„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1979/ Þættir úr Norðursjó“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 4: | Lína 4: | ||
'''Einhver eftirminnilegasti hluti ævi minnar mun sá, er ég var viðriðinn síldveiðar í Norðursjó. Og þar sem búast má við, að þessi hluti íslenskra fiskveiða heyri brátt sögunni til, er ekki úr vegi að rifja upp nokkra þætti þessarar dvalar þarna niður frá.'''<br> | '''Einhver eftirminnilegasti hluti ævi minnar mun sá, er ég var viðriðinn síldveiðar í Norðursjó. Og þar sem búast má við, að þessi hluti íslenskra fiskveiða heyri brátt sögunni til, er ekki úr vegi að rifja upp nokkra þætti þessarar dvalar þarna niður frá.'''<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.23.35.png|300px|thumb|Að vísu er þessi mynd ekki tekin í Norðursjónum, en síld er í kössum og lítið hafa þeir breyst síðan þá, þeir Gunnar og Leifur]] | |||
Ég var þarna tvö sumur, bæði á sama skipinu, [[Ísleifur VE-63|Ísleifi]] frá Vestmannaeyjum, og má segja, að hvort sumarið hafi verið öðru betra. Þá á ég ekki sérstaklega við aflabrögð eða þénustu, heldur þá persónulegu reynslu og þekkingu, sem ég hafði af þessari dvöl.<br> | Ég var þarna tvö sumur, bæði á sama skipinu, [[Ísleifur VE-63|Ísleifi]] frá Vestmannaeyjum, og má segja, að hvort sumarið hafi verið öðru betra. Þá á ég ekki sérstaklega við aflabrögð eða þénustu, heldur þá persónulegu reynslu og þekkingu, sem ég hafði af þessari dvöl.<br> | ||
Venjulega var farið að huga að úthaldinu og skveringum á skipinu, þegar fyrir alvöru var tekið að renna af mönnum eftir sukkið á sjómannadaginn, eða nánar tiltekið í byrjun júnímánaðar. Annars var skveringin ekki svo mikil, hvað okkur strákunum viðkom, Leifur og co. létu taka skipið í gegn eftir hverja vertíð, mála það og koma því í tipp topp stand, áður en farið var niður eftir. Viðhaldið á skipinu var alla tíð með hinum mesta sóma, og virðist ekki hafa breyst, þótt skipt hafi nú um eigendur að hluta. Það átta líka eftir að koma í ljós, þegar út var komið, að oft máttum við vera hreyknir af þessum ágæta bát okkar strákarnir, hvað útlit og umgengni snertir og mun að því verða vikið hér síðar.<br> | Venjulega var farið að huga að úthaldinu og skveringum á skipinu, þegar fyrir alvöru var tekið að renna af mönnum eftir sukkið á sjómannadaginn, eða nánar tiltekið í byrjun júnímánaðar. Annars var skveringin ekki svo mikil, hvað okkur strákunum viðkom, Leifur og co. létu taka skipið í gegn eftir hverja vertíð, mála það og koma því í tipp topp stand, áður en farið var niður eftir. Viðhaldið á skipinu var alla tíð með hinum mesta sóma, og virðist ekki hafa breyst, þótt skipt hafi nú um eigendur að hluta. Það átta líka eftir að koma í ljós, þegar út var komið, að oft máttum við vera hreyknir af þessum ágæta bát okkar strákarnir, hvað útlit og umgengni snertir og mun að því verða vikið hér síðar.<br> | ||
Lína 11: | Lína 11: | ||
Og áður en varði rann upp sú stund, að eiginkonur og börn, heitmeyjar og mæður, ættingjar og vinir og drykkjufélagar að ógleymdum útgerðarmönnum, söfnuðust saman á kajanum til að kveðja liðið. Sjálfsagt hefur verið í huga flestra einlæg ósk um andlega og líkamlega velferð okkar allra, ásamt hæfilegum árnaðaróskum um góðan afla. Þó var ekki frítt við að heyrðist andvarp frá eins og einum úr útgerðarliðinu, þegar hann sleppti afturbandinu, hvað það yrði nú gott að geta slappað af í golfinu eftir öll þessi læti.<br> | Og áður en varði rann upp sú stund, að eiginkonur og börn, heitmeyjar og mæður, ættingjar og vinir og drykkjufélagar að ógleymdum útgerðarmönnum, söfnuðust saman á kajanum til að kveðja liðið. Sjálfsagt hefur verið í huga flestra einlæg ósk um andlega og líkamlega velferð okkar allra, ásamt hæfilegum árnaðaróskum um góðan afla. Þó var ekki frítt við að heyrðist andvarp frá eins og einum úr útgerðarliðinu, þegar hann sleppti afturbandinu, hvað það yrði nú gott að geta slappað af í golfinu eftir öll þessi læti.<br> | ||
Hvað um það, hendur og klútar á lofti, og þetta fólk sæi maður ekki fyrr en að þremur mánuðum liðnum, ef allt gengi að óskum. Sjálfsagt hefur í hugum sumra okkar um borð skotið upp þeirri hugsun, hvernig í ósköpunum það yrði að lifa allan þennan tíma í bindindi á einn þann hlut, sem kvæntir menn telja nokkuð nauðsynlegan til að viðhalda heilsu sinni óskertri. Nú var orðið of seint að hugsa um það, nú yrði ekki aftur snúið, og eins gott að hnýta hnút á allar slíkar hugrenningar næstu þrjá mánuðina.<br> | Hvað um það, hendur og klútar á lofti, og þetta fólk sæi maður ekki fyrr en að þremur mánuðum liðnum, ef allt gengi að óskum. Sjálfsagt hefur í hugum sumra okkar um borð skotið upp þeirri hugsun, hvernig í ósköpunum það yrði að lifa allan þennan tíma í bindindi á einn þann hlut, sem kvæntir menn telja nokkuð nauðsynlegan til að viðhalda heilsu sinni óskertri. Nú var orðið of seint að hugsa um það, nú yrði ekki aftur snúið, og eins gott að hnýta hnút á allar slíkar hugrenningar næstu þrjá mánuðina.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.23.50.png|500px|center|thumb|Ísleifur Ve 63 eins og hann leit út þegar greinin var skrifuð.]] | |||
Yfir kvöldkaffinu var skipt niður vöktum, og nýliðunum kenndar skipsreglur. Hver maður stendur á stímvakt ásamt stýrimanni eða skipstjóra tvo tíma í senn, og á síðan frívakt næstu tíu tíma. Þetta hljómar vel í eyrum, og er reyndar indælt á stímunum, en á fiskiríi er þetta vitanlega numið úr gildi, og þá eru engin vökulög viðhöfð.<br> | Yfir kvöldkaffinu var skipt niður vöktum, og nýliðunum kenndar skipsreglur. Hver maður stendur á stímvakt ásamt stýrimanni eða skipstjóra tvo tíma í senn, og á síðan frívakt næstu tíu tíma. Þetta hljómar vel í eyrum, og er reyndar indælt á stímunum, en á fiskiríi er þetta vitanlega numið úr gildi, og þá eru engin vökulög viðhöfð.<br> | ||
Á Ísleifi voru stífar þrifnaðarreglur í gildi, vaktin frá 6-8 á morgnana skyldi ryksuga brú og bestikk, borðsal og gang, ásamt því að þvo upp allt, er óhreint kynni að vera eftir nóttina, þannig að kokkurinn kæmi að öllu hreinu og frágengnu kl. hálfníu um morguninn. Þá var og einu sinni í viku hverri tekin aðgerð á öllum teppum í skipinu með teppahreinsara, ásamt nauðsynlegum þrifum á veggjum, lofti og gólfum í öllum íbúðum.<br> | Á Ísleifi voru stífar þrifnaðarreglur í gildi, vaktin frá 6-8 á morgnana skyldi ryksuga brú og bestikk, borðsal og gang, ásamt því að þvo upp allt, er óhreint kynni að vera eftir nóttina, þannig að kokkurinn kæmi að öllu hreinu og frágengnu kl. hálfníu um morguninn. Þá var og einu sinni í viku hverri tekin aðgerð á öllum teppum í skipinu með teppahreinsara, ásamt nauðsynlegum þrifum á veggjum, lofti og gólfum í öllum íbúðum.<br> | ||
Lína 18: | Lína 19: | ||
Þeir, sem ekki höfðu vit né áræði til að taka þátt í spilum þessum, léku gjarnan teningaspilið Yatzy, en það útheimtir þá kunnáttu, að menn þurfa að kunna að telja upp að minnsta kosti þrjátíu, svo og að kunna að skrifa sömu tölur, þ.e. frá einum og upp i þrjátíu.<br> | Þeir, sem ekki höfðu vit né áræði til að taka þátt í spilum þessum, léku gjarnan teningaspilið Yatzy, en það útheimtir þá kunnáttu, að menn þurfa að kunna að telja upp að minnsta kosti þrjátíu, svo og að kunna að skrifa sömu tölur, þ.e. frá einum og upp i þrjátíu.<br> | ||
Skáklist var nokkuð iðkuð til að byrja með, en lagðist fljótt af, eftir að í ljós kom, að einn skipsmanna bar höfuð og herðar yfir hina í þeirri göfugu íþrótt. Af meðfæddri hlédrægni greini ég ekki frá nafni hans.<br> | Skáklist var nokkuð iðkuð til að byrja með, en lagðist fljótt af, eftir að í ljós kom, að einn skipsmanna bar höfuð og herðar yfir hina í þeirri göfugu íþrótt. Af meðfæddri hlédrægni greini ég ekki frá nafni hans.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.24.53.png|300px|thumb|Bjarni kokkur]] | |||
<big>'''Nú segir frá matseldi og matartímum.'''</big><br> | <big>'''Nú segir frá matseldi og matartímum.'''</big><br> | ||
Þeir, sem nenntu í morgunmat, gátu fengið hann. Algengast var þó að menn sváfu hann af sér. Venjulegast var morgunverður á franska vísu, þ.e. kaffi og brauðmeti, en fyrir kom að meira var til hans vandað með graut eða eggjum og fleski.<br> | Þeir, sem nenntu í morgunmat, gátu fengið hann. Algengast var þó að menn sváfu hann af sér. Venjulegast var morgunverður á franska vísu, þ.e. kaffi og brauðmeti, en fyrir kom að meira var til hans vandað með graut eða eggjum og fleski.<br> | ||
Lína 28: | Lína 29: | ||
Vestust og afskekktust eyjanna er sú, er nefnist Foula, og fékk ég aldrei á hreint, hvort á að bera það fram Fála, Fúla eða Fóla. Algengast mun þó Fálunafnið vera. Örstutt er frá eyju þessari á hin ágætustu fiskimið, og gott að liggja undir henni í landvari, ef hvessir, sem oft gerir á þessum slóðum. Við lágum þar við akkeri í þrjá daga eitt sinn samfellt. Á þriðja degi langaði okkur í land, og leyfði Gunnar okkur að nota gúmmítuðruna til þess.<br> | Vestust og afskekktust eyjanna er sú, er nefnist Foula, og fékk ég aldrei á hreint, hvort á að bera það fram Fála, Fúla eða Fóla. Algengast mun þó Fálunafnið vera. Örstutt er frá eyju þessari á hin ágætustu fiskimið, og gott að liggja undir henni í landvari, ef hvessir, sem oft gerir á þessum slóðum. Við lágum þar við akkeri í þrjá daga eitt sinn samfellt. Á þriðja degi langaði okkur í land, og leyfði Gunnar okkur að nota gúmmítuðruna til þess.<br> | ||
Hafnarmannvirki eru þarna ámóta og á Stokkseyri og svipuðum höfnum hér á landi, en einn tólf lesta þilfarsbát sáum við í höfninni við festar, var sá greinilega stolt eyjaskeggja. Nokkuð var af sexæringum með utanborðsmótora niður úr miðjum kili. Fátt sáum við af fólki á ferli, hús voru mörg að falli komin fyrir aldurs sakir og illa viðhaldið. Karl einn hittum við að máli, en gekk erfiðlega að skilja mál hans, enda tala eyjamenn kúnstuga mállýsku, öllu harðari en skosku, sem þykir þó nógu erfið að skilja.<br> | Hafnarmannvirki eru þarna ámóta og á Stokkseyri og svipuðum höfnum hér á landi, en einn tólf lesta þilfarsbát sáum við í höfninni við festar, var sá greinilega stolt eyjaskeggja. Nokkuð var af sexæringum með utanborðsmótora niður úr miðjum kili. Fátt sáum við af fólki á ferli, hús voru mörg að falli komin fyrir aldurs sakir og illa viðhaldið. Karl einn hittum við að máli, en gekk erfiðlega að skilja mál hans, enda tala eyjamenn kúnstuga mállýsku, öllu harðari en skosku, sem þykir þó nógu erfið að skilja.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.25.17.png|300px|thumb|Tekið í spil á stími úti á kössunum]] | |||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.25.06.png|300px|thumb|Þeir sáu um að „Storkurinn" snérist. Sveinn Tómasson og Birgir Sigurðsson.]] | |||
Ekki minnist ég þess, að hafa fyrr eða síðar hitt jafn grómskítuga mannveru og karl þennan, eftir útliti að dæma mun hann hafa verið nærri sjötugu, og sennilega álíka mörg ár síðan hann hafði farið í bað. Hann var ekki beint viðræðugóður í fyrstu, en þegar búið var að taka tappann af viskípelanum var hann hinn ágætasti með upplýsingar og endaði með því, að hann þá pelann í sögulaun.<br> | Ekki minnist ég þess, að hafa fyrr eða síðar hitt jafn grómskítuga mannveru og karl þennan, eftir útliti að dæma mun hann hafa verið nærri sjötugu, og sennilega álíka mörg ár síðan hann hafði farið í bað. Hann var ekki beint viðræðugóður í fyrstu, en þegar búið var að taka tappann af viskípelanum var hann hinn ágætasti með upplýsingar og endaði með því, að hann þá pelann í sögulaun.<br> | ||
Hann upplýsti okkur meðal annars um þau sannindi, að íbúar eyjunnar væru rétt um tvö hundruð, þar af fátt kvenna. Flestir byggju við landbrúk og sjósókn, en laxeldi væri nokkurt innar á eynni. Þá kom hann við viðkvæman punkt á sumum, er hann sagði, að hinum megin á eynni væri skoskt kvennafangelsi. Þótti okkur, sem þóttumst skilja mál hans, rétt að upplýsa þetta mál ekki, fyrr en aftur væri komið um borð, til að vekja ekki upp ótímabærar girndir þeirra, sem erfiðara áttu með að halda aftur af sér.<br> | Hann upplýsti okkur meðal annars um þau sannindi, að íbúar eyjunnar væru rétt um tvö hundruð, þar af fátt kvenna. Flestir byggju við landbrúk og sjósókn, en laxeldi væri nokkurt innar á eynni. Þá kom hann við viðkvæman punkt á sumum, er hann sagði, að hinum megin á eynni væri skoskt kvennafangelsi. Þótti okkur, sem þóttumst skilja mál hans, rétt að upplýsa þetta mál ekki, fyrr en aftur væri komið um borð, til að vekja ekki upp ótímabærar girndir þeirra, sem erfiðara áttu með að halda aftur af sér.<br> | ||
Sauðfé eyjarskeggja vakti athygli okkar, og þóttumst við geta verið í Elliðaey, hvað útlitið snerti. Mun og vera um annan stofn að ræða, en þann, sem algengastur er á eyjunum, og lýkur hér frásögn af Fálu. | Sauðfé eyjarskeggja vakti athygli okkar, og þóttumst við geta verið í Elliðaey, hvað útlitið snerti. Mun og vera um annan stofn að ræða, en þann, sem algengastur er á eyjunum, og lýkur hér frásögn af Fálu. | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.25.49.png|300px|thumb|Frá Scalloway á Hjaltlandi. Norðursjávar-kútterar og hálfhruninn kastali.]] | |||
Þá er að segja frá Leirvík.<br> | Þá er að segja frá Leirvík.<br> | ||
Tveir eru stórstaðir á Hjaltlandi, er ég kann frá að greina. Er annar Scalloway en hinn Leirvík.<br> | Tveir eru stórstaðir á Hjaltlandi, er ég kann frá að greina. Er annar Scalloway en hinn Leirvík.<br> | ||
Lína 43: | Lína 47: | ||
Gott þótti mönnum að versla í Leirvík. Bæði var verðlag þar hagstætt, vöruúrval nokkuð gott og afgreiðslufólk sérlega lipurt og vingjarnlegt. Sérstaklega var gott að versla hljómplötur, hljómtæki og hljóðfæri í verslun einni við aðalgötuna, enda verslunareigandinn sérlegur Íslandsvinur, skoskur þjóðernissinni og mikill unnandi 200 mílna landhelgi, sem og reyndar flestir íbúar Shetlandseyja.<br> | Gott þótti mönnum að versla í Leirvík. Bæði var verðlag þar hagstætt, vöruúrval nokkuð gott og afgreiðslufólk sérlega lipurt og vingjarnlegt. Sérstaklega var gott að versla hljómplötur, hljómtæki og hljóðfæri í verslun einni við aðalgötuna, enda verslunareigandinn sérlegur Íslandsvinur, skoskur þjóðernissinni og mikill unnandi 200 mílna landhelgi, sem og reyndar flestir íbúar Shetlandseyja.<br> | ||
Ekki verður svo við Leirvík skilist, að minnst sé á höfnina þar, slíka hreinlætishöfn hef ég ekki séð fyrr né síðar, og má ef til vill þakka það, að hún er opin í báða enda og því eilíft gegnstreymi. Þarna gengur ufsinn í torfum inn að bryggjum eins og við Bæjarbryggjuna hér forðum tíð, og óhætt er að stinga sér til sunds í höfnina án þess að verða kólígerlum og öðrum ófögnuði að bráð, og lýkur hér að segja frá mannfagnaði á Hjaltlandseyjum. | Ekki verður svo við Leirvík skilist, að minnst sé á höfnina þar, slíka hreinlætishöfn hef ég ekki séð fyrr né síðar, og má ef til vill þakka það, að hún er opin í báða enda og því eilíft gegnstreymi. Þarna gengur ufsinn í torfum inn að bryggjum eins og við Bæjarbryggjuna hér forðum tíð, og óhætt er að stinga sér til sunds í höfnina án þess að verða kólígerlum og öðrum ófögnuði að bráð, og lýkur hér að segja frá mannfagnaði á Hjaltlandseyjum. | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.26.04 1.png|300px|thumb|Skroppið á tuðrunni milli báta.]] | |||
Síldveiðar í Norðursjó, vestan 4. gráðu.<br> | Síldveiðar í Norðursjó, vestan 4. gráðu.<br> | ||
