirra var Jens Figved, fyrsti kaupfélagsstjóri KRON (d. 1945)."<br>
[[Mynd:M.B. Snyg VE 247 SDBL. 1988.jpg|thumb|M.b. Snyg VE 247, smíðaár óvíst, en umbyggður á Siglufirði 1917, 27 tonn með 60 hestafla Hansa.]]
Frá Vattarnesi í Seley er um þriggja stunda róður. Um 5 stundir úr Seley í Eskifjarðarkaupstað í Logni. Þrjár ferðir voru farnar til Eskifjarðar um sumarið, t.d. öll matföng sótt þangað.<br>
Þórður er spurður um matarvistina. Fremur mátti fæðið kallast fábreytt, kjöt, fiskur, egg og rúgbrauð, stundum grjónagrautur. Aldrei var steik á borðum, allt soðið. Rúgbrauð geymt í salti. Mjólk sáu þeir félagar ekki um sumarið.<br>
Eyjamennirnir fengu til umráða steinhús sunnantil á Seley. Þar er umhverfi ljómandi fallegt. Húsið var farið að láta allmjög ásjá. Timburloft var í húsinu. Þar hreiðruðu útgerðarmennirnir um sig. Lúga var fyrir uppgöngu. Menn sváfu vel á loftinu, enda oftast lúnir eftir róður og fiskidrátt. Ekki sagði Þórður að saltfisklykt hefði angrað þá þó einhver eimur bærist upp í svefnplássið.<br>
Þrír róðrarbátar voru gerðir út frá Seley þetta sumar. Otti formaður á okkar bát. Á öðrum bát var formaður [[Auðunn Karlsson]]. Hann var uppeldisbróðir Otta.
Þriðja skiphöfnin reri með línu, hafði aðsetur útá eyjarenda. Formaðurinn hét Jón. kallaður Jón starri. Fimm menn voru í þeirri útgerð. Einn stóð jafnan í beitningu. Þeir beittu kúskel sem plægð var upp. Svo fóru leikar, að þessi bátur var lægstur í afla um haustið.<br>
Fremur mátti langræði kallast frá Seley. Góð fiskimið voru í suðaustur af eynni. Þriggja tíma róður, sex báðar leiðir í logni. Best var að fara á hálfföllnum sjó út og hafa svo fallið með sér heim.<br>
Þokusælt var á þessum slóðum-Austfjarðaþokan fræga. Einu sinni lentum við í þoku langt suður af eynni, en aldrei villtumst við. Vestanáttin var oft slæm ef þurfti að fara yfir Gerpisröst. Hún var oft illfær litlum bátum, stundum ófær.
Veður var yfirleitt milt, oft blæjalogn. Svaðastraumur var norður og austur. Straumarnir réðu miklu um það, hversu langur tími fór í róður. Gott var að sæta landfallinu heim, norðurfallinu.<br>
Stundum gerðist það, þegar við vorum búnir að renna, að færin stóðu beint út. Straumurinn var stundum ótrúlega harður.<br>
Eitt sinn þegar straumurinn gerði okkur óleik sagði Þórður við Ottóníus formann: Eigum við ekki að hafa það eins og Færeyingar, að einn andæfi? -Nei, sagði formaður.<br>
Þórður hafði þá ekki fleiri orð um, en settist í andóf, Þetta var í eina skiptið á þessu úthaldi sem við Otti vorum ekki á sama máli, bætti Þórður við.
Færeyingarnir réru frá Vattarnesi og fiskuðu oft vel. Er ekki að orðlengja að við fengum fullan bát þennan dag. mælti Þórður og hló við. Þeir höfðu svo þennan hátt á eftir þennan afladag. Engilbert var oftast í andófi.<br>
Mikið starf beið þeirra félaga eftir að í land kom. Fyrst að setja bátinn drjúgan spöl. Svo aðgerðin sem tók nokkurn tíma ef vel aflaðist. Var oft seint gengið til náða, en snemmkallað. Gert að í fjörunni, síðan var aflinn borinn upp í salt- og íveruhúsið og flattur. Þá var eftir að salta fiskinn.
