„Guðný Eiríksdóttir (Hólmahjáleigu)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðný Eiríksdóttir''' í Byggðarholti, húsfreyja í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum fæddist 5. júli 1834 og lést 2. febrúar 1908.<br> Foreldrar hennar voru Eiríkur Þ...) |
m (Verndaði „Guðný Eiríksdóttir (Hólmahjáleigu)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 21. október 2018 kl. 12:29
Guðný Eiríksdóttir í Byggðarholti, húsfreyja í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum fæddist 5. júli 1834 og lést 2. febrúar 1908.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Þórarinsson bóndi í Tungu í Fljótshlíð, skírður 2. ágúst 1804, d. 20. september 1857, og kona hans Sesselja Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1801, d. 26. maí 1866.
Guðný var með foreldrum sínum á Tumastöðum í Fljótshlíð 1840 og enn 1850.
Þau Jón giftu sig 1858, bjuggu í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum 1860-1870, í smábýlinu Borgarhóli hjá Kúfhóli þar 1870-1888 og í Oddakoti þar 1888-1892.
Guðný fluttist til Eyja 1907 frá Butru í Landeyjum, bjó hjá Ólöfu dóttur sinni í Byggðarholti og lést 1908.
Jón lést í Hólmahjáleigu 1911.
Maður Guðnýjar, (21. júlí 1858), var Jón Pétursson bóndi, f. 22. júlí 1827 í Hólmahjáleigu, d. 9. október 1911 í Hólmahjáleigu.
Börn þeirra í Eyjum:
1. Ólöf Jónsdóttir húsfreyja í Byggðarholti, f. 26. janúar 1875, d. 17. janúar 1963.
2. Jón Jónsson útgerðarmaður, rithöfundur í Hlíð, f. 23. október 1878, d. 23. september 1954.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.