Skipstjóri á nótaveiðum er alveg sérstakt fyrirbrigði. Ekki er nóg með það, að hann hirði 8 prósent af öllu því, sem fiskast, heldur er hann algerlega friðhelgur, hvað vaktir snertir á öllum stímum. En á miðum skal hann standa sína pligt, og það allan sólarhringinn ef með þarf. Að vísu var Gunnar það mannlegur, að hann stóð alltaf á stímunum að minnsta kosti fjóra og upp í sex tíma á móti stýrimönnunum. En þegar að því kom að leita að síld, þá stóð hann eins og vitlaus væri, og stundum orðin eins og í flóðskít augun eftir vökurnar. Ekki var það af vantrausti við stýrimennina, að hann vakti þetta, heldur það að hver maður treystir sjálfum sér best við hvaða aðstæður sem er. Hann átti það reyndar til að labba sér niður í kaffi og skilja vaktina eftir eina uppi hjá asdikkinu með þessum orðum:„Ég ætla að taka hann Bjarna í einu jatsíi, kallaðu í mig, ef það kemur stór torfa inn á".<br> | Skipstjóri á nótaveiðum er alveg sérstakt fyrirbrigði. Ekki er nóg með það, að hann hirði 8 prósent af öllu því, sem fiskast, heldur er hann algerlega friðhelgur, hvað vaktir snertir á öllum stímum. En á miðum skal hann standa sína pligt, og það allan sólarhringinn ef með þarf. Að vísu var Gunnar það mannlegur, að hann stóð alltaf á stímunum að minnsta kosti fjóra og upp í sex tíma á móti stýrimönnunum. En þegar að því kom að leita að síld, þá stóð hann eins og vitlaus væri, og stundum orðin eins og í flóðskít augun eftir vökurnar. Ekki var það af vantrausti við stýrimennina, að hann vakti þetta, heldur það að hver maður treystir sjálfum sér best við hvaða aðstæður sem er. Hann átti það reyndar til að labba sér niður í kaffi og skilja vaktina eftir eina uppi hjá asdikkinu með þessum orðum:„Ég ætla að taka hann Bjarna í einu jatsíi, kallaðu í mig, ef það kemur stór torfa inn á".<br> | ||
Lína 52: | Lína 57: | ||
Asdikk er byggt upp á svipaðan hátt. Í stað þess að senda hljóðmerkið niður, er það sent út frá skipinu, eða í mismunandi horn frá lóðlínu, og í stað þess að finna botn, sendir það endurkast, ef það finnur fisk einhvers staðar út frá skipinu. Eins og gefur að skilja, eru hljóðmerkin heldur tilbreytingarlítil alla jafna, það er eilíft glonk, glonk mestallan daginn, en svo ef eitthvað kemur inn á, þá breytist hljóðið úr glonk, glonk yfir í glonk-í-glúnk, glonk-í-glúnk, og loks þegar kallinn er búinn að skipta yfir á hraða skallann, sem svo er nefndur, þá heyrist eitt sífellt glúk-glúk— glúk-glúk, og með því fylgir, að pappírinn á dýptarmælinum og reyndar asdikkinu líka fer að dökkna, það er komin torfa inn á, og næsta skref er, að kallinn segir ósköp rólegur:„Við skulum vera klárir".<br> | Asdikk er byggt upp á svipaðan hátt. Í stað þess að senda hljóðmerkið niður, er það sent út frá skipinu, eða í mismunandi horn frá lóðlínu, og í stað þess að finna botn, sendir það endurkast, ef það finnur fisk einhvers staðar út frá skipinu. Eins og gefur að skilja, eru hljóðmerkin heldur tilbreytingarlítil alla jafna, það er eilíft glonk, glonk mestallan daginn, en svo ef eitthvað kemur inn á, þá breytist hljóðið úr glonk, glonk yfir í glonk-í-glúnk, glonk-í-glúnk, og loks þegar kallinn er búinn að skipta yfir á hraða skallann, sem svo er nefndur, þá heyrist eitt sífellt glúk-glúk— glúk-glúk, og með því fylgir, að pappírinn á dýptarmælinum og reyndar asdikkinu líka fer að dökkna, það er komin torfa inn á, og næsta skref er, að kallinn segir ósköp rólegur:„Við skulum vera klárir".<br> | ||
Þetta orð,-klárir- er víst býsna gamalt í málinu. Áður fyrr var kallað klárir í bátana, það var, þegar nótabátarnir voru og hétu, þá hlupu menn á brókinni upp, enda lá oft mikið við, slagsmál við næstu skip um torfuna, og þeir hlutskarpastir, sem fljótastir urðu í bátana. Enn getur hið sama gilt um flýti, þótt nú séu aðferðirnar aðrar en þá, og enn getur svo farið, að misst sé af torfu, ef ekki er nógu fljótt við brugðið. Því gildir það enn, að í hvert sinn sem kallið kemur -KLÁRIR- er brugðið við hart og títt, rokið fram úr kojunni, og sleppikróksmaðurinn þýtur eins og örskot aftur á, enda ríður mikið á, að hann sé reiðubúinn að láta pokann detta, þegar kallað er laggó.<br> | Þetta orð,-klárir- er víst býsna gamalt í málinu. Áður fyrr var kallað klárir í bátana, það var, þegar nótabátarnir voru og hétu, þá hlupu menn á brókinni upp, enda lá oft mikið við, slagsmál við næstu skip um torfuna, og þeir hlutskarpastir, sem fljótastir urðu í bátana. Enn getur hið sama gilt um flýti, þótt nú séu aðferðirnar aðrar en þá, og enn getur svo farið, að misst sé af torfu, ef ekki er nógu fljótt við brugðið. Því gildir það enn, að í hvert sinn sem kallið kemur -KLÁRIR- er brugðið við hart og títt, rokið fram úr kojunni, og sleppikróksmaðurinn þýtur eins og örskot aftur á, enda ríður mikið á, að hann sé reiðubúinn að láta pokann detta, þegar kallað er laggó.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.26.42.png|500px|center|thumb|Á siglingu við Hjaltlandseyjar.]] | |||
Annars er skipshöminni skipt niður þannig, að hver hefur sitt ákveðna starf, um þá skiptingu sér stýrimaður, og raunar er löngu búið að því, þegar hér er komið sögu, þannig að hver maður veit, hvar hann á að vera og til hvers er af honum ætlast.<br> | Annars er skipshöminni skipt niður þannig, að hver hefur sitt ákveðna starf, um þá skiptingu sér stýrimaður, og raunar er löngu búið að því, þegar hér er komið sögu, þannig að hver maður veit, hvar hann á að vera og til hvers er af honum ætlast.<br> | ||
Oft kemur það fyrir, að bíða verður lengi vel frammi á, áður en kastað er. Þá draga menn sig í hlé inn undir hvalbakinn, fá sér í pípu, leggjast á bakið og hlusta á lygasögur frá Svenna Tomm eða öðrum, láta sér jafnvel renna í brjóst, ef torfan hefur fjarlægst um of, og það heyrist gjörla, ef glúkkið verður strjálla en ella og ekki eins stöðugt.<br> | Oft kemur það fyrir, að bíða verður lengi vel frammi á, áður en kastað er. Þá draga menn sig í hlé inn undir hvalbakinn, fá sér í pípu, leggjast á bakið og hlusta á lygasögur frá Svenna Tomm eða öðrum, láta sér jafnvel renna í brjóst, ef torfan hefur fjarlægst um of, og það heyrist gjörla, ef glúkkið verður strjálla en ella og ekki eins stöðugt.<br> | ||
Lína 61: | Lína 67: | ||
Svo hópast menn aftur í nótakassa. Allir hásetarnir fara niður í kassann, einn dregur korkið, annar blýið, hinir garnið. Annar stýrimaður er í snurpuhringjum aftur á palli, fyrsti stýrimaður stjórnar blökkunum, kallinn er honum til aðstoðar, báðir vélstjórarnir eru frammi á við að hala upp og sleppa snurpuhringjum. Sá eini, sem ekki vinnur við að ná inn nótinni, er matsveinninn. Annað hvort sefur hann eftir amstur dagsins, eða það sem algengara er, að hann er önnum kafinn við að smyrja og spæla í mannskapinn, og svo ef vantar mann á dekk, þá kemur hann upp, sé á hann kallað.<br> | Svo hópast menn aftur í nótakassa. Allir hásetarnir fara niður í kassann, einn dregur korkið, annar blýið, hinir garnið. Annar stýrimaður er í snurpuhringjum aftur á palli, fyrsti stýrimaður stjórnar blökkunum, kallinn er honum til aðstoðar, báðir vélstjórarnir eru frammi á við að hala upp og sleppa snurpuhringjum. Sá eini, sem ekki vinnur við að ná inn nótinni, er matsveinninn. Annað hvort sefur hann eftir amstur dagsins, eða það sem algengara er, að hann er önnum kafinn við að smyrja og spæla í mannskapinn, og svo ef vantar mann á dekk, þá kemur hann upp, sé á hann kallað.<br> | ||
Kraftblökkin tekur mesta erfiðið af mannskapnum, reyndar eru þær orðnar tvær blakkirnar í stað einnar áður. Sú fyrri dregur nótina inn, en sú seinni jafnar dráttinn niður í nótakassann og auðveldar starf áhafnarinnar.<br> | Kraftblökkin tekur mesta erfiðið af mannskapnum, reyndar eru þær orðnar tvær blakkirnar í stað einnar áður. Sú fyrri dregur nótina inn, en sú seinni jafnar dráttinn niður í nótakassann og auðveldar starf áhafnarinnar.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.26.58.png|300px|thumb|Á heitum dögum var útbúin sundlaug á lestarlúgunni.]] | |||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.27.14.png|300px|thumb|Í þrjúkaffi. Árni Stefánsson, kokkur, Gunnar Jónsson, skipstjóri og Jón Berg Halldórsson, stýrimaður.]] | |||
Hægt og bítandi er nótin dregin inn, ýlfrandi juða blakkirnar korki, blýi og garni áleiðis aftur í kassa, og fljótlega kemur í ljós. hvort hún er inni, eða hvort þetta er búmm. Ef síld kemur með garninu, er hún nokkuð örugglega inni, annars er sennilega búmm, en svo er það kallað, þegar ekkert er í.<br> | Hægt og bítandi er nótin dregin inn, ýlfrandi juða blakkirnar korki, blýi og garni áleiðis aftur í kassa, og fljótlega kemur í ljós. hvort hún er inni, eða hvort þetta er búmm. Ef síld kemur með garninu, er hún nokkuð örugglega inni, annars er sennilega búmm, en svo er það kallað, þegar ekkert er í.<br> | ||
Og við erum svo lánsamir að fá kast. Það er þurrkað að síldinni, dælan sett út fyrir og byrjað að dæla. Það er undarleg tilfinning, sem gagntekur mann, þegar allt í einu byrjar að kastast inn á dekkið spriklandi fiskur, silfurgljáandi og bregður fyrir fjólubláum og gullnum lit á milli, undirstaða þessara veiða, síld. | Og við erum svo lánsamir að fá kast. Það er þurrkað að síldinni, dælan sett út fyrir og byrjað að dæla. Það er undarleg tilfinning, sem gagntekur mann, þegar allt í einu byrjar að kastast inn á dekkið spriklandi fiskur, silfurgljáandi og bregður fyrir fjólubláum og gullnum lit á milli, undirstaða þessara veiða, síld. | ||
Lína 76: | Lína 84: | ||
Annars skiptist nokkuð í tvo hópa, hvort farið var til Hirtshals eða Skagen eftir bátaflotanum, til að mynda fór aflaskipið Guðmundur alltaf til Skagen, enda bjó kona skipstjórans þar.<br> | Annars skiptist nokkuð í tvo hópa, hvort farið var til Hirtshals eða Skagen eftir bátaflotanum, til að mynda fór aflaskipið Guðmundur alltaf til Skagen, enda bjó kona skipstjórans þar.<br> | ||
Frá Skagen kann ég því lítt að segja og verða mér aðrir og fróðari menn um þann stað að fjalla. En bænum Hirtshals kynntist ég nokkuð, og skal nú segja frá honum.<br> | Frá Skagen kann ég því lítt að segja og verða mér aðrir og fróðari menn um þann stað að fjalla. En bænum Hirtshals kynntist ég nokkuð, og skal nú segja frá honum.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.27.32.png|300px|thumb|Í sólbaði aftur í nótakassa. Einn „Hoff' til hressingar.]] | |||
Bærinn er dæmigerður fiskibær, og þrifist þar tæpast líf, ef ekki nyti við geysimikils bátaflota. Fiskvinnsla er nokkur, en mikill hluti aflans er þó fluttur á flutningavögnum sunnar í landið og til nærliggjandi landa. Sá afli sem þarna kemur á land frá bátunum, og er hæfur til manneldis er allur seldur á markaði, en megnið af bátaflotanum er þó skítfiskarar svokallaðir, sem einungis veiða fyrir gúanó, og svipar að mörgu til spærlingsbátanna okkar. Að vísu þótti okkur æði mikið um seiði í aflanum hjá þeim, og hefði þessi veiðiskapur ekki þótt góð latína hér heima.<br> | Bærinn er dæmigerður fiskibær, og þrifist þar tæpast líf, ef ekki nyti við geysimikils bátaflota. Fiskvinnsla er nokkur, en mikill hluti aflans er þó fluttur á flutningavögnum sunnar í landið og til nærliggjandi landa. Sá afli sem þarna kemur á land frá bátunum, og er hæfur til manneldis er allur seldur á markaði, en megnið af bátaflotanum er þó skítfiskarar svokallaðir, sem einungis veiða fyrir gúanó, og svipar að mörgu til spærlingsbátanna okkar. Að vísu þótti okkur æði mikið um seiði í aflanum hjá þeim, og hefði þessi veiðiskapur ekki þótt góð latína hér heima.<br> | ||
Mikið er þarna af tréskipum með dönsku lagi, eins og sumir þeirra báta, sem við könnumst við héðan úr Eyjum, svo sem [[Emma VE-219|Emma]], Sjöstjarnan, Friggin heitin og fleiri, og eitt var öllum þessum skipum sameiginlegt, þau voru máluð í ljósbláum lit. Þá var og auðheyrt á morgnana, þegar þessi skip voru á útleið, að ennþá eru við líði þær ágætu vélategundir Hundested og Grenaa, enda sum þessara skipa komin vel til ára sinna. Viðhald þeirra er með miklum ágætum, og auðséð að skipverjar þeirra leggja metnað sinn í að útlit skipsins sé eins gott og frekast er unnt.<br> | Mikið er þarna af tréskipum með dönsku lagi, eins og sumir þeirra báta, sem við könnumst við héðan úr Eyjum, svo sem [[Emma VE-219|Emma]], Sjöstjarnan, Friggin heitin og fleiri, og eitt var öllum þessum skipum sameiginlegt, þau voru máluð í ljósbláum lit. Þá var og auðheyrt á morgnana, þegar þessi skip voru á útleið, að ennþá eru við líði þær ágætu vélategundir Hundested og Grenaa, enda sum þessara skipa komin vel til ára sinna. Viðhald þeirra er með miklum ágætum, og auðséð að skipverjar þeirra leggja metnað sinn í að útlit skipsins sé eins gott og frekast er unnt.<br> | ||
Lína 90: | Lína 99: | ||
<big>'''Löndun'''</big><br> | <big>'''Löndun'''</big><br> | ||
Þá er að snúa sér á ný að Íslendingum. Venjulega er stillt þannig til, að komutíminn til Hirtshals sé að kvöldi til. Öll löndun á fiski fer fram að nóttu til, vegna hitans, og mættu Íslendingar taka sér það fyrirkomulag til fyrirmyndar. Heimilt er að hefja löndun kl. 8 að kvöldi, og löndun verður að vera lokið um áttaleytið á morgnana.<br> | Þá er að snúa sér á ný að Íslendingum. Venjulega er stillt þannig til, að komutíminn til Hirtshals sé að kvöldi til. Öll löndun á fiski fer fram að nóttu til, vegna hitans, og mættu Íslendingar taka sér það fyrirkomulag til fyrirmyndar. Heimilt er að hefja löndun kl. 8 að kvöldi, og löndun verður að vera lokið um áttaleytið á morgnana.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.27.50.png|500px|center|thumb|Hirtshals, séð úr lofti.]] | |||
Samkvæmt samningum eiga sjómenn að hafa frí frá löndun, en mannekla hefur gert það að verkum, að mannskapurinn verður að inna þetta verk af hendi. Að því ganga því allir um borð að skipstjóra, matsveini og 1. vélstjóra undanskildum, þeir hafa öðrum hnöppum að hneppa, kapteinninn fer að hugsa um konuna sína, vélstjórinn að dytta að viðgerðum og öðru og kokkurinn fer upp á krá og dettur í það, það er að segja eftir að hann er búinn að taka til mat handa köllunum. | Samkvæmt samningum eiga sjómenn að hafa frí frá löndun, en mannekla hefur gert það að verkum, að mannskapurinn verður að inna þetta verk af hendi. Að því ganga því allir um borð að skipstjóra, matsveini og 1. vélstjóra undanskildum, þeir hafa öðrum hnöppum að hneppa, kapteinninn fer að hugsa um konuna sína, vélstjórinn að dytta að viðgerðum og öðru og kokkurinn fer upp á krá og dettur í það, það er að segja eftir að hann er búinn að taka til mat handa köllunum. | ||
Löndunin er erfitt verk, en vel borgað. Fyrir hvern kassa, sem upp úr lestinni fer, fær hver skipverji 15 aura danska. Fyrir að landa 1500 kössum koma því 225 kr. danskar í hlut. Það eru óskráð lög, að þessu fé mega menn eyða að vild, og kemur eiginkonum það á engan hátt við, hvernig því er ráðstafað, svo fremi, að ekki fylgi því hjúskapar eða hórdómsbrot. Þá er ótalið, að þetta fé kemur hvergi fram til skatts, og því hafa menn talið sér það skylt í mörgum tilvikum að eyða þvi í hvers kyns munað á danskri grund en flytja ekki svo illa fengið fé inn í landið.<br> | Löndunin er erfitt verk, en vel borgað. Fyrir hvern kassa, sem upp úr lestinni fer, fær hver skipverji 15 aura danska. Fyrir að landa 1500 kössum koma því 225 kr. danskar í hlut. Það eru óskráð lög, að þessu fé mega menn eyða að vild, og kemur eiginkonum það á engan hátt við, hvernig því er ráðstafað, svo fremi, að ekki fylgi því hjúskapar eða hórdómsbrot. Þá er ótalið, að þetta fé kemur hvergi fram til skatts, og því hafa menn talið sér það skylt í mörgum tilvikum að eyða þvi í hvers kyns munað á danskri grund en flytja ekki svo illa fengið fé inn í landið.<br> | ||
Lína 100: | Lína 110: | ||
Síðasta skyldustarfið var svo að taka ís um borð. Þar var ekki þörf á nema helmingnum af liðinu, svo að alltaf var frí hjá helmingi hásetanna og öðrum hvorum stýrimanninum við það verk. Mjög þægilegt er að taka ís í Hirtshals. Ísverksmiðjan stendur á hafnarbakkanum, siglt er beint upp að henni, 16 tommu stútur tekinn um borð, og honum síðan beint ofan í boxalokin á hverri stíu. Það var yfirleitt ekki nema hálf tíma verk í hæsta lagi að ganga frá ísnum. Varð manni oft hugsað til vinnubragðanna hér heima með bílakerfið og allan mannskapinn frá stöðvunum við að róta og moka, fyrir nú utan allan tímann, sem það tekur.<br> | Síðasta skyldustarfið var svo að taka ís um borð. Þar var ekki þörf á nema helmingnum af liðinu, svo að alltaf var frí hjá helmingi hásetanna og öðrum hvorum stýrimanninum við það verk. Mjög þægilegt er að taka ís í Hirtshals. Ísverksmiðjan stendur á hafnarbakkanum, siglt er beint upp að henni, 16 tommu stútur tekinn um borð, og honum síðan beint ofan í boxalokin á hverri stíu. Það var yfirleitt ekki nema hálf tíma verk í hæsta lagi að ganga frá ísnum. Varð manni oft hugsað til vinnubragðanna hér heima með bílakerfið og allan mannskapinn frá stöðvunum við að róta og moka, fyrir nú utan allan tímann, sem það tekur.<br> | ||
