„Jón Steinmóðsson (Steinmóðshúsi)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(3 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 5: | Lína 5: | ||
Hann kvæntist Helgu 1856 og bjó í fyrstu hjá móður sinni, búandi í [[Fjós]]i 1865-1868, á [[Hóllinn|Hólnum]] 1869 með Helgu konu sinni og Jóhanni, en í Steinmóðshúsi 1870-1873 með Jóhanni og Kristínu og 1874 með sömu áhöfn.<br> | Hann kvæntist Helgu 1856 og bjó í fyrstu hjá móður sinni, búandi í [[Fjós]]i 1865-1868, á [[Hóllinn|Hólnum]] 1869 með Helgu konu sinni og Jóhanni, en í Steinmóðshúsi 1870-1873 með Jóhanni og Kristínu og 1874 með sömu áhöfn.<br> | ||
Þau eignuðust fyrsta barn sitt 1856 og misstu það vikugamalt úr ginklofa. Sigríður fæddist 1858 og dó skyndilega þriggja mánaða gömul. Jón fæddist 1859 og dó fjögurra mánaða gamall úr umgangsveiki. Jóhann fæddist 1862. Hann var með þeim í æsku, var um skeið í sveit í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, síðar sjómaður á þilskipinu [[Jósefína, þilskip|Jósefínu]] og fórst með henni 26 ára gamall 1888. Ólafur fæddist 1868 og dó á fyrsta ári sínu úr uppdráttarveiki.<br> | Þau eignuðust fyrsta barn sitt 1856 og misstu það vikugamalt úr ginklofa. Sigríður fæddist 1858 og dó skyndilega þriggja mánaða gömul. Jón fæddist 1859 og dó fjögurra mánaða gamall úr umgangsveiki. Jóhann fæddist 1862. Hann var með þeim í æsku, var um skeið í sveit í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, síðar sjómaður á þilskipinu [[Jósefína, þilskip|Jósefínu]] og fórst með henni 26 ára gamall 1888. Ólafur fæddist 1868 og dó á fyrsta ári sínu úr uppdráttarveiki.<br> | ||
Tvö börn þeirra lifðu til elliára, Kristín húsfreyja, sem fæddist 1873, bjó á Seyðisfirði og Friðrik verkamaður, sem lifði að dvelja á [[ | Tvö börn þeirra lifðu til elliára, Kristín húsfreyja, sem fæddist 1873, bjó á Seyðisfirði og Friðrik verkamaður, sem lifði að dvelja á [[Skálholt-yngra|Elliheimilinu]] í [[Skálholt-yngra|Skálholti]].<br> | ||
1875 voru þau Helga í [[Hólshús]]i með Jóhann og Kristínu, og þar var einnig Elín móðir hans 84 ára og Elín systir hans með börn sín Friðriku Matthildi og Kristján. Þessi fjölskylda var þar einnig 1876. 1877 voru þau þar með Jóhann og Kristínu, Elínu móður Jóns og Elínu systur hans. <br> | 1875 voru þau Helga í [[Hólshús]]i með Jóhann og Kristínu, og þar var einnig Elín móðir hans 84 ára og Elín systir hans með börn sín Friðriku Matthildi og Kristján. Þessi fjölskylda var þar einnig 1876. 1877 voru þau þar með Jóhann og Kristínu, Elínu móður Jóns og Elínu systur hans. <br> | ||
1878 og 1879 var Jón vinnumaður á [[Gjábakki|Gjábakka]] og Helga á hinu býlinu þar, 1878 með Kristínu með sér, 1879 með Friðrik með sér, en 1879 fór Jóhann léttadrengur að Skarðshlíð u. Eyjafjöllum. <br> | 1878 og 1879 var Jón vinnumaður á [[Gjábakki|Gjábakka]] og Helga á hinu býlinu þar, 1878 með Kristínu með sér, 1879 með Friðrik með sér, en 1879 fór Jóhann léttadrengur að Skarðshlíð u. Eyjafjöllum. <br> | ||
Lína 30: | Lína 30: | ||
II. Barnsmóðir Jóns var [[Jóhanna Hannesdóttir (Grímshjalli)|Jóhanna Hannesdóttir]] [[Hannes Gíslason (Grímshjalli)|Gíslasonar]] f. 31. október 1862, á lífi 1891.<br> | II. Barnsmóðir Jóns var [[Jóhanna Hannesdóttir (Grímshjalli)|Jóhanna Hannesdóttir]] [[Hannes Gíslason (Grímshjalli)|Gíslasonar]] f. 31. október 1862, á lífi 1891.<br> | ||
Barn þeirra var<br> | |||
8. [[Hannes Hansson|Hannes Jónsson]], f. 5. nóvember 1891. Jón neitaði faðerninu og Hannes gekk undir nafninu Hannes Jóhönnuson. Hann nefndi sig síðar [[Hannes Hansson]], þ.e. Hannes á Hvoli. <br> | |||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | *Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | ||
Lína 38: | Lína 39: | ||
*[[Saga Vestmannaeyja]]. [[Sigfús M. Johnsen]]. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946. | *[[Saga Vestmannaeyja]]. [[Sigfús M. Johnsen]]. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946. | ||
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}} | *Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | |||
[[Flokkur: Verkamenn]] | [[Flokkur: Verkamenn]] | ||
[[Flokkur: Tómthúsmenn]] | [[Flokkur: Tómthúsmenn]] |
Núverandi breyting frá og með 1. febrúar 2018 kl. 15:59
Jón Steinmóðsson vinnumaður, daglaunamaður frá Steinmóðshúsi fæddist 17. nóvember 1834 og lést 28. október 1896.
