„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1994/Skúlptúrviti á Hörgaeyrargarði“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 16: Lína 16:
'''Sveinn R. Valgeirsson'''
'''Sveinn R. Valgeirsson'''


[[Sjómannadagsblað Vestmannaeyja]]<br>
<br>
:::::::'''Sveinn R. Valgeirsson'''
:::::::


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 31. mars 2017 kl. 16:05

Skúlptúrviti á Hörgeyrargarði

Sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi

Listaverkið er eftir Grím Marinó Steindórsson og var afhjúpað á sjómannadaginn 5. júní 1993. Við það tækifæri flutti Sveinn Rúnar Valgeirsson formaður hafnarstjórnar ræðu sem blaðið fékk leyfi til að birta.

Forseti Íslands, forseti Portúgals, fulltrúar Hafnarmálastofnunar, sjómenn í Vestmannaeyjum og aðrir gestir. Það er tákn að það sem einu sinni þótti stórt og mikið í mannvirkjum er í dag smátt og lítið. Þetta á ekki síst við um skipaflotann, þau fley sem þóttu mikil og stór eru í dag lítil og smá. Innsiglingin í Vestmannaeyjahöfn er þar engin undantekning.
Nú, 66 árum eftir að samþykkt var að lengja Hörgaeyrargarð um 30-50 metra, er búið að stytta garðinn um 60 metra og dýpka innsiglinguna svo að okkar stærstu flutninga og fiskiskip geta komið hér inn án tillits til flóðs eða fjöru. Vitinn á enda garðsins er ekki einungis öryggistæki, heldur er þetta stórkostlegt listaverk sem ber listamanninum fagurt vitni.
Það fer vel á því að fyrsti viti í landinu sem sameinar þetta tvennt. að vera í senn skúlptúr og viti, skuli reistur við fegurstu innsiglinguna, sem er um leið anddyri Vestmannaeyja.
Það var síðla sumars í fyrra að Árni Johnsen alþingismaður kom að máli við mig og bæjarstjórann og lá mikið á sem endranær. Tilefnið var að sýna okkur líkan af súlum, fjórar voru að hefja sig til flugs og ein var að stinga sér eftir æti. Þetta var tillaga að vitanum á Hörgaeyrargarði. Til marks um fylgni við málið var það samþykkt samhljóða í hafnarstjórn og ákveðið að vinda sér strax í málið og hefjast handa við að tryggja fjármagn og samþykki Vita- og hafnarmálastofnunar fyrir verkinu, án þess að það væri formlega afgreitt frá hafnastjórn fyrr en löngu síðar, svo sjálfsagt þótti þetta þar.
Það má til gamans geta þess að veturinn 1924 og 1925 urðu miklar skemmdir á vesturhlið Hörgaeyrargarðs. Við þær skemmdir var gert sumarið 1925. Umsjón með því verki hafði Finnbogi R. Þorvaldsson verkfræðingur. Hann sá einnig um lengingu garðsins 1928. Það fer því vel á því að dóttir hans, frú Vigdís Finnbogadóttir, forsetinn okkar, skuli nú 65 árum síðar afhjúpa þetta listaverk á þessum sama Hörgaeyrargarði.
Mig langar að endingu að þakka listamanninum Grími Marinó Steindórssyni fyrir þetta fagra listaverk. Hagleiksmönnunum á Vélaverkstæðinu Þór hér í bæ þakka ég fyrir smíðina en það verkstæði er búið að smíða mörg ómetanleg tæki og tól til öryggis fyrir sjómenn.
Mig langar að þakka vita- og hafnamálastjóra og hans starfsliði fyrir frábæran stuðning og velvild og skilning í garð Vestmannaeyjahafnar við málið og síðast en ekki síst upphafsmanninum, Árna Johnsen alþingismanni.
Ég bið frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, að afhjúpa verkið.

Sveinn R. Valgeirsson