Og nú var aftur leyst og lagst utan á næsta bát. Flestir löbbuðu sig upp á markað til að fylgjast með sölunni á síldinni, en hún er boðin upp eftir svipuðu kerfi og tíðkast á fiskmörkuðum annars staðar í Evrópu. | Og nú var aftur leyst og lagst utan á næsta bát. Flestir löbbuðu sig upp á markað til að fylgjast með sölunni á síldinni, en hún er boðin upp eftir svipuðu kerfi og tíðkast á fiskmörkuðum annars staðar í Evrópu. | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.28.11.png|500px|center|thumb|Séð yfir hluta bátaflotans í Hirtshals]] | |||
Mjög er það misjafnt, hvert verð fæst fyrir síldina, og ræður þar margt. Fyrst og fremst er það ástand og gæði síldarinnar, en hér ræður einnig lögmálið um framboð og eftirspurn miklu. Þá eru og sumir dagar taldir betri söludagar en aðrir. Því var oft spenningur í mönnum, hvernig salan yrði. Skiptust á skin og skúrir í því sem öðru. Heldur var það leiðinlegt, þegar báturinn við hliðina fékk 50 aurum hærra fyrir sams konar síld og við vorum með, en það jafnaðist svo út í næsta túr, þegar við fengum kannski helmingi hærra verð en aðrir.<br> Annars var það mjög misjafnt með báta, hve hátt verðið var, sumir lentu alltaf illa í því, í æði mörgum tilfellum var þar um að ræða báta, sem voru illa mannaðir, eða með marga óvaninga, þannig að illa gekk að kassa. Svo voru aftur á móti aðrir bátar, sem ævinlega voru með toppverð fyrir sinn afla, til dæmis var Gísli Árni svo til undantekningarlaust með gott verð. Sömu sögu má segja um okkur á Ísleifi, við fengum aldrei dán verð á okkar síld, og oftast lentum við nokkru ofar en aðrir, sem seldu um leið og við. Eftir að búið var að huga að aflaverðmæti, fóru flestir um borð á ný, til að þvo af sér grútinn og svitann. Öll aðstaða til þrifnaðar er orðin hin ákjósanlegasta um borð í bátunum, og það af sem áður var á síldveiðum, þegar mannskapurinn fór ekki í bað allt sumarið.<br> | Mjög er það misjafnt, hvert verð fæst fyrir síldina, og ræður þar margt. Fyrst og fremst er það ástand og gæði síldarinnar, en hér ræður einnig lögmálið um framboð og eftirspurn miklu. Þá eru og sumir dagar taldir betri söludagar en aðrir. Því var oft spenningur í mönnum, hvernig salan yrði. Skiptust á skin og skúrir í því sem öðru. Heldur var það leiðinlegt, þegar báturinn við hliðina fékk 50 aurum hærra fyrir sams konar síld og við vorum með, en það jafnaðist svo út í næsta túr, þegar við fengum kannski helmingi hærra verð en aðrir.<br> Annars var það mjög misjafnt með báta, hve hátt verðið var, sumir lentu alltaf illa í því, í æði mörgum tilfellum var þar um að ræða báta, sem voru illa mannaðir, eða með marga óvaninga, þannig að illa gekk að kassa. Svo voru aftur á móti aðrir bátar, sem ævinlega voru með toppverð fyrir sinn afla, til dæmis var Gísli Árni svo til undantekningarlaust með gott verð. Sömu sögu má segja um okkur á Ísleifi, við fengum aldrei dán verð á okkar síld, og oftast lentum við nokkru ofar en aðrir, sem seldu um leið og við. Eftir að búið var að huga að aflaverðmæti, fóru flestir um borð á ný, til að þvo af sér grútinn og svitann. Öll aðstaða til þrifnaðar er orðin hin ákjósanlegasta um borð í bátunum, og það af sem áður var á síldveiðum, þegar mannskapurinn fór ekki í bað allt sumarið.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.28.24.png|300px|thumb|Skroppið í land síðdegis. Gunnar og Árni Óli léttklæddir í 25 stiga hita.]] | |||
Svo passaði það nokkurn veginn að gleypa í sig morgunverð að afloknu baði, og svo skiptust menn í tvo hópa. Annar hópurinn fór í koju og lagði sig fram að hádegi að minnsta kosti, en hinir lögðu leið sína upp í bæ. Var ýmislegt haft að yfirskini í bæjarferðum þessum, svo sem kaup á lesefni og tóbaki, því svo mikil var nú sómatilfinningin í flestum, að þeir kunnu ekki við að segja það berum orðum, að þeir væru að fara að fá sér bjór, og það kl. 9 að morgni.<br> | Svo passaði það nokkurn veginn að gleypa í sig morgunverð að afloknu baði, og svo skiptust menn í tvo hópa. Annar hópurinn fór í koju og lagði sig fram að hádegi að minnsta kosti, en hinir lögðu leið sína upp í bæ. Var ýmislegt haft að yfirskini í bæjarferðum þessum, svo sem kaup á lesefni og tóbaki, því svo mikil var nú sómatilfinningin í flestum, að þeir kunnu ekki við að segja það berum orðum, að þeir væru að fara að fá sér bjór, og það kl. 9 að morgni.<br> | ||
Fastur var sá liður í bæjarferðinni, að koma var við í Höndlarabúðinni. Raunar heitir sú verslun mun virðulegra nafni á dönsku, en þar sem þarna var skipshöndlari, þótti ekki annað sæma en nefna hana Höndlarabúð. Þetta er hin mesta ágætisverslun, sem minnir að ýmsu leyti á Tangann hér í Eyjum, og ægir þar saman ýmsum varningi, allt frá matvöru upp í klofstígvél. Það hefur þó Höndlarabúðin fram yfir Tangabúð, að þar er selt ómælt af bjór og áfengi af flestum styrkleikagráðum. Það var og reyndar aðalerindi manna í búðina að fá sér ölflösku, en með flaut, að keyptur væri vasahrufur eða tóbak.<br> | Fastur var sá liður í bæjarferðinni, að koma var við í Höndlarabúðinni. Raunar heitir sú verslun mun virðulegra nafni á dönsku, en þar sem þarna var skipshöndlari, þótti ekki annað sæma en nefna hana Höndlarabúð. Þetta er hin mesta ágætisverslun, sem minnir að ýmsu leyti á Tangann hér í Eyjum, og ægir þar saman ýmsum varningi, allt frá matvöru upp í klofstígvél. Það hefur þó Höndlarabúðin fram yfir Tangabúð, að þar er selt ómælt af bjór og áfengi af flestum styrkleikagráðum. Það var og reyndar aðalerindi manna í búðina að fá sér ölflösku, en með flaut, að keyptur væri vasahrufur eða tóbak.<br> | ||
Lína 117: | Lína 129: | ||
Þó var eins og fólki þætti ekkert til um þetta, sjálfsagt má venjast þessu eins og öðru. Allavega yppti fólk bara öxlum, ef maður spurði um álit þess á öllu þessu klámi, og þótti þetta í flestum tilfellum bara allt í lagi.<br> | Þó var eins og fólki þætti ekkert til um þetta, sjálfsagt má venjast þessu eins og öðru. Allavega yppti fólk bara öxlum, ef maður spurði um álit þess á öllu þessu klámi, og þótti þetta í flestum tilfellum bara allt í lagi.<br> | ||
Ekki þótti bæjarferð í Hirtshals fullkomin, nema komið væri við á kránni. Raunar eru krárnar einar fjórar talsins, en í daglegu tali er aðeins rætt um „krána" og er þá átt við hina einu og sönnu krá. Sú ber nafn bæjarins og heitir á dönsku Hirtshals-kroen. Hún er til húsa í húsnæði, sem vera mun frá aldamótum síðustu. Hafa allar innréttingar verið látnar halda sér þær sömu og frá fyrstu tíð, og gerir þetta staðinn gamaldags og heimilislegan, enda mátti segja, að þetta væri annað heimili margra, er bæinn gistu.<br> | Ekki þótti bæjarferð í Hirtshals fullkomin, nema komið væri við á kránni. Raunar eru krárnar einar fjórar talsins, en í daglegu tali er aðeins rætt um „krána" og er þá átt við hina einu og sönnu krá. Sú ber nafn bæjarins og heitir á dönsku Hirtshals-kroen. Hún er til húsa í húsnæði, sem vera mun frá aldamótum síðustu. Hafa allar innréttingar verið látnar halda sér þær sömu og frá fyrstu tíð, og gerir þetta staðinn gamaldags og heimilislegan, enda mátti segja, að þetta væri annað heimili margra, er bæinn gistu.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.28.35.png|300px|thumb|Við skipshlið, rétt fyrir brottför.]] | |||
Húsgögn voru þarna flest af gamalli gerð og virðulegri myndskreytingar flestar gömul auglýsingarplögg fyrir öltegundir, sem löngu er hætt að framleiða, og þarf vart að taka fram, að myndverk þessi eru flest heiðgul að lit, bæði af elli og svo verulegu magni af tóbaksreyk, sem þarna hefur svifið um loft síðustu áratugi.<br> | Húsgögn voru þarna flest af gamalli gerð og virðulegri myndskreytingar flestar gömul auglýsingarplögg fyrir öltegundir, sem löngu er hætt að framleiða, og þarf vart að taka fram, að myndverk þessi eru flest heiðgul að lit, bæði af elli og svo verulegu magni af tóbaksreyk, sem þarna hefur svifið um loft síðustu áratugi.<br> | ||
Gamall kolaofn og virðulegur trónaði þarna miðsvæðis, gljáfægður og skínandi og gerði sitt til að auka á góðan brag þessarar öldnu stofnunar. | Gamall kolaofn og virðulegur trónaði þarna miðsvæðis, gljáfægður og skínandi og gerði sitt til að auka á góðan brag þessarar öldnu stofnunar. | ||
Lína 124: | Lína 137: | ||
Misjafnt var, hve lengi var dvalist á kránni, og var sá tími venjulega mældur í ölglösum en ekki mínútum. Var ekki óalgengt að tvær til þrjár ölflöskur væru tæmdar, áður en hugsað var til hreyfings, og kráin kvödd.<br> | Misjafnt var, hve lengi var dvalist á kránni, og var sá tími venjulega mældur í ölglösum en ekki mínútum. Var ekki óalgengt að tvær til þrjár ölflöskur væru tæmdar, áður en hugsað var til hreyfings, og kráin kvödd.<br> | ||
Síðustu fregnir, sem ég hef fengið frá þessum ágæta stað, eru þær, að búið sé að umturna þar öllu frá því sem var, og gera úr kránni nýtískulegan stað, gjörsneyddan þeim gamla virðulega, er yfir kránni ávallt hvíldi, og þykir mér það illa farið. Hafa þessar fréttir stórlega dregið úr áhuga mínum að heimsækja á ný þessar gömlu slóðir.<br> | Síðustu fregnir, sem ég hef fengið frá þessum ágæta stað, eru þær, að búið sé að umturna þar öllu frá því sem var, og gera úr kránni nýtískulegan stað, gjörsneyddan þeim gamla virðulega, er yfir kránni ávallt hvíldi, og þykir mér það illa farið. Hafa þessar fréttir stórlega dregið úr áhuga mínum að heimsækja á ný þessar gömlu slóðir.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.28.48.png|300px|thumb|Á baðströnd í Tornby rétt hjá Hirtshals. Topplausa tískan var áberandi á þessum tíma.]] | |||
Fleiri eru krár í Hirtshals, en engin, sem komst í samjöfnuð við þessa, nema ef vera skyldi Skipperinn, en þangað var stöku sinnum haldið eftir þriðja glasið. Var andrúmsloft þar nokkuð annað en á kránni, og mun meiri hávaði, sem mestan part stafaði frá júkaboxi einu eða glymskratta í einu horninu, sem framleiddi músík fyrir borgun. Var hann stanslítið í gangi og glumdu þar ýmis topplög af vinsældalistum eða danskir slagarar og kersknisvísur hvers konar. Yfirleitt voru drykkjulæti algengari á Skippernum en öðrum krám, sem sumpart mun hafa stafað af því, að fremur var þar subbulegt innan dyra. Þarna unnu kerlingar tvær, þar af önnur eigandi staðarins, og voru þær oftast hressar í bragði en lítið augnayndi. Aftur á móti voru þjónusturnar á Hirtshalskránni flestar hinar myndarlegustu hnátur, þrifalegar þó sumar og bosmamiklar.<br> | Fleiri eru krár í Hirtshals, en engin, sem komst í samjöfnuð við þessa, nema ef vera skyldi Skipperinn, en þangað var stöku sinnum haldið eftir þriðja glasið. Var andrúmsloft þar nokkuð annað en á kránni, og mun meiri hávaði, sem mestan part stafaði frá júkaboxi einu eða glymskratta í einu horninu, sem framleiddi músík fyrir borgun. Var hann stanslítið í gangi og glumdu þar ýmis topplög af vinsældalistum eða danskir slagarar og kersknisvísur hvers konar. Yfirleitt voru drykkjulæti algengari á Skippernum en öðrum krám, sem sumpart mun hafa stafað af því, að fremur var þar subbulegt innan dyra. Þarna unnu kerlingar tvær, þar af önnur eigandi staðarins, og voru þær oftast hressar í bragði en lítið augnayndi. Aftur á móti voru þjónusturnar á Hirtshalskránni flestar hinar myndarlegustu hnátur, þrifalegar þó sumar og bosmamiklar.<br> | ||
Í flestum tilvikum héldu menn aftur um borð að aflokinni bæjarferð sem slíkri, þó voru sumir, sem kusu að hafa lengri viðdvöl á annari hvorri kránni, eða þá bregða sér í búðir.<br> | Í flestum tilvikum héldu menn aftur um borð að aflokinni bæjarferð sem slíkri, þó voru sumir, sem kusu að hafa lengri viðdvöl á annari hvorri kránni, eða þá bregða sér í búðir.<br> | ||
Lína 130: | Lína 144: | ||
Þeir sem hugsuðu fram í tímann, notuðu þó oftast þennan tíma til að undirbúa sig fyrir kvöldið, og lögðu sig fram til kl.6, og voru þá hressir og endurnærðir. Vildi þá stundum brenna við, að þeir sem voru að koma úr koju mættu á leiðinni krársókningsmönnum, glaseygðum og reikulum í spori, sem gefist höfðu upp á hinu ljúfa lífi kránna og hugðust fá sérblund. Var og oft, að þeir vöknuðu ekki af þeim blundi, fyrr en á leiðinni út á sjó, og misstu af öllum dansi og kvöldskemmtan fyrir vikið. Hinir forsjálu voru hins vegar albúnir að njóta þess, sem bærinn býður upp á að kvöldlagi. Synd væri að segja, að það væri mikið eða margbrotið. Eitt kvikmyndahús er á staðnum, og skiptast þar á vinsælir vestrar og pornómyndir af djarfara tagi, og fengju sjálfsagt sumar ekki náð fyrir augum íslenska kvikmyndaeftirlitsins.<br> | Þeir sem hugsuðu fram í tímann, notuðu þó oftast þennan tíma til að undirbúa sig fyrir kvöldið, og lögðu sig fram til kl.6, og voru þá hressir og endurnærðir. Vildi þá stundum brenna við, að þeir sem voru að koma úr koju mættu á leiðinni krársókningsmönnum, glaseygðum og reikulum í spori, sem gefist höfðu upp á hinu ljúfa lífi kránna og hugðust fá sérblund. Var og oft, að þeir vöknuðu ekki af þeim blundi, fyrr en á leiðinni út á sjó, og misstu af öllum dansi og kvöldskemmtan fyrir vikið. Hinir forsjálu voru hins vegar albúnir að njóta þess, sem bærinn býður upp á að kvöldlagi. Synd væri að segja, að það væri mikið eða margbrotið. Eitt kvikmyndahús er á staðnum, og skiptast þar á vinsælir vestrar og pornómyndir af djarfara tagi, og fengju sjálfsagt sumar ekki náð fyrir augum íslenska kvikmyndaeftirlitsins.<br> | ||
Dansað er flest kvöld vikunnar, eins og áður er sagt. Að vísu er um diskótekstónlist að ræða á mánudögum og þriðjudögum, en önnur kvöld vikunnar eru dansleikir á Túristahótelinu, og þangað leggja menn gjarnan leið sína eftir stutta viðkomu á kránni. Fastahljómsveit leikur þar, og er hún í svipuðum gæðaflokki og gengur og gerist á veitingahúsum hér á landi, leikur létta hljómlist, svokallaða brennivínsmússík, eins og háþróaðir tónmenntamenn kalla hana fyrir þær sakir, að menn kunna einkum að meta þessa tegund tónlistar, þegar þeir hafa innbyrt ákveðið magn af þeim vökva.<br> | Dansað er flest kvöld vikunnar, eins og áður er sagt. Að vísu er um diskótekstónlist að ræða á mánudögum og þriðjudögum, en önnur kvöld vikunnar eru dansleikir á Túristahótelinu, og þangað leggja menn gjarnan leið sína eftir stutta viðkomu á kránni. Fastahljómsveit leikur þar, og er hún í svipuðum gæðaflokki og gengur og gerist á veitingahúsum hér á landi, leikur létta hljómlist, svokallaða brennivínsmússík, eins og háþróaðir tónmenntamenn kalla hana fyrir þær sakir, að menn kunna einkum að meta þessa tegund tónlistar, þegar þeir hafa innbyrt ákveðið magn af þeim vökva.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.29.02.png|300px|thumb|Krúnborgin, eitt glæsilegasta fiskiskip Færeyinga við bryggju í Hirtshals. Til hægri er skipstjórinn Eiler Jakobsen. Færeysku skipin voru mun stærri og betur búin en hin íslensku og að sjálfsögðu miklu afkastameiri.]][[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.29.10.png|300px|thumb]] | |||
Ævinlega var tekið eitt borð eða tvö frá fyrir skipshöfnina, og var um það að eiga við boldangskvenmann einn rauðhærðan, sjálfsagt hátt í 200 pund á þyngd. Gekk sú undir viðurnefninu „den dejlige lille missekat", eða kisa litla, svo nærri útliti hennar sem það nú var.<br> | Ævinlega var tekið eitt borð eða tvö frá fyrir skipshöfnina, og var um það að eiga við boldangskvenmann einn rauðhærðan, sjálfsagt hátt í 200 pund á þyngd. Gekk sú undir viðurnefninu „den dejlige lille missekat", eða kisa litla, svo nærri útliti hennar sem það nú var.<br> | ||
