„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1953/ Leiðbeiningar um consolnavigeringu“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(3 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Kostir consolradíóvitanna eru þeir, að þá er hægt að nota án annnarra tækja | <br> | ||
<big><big><big><center>Leiðbeiningar um consolnavigeringu.</center></big></big></big> | |||
Kostir consolradíóvitanna eru þeir, að þá er hægt að nota án annnarra tækja en nothæfs móttakara, helzt miðunarmóttakara, sem getur tekið á móti CW-merkjum. Consolradíóvitar eru nú í Stavanger í Noregi og Bushmills á Írlandi og eru það vitarnir, sem þýðingu hafa fyrir okkur hér á Íslandi eða á nálægum miðum, en auk þessara vita eru vitar í Lugo og Sevilla á Spáni, og Plonéis í Frakklandi.<br> | |||
Fyrrnefndir consolvitar senda á ómótuðum bylgjum (CW) og verður því að stilla móttækið á CW. Bezt er að nota miðunarmóttakara og snúa miðunarboganum inn í hámarksstöðu, en við það útilokast væntanlegar truflanir að nokkru.<br> | |||
Upplýsingar um consolvitana:<br> | Upplýsingar um consolvitana:<br> | ||
Bushmills:<br> | Bushmills:<br> | ||
Lína 18: | Lína 21: | ||
Merkjatími: 60 sekúndur.<br> | Merkjatími: 60 sekúndur.<br> | ||
Heildarsenditími: 120 sek.<br> | Heildarsenditími: 120 sek.<br> | ||
[[Mynd:Skýringarmynd 1953.png|300px|thumb|''Skýringamynd.]]<br> | |||
Hver consolstöð er radíosendistöð með loftnetskerfi, sem samanstendur af þrem lóðréttum loftnetum, sem komið er fyrir á beinni línu með innbyrðis fjarlægð, sem er 3 sinnum lengd hinnar notuðu sendibylgju. Útsendingin frá loftnetunum fer fram á ómótuðum bylgjum (continuous waves, CW) og eftir sérstöku lögmáli, þannig að í geirum, sem ganga út frá miðloftnetinu og liggja hver upp að öðrum, eru sendir út sitt á hvað 60 punktar og 60 strik á ákveðnum tíma, merkjatíma, sem hjá Bushmills er 30 sekúndur en hjá Stavanger 60 sekúndur.<br> | Hver consolstöð er radíosendistöð með loftnetskerfi, sem samanstendur af þrem lóðréttum loftnetum, sem komið er fyrir á beinni línu með innbyrðis fjarlægð, sem er 3 sinnum lengd hinnar notuðu sendibylgju. Útsendingin frá loftnetunum fer fram á ómótuðum bylgjum (continuous waves, CW) og eftir sérstöku lögmáli, þannig að í geirum, sem ganga út frá miðloftnetinu og liggja hver upp að öðrum, eru sendir út sitt á hvað 60 punktar og 60 strik á ákveðnum tíma, merkjatíma, sem hjá Bushmills er 30 sekúndur en hjá Stavanger 60 sekúndur.<br> | ||
Eins og sést af skýringarmyndinni skiptir loftnetslínan hringnum í tvo hluta, en þeir hreyfast áfram, annar með úrvísinum en hinn á móti, þannig að á einum merkjatíma | Eins og sést af skýringarmyndinni skiptir loftnetslínan hringnum í tvo hluta, en þeir hreyfast áfram, annar með úrvísinum en hinn á móti, þannig að á einum merkjatíma flyzt hver geiri um einn geira áfram.<br> | ||
Með þessu móti ætti athugari, sem hlustar á Consolstöð að heyra 60 merki á einum merkjatíma stöðvarinnar. Sé hann staddur í punktageira mun hann fyrst heyra ákveðinn fjölda punkta eða þangað til skillínan milli geiranna fer fram hjá honum, en því næst ákveðinn fjölda strika unz merkjatímanum er lokið. Sé hann hins vegar í strikageira verður þetta mótsett. Fjöldi punktanna eða strikanna, er þannig heyrast, áður en skiptir um merki við skillínuna milli geiranna, verður þannig mælikvarði fyrir það, hvar í viðkomandi geira hann er staddur. | Með þessu móti ætti athugari, sem hlustar á Consolstöð að heyra 60 merki á einum merkjatíma stöðvarinnar. Sé hann staddur í punktageira mun hann fyrst heyra ákveðinn fjölda punkta eða þangað til skillínan milli geiranna fer fram hjá honum, en því næst ákveðinn fjölda strika unz merkjatímanum er lokið. Sé hann hins vegar í strikageira verður þetta mótsett. Fjöldi punktanna eða strikanna, er þannig heyrast, áður en skiptir um merki við skillínuna milli geiranna, verður þannig mælikvarði fyrir það, hvar í viðkomandi geira hann er staddur.<br> | ||
