„Sigrún Jónatansdóttir (Breiðholti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Sigrún Jónatansdóttir. '''Sigrún Jónatansdóttir''' frá Breiðholti, yfirhjúkrunarfræðingur, kennari fæddist þar 9....)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 5: Lína 5:
Börn Jónatans og Steinunnar:<br>
Börn Jónatans og Steinunnar:<br>
1. [[Guðjón Hafsteinn Jónatansson  (Breiðholti)|Guðjón Hafsteinn Jónatansson]] bifreiðastjóri, vélstjóri, rennismiður, f. 30. júní 1910, d. 8. mars 1993.<br>  
1. [[Guðjón Hafsteinn Jónatansson  (Breiðholti)|Guðjón Hafsteinn Jónatansson]] bifreiðastjóri, vélstjóri, rennismiður, f. 30. júní 1910, d. 8. mars 1993.<br>  
2. Guðrún Briet Jónatansdóttir, f. 19. maí 1913 í Breiðholti, d. 6. júlí 1823.<br>
2. Guðrún Briet Jónatansdóttir, f. 19. maí 1913 í Breiðholti, d. 6. júlí 1923.<br>
3. [[Sveinn Jónatansson (Breiðholti)|Sveinn Jónatansson]] vélstjóri, vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 7. júlí 1917, d. 15. mars 1998.<br>
3. [[Sveinn Jónatansson (Breiðholti)|Sveinn Jónatansson]] vélstjóri, vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 7. júlí 1917, d. 15. mars 1998.<br>
4. [[Brynjólfur Jónatansson (Breiðholti)|Brynjólfur Jónatansson]] rafvirkjameistari, f. 23. júní 1924.<br>
4. [[Brynjúlfur Jónatansson (Breiðholti)|Brynjúlfur Jónatansson]] rafvirkjameistari, f. 23. júní 1924.<br>
5. [[Sigrún Jónatansdóttir (Breiðholti)|Sigrún Jónatansdóttir]] hjúkrunarfræðingur, f. 6. desember 1925 í Breiðholti, d. 12. janúar 1989.<br>
5. [[Sigrún Jónatansdóttir (Breiðholti)|Sigrún Jónatansdóttir]] hjúkrunarfræðingur, f. 6. desember 1925 í Breiðholti, d. 12. janúar 1989.<br>



Núverandi breyting frá og með 23. október 2018 kl. 13:22

Sigrún Jónatansdóttir.

Sigrún Jónatansdóttir frá Breiðholti, yfirhjúkrunarfræðingur, kennari fæddist þar 9. desember 1925 og lést 12. janúar 1989.
Foreldrar hennar voru Jónatan Snorrason sjómaður, vélstjóri, rennismiður, f. 6. september 1875 að Lambalæk í Fljótshlíð, d. 15. september 1960, og kona hans Steinunn Brynjólfsdóttir frá Kvíhólma u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 4. maí 1887, d. 22. júlí 1977.

Börn Jónatans og Steinunnar:
1. Guðjón Hafsteinn Jónatansson bifreiðastjóri, vélstjóri, rennismiður, f. 30. júní 1910, d. 8. mars 1993.
2. Guðrún Briet Jónatansdóttir, f. 19. maí 1913 í Breiðholti, d. 6. júlí 1923.
3. Sveinn Jónatansson vélstjóri, vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 7. júlí 1917, d. 15. mars 1998.
4. Brynjúlfur Jónatansson rafvirkjameistari, f. 23. júní 1924.
5. Sigrún Jónatansdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 6. desember 1925 í Breiðholti, d. 12. janúar 1989.

Sigrún ólst upp með foreldrum sínum. Hún lauk hjúkrunarprófi 1951, stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1957, forspjallsvísindum við Háskóla Íslands 1958.
Hún var í framhaldsnámi við röntgendeild Landspítalans 1957-1958, lauk hjúkrunarkennaraprófi 1974.
Sigrún var hjúkrunarfræðingur við Landspítalann 1. maí 1951-1. júlí sama ár, 19. janúar 1953 til 1. júní sama ár, 15. september 1953-1. maí 1954, 10. maí 1956-1. ágúst 1959. Hún vann á ýmsum tímum á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, samtals þrjú og hálft ár.
Þá vann hún við The Royal Infirmary í Aberdeen 10. september 1960-17. nóvember 1961, við Södersjukhuset í Stokkhólmi 1. júní 1963 til 1. desember sama ár og Sahlgrenska sjukhuset í Gautaborg 1. júní 1964-10. ágúst 1965.
Sigrún var yfirhjúkrunarfræðingur á röntgendeild Borgarspítalans frá 1. september 1965 og kenndi um skeið við Hjúkrunarskólann.
Hún sat í stjórn Hjúkrunarfræðingafélagsins.
Sigrún var ógift og barnlaus.
Hún lést 1989.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.