Heldur var fáfenglegt það úrval af áfengum drykkjum, sem fyrirfannst á barnum á dansstað þessum, og var það raunar sammerkt öllum krám og börum þarna úti. Algerlega var það óþekkt, að kokkteilar væru blandaðir á slíkum stöðum, hvað þá langir drykkir svonefndir með varíasjónum. Urðu menn að gera sér að góðu þær sjö eða átta tegundir, sem þarna var að finna, ásamt dönsku öli. | Heldur var fáfenglegt það úrval af áfengum drykkjum, sem fyrirfannst á barnum á dansstað þessum, og var það raunar sammerkt öllum krám og börum þarna úti. Algerlega var það óþekkt, að kokkteilar væru blandaðir á slíkum stöðum, hvað þá langir drykkir svonefndir með varíasjónum. Urðu menn að gera sér að góðu þær sjö eða átta tegundir, sem þarna var að finna, ásamt dönsku öli. | ||
Jafnan voru dansleikir nokkuð fjölsóttir, bæði af Íslendingum, svo og þarlendum. Var ungt fólk í miklum meirihluta. Komu bæjarbúar oft í heimsóknir að borðinu til okkar, til spjalls og viðræðna, og var þar oftast um veikara kynið að ræða. Endaði það oft með dansi. Dansmennt er ekki ólík því sem gerist hér heima, þannig að meira er um hristing og skakstur en dans upp á gamlan máta. | Jafnan voru dansleikir nokkuð fjölsóttir, bæði af Íslendingum, svo og þarlendum. Var ungt fólk í miklum meirihluta. Komu bæjarbúar oft í heimsóknir að borðinu til okkar, til spjalls og viðræðna, og var þar oftast um veikara kynið að ræða. Endaði það oft með dansi. Dansmennt er ekki ólík því sem gerist hér heima, þannig að meira er um hristing og skakstur en dans upp á gamlan máta. | ||
Mannleg náttúra er víst söm við sig, hvort sem er á Íslandi eða sandhólabyggðum Jótlands, og kom það fyrir, að þeir úr hópnum, sem óbundnir voru gerðu meira en renna hýru auga til kvenna á staðnum. Mynduðust á stundum sambönd þar, sem sum hver entust alllengi. Er mér kunnugt um eitt, ef ekki tvö hjónabönd, sem stofnað var til þarna úti. Algengara var, að kynnin entust aðeins sumarlangt, svo sem gengur og gerist hjá óbundnu fólki. Þeir aðrir, sem áttu eitthvað heima á Íslandi, létu sér augnaráðið nægja í flestum tilvikum.<br> | Mannleg náttúra er víst söm við sig, hvort sem er á Íslandi eða sandhólabyggðum Jótlands, og kom það fyrir, að þeir úr hópnum, sem óbundnir voru gerðu meira en renna hýru auga til kvenna á staðnum. Mynduðust á stundum sambönd þar, sem sum hver entust alllengi. Er mér kunnugt um eitt, ef ekki tvö hjónabönd, sem stofnað var til þarna úti. Algengara var, að kynnin entust aðeins sumarlangt, svo sem gengur og gerist hjá óbundnu fólki. Þeir aðrir, sem áttu eitthvað heima á Íslandi, létu sér augnaráðið nægja í flestum tilvikum.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.29.24.png|300px|thumb|Höndlarabúðin góða.]] | |||
Fyrir kom, að í brýnu lenti á danshúsum og krám meðal Íslendinga og dana. Var slíkt þó fremur sjaldgæft, og var þar í fæstum tilvikum um að ræða bæjarbúa í Hirtshals, heldur sveitamenn úr nágrenninu, sem á stundum gerðust aðsópsmiklir í kaupstaðaferðum.<br> | Fyrir kom, að í brýnu lenti á danshúsum og krám meðal Íslendinga og dana. Var slíkt þó fremur sjaldgæft, og var þar í fæstum tilvikum um að ræða bæjarbúa í Hirtshals, heldur sveitamenn úr nágrenninu, sem á stundum gerðust aðsópsmiklir í kaupstaðaferðum.<br> | ||
Fáein alvarleg atvik áttu sér þó stað vegna ryskinga, og var meðal annars ungur piltur af einum bátnum svo hart leikinn, að það kostaði rúmlega árs sjúkrahúslegu. Yfirleitt réðust óaldarmenn þessir ekki á menn nema þeir væru einir á ferð eða fáliðaðir, en jafnan gættu þeir þess sjálfir að vera nokkru fleiri en þeir, sem á átti að ráðast. Hlutu þeir af þessu illt umtal bæjarbúa, sem flestir eru friðelskir og vinveittir Íslendingum.<br> | Fáein alvarleg atvik áttu sér þó stað vegna ryskinga, og var meðal annars ungur piltur af einum bátnum svo hart leikinn, að það kostaði rúmlega árs sjúkrahúslegu. Yfirleitt réðust óaldarmenn þessir ekki á menn nema þeir væru einir á ferð eða fáliðaðir, en jafnan gættu þeir þess sjálfir að vera nokkru fleiri en þeir, sem á átti að ráðast. Hlutu þeir af þessu illt umtal bæjarbúa, sem flestir eru friðelskir og vinveittir Íslendingum.<br> | ||
Hasarblöð í Danmörku birtu nokkrar æsifréttir um þessar óeirðir Dana og Íslendinga, sem þeir kölluðu svo, og var þar allmjög hallað réttu máli. Komu blaðamenn frá dagblaði nokkru um borð til okkar einhverju sinni og fengu viðtal, þar sem reynt var að leiðrétta æsiskrifin, og draga úr þeirri uppdigtuðu óvild, sem ríkti milli þjóðanna tveggja. Aldrei sáum við blað þetta, en vel kann að vera, að Jyllandsposten eða Aalborgs stiftstidende hafi haft að geyma viðtal og myndir af okkur á Ísleifi.<br> | Hasarblöð í Danmörku birtu nokkrar æsifréttir um þessar óeirðir Dana og Íslendinga, sem þeir kölluðu svo, og var þar allmjög hallað réttu máli. Komu blaðamenn frá dagblaði nokkru um borð til okkar einhverju sinni og fengu viðtal, þar sem reynt var að leiðrétta æsiskrifin, og draga úr þeirri uppdigtuðu óvild, sem ríkti milli þjóðanna tveggja. Aldrei sáum við blað þetta, en vel kann að vera, að Jyllandsposten eða Aalborgs stiftstidende hafi haft að geyma viðtal og myndir af okkur á Ísleifi.<br> | ||
Aðeins einu sinni urðum við á Ísleifi fyrir aðkasti, svo að ég muni. Vorum við þá þrír saman staddir á krá einni ofarlega í bænum og sátum við borð með Norðmönnum tveim, sem voru gestkomandi í bænum. Áttum við við þá hinar ágætustu viðræður, þegar að borðinu kom sjóari einn danskur, vel slompaður, og illa staddur fjárhagslega. Sáum við aumur á honum og keyptum ölflösku handa honum í anda norrænnar samvinnu. Líkaði honum það vel, stakk út úr flöskunni og bað um aðra. Sú bón var uppfyllt, en þriðju óskinni neitað. Þá reiddist sá danski frændi vor og sparkaði upp undir borðið, sem við sátum við, svo að það sporðreistist, og allt sem á því var lenti á gólfinu, ýmist brotið eða óbrotið. Að því búnu þreif sá danski bjórflösku af næsta borði og hugðist sundra henni á hausnum á mér, og þá sjálfsagt sundra hausnum um leið. Aldrei hef ég hrósað mér af því að vera slagsmálamaður góður, og margt annað legið betur fyrir mér í lífinu en að berja fólk. En þegar menn eiga hendur sínar og haus að verja er víst ekki um annað að ræða en að taka á móti. Og handlegginn þann danska, er á flöskunni hélt tókst mér að stöðva og berja flöskuna úr hendinni. Leikurinn barst síðan út úr kránni með stimpingum miklum og látum og alla leið út í glampandi sólskinið á gangstéttinni. Þá hlupu þar að skipsfélagar þess danska, tóku hann og fóru með hann á braut, og báðu mig mikillega afsökunar. Slíkt hið sama gerði vertinn á kránni og fengum við Íslendingar ókeypis umgang af öli fyrir þau spjöll, sem okkur höfðu verið unnin. Ekki hafði ég annað tjón af bardaga þessum en rifna lopapeysu, og þóttist sleppa vel með það.<br> | Aðeins einu sinni urðum við á Ísleifi fyrir aðkasti, svo að ég muni. Vorum við þá þrír saman staddir á krá einni ofarlega í bænum og sátum við borð með Norðmönnum tveim, sem voru gestkomandi í bænum. Áttum við við þá hinar ágætustu viðræður, þegar að borðinu kom sjóari einn danskur, vel slompaður, og illa staddur fjárhagslega. Sáum við aumur á honum og keyptum ölflösku handa honum í anda norrænnar samvinnu. Líkaði honum það vel, stakk út úr flöskunni og bað um aðra. Sú bón var uppfyllt, en þriðju óskinni neitað. Þá reiddist sá danski frændi vor og sparkaði upp undir borðið, sem við sátum við, svo að það sporðreistist, og allt sem á því var lenti á gólfinu, ýmist brotið eða óbrotið. Að því búnu þreif sá danski bjórflösku af næsta borði og hugðist sundra henni á hausnum á mér, og þá sjálfsagt sundra hausnum um leið. Aldrei hef ég hrósað mér af því að vera slagsmálamaður góður, og margt annað legið betur fyrir mér í lífinu en að berja fólk. En þegar menn eiga hendur sínar og haus að verja er víst ekki um annað að ræða en að taka á móti. Og handlegginn þann danska, er á flöskunni hélt tókst mér að stöðva og berja flöskuna úr hendinni. Leikurinn barst síðan út úr kránni með stimpingum miklum og látum og alla leið út í glampandi sólskinið á gangstéttinni. Þá hlupu þar að skipsfélagar þess danska, tóku hann og fóru með hann á braut, og báðu mig mikillega afsökunar. Slíkt hið sama gerði vertinn á kránni og fengum við Íslendingar ókeypis umgang af öli fyrir þau spjöll, sem okkur höfðu verið unnin. Ekki hafði ég annað tjón af bardaga þessum en rifna lopapeysu, og þóttist sleppa vel með það.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.30.20.png|300px|thumb|Greinarhöfundur á góðum stað, við kirkjuna í Hirtshals]] | |||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.30.36.png|300px|thumb|Við bryggju í Egersund i Noregi. Farið inn til að laga asdikkið. Talið frá vinstri: Steini, annar stýrimaður, Sveinn Tómasson og Árni Óli.]] | |||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.30.47.png|300px|thumb|Bjarni og Erla fyrir utan Hirtshals-krána.]] | |||
Þá vorum við einhverju sinni staddir þrír saman uppi á Skipperkránni í góðu yfirlæti. Kom þá allt í einu flokkur manna inn á krána og settist nærri útgöngudyrunum. Voru þeir háværir nokkuð og vel við skál.<br> | Þá vorum við einhverju sinni staddir þrír saman uppi á Skipperkránni í góðu yfirlæti. Kom þá allt í einu flokkur manna inn á krána og settist nærri útgöngudyrunum. Voru þeir háværir nokkuð og vel við skál.<br> | ||
Einn úr okkar hópi kvað upp með það, að hér væru komnir þeir, er hvað verst hefðu leikið Íslendinga á staðnum með barsmíðum að undanförnu, og þá sérstaklega rumur einn mikill og árennilegur, sem virtist vera fyrir liði þessu. Sátum við heldur hljóðir og hógværir inni í horni, og höfðum okkur ekki í frammi. Ekki var um aðrar útgöngudyr að ræða en þær, er Danir sátu við, svo við biðum þess er verða vildi. Dró nú rumurinn mikli fram gítar og hófu þeir fimmmenningar söng. Voru þeir söngmenn allgóðir og þó sérlega sá stóri. Hélt nú svo fram um stund, að þeir sungu og drukku, en við sátum og hlýddum á. Ekki þorðum við að taka þátt í söngnum, og kunnum enda lítið af þeim texta, sem fram var fluttur.<br> | Einn úr okkar hópi kvað upp með það, að hér væru komnir þeir, er hvað verst hefðu leikið Íslendinga á staðnum með barsmíðum að undanförnu, og þá sérstaklega rumur einn mikill og árennilegur, sem virtist vera fyrir liði þessu. Sátum við heldur hljóðir og hógværir inni í horni, og höfðum okkur ekki í frammi. Ekki var um aðrar útgöngudyr að ræða en þær, er Danir sátu við, svo við biðum þess er verða vildi. Dró nú rumurinn mikli fram gítar og hófu þeir fimmmenningar söng. Voru þeir söngmenn allgóðir og þó sérlega sá stóri. Hélt nú svo fram um stund, að þeir sungu og drukku, en við sátum og hlýddum á. Ekki þorðum við að taka þátt í söngnum, og kunnum enda lítið af þeim texta, sem fram var fluttur.<br> | ||
Lína 154: | Lína 173: | ||
Annars fóru veiðarnar í Skagerak óskaplega í taugarnar á öllum um[ Líklegast innsláttarvilla í bók] borð. Eini kosturinn við þær var, hve stutt var á miðin, (og stundum þótti það nú ókostur, ef menn voru illa upplagðir). Ókostirnir voru hins vegar margir. Síldin, sem þar veiðist er bæði stygg og einnig smá, og því lægra verð fyrir hana en Shetlandseyjasíldina. Oft var því búmmað í Skagerakinu og mikið bölvað. Þá var því öfugt farið með Skageraksíld og hina, að veiðarnar við Shetlandseyjar fóru að mestu leyti fram á nóttunni, en þarna gaf hún sig meira til á daginn, og það þegar heitast var. Komst hitinn oft yfir tuttugu stig, og má ímynda sér hvernig það er að vinna í slíkum hita í fullum sjóklæðum. Ekki var viðlit að afklæðast þeim vegna marglyttu, sem þarna er í gífurlegu magni. Þegar nótin var dregin inn, var hún ævinlega löðrandi í marglyttu, og láku rauðir og bláir taumar yfir mannskapinn. Andlitið var oft illa leikið eftir þessi köst, svo að ekki sé á það minnst, ef þessi viðbjóður fór í augun. Alltaf var það fyrsta verkið eftir kast í Skagerak að hlaupa og þvo á sér andlitið úr köldu vatni. Sólin var fljót að þurrka marglyttuna framan í manni, óg gat því sviðið illa undan, ef ekki var brugðið fljótt við og óþverrinn skolaður burtu.<br> | Annars fóru veiðarnar í Skagerak óskaplega í taugarnar á öllum um[ Líklegast innsláttarvilla í bók] borð. Eini kosturinn við þær var, hve stutt var á miðin, (og stundum þótti það nú ókostur, ef menn voru illa upplagðir). Ókostirnir voru hins vegar margir. Síldin, sem þar veiðist er bæði stygg og einnig smá, og því lægra verð fyrir hana en Shetlandseyjasíldina. Oft var því búmmað í Skagerakinu og mikið bölvað. Þá var því öfugt farið með Skageraksíld og hina, að veiðarnar við Shetlandseyjar fóru að mestu leyti fram á nóttunni, en þarna gaf hún sig meira til á daginn, og það þegar heitast var. Komst hitinn oft yfir tuttugu stig, og má ímynda sér hvernig það er að vinna í slíkum hita í fullum sjóklæðum. Ekki var viðlit að afklæðast þeim vegna marglyttu, sem þarna er í gífurlegu magni. Þegar nótin var dregin inn, var hún ævinlega löðrandi í marglyttu, og láku rauðir og bláir taumar yfir mannskapinn. Andlitið var oft illa leikið eftir þessi köst, svo að ekki sé á það minnst, ef þessi viðbjóður fór í augun. Alltaf var það fyrsta verkið eftir kast í Skagerak að hlaupa og þvo á sér andlitið úr köldu vatni. Sólin var fljót að þurrka marglyttuna framan í manni, óg gat því sviðið illa undan, ef ekki var brugðið fljótt við og óþverrinn skolaður burtu.<br> | ||
Þá var það og eitt helsta tilhlökkunarefnið að komast úr hitanum á dekkinu og niður í kælda lestina. Og í Skagerak var það versta verkið að standa uppi og róta niður í lest. Voru þeir oft þreytulegir orðnir kallinn og vélstjórinn, þegar síðasta paddan var komin niður. Var það eitt, sem bjargaði þar miklu, hve köstin voru alltaf mun minni í Skagerak en vesturfrá, gott þótti að fá 300-400 kassa í kasti, og oft var þá farið beint inn með það, þannig að Skagerakstúrar voru miklu styttri og mun rýrari afli en af vestursvæðinu.<br> | Þá var það og eitt helsta tilhlökkunarefnið að komast úr hitanum á dekkinu og niður í kælda lestina. Og í Skagerak var það versta verkið að standa uppi og róta niður í lest. Voru þeir oft þreytulegir orðnir kallinn og vélstjórinn, þegar síðasta paddan var komin niður. Var það eitt, sem bjargaði þar miklu, hve köstin voru alltaf mun minni í Skagerak en vesturfrá, gott þótti að fá 300-400 kassa í kasti, og oft var þá farið beint inn með það, þannig að Skagerakstúrar voru miklu styttri og mun rýrari afli en af vestursvæðinu.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 08.29.52.png|500px|center|thumb|Bryggjumynd frá Hirtshals.]] | |||
Þannig leið svo sumarið yfirleitt án stórra breytinga. Þó kom fyrir að fara þyrfti til Noregs, ef eitthvað bilaði, og kom það tvívegis fyrir hjá okkur, að asdikkið hagaði sér ekki eins og það átti að gera, og var þá haldið til Egersund, þar sem fljótlega tókst að koma réttu hljóði í það.<br> | Þannig leið svo sumarið yfirleitt án stórra breytinga. Þó kom fyrir að fara þyrfti til Noregs, ef eitthvað bilaði, og kom það tvívegis fyrir hjá okkur, að asdikkið hagaði sér ekki eins og það átti að gera, og var þá haldið til Egersund, þar sem fljótlega tókst að koma réttu hljóði í það.<br> | ||
Sömuleiðis kom fyrir, að tekinn var túr á Þýskaland, og selt þar, og þá aðallega til að fá góðan toll, en í Danmörku þótti heldur lélegur tollur, aðeins var hægt að fá tóbak, og það af heldur skornum skammti. Voru Þýskalandsreisur í miklu uppáhaldi hjá mannskapnum, og væri efni í stóra frásögn allt, sem í því landi drífur á daga manna í slíkum ferðum.<br> | Sömuleiðis kom fyrir, að tekinn var túr á Þýskaland, og selt þar, og þá aðallega til að fá góðan toll, en í Danmörku þótti heldur lélegur tollur, aðeins var hægt að fá tóbak, og það af heldur skornum skammti. Voru Þýskalandsreisur í miklu uppáhaldi hjá mannskapnum, og væri efni í stóra frásögn allt, sem í því landi drífur á daga manna í slíkum ferðum.<br> | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 28. júní 2017 kl. 11:09
Einhver eftirminnilegasti hluti ævi minnar mun sá, er ég var viðriðinn síldveiðar í Norðursjó. Og þar sem búast má við, að þessi hluti íslenskra fiskveiða heyri brátt sögunni til, er ekki úr vegi að rifja upp nokkra þætti þessarar dvalar þarna niður frá.