[[ | Milli merkjatímanna sendir stöðin út kallmerki sitt og langan tón, sem hægt er að nota til að ákveða með miðunarstöð í hvaða geira athugarinn er staddur, ef óvissa skyldi ríkja um það.<br> | ||
Þar eð merkin, punktarnir og strikin verða óskýr rétt við skillínurnar milli geiranna er það í framkvæmdinni nær ógerlegt að greina glögglega, þegar skiptir frá punktum í strik eða strikum í punkta, og tapast því að jafnaði nokkur merki niður. Þess vegna verður athugarinn að telja bæði punktana og strikin, sem hann heyrir. Hafi athugarinn t.d. heyrt 42 punkta og 14 strik eða samanlagt 56 merki verður að ganga út frá að tapazt hafi niður jafnmög merki af hvoru eða 60-56=4:2=2. Þetta þýðir að ganga verður út frá 44 punktum til staðarákvörðunar.<br> | |||
Í geiranum sitt hvoru megin við loftnetslínuna og ca. 20° til hvorrar hliðar við hana, verður miðunin ónákvæm og verður því ekki nothæf nema ca. 140° hvoru megin við loftnetslínuna eða 280°af hringnum. Í consolkortum eru þessir óöruggu geirar merktir sérstaklega til glöggvunar.<br> | |||
Þá er Consolkerfið talið ónothæft, ef athugarinn er innan 25 sjómílna frá Consolstöðinni.<br> | |||
Talið er, að á bilinu milli 350 og 450 sjómílur frá Consolstöðinni sé nákvæmnin ekki góð að nóttu til, en batni til beggja hliða við þetta svæði eða nær og fjær stöðinni.<br> | |||
Langdrægni Consolstöðvanna er talið 1200 sjómílur að degi til og 1700 sjómílur að nóttu.<br> | |||
Þar sem aðeins fæst ein staðarlína með því að hlusta á eina Consolstöð er nauðsynlegt að nota minnst tvær stöðvar til að fá fullkomna staðarákvörðun. Sé hægt að hlusta á fleiri stöðvar verður það vitaskuld til bóta, en eins og fyrr greinir er varla um aðrar stöðvar að ræða fyrir íslenzk fiskiskip en Bushmills og Stavanger, þó mun mega heyra Plonéis (257 kc/s) fyrir suður- og austurströnd Íslands.<br> | |||
Í Consolkortunum eru dregnar staðarlínur fyrir þá punkta eða strik, sem heyrast í ákveðnum geira. Viti athugarinn því í hvaða geira hann er, þarf hann ekki annað en að leita uppi þá staðarlínu innan geirans, sem svarar til þess fjölda punkta eða strika sem hann hefur heyrt, áður en skipt hefur um merki við skillínurnar milli geiranna.<br> | |||
Dæmi:<br> | |||
Ágizkaður staður athugara er:<br> | |||
53°37' N., 1°23' A., og eru eftirfarandi merki talin frá Consolstöðvunum:<br> | |||
Stavanger: 25 punktar og 31 strik.<br> | |||
Bushmills: 52 strik og 6 punktar.<br> | |||
Ganga verður út frá 27 punktum frá Stavanger og 53 strikum frá Bushmills og gefur það stað á Consolkortinu: 53°46' N, 1°12' A.<br> | |||
Dæmi:<br> | |||
Staður fyrir sunnan Ísland eftirfarandi merki talin:<br> | |||
Stavanger: 48 punktar og 6 strik.<br> | |||
Bushmills: 47 strik og 7 punktar.<br> | |||
Ganga verður út frá 51 punkti frá Stavanger og 50 strikum frá Bushmills og gefur það stað á Consolkorti (R5) 63°32' N., 15°44' V.<br> | |||