Einu sinni kom Jón starri formaður að máli við Eyjamenn:<br>
Þið eruð nú meiri skakhundarnir.<br>
Svo gerðist það seinna um sumarið, Jón fær nýja síld frá Eskifirði. Og fær hvorki meira né minna en tvær hleðslur á nýju beituna. Þá urðum við nú skrýtnir, sagði [[Þórður Halldór]].<br>
Fóru svo út í Vöðlavík til að plægja skel. Þeir áttu sex bjóð af línu og lúðulínu að auki, en oftast voru þeir með handfærin. Báturinn bar nokkuð á annað tonn fullhlaðinn. Það var venja að vitja um lúðulínuspottann eftir að þeir komu að á kvöldin, ef hún hafði verið lögð.<br>
Þeir áttu nú nóg af skel og beittu fjögur bjóð og lögðu vestan við eyna. Straumur var allmikill. En ekki eru allar ferðir til fjár. Aflinn var ekkert nema ruslfiskur.<br>
-Þegar við vorum á færum suðaustur af Seley, svona á 40 föðmum, drógum við oft fallegan stútung.<br>
Landmegin við Seley eru há sker. Þar er gott að byrja að leggja línu. Þessi sker heita Brökur. Ekki langt frá fórst enska skipið skömmu eftir áramót 1987. -
Eitt sinn skaut Þórður ritu í beitu. Hann klauf haminn í tvennt og beitti á öngul (öngla). Þeir renna færum rétt austan við Hólminn. Eftir stutta stund er færið fast.<br>
Ottó segir: Þú nærð ekki færinu úr hrauninu.<br>
Þórður svarar, að það sé nú heldur slæmt að tapa færinu. Þetta var tveggja punda lína, um þrjátíu faðmar. Þórður fer nú að tosa færinu frá botni, en það losnar ekki heldur. Þórði fannst ekki eðlilegt að festa í hrauninu á þessum slóðum.<br>
Loks losnar færið og dráttur hefst. Þegar um tuttugu faðmar voru eftir segir Þórður: Þetta er einhver stór skepna.<br>
Ekki þótti Otta formanni það trúlegt. Um tíu faðmar eftir. Þórði leist ekki á blikuna væri þetta stór lúða, báturinn lítill og fúinn. Hvað væri nú til ráða? Undarlegt þótti Þórði, að hann þurfti aldrei að gefa eftir þessari sæskepnu hver sem hún væri. Væri þetta stærðar lúða mundi verða að skjóta hana við borðstokkinn. Og þetta var stórlúða.<br>
Otti formaður greip riffilinn og lúðan steinlá. Þeir félagar innbyrtu lúðuna í skutinn, en þá ætlaði kænan niður að aftan. Þá var henni dröslað í miðrúmið, en mjög þurfti að fara að því með gát.<br>
Þórður sagði, að það væri ekki sjálft skotið sem hefði drepið lúðuna, heldur hvellurinn, hávaðinn.<br>
Nú var lúðan skorin í lengjur og hengd upp. Þetta skyldi verða fínasti ryklingur, lúxusvara. Þetta fór á annan veg, lengjurnar urðu ljótar, skruppu saman og lak úr þeim spikið. Þetta urðu þráar tægjur og roð. Við giskuðum á að þetta hafi verið 300 punda lúða, sagði Þórður.<br>
Við sögðum Figved okkar farir ekki sléttar með stórlúðuna. Hann sagði, að við hefðum átt að salta skepnuna, þá hefðum við fengið gott verð fyrir hana.<br>