Ég var þarna tvö sumur, bæði á sama skipinu, Ísleifi frá Vestmannaeyjum, og má segja, að hvort sumarið hafi verið öðru betra. Þá á ég ekki sérstaklega við aflabrögð eða þénustu, heldur þá persónulegu reynslu og þekkingu, sem ég hafði af þessari dvöl.
Venjulega var farið að huga að úthaldinu og skveringum á skipinu, þegar fyrir alvöru var tekið að renna af mönnum eftir sukkið á sjómannadaginn, eða nánar tiltekið í byrjun júnímánaðar. Annars var skveringin ekki svo mikil, hvað okkur strákunum viðkom, Leifur og co. létu taka skipið í gegn eftir hverja vertíð, mála það og koma því í tipp topp stand, áður en farið var niður eftir. Viðhaldið á skipinu var alla tíð með hinum mesta sóma, og virðist ekki hafa breyst, þótt skipt hafi nú um eigendur að hluta. Það átta líka eftir að koma í ljós, þegar út var komið, að oft máttum við vera hreyknir af þessum ágæta bát okkar strákarnir, hvað útlit og umgengni snertir og mun að því verða vikið hér síðar.
Það var í mörg hornin að líta, áður en lagt væri af stað, vélstjórarnir önnum kafnir í sínu, kokkurinn á fullu við að stafla íslensku lambakjöti í frystinn og nýlenduvarningi í skápa og bekki eins og frekast var unnt. Þar var íslenskur iðnaður efst á blaði og vandlega um það hugsað, að ekki yrði gjaldeyrinum sóað, ef hægt væri að fá íslenska vöru sambærilega að gæðum.
Við, þessir sex hásetar vorum miskunnarlaust keyrðir áfram af tveimur stýrimönnum við allan undirbúning á dekkinu. Stilla upp í lest, stilla upp á dekki, taka nót um borð, taka kassa um borð, taka ís um borð, taka dælu um borð, gera sjóklárt, ganga frá og hreinsa út úr klefunum eftir ólifnaðinn á vertíðinni, eins og við nýju mennirnir sögðum. Sérstaklega gerðum við í því að veifa og hrista nógu vel sáðrykið úr dýnunum í klefunum frammi í, ásamt með tilheyrandi athugasemdum um nýafstaðinn saurlifnað manna.
Og áður en varði rann upp sú stund, að eiginkonur og börn, heitmeyjar og mæður, ættingjar og vinir og drykkjufélagar að ógleymdum útgerðarmönnum, söfnuðust saman á kajanum til að kveðja liðið. Sjálfsagt hefur verið í huga flestra einlæg ósk um andlega og líkamlega velferð okkar allra, ásamt hæfilegum árnaðaróskum um góðan afla. Þó var ekki frítt við að heyrðist andvarp frá eins og einum úr útgerðarliðinu, þegar hann sleppti afturbandinu, hvað það yrði nú gott að geta slappað af í golfinu eftir öll þessi læti.
Hvað um það, hendur og klútar á lofti, og þetta fólk sæi maður ekki fyrr en að þremur mánuðum liðnum, ef allt gengi að óskum. Sjálfsagt hefur í hugum sumra okkar um borð skotið upp þeirri hugsun, hvernig í ósköpunum það yrði að lifa allan þennan tíma í bindindi á einn þann hlut, sem kvæntir menn telja nokkuð nauðsynlegan til að viðhalda heilsu sinni óskertri. Nú var orðið of seint að hugsa um það, nú yrði ekki aftur snúið, og eins gott að hnýta hnút á allar slíkar hugrenningar næstu þrjá mánuðina.
Yfir kvöldkaffinu var skipt niður vöktum, og nýliðunum kenndar skipsreglur. Hver maður stendur á stímvakt ásamt stýrimanni eða skipstjóra tvo tíma í senn, og á síðan frívakt næstu tíu tíma. Þetta hljómar vel í eyrum, og er reyndar indælt á stímunum, en á fiskiríi er þetta vitanlega numið úr gildi, og þá eru engin vökulög viðhöfð.
Á Ísleifi voru stífar þrifnaðarreglur í gildi, vaktin frá 6-8 á morgnana skyldi ryksuga brú og bestikk, borðsal og gang, ásamt því að þvo upp allt, er óhreint kynni að vera eftir nóttina, þannig að kokkurinn kæmi að öllu hreinu og frágengnu kl. hálfníu um morguninn. Þá var og einu sinni í viku hverri tekin aðgerð á öllum teppum í skipinu með teppahreinsara, ásamt nauðsynlegum þrifum á veggjum, lofti og gólfum í öllum íbúðum.
Ekki fer hjá því, að menn verði að taka upp einhverja tómstundaiðju á svo löngum stímum, sem siglingar milli landa eru. Um borð höfðum við tvo hina ágætustu bókakassa frá Halla Guðna, þar sem saman var komið mikið úrval af Laxness og öðrum uppbyggilegum litteratúr ásamt afþreyingarefni af ýmsu tagi. Var þetta lestrarefni uppbyggt og valið af undirrituðum og Sveini Tómassyni, núverandi prentara og kommúnista. Höfðu sumir það við orð, að sú stjórnmálastefna hefði of miklu ráðið um bókmenntavalið um borð, og að sá ágæti íhaldsmaður Alister Makklían hefði farið halloka fyrir Þórbergi og Laxness, hvað snerti magn fagurfræðilegra bókmennta í kössunum.
Ekki höfðu allir elju eða kunnáttu til að njóta bókmennta á stímum, svo grípa varð til annara ráða til að dreifa tímanum. Varð þá helst til ráða að grípa í spil til afþreyingar. Var um skeið spilað menningarspilið bridds, sem nóbelsskáldið segir þá vitlausustu vist, sem spiluð sé, þegar spilamenn segja hver öðrum hvaða spil þeir hafi á höndum, áður en þeir hefja spilið.
Þá var og Gosi vinsæll ásamt Tremanni, eða Hornafjarðarmanna, sem sumir kalla.
Þeir, sem ekki höfðu vit né áræði til að taka þátt í spilum þessum, léku gjarnan teningaspilið Yatzy, en það útheimtir þá kunnáttu, að menn þurfa að kunna að telja upp að minnsta kosti þrjátíu, svo og að kunna að skrifa sömu tölur, þ.e. frá einum og upp i þrjátíu.
Skáklist var nokkuð iðkuð til að byrja með, en lagðist fljótt af, eftir að í ljós kom, að einn skipsmanna bar höfuð og herðar yfir hina í þeirri göfugu íþrótt. Af meðfæddri hlédrægni greini ég ekki frá nafni hans.
Nú segir frá matseldi og matartímum.
Þeir, sem nenntu í morgunmat, gátu fengið hann. Algengast var þó að menn sváfu hann af sér. Venjulegast var morgunverður á franska vísu, þ.e. kaffi og brauðmeti, en fyrir kom að meira var til hans vandað með graut eða eggjum og fleski.
Mjög voru menn útkeyrðir, ef þeir slepptu hádegisverði, sem í flestum tilvikum var fiskmáltíð. Þrjúkaffi með bakkelsi og til hátíðarbrigða pönnukökur eða skonsur. Öll afmæli voru heiðruð með rjómatertu, en æ sér gjöf til gjalda og varð þá afmælisbarnið að spandera öli með kvöldmatnum í staðinn. Í kvöldmat mættu allir, nær undantekningarlaust. Kvöldkaffi ásamt ristuðu brauði var kl. 10 og síðan næturbakki handa vakthafandi.
Síldveiðar við Hjaltland.
Fiskimið norðursjávarskipa íslenskra voru mikið til nærri Hjaltlandseyjum eða Shetlandseyjum, eins og þær eru jafnan nefndar um borð. Um tveggja til þriggja sólarhringa stím er þangað. Áður en byrjað er að lýsa veiðunum sjálfum, er ekki úr vegi að gera nokkur skil eyjum þessum og fólki því, er þær byggir, og skal nú segja nokkur deili á Hjaltlandi.
Ekki veit ég gjörla, hversu margar eyjar þessar eru alls, né heldur hvað margt fólk byggir þær, enda tel ég slíkt aukaatriði, sem fáir aðrir en landafræðikennarar og atvinnutúristar munu hafa áhuga fyrir.
Vestust og afskekktust eyjanna er sú, er nefnist Foula, og fékk ég aldrei á hreint, hvort á að bera það fram Fála, Fúla eða Fóla. Algengast mun þó Fálunafnið vera. Örstutt er frá eyju þessari á hin ágætustu fiskimið, og gott að liggja undir henni í landvari, ef hvessir, sem oft gerir á þessum slóðum. Við lágum þar við akkeri í þrjá daga eitt sinn samfellt. Á þriðja degi langaði okkur í land, og leyfði Gunnar okkur að nota gúmmítuðruna til þess.
Hafnarmannvirki eru þarna ámóta og á Stokkseyri og svipuðum höfnum hér á landi, en einn tólf lesta þilfarsbát sáum við í höfninni við festar, var sá greinilega stolt eyjaskeggja. Nokkuð var af sexæringum með utanborðsmótora niður úr miðjum kili. Fátt sáum við af fólki á ferli, hús voru mörg að falli komin fyrir aldurs sakir og illa viðhaldið. Karl einn hittum við að máli, en gekk erfiðlega að skilja mál hans, enda tala eyjamenn kúnstuga mállýsku, öllu harðari en skosku, sem þykir þó nógu erfið að skilja.
Ekki minnist ég þess, að hafa fyrr eða síðar hitt jafn grómskítuga mannveru og karl þennan, eftir útliti að dæma mun hann hafa verið nærri sjötugu, og sennilega álíka mörg ár síðan hann hafði farið í bað. Hann var ekki beint viðræðugóður í fyrstu, en þegar búið var að taka tappann af viskípelanum var hann hinn ágætasti með upplýsingar og endaði með því, að hann þá pelann í sögulaun.
Hann upplýsti okkur meðal annars um þau sannindi, að íbúar eyjunnar væru rétt um tvö hundruð, þar af fátt kvenna. Flestir byggju við landbrúk og sjósókn, en laxeldi væri nokkurt innar á eynni. Þá kom hann við viðkvæman punkt á sumum, er hann sagði, að hinum megin á eynni væri skoskt kvennafangelsi. Þótti okkur, sem þóttumst skilja mál hans, rétt að upplýsa þetta mál ekki, fyrr en aftur væri komið um borð, til að vekja ekki upp ótímabærar girndir þeirra, sem erfiðara áttu með að halda aftur af sér.
Sauðfé eyjarskeggja vakti athygli okkar, og þóttumst við geta verið í Elliðaey, hvað útlitið snerti. Mun og vera um annan stofn að ræða, en þann, sem algengastur er á eyjunum, og lýkur hér frásögn af Fálu.
Þá er að segja frá Leirvík.
Tveir eru stórstaðir á Hjaltlandi, er ég kann frá að greina. Er annar Scalloway en hinn Leirvík.
Scalloway mun nokkuð hafa komið við sögu í heimsstyrjöldinni síðari og var þar um skeið aðsetursstaður báta, er stunduðu siglingar til Noregs, en lagðist síðar af sem slíkt. Nú er ekkert, sem minnir á þá daga, og það eina, er vekur athygli aðkomumanna, er hálfhruninn kastali ásamt sjoppu með sjálfvirkum síma. Er mér fátt til minnis frá Scalloway annað en það, að þar sá ég menn burðast með ís um borð í báta sína í trétunnum, sem þeir veltu á undan sér, roguðu þeim um borð og hvolfdu ofan í lest innihaldinu, áður en þeir fóru næstu ferð upp í íshúsið.
Leirvík er nokkuð algengur viðkomustaður íslenskra fiskiskipa, er veiðar stunda í Norðursjó. Kemur þar bæði til að staðurinn er vel í sveit settur hvað landvar snertir, svo og að þar er fríhöfn, og gott að fá tollfrjálsan varning, bæði tóbak og áfengi.
Húsakostur í Leirvík er æði sérkennilegur. Þar hefur fátt breyst síðustu áratugi, að minnsta kosti í þeim hluta bæjarins, sem næstur er höfninni. Öll hús eru hlaðin úr steini, grámóskulegum og kuldalegum, að sumum finnst, með bröttum þökum, tígulsteinslögðum, og götur allar steinlagðar með flögum í sama lit.
Þótti mörgum þetta heldur steinrunninn bær og lítt áhugaverður. En þegar betur er aðgætt, hefur bærinn margt athyglisvert við sig. Er mér ekki örgrannt um, að Bernhöftstorfufólkið myndi þarna finna heilt gósenland við sitt hæfi, svo mjög hefur tíminn staðið þarna í stað. Að vísu eru þarna nýjar byggingar, svo sem sjómannaheimili, tileinkað Elísabetu drottningu, en einhvern veginn falla þessar nýju byggingar[ innsláttarvilla í bók] ákaflega vel inn í umhverfið og að þeim húsum, sem fyrir eru, þannig að ein heild verður áfram. Ef ekki væri bílaumferðin, og hún öll á öfugum kanti, gæti maður ímyndað sér, að maður væri kominn aftur í aldir á vit Hinriks áttunda og co.
Að sjálfsögðu eru krár eða pöbbar víðs vegar um bæinn, eins og sómir á bresku landi. Við aðalgötuna, sem er aðeins rúmir tveir faðmar á breidd, þar sem hún er minnst um sig, eru tvö hótel og tveir barir. Hótelin eru afar vönd af virðingu sinni, á öðru þeirra fengu Íslendingar ekki afgreiðslu, vegna slæmrar hegðunar árinu áður, en á hinu hótelinu lenti ég óforvarendis beint inn á fund hjá Rotaryklúbbi Leirvíkurhéraðs. Bar ég að sjálfsögðu bestu kveðjur frá Rótarýklúbbi Vestmannaeyja, og þótti hinn mesti aufúsugestur. Vil ég hér með biðja Rótarýklúbb Vestmannaeyja afsökunar á þessi frumhlaupi mínu og bið rétta aðila að koma því til skila, ásamt kveðju frá Rótarýklúbbi Leirvíkurumdæmis. Rétt er að taka fram, að undirritaður hegðaði sér í einu og öllu óaðfinnanlega, meðan á þessu rótarýástandi stóð.
Einn er sá staður í Leirvík, sem ávallt stendur sjómönnum íslenskum sem og af öðru þjóðerni, opinn, (fyrir utan sjómannaheimili Elísabetar drottningar) en það er hafnarkráin Thule-bar. Þar hefur lítt verið lagt í innréttingar, frá því staðurinn fyrst var opnaður enda sjálfsagt í anda þeirrar ágætu stofnunar, sem og annarra af þessu tagi, að ná fé af fólki án þess að leggja íburð í húsakynni. Hvað um það er Thule-bar griðastaður allra þeirra, sem ekki fá að einhverjum sökum, þ.á.m. þjóðernis síns.
Það fyrsta, sem ég rak augun í á Thule-bar, var skjaldarmerki Shetlandseyja, greypt uppi yfir barborðinu. Þar stóð skýrum stöfum:-„Með lögum skal land byggja", á hreinni íslensku í sporöskjulögðum boga, sem innilokaði einhver bretaljón eða ámóta skepnur, að mig minnir. Ég vakti athygli barmannsins á því, að hér væri um að ræða það, sem við á Íslandi hefðum grundvallað okkar lífs og lagareglur á undanfarin ár, en hann yppti bara öxlum, og sagði:„Isn't it th' same ev'rywher".
Þar með gáfumst við upp á landkynningarstarfsemi og fengum okkur einn sterkan. Á þessum stað eins og mörgum öðrum í Bretaveldi stytta menn sér stundir við píluspil eða darts bæði í og utan vinnutíma. Við lærðum fljótlega að vera hljóðir og hógværir, meðan þeir Bretar voru með pílur sínar á lofti, enda voru þeir ótrúlega færir með þær að fara.
Gott þótti mönnum að versla í Leirvík. Bæði var verðlag þar hagstætt, vöruúrval nokkuð gott og afgreiðslufólk sérlega lipurt og vingjarnlegt. Sérstaklega var gott að versla hljómplötur, hljómtæki og hljóðfæri í verslun einni við aðalgötuna, enda verslunareigandinn sérlegur Íslandsvinur, skoskur þjóðernissinni og mikill unnandi 200 mílna landhelgi, sem og reyndar flestir íbúar Shetlandseyja.
Ekki verður svo við Leirvík skilist, að minnst sé á höfnina þar, slíka hreinlætishöfn hef ég ekki séð fyrr né síðar, og má ef til vill þakka það, að hún er opin í báða enda og því eilíft gegnstreymi. Þarna gengur ufsinn í torfum inn að bryggjum eins og við Bæjarbryggjuna hér forðum tíð, og óhætt er að stinga sér til sunds í höfnina án þess að verða kólígerlum og öðrum ófögnuði að bráð, og lýkur hér að segja frá mannfagnaði á Hjaltlandseyjum.
Síldveiðar í Norðursjó, vestan 4. gráðu.