Ég vænti þess, að leiðbeiningar þessar verði einhverjum að gagni, en þess er ég fullviss, að íslenzkir fiskimenn hljóta í framtíðinni að taka Consol í þjónustu sína eins og stéttarbræður þeirra í nágrannalöndunum. Consolkerfið er einfalt og ótrúlega öruggt og kostnaðar vegna er það á færi hvaða fiskiskipstjóra sem er að notfæra sér það. Um síðastliðin áramót leiðbeindi ég nokkrum skipstjórum í Vestmannaeyjum um notkun Consolvitanna, og fann ég þá, að nauðsynlegt myndi vera að notkunarleiðbeiningar kæmu út á íslenzku, því fæstir af fiskiskipstjórum okkar hafa nægjanlega not af erlendum leiðarvísum.<br> | |||
Mér er það fullkomlega ljóst, að leiðbeiningar þessar eru ekki eins fullkomnar og æskilegt hefði verið og ber tvennt til. Ég hef miðað leibeiningarnar við það, að þær gætu orðið ljósar þeim, sem ekki hefðu notið mikillar menntunar í siglingafræði og því forðazt allar fræðilegar skýringar og í annan stað leyfir rúm það, sem þessu er ætlað í [[Sjómannadagsblað Vestmannaeyja|Sjómanninum]], sjómannadagsblaði Vestmannaeyja, ekki öllu lengra mál.<br> | |||
:::::::::::::::::''[[Páll Þorbjörnsson]]''<br> | |||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 30. desember 2017 kl. 20:54
Kostir consolradíóvitanna eru þeir, að þá er hægt að nota án annnarra tækja en nothæfs móttakara, helzt miðunarmóttakara, sem getur tekið á móti CW-merkjum. Consolradíóvitar eru nú í Stavanger í Noregi og Bushmills á Írlandi og eru það vitarnir, sem þýðingu hafa fyrir okkur hér á Íslandi eða á nálægum miðum, en auk þessara vita eru vitar í Lugo og Sevilla á Spáni, og Plonéis í Frakklandi.
Fyrrnefndir consolvitar senda á ómótuðum bylgjum (CW) og verður því að stilla móttækið á CW. Bezt er að nota miðunarmóttakara og snúa miðunarboganum inn í hámarksstöðu, en við það útilokast væntanlegar truflanir að nokkru.
Upplýsingar um consolvitana:
Bushmills:
Kallmerki: MWN.
Sendir stöðugt.
Bylgjulengd: 1128 m., 266 kc/s.
Staður: 55°12,3 N. 6°28,0 V.
Stefna loftnetslínu: 40°,2 - 220°,2.
Merkjatími: 30 sekúndur.
Heildarsenditími: 40 eða 60 sek.
Stavanger:
Kallmerki: LEC.
Sendir stöðugt.
Bylgjulengd: 940 m., 319 kc/s.
Staður: 58°37,5 N. 5°37,8 A.
Stefna loftnetslínu. 157°-337°.
Merkjatími: 60 sekúndur.
Heildarsenditími: 120 sek.
Hver consolstöð er radíosendistöð með loftnetskerfi, sem samanstendur af þrem lóðréttum loftnetum, sem komið er fyrir á beinni línu með innbyrðis fjarlægð, sem er 3 sinnum lengd hinnar notuðu sendibylgju. Útsendingin frá loftnetunum fer fram á ómótuðum bylgjum (continuous waves, CW) og eftir sérstöku lögmáli, þannig að í geirum, sem ganga út frá miðloftnetinu og liggja hver upp að öðrum, eru sendir út sitt á hvað 60 punktar og 60 strik á ákveðnum tíma, merkjatíma, sem hjá Bushmills er 30 sekúndur en hjá Stavanger 60 sekúndur.
Eins og sést af skýringarmyndinni skiptir loftnetslínan hringnum í tvo hluta, en þeir hreyfast áfram, annar með úrvísinum en hinn á móti, þannig að á einum merkjatíma flyzt hver geiri um einn geira áfram.
Með þessu móti ætti athugari, sem hlustar á Consolstöð að heyra 60 merki á einum merkjatíma stöðvarinnar. Sé hann staddur í punktageira mun hann fyrst heyra ákveðinn fjölda punkta eða þangað til skillínan milli geiranna fer fram hjá honum, en því næst ákveðinn fjölda strika unz merkjatímanum er lokið. Sé hann hins vegar í strikageira verður þetta mótsett. Fjöldi punktanna eða strikanna, er þannig heyrast, áður en skiptir um merki við skillínuna milli geiranna, verður þannig mælikvarði fyrir það, hvar í viðkomandi geira hann er staddur.
Milli merkjatímanna sendir stöðin út kallmerki sitt og langan tón, sem hægt er að nota til að ákveða með miðunarstöð í hvaða geira athugarinn er staddur, ef óvissa skyldi ríkja um það.