Við töpuðum þrem lúðulínum um sumarið með um 50 krókum hver. Þessa línu lögðum við skammt frá austan við Seley. Við fengum líka lúðu á færi, eins og þetta misheppnaða ævintýri okkar sannar. Við fengum líka talsvert af steinbít. Oft var allt hold steikt af lúðunni þegar við komum að línunni, bara beinin eftir. Hákarlinn át af línunni, aldrei af færi. Stundum hvarf línan okkar á dularfullan hátt, sagði Þórður.<br>
Þremenningarnir réru aldrei á sunnudögum. höfðu í heiðri þá reglu að halda hvíldardaginn heilagan. Ekki voru bækur eða blöð til að líta í. Of löng sjóleið að sækja kirkju til Eskifjaröar. Menn bara hvíldu sig eftir erfiði vikunnar, gengu út á eyju eða sátu úti. Veðurfar var yfirleitt gott um sumarið.<br>
Það bar til einn sunnudag í blíðskaparveðri, nokkru fyrir hádegi, Þórður sat úti á eyju og naut tilverunnar. Þá heyrir hann allt í einu hljóma fagran söng, eins og sálmalag en greindi ekki orðaskil. Þórður hélt heim til félaga sinna, sagði þeim að við þetta óvænta fyrirbæri hefði sig brostið kjark til að vera lengur. Þórður kvaðst alla tíð hafa trúað því að huldufólk væri til.<br>


Í ritinu Landið þitt - Ísland, segir þetta um Seley: ,,Klettaeyja tvær og hálfa sjómílu undan mynni Reyðarfjarðar. Eyjan er lág og grasi vaxin, um hálf sjómíla á lengd. Nokkur sker liggja frá henni til norðurs og suðurs. Æðarvarp mikið var í Seley. Hún var eign staðarins á Hólmum.<br>
Áhugavert var að kynnast lífi selanna á þessari eyju sem dró nafn af þeim. Einn sólríkan sunnudag var Þórður staddur nyrst á eynni skammt frá kofa Jóns starra. Hólmur er sker við norðurenda Seleyjar og er um 6-7 faðma áll sem skilur eyju og sker. Skerið var þakið af sel scm lá uppi og sýndust allir sofa nema einn og var svo að sjá hann væri á vakt. Selir eru skynugir, gætnir og heyra vel. segir Einar í Hafranesi, en verða óvarkárir í skuggsýnu og sjá illa. Nú gerist það, bátur nálgast úr vestri. Þar voru Færeyingar á ferð. Þá fóru selirnir í sjóinn og komu ekki upp aftur. En aldrei bar á styggð hjá þeim þó Seleyjarbúar nálguðust þá.<br>
Úr Seley var sóttur sjór áður fyrr en ekki var þar föst búseta. Var einkum sótt til hákarla-, lúðu- og skötuveiða. Rústir verbúða sjást enn á eyjunni og einnig eru þar aflraunasteinar vermanna sem nefndust Hrúturinn, Ærin og Lambið...<br> Munnmæli herma að 13 Reyðfirðingar hafi komist undan tyrkneskum sjóræningjum í Seley og bjargast þannig. Í Seley er viti, reistur árið 1956."<br>
Í endaðan september fóru Vestmannaeyingar hugsa til heimferðar. Þetta hafði verið fengsælt úthald, 1600 í hlut hvers þeirra af þorski, um 12 skippund af saltfiski, mjög hár hlutur. Að auki fluttu þeir heim 200 pund í hlut af hertum ryklingi, steinbít og lúðu til heimilisþarfa. Þetta var ekki erfið sjósókn, sagði Þórður, vegna þess sjávarföllin léttu okkur svo vel róðurinn.