Skipstjóri á nótaveiðum er alveg sérstakt fyrirbrigði. Ekki er nóg með það, að hann hirði 8 prósent af öllu því, sem fiskast, heldur er hann algerlega friðhelgur, hvað vaktir snertir á öllum stímum. En á miðum skal hann standa sína pligt, og það allan sólarhringinn ef með þarf. Að vísu var Gunnar það mannlegur, að hann stóð alltaf á stímunum að minnsta kosti fjóra og upp í sex tíma á móti stýrimönnunum. En þegar að því kom að leita að síld, þá stóð hann eins og vitlaus væri, og stundum orðin eins og í flóðskít augun eftir vökurnar. Ekki var það af vantrausti við stýrimennina, að hann vakti þetta, heldur það að hver maður treystir sjálfum sér best við hvaða aðstæður sem er. Hann átti það reyndar til að labba sér niður í kaffi og skilja vaktina eftir eina uppi hjá asdikkinu með þessum orðum:„Ég ætla að taka hann Bjarna í einu jatsíi, kallaðu í mig, ef það kemur stór torfa inn á".
Og það kom auðvitað aldrei nein stór torfa inn á, meðan maður var einn uppi. Aftur á móti var stundum fljótt að breytast hljóðið í asdikkinu hjá kallinum ef eitthvað kom bitastætt inn.
Reyndar er asdikkið sérstakur kafli útaf fyrir sig í sögunni. Hvernig á að lesa og heyra og skilja þann söng, sem þessi glymskratti semur og fremur, er mér og öðrum leikmönnum aldeilis utan hettu, en kallinum er þetta eins einfaldur lókaritmi og það að kvaðratrótin af fjörutíuogníu er sjö.
Og nú segir lítillega frá asdikki og dýptarmæli.
Rétt er að segja frá dýptarmæli fyrst. Dýptarmælir er feikna einfalt fyrirtæki eins og aðrar merkar uppgötvanir. Hljóðmerki er sent til botns og það endurkastast svo með ákveðinni tíðnisveiflu á pappír í mælinum og þar ákvarðast samkvæmt mæliskalla, hvert dýpi er niður undan skipinu.
Asdikk er byggt upp á svipaðan hátt. Í stað þess að senda hljóðmerkið niður, er það sent út frá skipinu, eða í mismunandi horn frá lóðlínu, og í stað þess að finna botn, sendir það endurkast, ef það finnur fisk einhvers staðar út frá skipinu. Eins og gefur að skilja, eru hljóðmerkin heldur tilbreytingarlítil alla jafna, það er eilíft glonk, glonk mestallan daginn, en svo ef eitthvað kemur inn á, þá breytist hljóðið úr glonk, glonk yfir í glonk-í-glúnk, glonk-í-glúnk, og loks þegar kallinn er búinn að skipta yfir á hraða skallann, sem svo er nefndur, þá heyrist eitt sífellt glúk-glúk— glúk-glúk, og með því fylgir, að pappírinn á dýptarmælinum og reyndar asdikkinu líka fer að dökkna, það er komin torfa inn á, og næsta skref er, að kallinn segir ósköp rólegur:„Við skulum vera klárir".
Þetta orð,-klárir- er víst býsna gamalt í málinu. Áður fyrr var kallað klárir í bátana, það var, þegar nótabátarnir voru og hétu, þá hlupu menn á brókinni upp, enda lá oft mikið við, slagsmál við næstu skip um torfuna, og þeir hlutskarpastir, sem fljótastir urðu í bátana. Enn getur hið sama gilt um flýti, þótt nú séu aðferðirnar aðrar en þá, og enn getur svo farið, að misst sé af torfu, ef ekki er nógu fljótt við brugðið. Því gildir það enn, að í hvert sinn sem kallið kemur -KLÁRIR- er brugðið við hart og títt, rokið fram úr kojunni, og sleppikróksmaðurinn þýtur eins og örskot aftur á, enda ríður mikið á, að hann sé reiðubúinn að láta pokann detta, þegar kallað er laggó.
Annars er skipshöminni skipt niður þannig, að hver hefur sitt ákveðna starf, um þá skiptingu sér stýrimaður, og raunar er löngu búið að því, þegar hér er komið sögu, þannig að hver maður veit, hvar hann á að vera og til hvers er af honum ætlast.
Oft kemur það fyrir, að bíða verður lengi vel frammi á, áður en kastað er. Þá draga menn sig í hlé inn undir hvalbakinn, fá sér í pípu, leggjast á bakið og hlusta á lygasögur frá Svenna Tomm eða öðrum, láta sér jafnvel renna í brjóst, ef torfan hefur fjarlægst um of, og það heyrist gjörla, ef glúkkið verður strjálla en ella og ekki eins stöðugt.
En svo kannski í miðri sögu heyrist kallað úr hólnum -Laggó- og þá rjúka allir á sinn stað. Sleppikróksmaðurinn, sem hefur beðið allan tímann aftur á, kippir í spottann, sem hann er búinn að halda í síðasta klukkutímann, og nótin byrjar að renna út. Frammi á dekki toga tveir kallar í vírinn, sem silast rólega og notalega útaf tromlunni, loks nær hann réttu lagi og eftir það þarf ekki að hjálpa til, allt rennur út eins og til er ætlast, það er verið að kasta.
Og nótin rennur út í rólegheitum, þeir, sem eru aftur á, kalla til karlsins, hve mikið sé eftir af nótinni, hversu margir hringir, nú er hún hálfnuð, og nú eru bara tíu hringir eftir, og nú er allt farið, og brjóstið farið að renna, og þá stendur það yfirleitt á endum, að komið er að því að taka upp það, sem fyrst fór út af nótinni, baujuna, því flestir vita, að kastað er í hring til að loka síldina inni.
Þeir, sem eru frammi á, krækja í baujuna með haka og hala inn brjóstið. Endinn á vírnum er húkkaður í hinn enda vírsins, sem liggur inn á tromluna, og svo er byrjað að snurpa.
Þetta eru ókunnugleg hugtök og gerðir, öllum þeim, sem ekki hafa stundað veiðar með nót, en daglegt brauð á stórum hluta íslenska fiskiskipaflotans. Og því fylgja ekki neinar nánari skýringar þessum hluta veiðanna, slíkt yrði ofviða flestum að gleypa hrátt, allt það sem síðar gerist, svo sem húkkanir af vír, snurpun milli tromla og annað.
Enda skiptir það ekki máli. Meginmálið er það, að nótin nái að lokast utan um síldina, áður en hún finnur undankomuleið. Stundum tekst það og stundum ekki. Og ef það tekst, eins og í þetta sinn, eru menn hressir og kátir, annars bölva þeir.
Svo hópast menn aftur í nótakassa. Allir hásetarnir fara niður í kassann, einn dregur korkið, annar blýið, hinir garnið. Annar stýrimaður er í snurpuhringjum aftur á palli, fyrsti stýrimaður stjórnar blökkunum, kallinn er honum til aðstoðar, báðir vélstjórarnir eru frammi á við að hala upp og sleppa snurpuhringjum. Sá eini, sem ekki vinnur við að ná inn nótinni, er matsveinninn. Annað hvort sefur hann eftir amstur dagsins, eða það sem algengara er, að hann er önnum kafinn við að smyrja og spæla í mannskapinn, og svo ef vantar mann á dekk, þá kemur hann upp, sé á hann kallað.
Kraftblökkin tekur mesta erfiðið af mannskapnum, reyndar eru þær orðnar tvær blakkirnar í stað einnar áður. Sú fyrri dregur nótina inn, en sú seinni jafnar dráttinn niður í nótakassann og auðveldar starf áhafnarinnar.
Hægt og bítandi er nótin dregin inn, ýlfrandi juða blakkirnar korki, blýi og garni áleiðis aftur í kassa, og fljótlega kemur í ljós. hvort hún er inni, eða hvort þetta er búmm. Ef síld kemur með garninu, er hún nokkuð örugglega inni, annars er sennilega búmm, en svo er það kallað, þegar ekkert er í.
Og við erum svo lánsamir að fá kast. Það er þurrkað að síldinni, dælan sett út fyrir og byrjað að dæla. Það er undarleg tilfinning, sem gagntekur mann, þegar allt í einu byrjar að kastast inn á dekkið spriklandi fiskur, silfurgljáandi og bregður fyrir fjólubláum og gullnum lit á milli, undirstaða þessara veiða, síld.
Fyrst í stað standa menn með hendur í vösum, algerlega gagnteknir yfir þessu ævintýri. En svo taka menn að átta sig. Nú er að fara í lestina. Stiginn er tekinn fram, og menn feta sig niður. Meira að segja kokkurinn er kominn á stjá og kemur ofan í lestina. Stýrimaðurinn raðar mönnum niður eftir því, hvaða starf þeir eiga að vinna. Sjálfur stendur hann við skammtarann, rör, sem liggur niður í lestina ofan af dekkinu, skammtarinn er með loku á endanum, sem skammtar hæfilegt magn í hvern kassa, tveir standa úti í stíum með skóflur og ísa undir og ofan á hvern kassa, tveir eða þrír handlanga tóma kassa að skammtaranum, einn dregur kassana frá og aftur í lest eftir rúllubretti og síðan standa tveir og tveir saman og stúfa kössunum í stíurnar.
Stúfunin er erfiðasta verkið í lestinni. Það er mikilvægt, að þeir tveir, sem saman vinna, séu samhentir, að öðrum kosti fer orkan til spillis. Ekki er nóg, að vöðvakrafturinn sé samstilltur, hugsunin verður einnig að vera samstillt. Tekið upp á réttu augnabliki, draga djúpt andann, inn til vinstri, beint niður aftur, taka upp kassann, draga djúpt andann, inn til hægri, og svo heldur stúfunin áfram, einhver mesti þrældómur, sem upp hefur verið fundinn, síðan galeiðudómur lagðist af, en kærkomið tækifæri fyrir unga menn að sýna manndóm sinn og krafta og úthald, ef til vill það síðasta á þessari öld.
Eftir fyrstu tvöhundruð kassana er gefin pása. Uppi á dekki er kallinn og fyrsti meistari pungsveittir að róta niður, og nú opna þeir lúgu og niður sígur kassi af bjór, kærkomin hressing í öllu streðinu. Enginn upptakari fylgir með, og menn taka hver sína flösku og byrja að hamast á styttum og fjölum í lestinni. Hviss og froðuhljóð gefa fljótlega til kynna, að takmarkinu sé náð, en einstaka glamur og brothljóð merkja, að takmark danskra ölgerðarmanna hafi ekki náð tilgangi sínum.
Og áfram er haldið, síldin rennur niður rennuna, í kassana, og með hverjum kassa færumst við nær takmarkinu, að fylla skipið og fara í land.
Og svitinn rennur, niður andlitið, niður bak og bringu jafnvel niður í kassana, og blandast þar ís og síld, en því tekur enginn eftir, þetta er hluti af striti og starfi.
Og allt í einu er komið tómahljóð í rennuna, aha, það rennur ekki stanslaust niður, það er farið að sjatna í kössunum uppi. Hálftími enn eða svo, og þá er loksins allt búið. Þá er tekið til við að giska á, hve mikið er komið um borð. Og auðvitað eru menn ekki sammála. Að minnsta kosti 1000 kassar segir einn. Hva, ekki minna en 1100, segir annar. Má þakka fyrir 900, segir bölsýnismaðurinn. Teljið þið bara kassana á dekkinu, segir sá, sem vitið hefur. Það er gert, og í ljós kemur, að í þessu kasti hafa verið nær 1050 kassar af síld. En nú er aftur kallað klárir, og hver hleypur á sinn stað.
Sama æfing, sama vinna, sama streð, en mun minna en í fyrra kastinu, þægilegt kast að vinna, eða 500 kassar. Og þar með er kominn farseðillinn okkar til Hirtshals, eins og kallinn segir, afturlestin full og góður slatti í forlest. Meira þýðir ekki að gera að sinni, því nú er tekið að birta, og síldin á þessum slóðum hefur sig lítið í frammi á daginn, og því ekki ástæða til að bíða eftir næstu nótt. Þetta er sem sé indælt og gott. Tveir sólarhringar eru forút í stím, og kúrsinn er tekinn á það dægilega land Danmörk.
Á dönsku landi
Tveir eru þeir bæir á Jótlandi, norðanverðu, sem eru helstir viðkomustaðir síldarbáta íslenzkra. Þeir eru Skagen sem er nyrztur allra danskra bæja, og svo Hirtshals, sem er nokkru sunnar og vestar á sandhólaströndinni miklu. Einn mætti tilnefna til viðbótar enn sunnar, sá er Hanstholm, en er lítið sem ekkert notaður sem viðkomustaður, helzt ef ekki er til ís í hinum tveimur bæjunum, að þangað er leitað.
Sá staður, sem í mestu uppáhaldi var hjá ráðamönnum á Ísleifi var Hirtshals, enda var þangað farið hvert eitt sinn sem til Danmerkur var haldið. Ekki skal ég um það dæma, hvað valdið hefur þessari miklu trúfesti við bæinn, en geta skal þess, að eiginkona skipstjórans var búsett í bænum, bæði þau sumur er hér um ræðir, og kann það að hafa valdið nokkru um.
Annars skiptist nokkuð í tvo hópa, hvort farið var til Hirtshals eða Skagen eftir bátaflotanum, til að mynda fór aflaskipið Guðmundur alltaf til Skagen, enda bjó kona skipstjórans þar.
Frá Skagen kann ég því lítt að segja og verða mér aðrir og fróðari menn um þann stað að fjalla. En bænum Hirtshals kynntist ég nokkuð, og skal nú segja frá honum.
Bærinn er dæmigerður fiskibær, og þrifist þar tæpast líf, ef ekki nyti við geysimikils bátaflota. Fiskvinnsla er nokkur, en mikill hluti aflans er þó fluttur á flutningavögnum sunnar í landið og til nærliggjandi landa. Sá afli sem þarna kemur á land frá bátunum, og er hæfur til manneldis er allur seldur á markaði, en megnið af bátaflotanum er þó skítfiskarar svokallaðir, sem einungis veiða fyrir gúanó, og svipar að mörgu til spærlingsbátanna okkar. Að vísu þótti okkur æði mikið um seiði í aflanum hjá þeim, og hefði þessi veiðiskapur ekki þótt góð latína hér heima.
Mikið er þarna af tréskipum með dönsku lagi, eins og sumir þeirra báta, sem við könnumst við héðan úr Eyjum, svo sem Emma, Sjöstjarnan, Friggin heitin og fleiri, og eitt var öllum þessum skipum sameiginlegt, þau voru máluð í ljósbláum lit. Þá var og auðheyrt á morgnana, þegar þessi skip voru á útleið, að ennþá eru við líði þær ágætu vélategundir Hundested og Grenaa, enda sum þessara skipa komin vel til ára sinna. Viðhald þeirra er með miklum ágætum, og auðséð að skipverjar þeirra leggja metnað sinn í að útlit skipsins sé eins gott og frekast er unnt.
Töluvert er einnig um stálskip, sem stunda veiðar þessar, en þar ræður smekkur eigendanna ferðinni í litavali, frekar en gömul hefð, því þar sáust ekki ljósblá skip, heldur var rautt, svart og blátt hvað algengast. Þessi skip eru tekin í slipp einu sinni til tvisvar á ári, og snurfusuð og tekin rækilega í gegn. Ekki fer þó lengi fyrir fínheitunum, því þegar út á skítfiskinn er komið, verður erfitt um vik að halda skipinu hreinu. Yfirleitt er útivistin sjö til tíu dagar, kælilestar sjaldgæfar, og því má geta nærri, hvernig hráefnið er orðið útlítandi, þegar komið er að landi, en rétt er að geta þess, að hitinn er oftast um og yfir 20 stig á þessum árstíma.
Hleðslan er mikil hjá skítfiskurunum, rétt eins og um loðnuskip íslensk á vertíð. Ekki er hirt um að taka skipið í rækilegan þvott að löndun lokinni, heldur smúlað yfir, og segir sig því, hvernig lyktin verður af skipum þessum, eftir nokkurn tíma. Yfirleitt var reynt að komast hjá því að leggjast utan á skítfiskara. ef unnt var, en stundum voru ekki önnur pláss laus, og þótti það ill dvöl, bæði hvað það snerti að anda ódauninum að sér, svo var einnig erfitt um vik að komast leiðar sinnar yfir þessa farkosti, vegna slepju á dekkinu. Ekki bætti úr, að menn voru á stundum valtari á fótunum, en góðu hófi gegnir, og fengu þá buxur og jakkar illa útreið í slorinu.
Sem áður segir er útivist skítfiskara 7-10 dagar í einu, en minni bátarnir eru þó mun skemmri tíma að í einu. Skipverjar hafa frí frá löndun, sem er eitthvað ægilegasta óþrifaverk, sem hægt er að hugsa sér á skítfiski. Til þess eru fengnir sérhæfðir kallar úr landi. Má kenna nærveru þeirra í nokkur hundruð metra fjarlægð af lyktinni, en gott kaup munu þeir hafa fyrir þennan starfa og öfunda þá víst fáir af.
Skipverjar á skítfiskurum fá að jafnaði tveggja til þriggja sólarhringa frí eftir hverja tíu daga veiðiferð, og sumarfrí að auki.
Tekjumöguleikar eru góðir, og samkvæmt grófum útreikningi getur hásetahlutur á háum meðalbát farið yfir 3 milljónir króna, sé reiknað eftir gengi krónunnar eins og það var árið 1976. Þarna voru t.d. tveir Íslendingar á skítfiskara, seinna sumarið, sem við vorum úti, og að sögn undu þeir hag sínum vel. Aldrei hitti ég þá sjálfa, þannig að þessi skítfiskarafróðleikur er ekki frá þeim kominn heldur frá Dana nokkrum, stórum og miklum, sem síðar verður greint hér nánar frá.
Sem áður er sagt, er fiskvinnsla ekki tiltakanlega miktl í Hirtshals, en atvinna þar byggist að mestu leyti á sjómennsku og þjónustu við bátaflotann, en mikið er um landanir erlendra fiskiskipa, samhliða heimaflotanum. Íbuar staðarins eru um 8 þúsund talsins, og fer fjölgandi.
Bærinn er gamall í hettunni, byggð hefur þarna verið frá alda öðli, en fámennt framan af. Svo kom fjörkippur, þegar ráðist var í hafnarframkvæmdir, en áður var bærinn fyrir svo til opnu hafi. Hafnargerðin var sögð hreint tæknilegt meistaraverk, enda er verkfræðingurinn, sem sá um það verk nokkurs konar dýrlingur bæjarbúa, aðalgata bæjarins heitir eftir honum, og honum hefur verið reist minnismerki á aðalstað bæjarins. Jörgen heitir sá að fornafni, en svo hefur minnið svikið mig, að mér er gjörómögulegt að muna seinna nafnið, enda á því torkennileg stafsetning, og skiptir ekki meginmáli.
