„Þuríður Ólafsdóttir (Setbergi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Þuríður Ólafsdóttir''' húsfreyja í Steig í Mýrdal, síðar í dvöl á Setbergi, Vesturvegi 23 fæddist 25. júlí 1851 á Oddum í Meðallandi í V-Skaft. og...) |
m (Verndaði „Þuríður Ólafsdóttir (Setbergi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 14. nóvember 2017 kl. 19:08
Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja í Steig í Mýrdal, síðar í dvöl á Setbergi, Vesturvegi 23 fæddist 25. júlí 1851 á Oddum í Meðallandi í V-Skaft. og lést 11. ágúst 1944.
Foreldrar hennar voru Ólafur Þorláksson bóndi, f. 1812 á Flögu í Skaftártungu, drukknaði 20. mars 1871 í Dyrhólahöfn, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1825 á Búlandi í Skaftártungu, d. 12. október 1917 á Hnausum í Meðallandi.
Þuríður var með foreldrum sínum á Oddum til 1858, í Neðri-Dal 1858-1868, vinnukona í Steig 1867-1877, gift kona þar í félagsbúi 1877-1882, ekkja og vinnukona þar 1882-1896, á Ketilsstöðum 1896-1897. Hún var sjálfrar sinnar í Efri-Ey 1897-1899, vinnukona á Strönd 1899-1901, lausakona í Rofabæ 1901-1903, á Strönd 1903-1906.
Hún var ekkja á Hnausum 1906-1909, í Bakkakoti 1909-1915, hjá dóttur sinni á Hnausum 1915-1923.
Hún fluttist til Eyja með Þórunni og Unnsteini 1923 bjó hjá þeim í Steini, en þau fluttust að Setbergi 1927 og þar dvaldi Þuríður hjá þeim til æviloka.
I. Maður Þuríðar, (26. október 1877), var Þórður Þórðarson bóndi, f. 15. mars 1850 á Brekkum í Mýrdal, d. 29. júlí 1882 í Steig.
Börn þeirra:
1. Ólafur Þórðarson vinnumaður, f. 1877, á lífi 1902.
2. Guðmundur Þórðarson vélstjóri, útvegsmaður á Akri, f. 10. maí 1878, drukknaði við Eiðið 16. desember 1924.
3. Þórunn Þórðardóttir húsfreyja á Setbergi, f. 9. desember 1880, d. 19. maí 1980.
4. Snorri Þórðarson útvegsbóndi í Steini, f. 7. mars 1882, drukknaði með Guðmundi bróður sínum við Eiðið 16. desember 1924.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.