Ásmundur Helgason frá Bjargi segir talsvert frá Seley í bók sinni Á sjó og landi. Nokkrir molar úr bók hans fara hér á eftir. Seley var aðalverstöð Reyðfirðinga fyrr og stærsta útver á Austurlandi. Um miðja 18. öld réru frá Seley 16 bátar, en 20 árum síðar hafði þeim fækkað um helming. Útver var þar framundir 1930. Verbúðir voru margar þá er mest var útgorðin. Flestir bátanna voru 4-6 mannför.<br>
'''[[Þórður Halldór Gíslason|Þórður H. Gíslason]] og [[Haraldur Guðnason|Haraldur Guðnason]]'''<br>
Vertíð byrjaði oft mánuði af sumri. Sumir bændur fóru fyrr til róðra, sumir um páska. Róðrum var hætt um 13-14 vikur af sumri.<br>
'''tóku þáttinn saman.'''<br>
Í Seley voru nokkrar lendingar, Nyrstahöfn mót norðri, en Halar þar sem eyjan er lægst. Úr suðlægu brimi í norður-norðaustan brim var ráðlegast „hleypa á Hala". en þar eru 60-70 faðma ósléttar klappir. Bóndavarða er þar sem eyjan er hæst.<br>
Seleyjarbátar voru kjölstuttir, þeir sigldu illa í beitivindi og bar oft af leið.<br>
Útróðrarmenn greiddu Hólmakirkju eða presti uppsátursgjald. Um aldamótin var gjaldið 10 krónur. Þeir máttu taka kríuegg til skiptis, en ekki steypa undan. Áhöfn var gefin 10-20 æðaregg. Sá var siður í Seley framyfir aldamót að veiða sel með byssuskotum, en ekki mátti minna en þúsund metra fjarlægð frá landi (Seley).<br>
[[Einar Friðriksson]] frá Hafranesi segir frá Seley og útgerð þar í Heima er best 1987. Hann gerði út tvo árabáta í Seley með öðrum árið 1910. Þeir félagar lágu við í Seley frá því er fór að fiskast á vorin fram í ágúst. Fóru fjórir menn með annan bátinn um sumarmál og stunduðu hákarla- og þorskveiðar. Hinn báturinn kom í miðjan maí. Í Seley höfðu þeir viðlegu ár hvert til 1916.<br>
Einar skrifaði Seley hafi verið með afbrigðum skemmtileg verstöð og honum kærust verstöðva austanlands. En þar sé brimasamt og oft þurfti alla aðgát við lendingu. Þar þurfti ekki langt að róa með handfæri, föllin beri bátinn fram og aftur. Oft mikill fiskur á 20 föðmum milli Seleyjar og Eyjaskers. Stundum voru þeir Einar og menn hans um 14 tíma á sjó og þótti sæmilegt að fá eitt skippund af fiski miðað við fullverkað. Flutningar voru erfiðir, flytja fiskinn í land og salt út í Eyjuna.<br>
Eftir að fiskur hætti að fást fyrir innan Seley, gat fengist hátt í bát lítið eitt utan við hana. Utar var betri ástaða, brást ekki fiskur. Var því stundum teflt á tæpasta vað í því að brjótast sem lengst út. Öll sumur þeirra félaga í Seley voru fremur aflarýr.<br>
Lending er góð landmegin, austan lóðrétt hyldýpi við bergið. Svo er sagt að eitt sinn hafi breskur togari siglt á land í Seley á hægri ferð í mikilli þoku, sett á fulla ferð afturábak og haldið áfram að veiða.<br>
Í lok minninga sinna segir Einar í Hafranesi frá grágrýtisbjargi eða steini efst í Hjallabyggð, sem er önnur mesta hæð á Seley. Steinn þessi var í mannhæð. Hann hafi staðið þar um aldir, en sé nú horfinn. Við steininn stóðu menn oft forðum daga, gáðu til veðurs eða horfðu á sólarlagið sem er fagurt í Seley.<br>
Einar kom fyrst í Seley árið 1890, þá 12 ára. Var með föður sínum sem gerði út á lúðu og hákarl. Hann sagði drengnum, að eitt sinn hefði steinninn færst til í stórbrimi. Einar segir að steinninn hafi verið að færast til næstu ár og loks 1930 kom svo, ,,að hann veltist inn af sínum gamla hástól niður í nyrðri enda skoru þeirrar sem aðskilur ytri og innri Hjallabyggð, eða efri og neðri sem sumir kalla. Þar liggur steinninn stóri, líklega brotinn, innan um aðra steina."<br>
Einar skrifar: ,,Þarna niðri fundum við stað sem brimið hafði sprengt þetta heljarstóra bjarg úr stalli og flutt svo upp þessa háu brekku, þrep af þrepi, alla leið á Hjallsbyggð og loks inn af henni eins og fyrr segir."<br>
Oddur Sveinsson (1981-1966) kennari m.m. á Akranesi skrifaði Guðmundi Finnbogasyni landsbókaverði, staddur í Seley í júlí 1915: ,,Ég ligg hér við í veri og stunda róðra í sumar. Hér er gott að vera og mér finnst Seley besti dvalarstaður, sem ég hef komið í á Austurlandi. Hér eru hleinar og sker, varir og klappir og fuglasöngur eins og heima... Það magnar sálina að sitja á stuðlaberginu á utanverðri eynni, þegar aldan flýgur á bjargið. Hún þrengir sér eins og foss inn í bjargskorurnar og sogast út aftur, með svo miklum krafti, að dunar um alla eyna."<br>


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 20. febrúar 2019 kl. 15:20

Haraldur Guðnason:

Róið frá Seley 1926


Hér á árum áður var viðvarandi atvinnuleysi í Vestmannaeyjum, einkum á sumrum og leituðu menn þá ýmissa ráða til að bœta úr því. Ekki var óalgengt að menn brygðu sér í önnur héruð.