Höfninni í Hirtshals er skipt niður í litlar dokkir, þar er fyrst og innst smábátadokk, þá kemur fiskihöfnin og markaðurinn og yzt er skítfisksdokk ásamt verksmiðjum. Nú er búið að stækka höfnina geysimikið með byggingu garða út í sjóinn, en gamla höfnin var grafin inn í landið. Ferjuaðstaða er þarna mjög góð, og eru stórar ferjur, sem ganga tvisvar á dag til Kristiansand í Noregi. Er mikill straumur ferðamanna með þeim til og frá staðnum, og oft mikið að snúast þegar þær eru að leggja að og frá.
Húsakostur verður að teljast góður í Hirtshals miðað við marga staði. Flest ef ekki öll hús eru byggð á sama hátt, hlaðin úr múrsteini, og er þá notaður litli steininn, en ekki þeir stóru klunnalegu, sem við þekkjum hér á landi. Í mörgum tilvikum er hinn rauði litur múrsteinsins látinn halda sér , en einnig er mikið um að hús séu máluð eða kölkuð og þá oftast hvít. Mikið er um einbýlishús, svo og raðhús, eru þau flest af eldri gerð, en nokkuð hefur farið í vöxt á undanförnum árum að byggja blokkir.
Löndun
Þá er að snúa sér á ný að Íslendingum. Venjulega er stillt þannig til, að komutíminn til Hirtshals sé að kvöldi til. Öll löndun á fiski fer fram að nóttu til, vegna hitans, og mættu Íslendingar taka sér það fyrirkomulag til fyrirmyndar. Heimilt er að hefja löndun kl. 8 að kvöldi, og löndun verður að vera lokið um áttaleytið á morgnana.
Samkvæmt samningum eiga sjómenn að hafa frí frá löndun, en mannekla hefur gert það að verkum, að mannskapurinn verður að inna þetta verk af hendi. Að því ganga því allir um borð að skipstjóra, matsveini og 1. vélstjóra undanskildum, þeir hafa öðrum hnöppum að hneppa, kapteinninn fer að hugsa um konuna sína, vélstjórinn að dytta að viðgerðum og öðru og kokkurinn fer upp á krá og dettur í það, það er að segja eftir að hann er búinn að taka til mat handa köllunum.
Löndunin er erfitt verk, en vel borgað. Fyrir hvern kassa, sem upp úr lestinni fer, fær hver skipverji 15 aura danska. Fyrir að landa 1500 kössum koma því 225 kr. danskar í hlut. Það eru óskráð lög, að þessu fé mega menn eyða að vild, og kemur eiginkonum það á engan hátt við, hvernig því er ráðstafað, svo fremi, að ekki fylgi því hjúskapar eða hórdómsbrot. Þá er ótalið, að þetta fé kemur hvergi fram til skatts, og því hafa menn talið sér það skylt í mörgum tilvikum að eyða þvi í hvers kyns munað á danskri grund en flytja ekki svo illa fengið fé inn í landið.
Að auki er svo sjómannagjaldeyrir 700 krónur á mánuði en honum er að sjálfsögðu varið til kaupa á nytjahlutum og gjafavarningi hvers konar.
Oftast nær byrjuðum við að landa um miðnættið, en frávik gátu þó verið frá því. Löndun gengur þannig fyrir sig , að tveir menn eru uppi á dekki. Er annar vélstjóri þá á spili, en stýrimaður á lúgu og stjórnar verkinu. Hásetar eru í lest ásamt öðrum stýrimanni. Kassarnir eru hífðir upp á brettum, svipuðum þeim og eru notuð hér heima við upp- og útskipanir, þó eru dönsku brettin heldur léttari í vöfum. Á hvert bretti eru settir 12 kassar, síðan er stungið gegnum brettið neðanvert tveimur járnstöngum, sem kallast tittlingar vegna útlitsins, vírlykkjum smokrað uppá tittlingana og síðan híft. Löndun er erfitt verk, en það sama gildir og í stúfuninni, að þeir tveir sem saman vinna séu sem samhentastir í hugsun og verki. Verst gengur ávallt til að byrja með, þegar fáir komast að í einu og þröngt er um vik, en þegar tekur að rýmast til í lestinni verður yfirleitt góður gangur.
Ekki spillir það, að í flestum tilvikum eru menn búnir að hressa sig eilítið á danskri gæðavöru, sem er forboðin hér á landi. Sjaldgæft var það þó að menn dyttu í það í löndun, en oft voru menn hýrir og rjóðir við það verk, og þótti ýmsum ganga betur, ef bjórkassi var við hendina.
Mikil fagnaðarstund var það, þegar síðasta brettið tókst á loft upp úr lestinni. Þá var að moka saman þeirri sfld, sem farið hafði til spillis, bæði við stúfunina úti í sjó og eins í lönduninni, því fyrir vildi koma, að helltist úr einum og einum kassa í ógáti, svo og vildi botninn fara úr þeim sumum. Þeirri síld var ævinlega landað í gúanó, enda um lítið magn að ræða. Þá kom það stöku sinnum fyrir, að makríll var með síldinni, og var honum þá einnig landað sér í kössum.
Venjulega tók löndun þetta 4-6 tíma, og er þá meðtalinn sá tími sem það tók að hreinsa lestina. Þá var farið í að taka tóma kassa um borð. Ævinlega voru keyptir nýir kassar þeir eru nokkru dýrari en gamlir, en mun betri að sjálfsögðu. Allt eru þetta trékassar, smíðaðir í kassaverksmiðju þarna á staðnum, og er komið með þá á vögnum að skipshlið. Oftast eru þeir hífðir um borð, en sums staðar er haft það lag á að rétta hvern kassa um borð, og tekur það mun lengri tíma.
Ég minnist alltaf kassatökunnar með sérstakri ánægju, verkið var létt og auðunnið, venjulega var sólin að koma upp, þegar það var gert, lyktin með eindæmum góð af kössunum, nýtt timbur hefur sérstaka og góða lykt, og svo voru menn búnir að fá sér einn eða tvo bjóra í viðbót, meðan beðið var eftir kössunum.
Síðasta skyldustarfið var svo að taka ís um borð. Þar var ekki þörf á nema helmingnum af liðinu, svo að alltaf var frí hjá helmingi hásetanna og öðrum hvorum stýrimanninum við það verk. Mjög þægilegt er að taka ís í Hirtshals. Ísverksmiðjan stendur á hafnarbakkanum, siglt er beint upp að henni, 16 tommu stútur tekinn um borð, og honum síðan beint ofan í boxalokin á hverri stíu. Það var yfirleitt ekki nema hálf tíma verk í hæsta lagi að ganga frá ísnum. Varð manni oft hugsað til vinnubragðanna hér heima með bílakerfið og allan mannskapinn frá stöðvunum við að róta og moka, fyrir nú utan allan tímann, sem það tekur.
Og nú var aftur leyst og lagst utan á næsta bát. Flestir löbbuðu sig upp á markað til að fylgjast með sölunni á síldinni, en hún er boðin upp eftir svipuðu kerfi og tíðkast á fiskmörkuðum annars staðar í Evrópu.
Mjög er það misjafnt, hvert verð fæst fyrir síldina, og ræður þar margt. Fyrst og fremst er það ástand og gæði síldarinnar, en hér ræður einnig lögmálið um framboð og eftirspurn miklu. Þá eru og sumir dagar taldir betri söludagar en aðrir. Því var oft spenningur í mönnum, hvernig salan yrði. Skiptust á skin og skúrir í því sem öðru. Heldur var það leiðinlegt, þegar báturinn við hliðina fékk 50 aurum hærra fyrir sams konar síld og við vorum með, en það jafnaðist svo út í næsta túr, þegar við fengum kannski helmingi hærra verð en aðrir.
Annars var það mjög misjafnt með báta, hve hátt verðið var, sumir lentu alltaf illa í því, í æði mörgum tilfellum var þar um að ræða báta, sem voru illa mannaðir, eða með marga óvaninga, þannig að illa gekk að kassa. Svo voru aftur á móti aðrir bátar, sem ævinlega voru með toppverð fyrir sinn afla, til dæmis var Gísli Árni svo til undantekningarlaust með gott verð. Sömu sögu má segja um okkur á Ísleifi, við fengum aldrei dán verð á okkar síld, og oftast lentum við nokkru ofar en aðrir, sem seldu um leið og við. Eftir að búið var að huga að aflaverðmæti, fóru flestir um borð á ný, til að þvo af sér grútinn og svitann. Öll aðstaða til þrifnaðar er orðin hin ákjósanlegasta um borð í bátunum, og það af sem áður var á síldveiðum, þegar mannskapurinn fór ekki í bað allt sumarið.
Svo passaði það nokkurn veginn að gleypa í sig morgunverð að afloknu baði, og svo skiptust menn í tvo hópa. Annar hópurinn fór í koju og lagði sig fram að hádegi að minnsta kosti, en hinir lögðu leið sína upp í bæ. Var ýmislegt haft að yfirskini í bæjarferðum þessum, svo sem kaup á lesefni og tóbaki, því svo mikil var nú sómatilfinningin í flestum, að þeir kunnu ekki við að segja það berum orðum, að þeir væru að fara að fá sér bjór, og það kl. 9 að morgni.
Fastur var sá liður í bæjarferðinni, að koma var við í Höndlarabúðinni. Raunar heitir sú verslun mun virðulegra nafni á dönsku, en þar sem þarna var skipshöndlari, þótti ekki annað sæma en nefna hana Höndlarabúð. Þetta er hin mesta ágætisverslun, sem minnir að ýmsu leyti á Tangann hér í Eyjum, og ægir þar saman ýmsum varningi, allt frá matvöru upp í klofstígvél. Það hefur þó Höndlarabúðin fram yfir Tangabúð, að þar er selt ómælt af bjór og áfengi af flestum styrkleikagráðum. Það var og reyndar aðalerindi manna í búðina að fá sér ölflösku, en með flaut, að keyptur væri vasahrufur eða tóbak.
Flestum mun kunnugt, að í Danmörku eru margar ágætis fabrikkur, sem sérhæft hafa sig í bjórgerð. Þar af eru tvær stærstar og þekktastar, þær Carlsberg og Tuborg, og eru nær alls ráðandi með markaðinn. Öl þeirra ágætismanna er af ýmsum styrkleika, og mismunandi nöfn á hverri tegund eftir prósentuinnihaldi. Veikasti mjöðurinn er nefndur „lys" og er hann svipaður og íslenskur pilsner. Vart þarf að taka fram, að til undantekninga heyrir, að hann sé drukkinn af Íslendingum. Næsta gráða er „grön" frá Tuborg og „hof” frá Carlsberg. Er „hoffinn" öllu vinsælli og er sá drykkur, sem innfæddir drekka hvað mest af. Mun áfengisprósentan í þessu öli nema um 4 stigum. „Guldeksport" eða gullöl, er svo næst í röðinni, ef við fikrum okkur upp stigann og er það öl mun sterkara og um leið dýrara. Að lokum er svo sterkasti drykkurinn, sem heitir Festival frá Tuborg en Elefant frá Carlsberg, og eru það dúndurdrykkir miklir, svo sem margir munu við kannast. Fleiri eru til afbrigði og hátíðadrykkir sérstakir, en eru mun fátíðari.
Það mun nokkuð fastskorðuð venja íslendinga erlendis að best sé að drekka það öl, sem dýrast er og sterkast, enda hófu flestir nýliðar á skipinu þann leik og fengu sér Elefant. Sú varð reyndar raunin á, þegar líða tók á sumarið, að til undantekninga heyrði, að sú tegund væri drukkin, enda þarf gott úthald til að drekka Elefant svo að nokkru nemi. Var og svo komið að lokum, að velflestir sömdu sig að siðum danskra og drukku grænöl eða hoff. Mun það og mái þeirra, sem gerst og best til þekkja, að það standi öðrum tegundum framar að gæðum.
Kostverzlun til skipa er mikil í Höndlarabúðinni, og óspart notað að gefa kokkinum kaupbæti, ef vel er verslað. Kokkabjór svokallaður fylgdi ávallt með kostinum, en það var hálfur til einn kassi hoff. Vélstjórabjór hafði og verið frá olíufélögunum, en var nú aflagður. Var matsveinninn mikið öfundaður af þessum sérréttindum sínum um borð.
Afgreiðslufólk í Höndlarabúð var lipurt og skemmtilegt, voru þarna meðal annars ungpíur nokkrar sem óspart var gantast við í búðarferðum þessum. Var oft mikið um glens og gaman í þessari einstöku krambúð. Þó var fólki þar illa við drykkjulæti og voru slíkir engir aufúsugestir hjá Höndlaranum.
Af bókmenntum og kráarlífí
Frá Höndlara var svo farið að hressa upp á bókmenntaúrvalið um borð. Þá lá leiðin í kíóskinn, eða blaðaturninn, eins og hann heitir víst á íslensku. Þar var til sölu litskrúðugt úrval lesefnis, mestmegnis á dönsku.
Í Danmörku er frjálsræði meira en gengur og gerist annars staðar hvað kynlífsbókmenntir áhrærir. Er þar í búðargluggum útstillt ýmsum þeim litteratúr og myndverkum, sem kaupmenn á Íslandi myndu flestir veigra sér við að opinbera. Mun og reyndar sumum dönskum þykja nóg um, þegar ekki er hægt með góðu móti að fara með konuna og börnin í gönguferð á sunnudögum, þar sem gluggar margra verslana eru uppfullir með myndlýsingum að stóðlífi fólks og öðru þvílíku. Að vísu var ekki stillt út í glugga á kíóskinum því sem djarfast var talið í bókmenntum þessum, en innan dyra var gífurlegt magn slíkra verka, og mátti segja, að hver gæti þar fundið lestrar og myndefni við sitt hæfi, sama hvers kyns náttúrur eða ónáttúrur þjáðu hann. Tæpast held ég að til hafi verið það afbrigði í kynlífinu, sem ekki var búið að gera skil í máli og myndum, og var falboðið í bókasölu þessari. Væri of langt mál upp að telja allar þær varíasjónir sem þarna voru kynntar. Þá var og til að auka á fjölbreytnina hægt að fá keyptar kvikmyndir í versluninni um sama efni.
Ekki er því að neita, að bókmenntir þessar höfðu nokkuð aðdráttarafl fyrir ýmsa um borð, og voru reyndar til í hópnum sumir, sem byrjuðu á að fara í kíóskinn, áður en Höndlarinn var heimsóttur, og hlupu síðan niður í bát með fenginn og fengu sér góða lesningu fyrir svefninn.
Því er ekki að neita, að manni fannst á tíðum nóg um allt það frjálsræði, sem líðst í þessum málum í Danmörku, og hreinlega blöskraði þau ógrynni af pornógrafíu, sem hellt er yfir landsmenn. Þarna eru til að
mynda á götuhornum sjálfsalar, sem ekkert hafa að geyma annað en pornóblöð, ef svo slysalega skyldi nú hafa tekist til, að einhver hefði
ekki náð í bókabúð fyrir lokun. Þetta er sem sagt orðið talið til lífsnauðsynja.
Þó var eins og fólki þætti ekkert til um þetta, sjálfsagt má venjast þessu eins og öðru. Allavega yppti fólk bara öxlum, ef maður spurði um álit þess á öllu þessu klámi, og þótti þetta í flestum tilfellum bara allt í lagi.
Ekki þótti bæjarferð í Hirtshals fullkomin, nema komið væri við á kránni. Raunar eru krárnar einar fjórar talsins, en í daglegu tali er aðeins rætt um „krána" og er þá átt við hina einu og sönnu krá. Sú ber nafn bæjarins og heitir á dönsku Hirtshals-kroen. Hún er til húsa í húsnæði, sem vera mun frá aldamótum síðustu. Hafa allar innréttingar verið látnar halda sér þær sömu og frá fyrstu tíð, og gerir þetta staðinn gamaldags og heimilislegan, enda mátti segja, að þetta væri annað heimili margra, er bæinn gistu.
Húsgögn voru þarna flest af gamalli gerð og virðulegri myndskreytingar flestar gömul auglýsingarplögg fyrir öltegundir, sem löngu er hætt að framleiða, og þarf vart að taka fram, að myndverk þessi eru flest heiðgul að lit, bæði af elli og svo verulegu magni af tóbaksreyk, sem þarna hefur svifið um loft síðustu áratugi.
Gamall kolaofn og virðulegur trónaði þarna miðsvæðis, gljáfægður og skínandi og gerði sitt til að auka á góðan brag þessarar öldnu stofnunar.
Einhvern veginn liggur það í hlutarins eðli, að gott hljóti að vera að hvíla lúna fætur á stað sem þessum, og þó sérlega þegar hinar ágætustu veitingar eru þarna líka á boðstólum. Enda var og leikurinn til þess aðallega gjör af flestum að kanna drykkjarföng staðarins, fremur en að dást að fornri frægð hans.
Inngöngudyr eru þröngar og lágar, þannig að ekki er sá maður hár í loftinu, sem gengið getur þar uppréttur um dyr. Mikið brak í gólffjölum fylgdi því vanalega, er menn gengu í sali þar, sérlega bar á því, er Ísleifsmenn voru á ferð, enda flestir vel að manni líkamlega og þungt í þeim pundið.
Venjan var sú að helga sér ákveðinn bás eða borðröð í salnum og þóttu þau mest virðingarsæti er innst voru. Var þar eitt afbragðs hægindi, er vel rúmaði fimm í sæti, og kallast slíkir gripir sessílonar á jósku. Ef fleiri voru í förinni, gerðu þeir sér að góðu að draga stóla að borðinu sem sóffanum góða fylgdi.
Misjafnt var, hve lengi var dvalist á kránni, og var sá tími venjulega mældur í ölglösum en ekki mínútum. Var ekki óalgengt að tvær til þrjár ölflöskur væru tæmdar, áður en hugsað var til hreyfings, og kráin kvödd.
Síðustu fregnir, sem ég hef fengið frá þessum ágæta stað, eru þær, að búið sé að umturna þar öllu frá því sem var, og gera úr kránni nýtískulegan stað, gjörsneyddan þeim gamla virðulega, er yfir kránni ávallt hvíldi, og þykir mér það illa farið. Hafa þessar fréttir stórlega dregið úr áhuga mínum að heimsækja á ný þessar gömlu slóðir.