Foreldrar hans voru Steinmóður Vigfússon, f. 1775, d. 28. júlí 1846, og kona hans Elín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1796, d. 8. júlí 1876.
Jón var með foreldrum sínum í Steinmóðshúsi meðan beggja naut við og síðan með ekkjunni móður sinni og fjölskyldu til 1865.
Hann kvæntist Helgu 1856 og bjó í fyrstu hjá móður sinni, búandi í Fjósi 1865-1868, á Hólnum 1869 með Helgu konu sinni og Jóhanni, en í Steinmóðshúsi 1870-1873 með Jóhanni og Kristínu og 1874 með sömu áhöfn.
Þau eignuðust fyrsta barn sitt 1856 og misstu það vikugamalt úr ginklofa. Sigríður fæddist 1858 og dó skyndilega þriggja mánaða gömul. Jón fæddist 1859 og dó fjögurra mánaða gamall úr umgangsveiki. Jóhann fæddist 1862. Hann var með þeim í æsku, var um skeið í sveit í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, síðar sjómaður á þilskipinu Jósefínu og fórst með henni 26 ára gamall 1888. Ólafur fæddist 1868 og dó á fyrsta ári sínu úr uppdráttarveiki.
Tvö börn þeirra lifðu til elliára, Kristín húsfreyja, sem fæddist 1873, bjó á Seyðisfirði og Friðrik verkamaður, sem lifði að dvelja á Elliheimilinu í Skálholti.
1875 voru þau Helga í Hólshúsi með Jóhann og Kristínu, og þar var einnig Elín móðir hans 84 ára og Elín systir hans með börn sín Friðriku Matthildi og Kristján. Þessi fjölskylda var þar einnig 1876. 1877 voru þau þar með Jóhann og Kristínu, Elínu móður Jóns og Elínu systur hans.
1878 og 1879 var Jón vinnumaður á Gjábakka og Helga á hinu býlinu þar, 1878 með Kristínu með sér, 1879 með Friðrik með sér, en 1879 fór Jóhann léttadrengur að Skarðshlíð u. Eyjafjöllum.
1880 voru þau í vinnumennsku í Vanangri með Friðrik og Kristínu með sér.
1881 voru þau í Vanangri án Kristínar, en hún var þá niðursetningur á Vesturhúsum.
Þau voru í vinnumennsku í Dölum 1882 og Kristín var þar niðursetningur.
Jón var vinnumaður í Túni 1883 og 1884, en Helga var vinnukona í Hólshúsi.
Þau Helga voru komin í Sjóbúð 1886 og Jóhann var hjá þeim, en hann kom undan Eyjafjöllum 1886. Friðrik var niðursetningur í Þorlaugargerði 1887 og 1888 var Kristín vinnukona í Dölum og enn 1892.
Þau voru í Sjóbúð 1886-1895, en barnlaus. Heimili þeirra þá er nefnt Nýborg Nr. 2 1890 á manntali.
Jón eignaðist barnið Hannes með Jóhönnu Hannesdóttur 1891.
Jón var hermaður í Herfylkingunni 1857-1859.
Hann lést 1896.
I. Kona Jóns, (5. janúar 1856), var Helga Helgadóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1836, d. 29. desember 1914.
Börn þeirra hér:
1. Ingibjörg Jónsdóttir, f. 22. október 1856, d. 30. október 1856 úr ginklofa.
2. Sigríður Jónsdóttir, f. 4. febrúar 1858, d. 8. maí 1858, „dó snögglega, óvíst af hvaða veiki“.
3. Jón Jónsson, f. 14. febrúar 1859, d. 12. júní 1860 „af umgangsveiki“.
4. Jóhann Jónsson, f. 31. október 1862, fórst með þilskipinu Jósefínu 1888.
5. Ólafur Jónsson, f. 23. júní 1868, d. 6. apríl 1869 „úr uppdráttarsýki“.
6. Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. febrúar 1873, d. 16. júlí 1942, gift Vigfúsi Ólafssyni úr Keflavík. Þau bjuggu á Seyðisfirði.
7. Friðrik Jónsson verkamaður, f. 15. febrúar 1879, d. 18. nóvember 1958.
II. Barnsmóðir Jóns var Jóhanna Hannesdóttir Gíslasonar f. 31. október 1862, á lífi 1891.
Barn þeirra var
8. Hannes Jónsson, f. 5. nóvember 1891. Jón neitaði faðerninu og Hannes gekk undir nafninu Hannes Jóhönnuson. Hann nefndi sig síðar Hannes Hansson, þ.e. Hannes á Hvoli.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónuubækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.