Hér fer á eftir frásögn af útvegi þriggja Eyjaskeggja er brugðu sér austur á land sumarið 1926 og voru með eigin útveg í Seley.

Þórður H. Gíslason við iðn sína

Eitt sinn kom þar tal okkar Þórðar Gíslasonar fv. netagerðarmeistara af tilviljun þó, að hann nefndi sumarið sem hann reri frá Seley. Sá sem þetta skrifar var ekki betur að sér í landafræðinni en svo, að hann var ekki viss hvar Seley væri á kortinu, en þó líklega úti fyrir Austfjörðum.
Hann fletti því upp í Landafræðinni sem hann lærði forðum, útg. 1910. Þar var ekkert um þessa góðu eyju. Nefndur var Skrúður, hæsta ey við Austurland. "En merkust eyja við Austurland er Papey. Hún er byggð, og liggur í suðaustur af Berufirði (Djúpavogi). Þar er gott land undir bú, æðarvarp mikið, fuglatekja og útræði".
Nokkru eftir vertíðarlok 1926 kom Ottóníus Arnason sjómaður, hér á eftir nefndur Otti, að máli við Þórð Halldór og spurði formálalaust hvort hann væri til í að fara austur á firði, leigja þar fleytu, fara að gera út þar eystra. Í Eyjum var varla að öður að hverfa en vaski og stakkstæðisvinnu. Ekki þótti það eftirsóknaverð atvinna, þó væri allt betra en atvinnuleysi.
Þórður spurði hvað ráð Otti hefði með útvegun á báti. Otti sagði, að hann væri þá ekki vel kynntur þar eystra ef hann fengi ekki bátkænu; hafði róið þar og þekkti marga menn.
Þeir binda nú fastmælum að freista gæfunnar og halda austur á firði. Fóru þrír saman og skyldi Otti vera formaður. Þriðji maður var Engilbert Sigurðssonar í Akurey. Var hann þeirra yngstur, reglusamur og prúður.
Þá er hér var komið voru þeir Þórður og Otti sameignamenn í vélbátnum Snyg(frb. Snugg) með Gunnari Ólafssyni og fjórða manni. Þeir áttu bátinn nokkur ár en efnuðust ekki á útgerðinni. Snyg var hleypt á land vegna leka fram af Ragnheiðarstöðum í Flóa í September 1935.
Nú skyldi hefjast sumarútgerð í Seley.
Þórður er einn á lífi þeirra þremenninga, fæddur 1898 á Eyrarbakka. Hann hefur starfað margt um ævina, verið vinnumaður í sveit, sjómaður, verkamaður, útgerðarmaður og netagerðarmeistari. Tók virkan þátt í félagsstörfum, í búnaðarfélagi, Iðnaðarmannafélagi, einn stofnenda KFUM í Eyjum, bæjarfulltrúi og meðhjálpari í tæpa fjóra áratugi. Sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup dáðist mjög að því hversu vel Þórði fóru meðhjálparstörf úr hendi.
Ottóníus var Hafnfirðingur, fæddur 1895, d. 26. janúar 1975. Hann ólst upp á Eskifirði. Var sjómaður, verkamaður og átti í útgerð um tíma. Vann síðast hjá Ársæli Sveinssyni en varð að hætta störfum 1965 vegna heilsubilunar. Góður vinnufélagi, glaður og reifur.
