„Guðrún Ólafsdóttir (Gunnarshólma)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|100px|''Munda Guðrún Ólafsdóttir. '''Munda ''Guðrún'' Ólafsdóttir''' (Dúna) frá Gunnarshólma, húsfreyja fæddi...) |
m (Verndaði „Guðrún Ólafsdóttir (Gunnarshólma)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 26. febrúar 2018 kl. 20:48
Munda Guðrún Ólafsdóttir (Dúna) frá Gunnarshólma, húsfreyja fæddist 12. ágúst 1933 í Reykjavík og lést 17. janúar 2015 á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Foreldrar hennar voru Aðalheiður Eggertsdóttir, f. 19. nóvember 1908 í Bolungarvík, d. 8. júlí 1986, og Ólafur Ingvar Guðfinnsson, bryti, f. 4. nóvember 1908 á Fossi, Húnavatnssýslu, d. 9. júlí 1993.
Fósturforeldrar Guðrúnar voru Lárus Halldórsson á Gunnarshólma, f. 18. febrúar 1873 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 11. apríl 1957, og bústýra hans Kristjana Elísabet Kristjánsdóttir, f. 1. ágúst 1897, d. 29. júlí 1946.
Móðir Guðrúnar veiktist af berklum og dvaldi á Vífilsstöðum. Guðrún fór því í fóstur.
Hún var fóstruð á Gunnarshólma uns Kristjana Elísabet lést 1946, en þá fluttist hún til móður sinnar og Samúels S. Jónassonar í Reykjavík og síðar í Kópavogi.
Guðrúnn giftist Gunnari 1957, eignaðist tvö börn.
Hún lést 2015.
Þegar Dúna var á fyrsta aldursári veiktist móðir hennar og var lögð inn á berklaspítalann á Vífilsstöðum til langdvalar. Dúnu var þá komið í fóstur til Kristjönu Elísabetar Kristjánsdóttur og Lárusar Halldórssonar á Gunnarshólma í Vestmannaeyjum. Elísabet fósturmóðir hennar lést 1946 og fluttist Dúna þá til Aðalheiðar móður sinnar og fósturföður, Samúels S. Jónassonar, f. 1914, d. 2012, í Kópavogi síðar Reykjavík.
Guðrún lauk gagnfræðanámi frá Ingimarsskóla í Reykjavík og útskrifaðist frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1952. Samhliða heimilisstörfum og barnauppeldi var Guðrún útivinnandi. Hún starfaði í verslunum og síðar sem skrifstofumaður hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda í um 14 ár. Eftir það réðst hún til starfa hjá Iðnaðarbanka, síðar Íslandsbanka. Í bankanum annaðist hún símvörslu í útibúi bankans í Lækjargötu 12 í um 10 ár eða þar til hún lét af störfum árið 2000.
Þau Gunnar bjuggu lengst af á Seltjarnarnesi, til að byrja með á Melabraut 30 (nú 2) og í rúm 35 ár að Vallarbraut 5. Frá árinu 2000 bjuggu þau að Básbryggju 5 í Reykjavík.
Munda Guðrún lést 2015.
I. Maður Mundu Guðrúnar, (16. maí 1957), var Gunnar Oddsson rafvirkjameistari, f. 20. mars 1932. Foreldrar hans voru Oddur Einar Kristinsson sjómaður, skipstjóri í Reykjavík, f. 22. september 1905, d. 10. desember 1985, og kona hans Stefanía Ósk Jósafatsdóttir húsfreyja, f. 1. júní 1906, d. 14. mars 1986.
Börn Mundu Guðrúnar og Gunnars:
1. Sif Gunnarsdóttir húsfreyja í Kaliforníu, f. 13. janúar 1954. Maður hennar var Hjörtur Aðalsteinsson. Maður hennar er William A. Burhans jr.
2. Oddur Gunnarsson lögfræðingur, f. 8. desember 1957. Kona hans er Guðrún Kristín Erlingsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 23. janúar 2015. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.