„Helga Gunnarsdóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Helga Gunnarsdóttir. '''Helga Gunnarsdóttir''' húsfreyja, kennari fæddist 1. febrúar 1957 í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar eru...)
 
m (Verndaði „Helga Gunnarsdóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 30. október 2018 kl. 11:55

Helga Gunnarsdóttir.

Helga Gunnarsdóttir húsfreyja, kennari fæddist 1. febrúar 1957 í Reykjavík.
Foreldrar hennar eru Gunnar Eyjólfsson sjómaður, f. 23. september 1936 og Erna Guðlín Helgadóttir húsfreyja, f. 11. febrúar 1937. Fósturfaðir Helgu: Hjörleifur Jónsson rafvirki í Hafnarfirði.

Helga varð stúdent í Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1977, tók B.ed.- kennarapróf 1981 og B.A.-próf í hússtjórnarfræði 1992.
Hún kenndi við Barnaskólann í Eyjum 1981-1982, Hólabrekkuskóla í Reykjavík 1983-1984, Víðistaðaskóla í Hafnarfirði frá 1984 til 2000 og matreiðslu við Flensborgarskóla um skeið.
Hún vinnur nú við sérkennslu hjá nýbúafræðslu barna í Hafnarfirði.
Helga hefur unnið við skermagerð og garðyrkju.

I. Maður Helgu, (4. júlí 1981), er Grímur Rúnar Waagfjörð rafvirki í Hafnarfirði, f. 9. apríl 1956 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Hjörleifur Arnar Waagfjörð Grímsson, f. 6. september 1978. Hann er M.S. -viðskiptafræðingur, bankamaður hjá Arionbanka í Reykjavík. Kona hans er Harpa Þórðardóttir.
2. Jón Kristinn Waagfjörð Grímsson bifvélavirkjameistari hjá Toyota í Garðabæ, f. 18. ágúst 1982. Kona hans er Hjördís Jónsdóttir.
3. Stefán Helgi Waagfjörð Grímsson flugmaður hjá Iceland Air, f. 19. október 1987. Sambúðarkona hans er Karen Sigurbjörnsdóttir.
4. Berglind María Hlín Waagfjörð Grímsdóttir, f. 19. apríl 1990 viðskiptafræðingur, í flugnámi. Ógift.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Helga Gunnarsdóttir.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.