Engilbert Ottó í Akurey var sonur Sigurðar Sigurðssonar smiðs frá Raufarfelli og konu hans Hildar Eiríksdóttur. Engilbert var sjómaður. Hann andaðist 5 maí 1930 tæplega þrítugur. Ottóníus á Hofsstöðum var kvæntur Jónínu Hólmfríði, systur Engilberts (Blik 59).
Árið 1926 var séra Stefán Björnsson í Hólmum. Hann leigði þeim félögum úr Eyjum veiðiaðstöðu í Seley, sem heyrði undir Hólmaprestakall.
Fuglalíf var mikið í eynni, ekki síst mikið af æðakollu og kríu. Æðarkollan var afar spök. Þeir félagar máttu fá sér kolluegg, en skilja alltaf eitt eftir í hreiðri. Aðrar reglur lengi í gildi voru, að taka eitt egg af fimm og tvö af sex eggjum í hreiðri. Krían var hænd að mönnum. Við gerðum það stundum að gamni okkar, sagði Þórður, að setja lifrarbrodd ofaná húfuna; þá brást ekki að krían kom og hirti hann.
Þeir félagar fóru austur í maílok með strandferðaskipi. Þeim gekk ekki sem best að útvega sér bát. Svo frétti Otti af bát úti í Firði og reyndist sá falur. Þá gat Seleyjarútgerð þeirra hafist. Ekki leist þeim sérlega vel á fleytuna, en væri þó brúkleg; ekki laust við fúa, betra að ofbjóða ekki farkostinum þeim arna. ,,Ég byði ekki í hann ef við fáum vont", sagði Þórður.
Þeir sömdu við Andreas Figved á Eskifirði. Hann var Norðmaður, flutti frá Stavanger í Noregi til Eskifjarðar árið 1903. Figved var mikill á velli og orðinn vel í holdum.
Fiskinn seldum við uppúr salti eftir vigt, sagði Þórður. Mótorbátur sótti aflann eftir hæfilegan tíma, en flutti til eyjabúanna salt og matvæli. Voru öll viðskipti við Figved sem best varð á kosið; stóð allt sem stafur á bók, enginn skriflegur samningur.
Einar Bragi segir í Eskju, að fjórum árum eftir komu Figveds hafi hann reist heilan "kaupstað" á Hlíðarenda og byggt tignarlegt íbúðarhús; átti í aldarfjórðung mikinn þátt í uppbyggingu bæjarins. Figvedshjón áttu nokkur börn. Meðal þeirra var Jens Figved, fyrsti kaupfélagsstjóri KRON (d. 1945)."

M.b. Snyg VE 247, smíðaár óvíst, en umbyggður á Siglufirði 1917, 27 tonn með 60 hestafla Hansa.

Frá Vattarnesi í Seley er um þriggja stunda róður. Um 5 stundir úr Seley í Eskifjarðarkaupstað í Logni. Þrjár ferðir voru farnar til Eskifjarðar um sumarið, t.d. öll matföng sótt þangað.
Þórður er spurður um matarvistina. Fremur mátti fæðið kallast fábreytt, kjöt, fiskur, egg og rúgbrauð, stundum grjónagrautur. Aldrei var steik á borðum, allt soðið. Rúgbrauð geymt í salti. Mjólk sáu þeir félagar ekki um sumarið.
Eyjamennirnir fengu til umráða steinhús sunnantil á Seley. Þar er umhverfi ljómandi fallegt. Húsið var farið að láta allmjög ásjá. Timburloft var í húsinu. Þar hreiðruðu útgerðarmennirnir um sig. Lúga var fyrir uppgöngu. Menn sváfu vel á loftinu, enda oftast lúnir eftir róður og fiskidrátt. Ekki sagði Þórður að saltfisklykt hefði angrað þá þó einhver eimur bærist upp í svefnplássið.
Þrír róðrarbátar voru gerðir út frá Seley þetta sumar. Otti formaður á okkar bát. Á öðrum bát var formaður Auðunn Karlsson. Hann var uppeldisbróðir Otta. Þriðja skiphöfnin reri með línu, hafði aðsetur útá eyjarenda. Formaðurinn hét Jón. kallaður Jón starri. Fimm menn voru í þeirri útgerð. Einn stóð jafnan í beitningu. Þeir beittu kúskel sem plægð var upp. Svo fóru leikar, að þessi bátur var lægstur í afla um haustið.