Fleiri eru krár í Hirtshals, en engin, sem komst í samjöfnuð við þessa, nema ef vera skyldi Skipperinn, en þangað var stöku sinnum haldið eftir þriðja glasið. Var andrúmsloft þar nokkuð annað en á kránni, og mun meiri hávaði, sem mestan part stafaði frá júkaboxi einu eða glymskratta í einu horninu, sem framleiddi músík fyrir borgun. Var hann stanslítið í gangi og glumdu þar ýmis topplög af vinsældalistum eða danskir slagarar og kersknisvísur hvers konar. Yfirleitt voru drykkjulæti algengari á Skippernum en öðrum krám, sem sumpart mun hafa stafað af því, að fremur var þar subbulegt innan dyra. Þarna unnu kerlingar tvær, þar af önnur eigandi staðarins, og voru þær oftast hressar í bragði en lítið augnayndi. Aftur á móti voru þjónusturnar á Hirtshalskránni flestar hinar myndarlegustu hnátur, þrifalegar þó sumar og bosmamiklar.
Í flestum tilvikum héldu menn aftur um borð að aflokinni bæjarferð sem slíkri, þó voru sumir, sem kusu að hafa lengri viðdvöl á annari hvorri kránni, eða þá bregða sér í búðir.
Hádegismatur var fram reiddur kl.12 á hádegi, og þar mættu flestir, sumir hverjir búnir að næla sér í kríublund frá því um morguninn, aðrir ósofnir en hressir samt. Eftir mat var úthlutað löndunarpeningum og mánaðargjaldeyri, ef um hann var að ræða. Þá kvað kallinn líka oftast upp um það, hvenær skyldi látið úr höfn. Í flestum tilvikum var gefinn sjens á balli um kvöldið, en í Hirtshals er dansað öll kvöld vikunnar. Var venjulega haldið úr höfn milli 2-3 á nóttunni, þegar dansleikjum var lokið og allir búnir örugglega að skila sér um borð.
Tímann eftir hádegi notuðu menn á ýmsan hátt. Var í mörgum tilvikum haldið áfram við fyrri iðju, og krárnar sóttar heim til skiptis, eða farið í verzlanir til að eyða mánaðaraurunum, en góð kaup var oft hægt að gera á útsölum þarna. Þá þótti sá vart maður með mönnum, sem ekki hafði með sér heim að minnsta kosti eina Nilfisk-ryksugu og kaffiuppáhellingarmaskínu, en hvort tveggja fæst fyrir lítið fé í Danmörku.
Þeir sem hugsuðu fram í tímann, notuðu þó oftast þennan tíma til að undirbúa sig fyrir kvöldið, og lögðu sig fram til kl.6, og voru þá hressir og endurnærðir. Vildi þá stundum brenna við, að þeir sem voru að koma úr koju mættu á leiðinni krársókningsmönnum, glaseygðum og reikulum í spori, sem gefist höfðu upp á hinu ljúfa lífi kránna og hugðust fá sérblund. Var og oft, að þeir vöknuðu ekki af þeim blundi, fyrr en á leiðinni út á sjó, og misstu af öllum dansi og kvöldskemmtan fyrir vikið. Hinir forsjálu voru hins vegar albúnir að njóta þess, sem bærinn býður upp á að kvöldlagi. Synd væri að segja, að það væri mikið eða margbrotið. Eitt kvikmyndahús er á staðnum, og skiptast þar á vinsælir vestrar og pornómyndir af djarfara tagi, og fengju sjálfsagt sumar ekki náð fyrir augum íslenska kvikmyndaeftirlitsins.
Dansað er flest kvöld vikunnar, eins og áður er sagt. Að vísu er um diskótekstónlist að ræða á mánudögum og þriðjudögum, en önnur kvöld vikunnar eru dansleikir á Túristahótelinu, og þangað leggja menn gjarnan leið sína eftir stutta viðkomu á kránni. Fastahljómsveit leikur þar, og er hún í svipuðum gæðaflokki og gengur og gerist á veitingahúsum hér á landi, leikur létta hljómlist, svokallaða brennivínsmússík, eins og háþróaðir tónmenntamenn kalla hana fyrir þær sakir, að menn kunna einkum að meta þessa tegund tónlistar, þegar þeir hafa innbyrt ákveðið magn af þeim vökva.
Ævinlega var tekið eitt borð eða tvö frá fyrir skipshöfnina, og var um það að eiga við boldangskvenmann einn rauðhærðan, sjálfsagt hátt í 200 pund á þyngd. Gekk sú undir viðurnefninu „den dejlige lille missekat", eða kisa litla, svo nærri útliti hennar sem það nú var.
Heldur var fáfenglegt það úrval af áfengum drykkjum, sem fyrirfannst á barnum á dansstað þessum, og var það raunar sammerkt öllum krám og börum þarna úti. Algerlega var það óþekkt, að kokkteilar væru blandaðir á slíkum stöðum, hvað þá langir drykkir svonefndir með varíasjónum. Urðu menn að gera sér að góðu þær sjö eða átta tegundir, sem þarna var að finna, ásamt dönsku öli.
Jafnan voru dansleikir nokkuð fjölsóttir, bæði af Íslendingum, svo og þarlendum. Var ungt fólk í miklum meirihluta. Komu bæjarbúar oft í heimsóknir að borðinu til okkar, til spjalls og viðræðna, og var þar oftast um veikara kynið að ræða. Endaði það oft með dansi. Dansmennt er ekki ólík því sem gerist hér heima, þannig að meira er um hristing og skakstur en dans upp á gamlan máta.
Mannleg náttúra er víst söm við sig, hvort sem er á Íslandi eða sandhólabyggðum Jótlands, og kom það fyrir, að þeir úr hópnum, sem óbundnir voru gerðu meira en renna hýru auga til kvenna á staðnum. Mynduðust á stundum sambönd þar, sem sum hver entust alllengi. Er mér kunnugt um eitt, ef ekki tvö hjónabönd, sem stofnað var til þarna úti. Algengara var, að kynnin entust aðeins sumarlangt, svo sem gengur og gerist hjá óbundnu fólki. Þeir aðrir, sem áttu eitthvað heima á Íslandi, létu sér augnaráðið nægja í flestum tilvikum.
Fyrir kom, að í brýnu lenti á danshúsum og krám meðal Íslendinga og dana. Var slíkt þó fremur sjaldgæft, og var þar í fæstum tilvikum um að ræða bæjarbúa í Hirtshals, heldur sveitamenn úr nágrenninu, sem á stundum gerðust aðsópsmiklir í kaupstaðaferðum.
Fáein alvarleg atvik áttu sér þó stað vegna ryskinga, og var meðal annars ungur piltur af einum bátnum svo hart leikinn, að það kostaði rúmlega árs sjúkrahúslegu. Yfirleitt réðust óaldarmenn þessir ekki á menn nema þeir væru einir á ferð eða fáliðaðir, en jafnan gættu þeir þess sjálfir að vera nokkru fleiri en þeir, sem á átti að ráðast. Hlutu þeir af þessu illt umtal bæjarbúa, sem flestir eru friðelskir og vinveittir Íslendingum.
Hasarblöð í Danmörku birtu nokkrar æsifréttir um þessar óeirðir Dana og Íslendinga, sem þeir kölluðu svo, og var þar allmjög hallað réttu máli. Komu blaðamenn frá dagblaði nokkru um borð til okkar einhverju sinni og fengu viðtal, þar sem reynt var að leiðrétta æsiskrifin, og draga úr þeirri uppdigtuðu óvild, sem ríkti milli þjóðanna tveggja. Aldrei sáum við blað þetta, en vel kann að vera, að Jyllandsposten eða Aalborgs stiftstidende hafi haft að geyma viðtal og myndir af okkur á Ísleifi.
Aðeins einu sinni urðum við á Ísleifi fyrir aðkasti, svo að ég muni. Vorum við þá þrír saman staddir á krá einni ofarlega í bænum og sátum við borð með Norðmönnum tveim, sem voru gestkomandi í bænum. Áttum við við þá hinar ágætustu viðræður, þegar að borðinu kom sjóari einn danskur, vel slompaður, og illa staddur fjárhagslega. Sáum við aumur á honum og keyptum ölflösku handa honum í anda norrænnar samvinnu. Líkaði honum það vel, stakk út úr flöskunni og bað um aðra. Sú bón var uppfyllt, en þriðju óskinni neitað. Þá reiddist sá danski frændi vor og sparkaði upp undir borðið, sem við sátum við, svo að það sporðreistist, og allt sem á því var lenti á gólfinu, ýmist brotið eða óbrotið. Að því búnu þreif sá danski bjórflösku af næsta borði og hugðist sundra henni á hausnum á mér, og þá sjálfsagt sundra hausnum um leið. Aldrei hef ég hrósað mér af því að vera slagsmálamaður góður, og margt annað legið betur fyrir mér í lífinu en að berja fólk. En þegar menn eiga hendur sínar og haus að verja er víst ekki um annað að ræða en að taka á móti. Og handlegginn þann danska, er á flöskunni hélt tókst mér að stöðva og berja flöskuna úr hendinni. Leikurinn barst síðan út úr kránni með stimpingum miklum og látum og alla leið út í glampandi sólskinið á gangstéttinni. Þá hlupu þar að skipsfélagar þess danska, tóku hann og fóru með hann á braut, og báðu mig mikillega afsökunar. Slíkt hið sama gerði vertinn á kránni og fengum við Íslendingar ókeypis umgang af öli fyrir þau spjöll, sem okkur höfðu verið unnin. Ekki hafði ég annað tjón af bardaga þessum en rifna lopapeysu, og þóttist sleppa vel með það.
Þá vorum við einhverju sinni staddir þrír saman uppi á Skipperkránni í góðu yfirlæti. Kom þá allt í einu flokkur manna inn á krána og settist nærri útgöngudyrunum. Voru þeir háværir nokkuð og vel við skál.
Einn úr okkar hópi kvað upp með það, að hér væru komnir þeir, er hvað verst hefðu leikið Íslendinga á staðnum með barsmíðum að undanförnu, og þá sérstaklega rumur einn mikill og árennilegur, sem virtist vera fyrir liði þessu. Sátum við heldur hljóðir og hógværir inni í horni, og höfðum okkur ekki í frammi. Ekki var um aðrar útgöngudyr að ræða en þær, er Danir sátu við, svo við biðum þess er verða vildi. Dró nú rumurinn mikli fram gítar og hófu þeir fimmmenningar söng. Voru þeir söngmenn allgóðir og þó sérlega sá stóri. Hélt nú svo fram um stund, að þeir sungu og drukku, en við sátum og hlýddum á. Ekki þorðum við að taka þátt í söngnum, og kunnum enda lítið af þeim texta, sem fram var fluttur.
Svo kom að því, að okkur tók að leiðast þessi innilokun og hugðum illu best aflokið, út yrðum við að komast hvernig sem það yrði gert. Þegar hlé varð á söngnum gekk ég að gítarleikaranum þrekvaxna og bað hann að leika eitt ákveðið lag fyrir mig. Hann varð þegar við þeirri ósk og söng danskan slagara, sem ég hef síðan haft hinar mestu mætur á. Að söng loknum lagði hann hljóðfærið frá sér, og ég herti upp hugann og spurði hvort ég mætti grípa í það. Ekkert var sjálfsagðara, svo að ég upphóf raust mína og byrjaði á öðrum dönskum slagara. Tóku þeir félagar vel undir og var klappað að leik loknum.
Vék rumur sér þá að mér og spurði, hvaðan við værum. Þegar honum var sagt, að hér væru sjómenn frá Íslandi, urðu viðbrögð hans öll önnur en þau, sem við höfðum átt von á.
Í stað þess að hefja barsmíðar voru keyptir þrír hoffar handa okkur félögum. Hér voru reyndar ekki komnir óbótamenn, heldur kátir og friðsamir skítfiskarar í helgarfríi. Létti okkur heldur betur við þetta og dvöldum við í góðum fagnaði með þessum kollegum okkar fram eftir degi. Fræddumst við um margt varðandi danskar fiskveiðar, og kaup og kjör manna við þann atvinnuveg. Bauð skipstjórinn, sem þarna var með mönnum sínum, mér pláss á skipi sínu næsta sumar, ef ég hefði áhuga. Lofaði ég að íhuga málið, en aldrei varð neitt meira úr því.
Og ekki má gleyma því, að rumurinn mikli, sá hét Bjarni, kannaðist við einn íslending, sem dvalið hefði í Danmörku um skeið, og gat hans að góðu. Hið sama gerði ég með góðri samvisku, þar sem ég kannaðist einnig við umræddan Íslending. Þessi sameiginlegi kunningi okkar var enginn annar en Páll Zophoníasson.
Yfirleitt má segja, að flest samskipti við fólkið þarna úti hafi verið á þessa lund, eða hin ánægjulegastu.
Stöku sinnum kom það fyrir í inniverum í Hirtshals, að Íslendingar sáu sjálfir um skemmtiatriði á samkomustöðum. Til að mynda fengum við stundum að grípa í hljóðfæri á dansleikjum á Túristahótelinu, og frægt varð það, þegar við tókum að okkur söng og skemmtan á kránni við Sveinn Tómasson. Þann atburð hefi ég raunar fjallað um á öðrum vettvangi og mun því ekki endurtaka það hér.
Einu sinni á sumri hverju var farið í Álaborgartúr. Tók þá skipshöfnin á leigu litla rútu eða „mínibuss" með bifreiðarstjóra að sjálfsögðu. Til Álaborgar er um klukkustundar akstur, ef ég man rétt, og leiðin er hið dæmigerða danska sléttlendi með beykitrjám við veginn, hvítkölkuðum sveitabýlum með stráþaki, og litlum þorpum með sölubúð og krá.
Álaborg er stórborg, og allur bragur þar annar en í Hirtshals. Megintilgangur ferðarinnar var ævinlega sá að fara í Tívolí, en í Álaborg er fremur lítið en alveg prýðilegt tívolí. Var venjulega dvalist í tívolíinu fram undir tíuleytið á kvöldin, en þá var farið að huga að næturklúbbum, sem eru allmargir þar í borg. Heimferðartími var í flestum tilvikum um tvö til þrjúleytið á nóttunni. Næturklúbbar fyrirfinnast ekki í Hirtshals, en í nágrannabænum Hjörring eru tveir eða þrír slíkir, og kom fyrir, að menn legðu leið sína þangað, eftir dansleiki, ef skemmtanaþörfinni hafði ekki verið fullnægt, og ekki átti að fara út fyrr en með morgninum.
Brottför frá Hirtshals var eins og áður hefur verið sagt oftast á tímanum þetta tvö til sex um nóttina, þannig að tíminn í landi, sem stoppað var, lét nærri sólarhring. Ekki var nú mannskapurinn alltaf burðugur fyrsta sólarhringinn eftir söluferð, en hvergi bráir eins fljótt af mönnum og úti á sjó. Oft var líka sú forsjálni viðhöfð að kaupa kassa af „hoffara" og hafa með sér, og dró það úr sárasta þorstanum að minnsta kosti. Enginn skyldi skilja þessi orð mín á þann veg, að um drykkjuskap hafi verið að ræða úti í sjó, slíkt þekktist ekki þarna um borð. En á tveggja sólarhringa stímum gat verið þægilegt að grípa ölflösku úr kassa og fá sér sopa við höfuðverk og þorsta. Sömuleiðis var öl þetta gott sem svaladrykkur í erfiðri vinnu úti í sjó, svo sem áður er getið.
Að vísu kom það einu sinni fyrir á útstími, að haldið var áfram, þar sem frá var horfið, og sömuleiðis einu sinni á landleið, að fagnað var dæmalaust góðum afla með öldrykkju og söng. En í bæði þau skipti var þess vandlega gætt, að þeir menn væru í lagi, sem standa áttu sína pligt.
Þá var það og oft, að sleppt var svo til samstundis og búið var að taka ís, og öllu bæjarflandri sleppt, en það var í þeim tilvikum, þegar verið var að veiðum í Skagerak, eða þetta fjögurra til sex tíma siglingu frá Hirtshals.
Þá töldu menn það líka heilaga skyldu sína, að vera eins og menn við brottför, svo að ekki kæmi það niður á vinnunni.
Annars fóru veiðarnar í Skagerak óskaplega í taugarnar á öllum um[ Líklegast innsláttarvilla í bók] borð. Eini kosturinn við þær var, hve stutt var á miðin, (og stundum þótti það nú ókostur, ef menn voru illa upplagðir). Ókostirnir voru hins vegar margir. Síldin, sem þar veiðist er bæði stygg og einnig smá, og því lægra verð fyrir hana en Shetlandseyjasíldina. Oft var því búmmað í Skagerakinu og mikið bölvað. Þá var því öfugt farið með Skageraksíld og hina, að veiðarnar við Shetlandseyjar fóru að mestu leyti fram á nóttunni, en þarna gaf hún sig meira til á daginn, og það þegar heitast var. Komst hitinn oft yfir tuttugu stig, og má ímynda sér hvernig það er að vinna í slíkum hita í fullum sjóklæðum. Ekki var viðlit að afklæðast þeim vegna marglyttu, sem þarna er í gífurlegu magni. Þegar nótin var dregin inn, var hún ævinlega löðrandi í marglyttu, og láku rauðir og bláir taumar yfir mannskapinn. Andlitið var oft illa leikið eftir þessi köst, svo að ekki sé á það minnst, ef þessi viðbjóður fór í augun. Alltaf var það fyrsta verkið eftir kast í Skagerak að hlaupa og þvo á sér andlitið úr köldu vatni. Sólin var fljót að þurrka marglyttuna framan í manni, óg gat því sviðið illa undan, ef ekki var brugðið fljótt við og óþverrinn skolaður burtu.
Þá var það og eitt helsta tilhlökkunarefnið að komast úr hitanum á dekkinu og niður í kælda lestina. Og í Skagerak var það versta verkið að standa uppi og róta niður í lest. Voru þeir oft þreytulegir orðnir kallinn og vélstjórinn, þegar síðasta paddan var komin niður. Var það eitt, sem bjargaði þar miklu, hve köstin voru alltaf mun minni í Skagerak en vesturfrá, gott þótti að fá 300-400 kassa í kasti, og oft var þá farið beint inn með það, þannig að Skagerakstúrar voru miklu styttri og mun rýrari afli en af vestursvæðinu.
Þannig leið svo sumarið yfirleitt án stórra breytinga. Þó kom fyrir að fara þyrfti til Noregs, ef eitthvað bilaði, og kom það tvívegis fyrir hjá okkur, að asdikkið hagaði sér ekki eins og það átti að gera, og var þá haldið til Egersund, þar sem fljótlega tókst að koma réttu hljóði í það.
Sömuleiðis kom fyrir, að tekinn var túr á Þýskaland, og selt þar, og þá aðallega til að fá góðan toll, en í Danmörku þótti heldur lélegur tollur, aðeins var hægt að fá tóbak, og það af heldur skornum skammti. Voru Þýskalandsreisur í miklu uppáhaldi hjá mannskapnum, og væri efni í stóra frásögn allt, sem í því landi drífur á daga manna í slíkum ferðum.