Þar eð merkin, punktarnir og strikin verða óskýr rétt við skillínurnar milli geiranna er það í framkvæmdinni nær ógerlegt að greina glögglega, þegar skiptir frá punktum í strik eða strikum í punkta, og tapast því að jafnaði nokkur merki niður. Þess vegna verður athugarinn að telja bæði punktana og strikin, sem hann heyrir. Hafi athugarinn t.d. heyrt 42 punkta og 14 strik eða samanlagt 56 merki verður að ganga út frá að tapazt hafi niður jafnmög merki af hvoru eða 60-56=4:2=2. Þetta þýðir að ganga verður út frá 44 punktum til staðarákvörðunar.
Í geiranum sitt hvoru megin við loftnetslínuna og ca. 20° til hvorrar hliðar við hana, verður miðunin ónákvæm og verður því ekki nothæf nema ca. 140° hvoru megin við loftnetslínuna eða 280°af hringnum. Í consolkortum eru þessir óöruggu geirar merktir sérstaklega til glöggvunar.
Þá er Consolkerfið talið ónothæft, ef athugarinn er innan 25 sjómílna frá Consolstöðinni.
Talið er, að á bilinu milli 350 og 450 sjómílur frá Consolstöðinni sé nákvæmnin ekki góð að nóttu til, en batni til beggja hliða við þetta svæði eða nær og fjær stöðinni.
Langdrægni Consolstöðvanna er talið 1200 sjómílur að degi til og 1700 sjómílur að nóttu.
Þar sem aðeins fæst ein staðarlína með því að hlusta á eina Consolstöð er nauðsynlegt að nota minnst tvær stöðvar til að fá fullkomna staðarákvörðun. Sé hægt að hlusta á fleiri stöðvar verður það vitaskuld til bóta, en eins og fyrr greinir er varla um aðrar stöðvar að ræða fyrir íslenzk fiskiskip en Bushmills og Stavanger, þó mun mega heyra Plonéis (257 kc/s) fyrir suður- og austurströnd Íslands.
Í Consolkortunum eru dregnar staðarlínur fyrir þá punkta eða strik, sem heyrast í ákveðnum geira. Viti athugarinn því í hvaða geira hann er, þarf hann ekki annað en að leita uppi þá staðarlínu innan geirans, sem svarar til þess fjölda punkta eða strika sem hann hefur heyrt, áður en skipt hefur um merki við skillínurnar milli geiranna.
Dæmi:
Ágizkaður staður athugara er:
53°37' N., 1°23' A., og eru eftirfarandi merki talin frá Consolstöðvunum:
Stavanger: 25 punktar og 31 strik.
Bushmills: 52 strik og 6 punktar.
Ganga verður út frá 27 punktum frá Stavanger og 53 strikum frá Bushmills og gefur það stað á Consolkortinu: 53°46' N, 1°12' A.
Dæmi:
Staður fyrir sunnan Ísland eftirfarandi merki talin:
Stavanger: 48 punktar og 6 strik.
Bushmills: 47 strik og 7 punktar.
Ganga verður út frá 51 punkti frá Stavanger og 50 strikum frá Bushmills og gefur það stað á Consolkorti (R5) 63°32' N., 15°44' V.
Ég vænti þess, að leiðbeiningar þessar verði einhverjum að gagni, en þess er ég fullviss, að íslenzkir fiskimenn hljóta í framtíðinni að taka Consol í þjónustu sína eins og stéttarbræður þeirra í nágrannalöndunum. Consolkerfið er einfalt og ótrúlega öruggt og kostnaðar vegna er það á færi hvaða fiskiskipstjóra sem er að notfæra sér það. Um síðastliðin áramót leiðbeindi ég nokkrum skipstjórum í Vestmannaeyjum um notkun Consolvitanna, og fann ég þá, að nauðsynlegt myndi vera að notkunarleiðbeiningar kæmu út á íslenzku, því fæstir af fiskiskipstjórum okkar hafa nægjanlega not af erlendum leiðarvísum.
Mér er það fullkomlega ljóst, að leiðbeiningar þessar eru ekki eins fullkomnar og æskilegt hefði verið og ber tvennt til. Ég hef miðað leibeiningarnar við það, að þær gætu orðið ljósar þeim, sem ekki hefðu notið mikillar menntunar í siglingafræði og því forðazt allar fræðilegar skýringar og í annan stað leyfir rúm það, sem þessu er ætlað í Sjómanninum, sjómannadagsblaði Vestmannaeyja, ekki öllu lengra mál.