Fremur mátti langræði kallast frá Seley. Góð fiskimið voru í suðaustur af eynni. Þriggja tíma róður, sex báðar leiðir í logni. Best var að fara á hálfföllnum sjó út og hafa svo fallið með sér heim.
Þokusælt var á þessum slóðum-Austfjarðaþokan fræga. Einu sinni lentum við í þoku langt suður af eynni, en aldrei villtumst við. Vestanáttin var oft slæm ef þurfti að fara yfir Gerpisröst. Hún var oft illfær litlum bátum, stundum ófær. Veður var yfirleitt milt, oft blæjalogn. Svaðastraumur var norður og austur. Straumarnir réðu miklu um það, hversu langur tími fór í róður. Gott var að sæta landfallinu heim, norðurfallinu.
Stundum gerðist það, þegar við vorum búnir að renna, að færin stóðu beint út. Straumurinn var stundum ótrúlega harður.
Eitt sinn þegar straumurinn gerði okkur óleik sagði Þórður við Ottóníus formann: Eigum við ekki að hafa það eins og Færeyingar, að einn andæfi? -Nei, sagði formaður.
Þórður hafði þá ekki fleiri orð um, en settist í andóf, Þetta var í eina skiptið á þessu úthaldi sem við Otti vorum ekki á sama máli, bætti Þórður við. Færeyingarnir réru frá Vattarnesi og fiskuðu oft vel. Er ekki að orðlengja að við fengum fullan bát þennan dag. mælti Þórður og hló við. Þeir höfðu svo þennan hátt á eftir þennan afladag. Engilbert var oftast í andófi.
Mikið starf beið þeirra félaga eftir að í land kom. Fyrst að setja bátinn drjúgan spöl. Svo aðgerðin sem tók nokkurn tíma ef vel aflaðist. Var oft seint gengið til náða, en snemmkallað. Gert að í fjörunni, síðan var aflinn borinn upp í salt- og íveruhúsið og flattur. Þá var eftir að salta fiskinn. Einu sinni kom Jón starri formaður að máli við Eyjamenn:
Þið eruð nú meiri skakhundarnir.
Svo gerðist það seinna um sumarið, Jón fær nýja síld frá Eskifirði. Og fær hvorki meira né minna en tvær hleðslur á nýju beituna. Þá urðum við nú skrýtnir, sagði Þórður Halldór.
Fóru svo út í Vöðlavík til að plægja skel. Þeir áttu sex bjóð af línu og lúðulínu að auki, en oftast voru þeir með handfærin. Báturinn bar nokkuð á annað tonn fullhlaðinn. Það var venja að vitja um lúðulínuspottann eftir að þeir komu að á kvöldin, ef hún hafði verið lögð.
Þeir áttu nú nóg af skel og beittu fjögur bjóð og lögðu vestan við eyna. Straumur var allmikill. En ekki eru allar ferðir til fjár. Aflinn var ekkert nema ruslfiskur.
-Þegar við vorum á færum suðaustur af Seley, svona á 40 föðmum, drógum við oft fallegan stútung.
Landmegin við Seley eru há sker. Þar er gott að byrja að leggja línu. Þessi sker heita Brökur. Ekki langt frá fórst enska skipið skömmu eftir áramót 1987. - Eitt sinn skaut Þórður ritu í beitu. Hann klauf haminn í tvennt og beitti á öngul (öngla). Þeir renna færum rétt austan við Hólminn. Eftir stutta stund er færið fast.
Ottó segir: Þú nærð ekki færinu úr hrauninu.
Þórður svarar, að það sé nú heldur slæmt að tapa færinu. Þetta var tveggja punda lína, um þrjátíu faðmar. Þórður fer nú að tosa færinu frá botni, en það losnar ekki heldur. Þórði fannst ekki eðlilegt að festa í hrauninu á þessum slóðum.
Loks losnar færið og dráttur hefst. Þegar um tuttugu faðmar voru eftir segir Þórður: Þetta er einhver stór skepna.
Ekki þótti Otta formanni það trúlegt. Um tíu faðmar eftir. Þórði leist ekki á blikuna væri þetta stór lúða, báturinn lítill og fúinn. Hvað væri nú til ráða? Undarlegt þótti Þórði, að hann þurfti aldrei að gefa eftir þessari sæskepnu hver sem hún væri. Væri þetta stærðar lúða mundi verða að skjóta hana við borðstokkinn. Og þetta var stórlúða.
Otti formaður greip riffilinn og lúðan steinlá. Þeir félagar innbyrtu lúðuna í skutinn, en þá ætlaði kænan niður að aftan. Þá var henni dröslað í miðrúmið, en mjög þurfti að fara að því með gát.
Þórður sagði, að það væri ekki sjálft skotið sem hefði drepið lúðuna, heldur hvellurinn, hávaðinn.
Nú var lúðan skorin í lengjur og hengd upp. Þetta skyldi verða fínasti ryklingur, lúxusvara. Þetta fór á annan veg, lengjurnar urðu ljótar, skruppu saman og lak úr þeim spikið. Þetta urðu þráar tægjur og roð. Við giskuðum á að þetta hafi verið 300 punda lúða, sagði Þórður.
Við sögðum Figved okkar farir ekki sléttar með stórlúðuna. Hann sagði, að við hefðum átt að salta skepnuna, þá hefðum við fengið gott verð fyrir hana.
Við töpuðum þrem lúðulínum um sumarið með um 50 krókum hver. Þessa línu lögðum við skammt frá austan við Seley. Við fengum líka lúðu á færi, eins og þetta misheppnaða ævintýri okkar sannar. Við fengum líka talsvert af steinbít. Oft var allt hold steikt af lúðunni þegar við komum að línunni, bara beinin eftir. Hákarlinn át af línunni, aldrei af færi. Stundum hvarf línan okkar á dularfullan hátt, sagði Þórður.
Þremenningarnir réru aldrei á sunnudögum. höfðu í heiðri þá reglu að halda hvíldardaginn heilagan. Ekki voru bækur eða blöð til að líta í. Of löng sjóleið að sækja kirkju til Eskifjaröar. Menn bara hvíldu sig eftir erfiði vikunnar, gengu út á eyju eða sátu úti. Veðurfar var yfirleitt gott um sumarið.
Það bar til einn sunnudag í blíðskaparveðri, nokkru fyrir hádegi, að Þórður sat úti á eyju og naut tilverunnar. Þá heyrir hann allt í einu hljóma fagran söng, eins og sálmalag en greindi ekki orðaskil. Þórður hélt heim til félaga sinna, sagði þeim að við þetta óvænta fyrirbæri hefði sig brostið kjark til að vera lengur. Þórður kvaðst alla tíð hafa trúað því að huldufólk væri til.

Áhugavert var að kynnast lífi selanna á þessari eyju sem dró nafn af þeim. Einn sólríkan sunnudag var Þórður staddur nyrst á eynni skammt frá kofa Jóns starra. Hólmur er sker við norðurenda Seleyjar og er um 6-7 faðma áll sem skilur eyju og sker. Skerið var þakið af sel scm lá uppi og sýndust allir sofa nema einn og var svo að sjá að hann væri á vakt. Selir eru skynugir, gætnir og heyra vel. segir Einar í Hafranesi, en verða óvarkárir í skuggsýnu og sjá illa. Nú gerist það, að bátur nálgast úr vestri. Þar voru Færeyingar á ferð. Þá fóru selirnir í sjóinn og komu ekki upp aftur. En aldrei bar á styggð hjá þeim þó Seleyjarbúar nálguðust þá.
Í endaðan september fóru Vestmannaeyingar að hugsa til heimferðar. Þetta hafði verið fengsælt úthald, 1600 í hlut hvers þeirra af þorski, um 12 skippund af saltfiski, mjög hár hlutur. Að auki fluttu þeir heim 200 pund í hlut af hertum ryklingi, steinbít og lúðu til heimilisþarfa. Þetta var ekki erfið sjósókn, sagði Þórður, vegna þess að sjávarföllin léttu okkur svo vel róðurinn. Þórður H. Gíslason og Haraldur Guðnason
tóku þáttinn saman.