77.830
breytingar
Oskarpetur (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(19 millibreytingar ekki sýndar frá 7 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Húsið Stakkholt við [[Vestmannabraut]] 49 í Vestmannaeyjum, var byggt árið 1921. Afsali var þinglýst 20. desember 1921. Nafnið er sótt í Stakkholt í Þórsmörk. [[Sveinn Pálsson í Stakkholti|Sveinn Pálsson]] byggði húsið og flutti hann inn ásamt konu sinni, [[Guðrún Sigurðardóttir í Stakkholti|Guðrúnu Sigurðardóttur]] og móður hans, [[Sigrún Sveinsdóttir í Stakkholti|Sigrúnu Sveinsdóttur]]. Þau eignuðust dótturina [[Sigrún Pálína Sveinsdóttir|Sigrúnu Pálínu]] árið 1927, en hún er gift amerískum lækni og búa þau í Bandaríkjunum. Sveinn og Guðrún ólu upp [[Áslaug Ólafsdóttir|Áslaugu Ólafsdóttur]]. Foreldrar hennar, þau Ólafur og Þóra leigðu í risi húsins, en Ólafur lést 1930. | |||
Sveinn var bróðir [[Árni Pálsson á Auðsstöðum|Árna Pálssonar]], hann var faðir [[Páll Árnason á Auðsstöðum|Páls Árnasonar]], netagerðarmanns og múrarameistara. | |||
[[Gunnar Ólafsson (kaupmaður)|Gunnar Ólafsson]] & Co eignast húsið 1933, það var leigt fólki á þessum árum. Einn af þeim er leigði húsið var [[Nikulás Ívarsson]]. | |||
[[Mynd:Stakkholt_1.jpg|thumb|Stakkholt, æskuheimilið séð með augum Ásmundar Friðrikssonar.]] | |||
[[Mynd: KG-mannamyndir 1953.jpg|thumb|150px|''Einar Nikulásson frá Búðarhóli í A-Landeyjum, faðir Sigurbjargar í Breiðholti og Óskars Péturs.]] | |||
[[Óskar Pétur Einarsson (lögregluþjónn)|Óskar Pétur Einarsson]], skipasmiður og lögregluþjónn, og [[Guðný Svava Gísladóttir]], kona hans, kaupa Stakkholt árið 1943. | |||
Skv. skriflegum heimildum frá [[Októvía Andersen|Októvíu Andersen]], var afsal fyrir Stakkholt gert þann 18. okt. 1943 og þinglýst 30. okt. 1943. | |||
Óskar var þriðja yngsta barn, af níu systkina barnahópi, þeirra Einars Nikulássonar og Valgerðar Oddsdóttur frá Búðarhól í Landeyjum. Hann flutti til Eyja ungur maður eins og algengt var á þessum árum. Svava var fædd og uppalin á [[Arnarhóll|Arnarhóli]], við [[Faxastígur|Faxastíg]] 10, hún var elst af fimm börnum Gísla Jónssonar og Guðnýjar Einarsdóttur. | |||
Óskar | Þegar Óskar og Svava flytja inn í Stakkholt, áttu þau fjögur börn en þau eru, [[Guðný Óskarsdóttir í Stakkholti|Guðný]] fædd 1935, [[Valgerður Erla Óskarsdóttir|Valgerður Erla]] fædd 1937, [[Gísli Óskarsson í Stakkholti|Gísli]] fæddur 1939, [[Rebekka Óskarsdóttir|Rebekka]] fædd 1941, lést 1971. Börnin [[Sigurbjörg Rut Óskarsdóttir|Sigurbjörg Rut]] fædd 1946, og [[Einar Óskarsson í Stakkholti|Einar]] fæddur 1952, fæddust í Stakkholti. | ||
Óskar | Óskar og Svava voru alltaf mjög nægjusöm og notuðu ekki allt húsið fyrir sig, þau leigðu oftast einhvern hluta þess. [[Sigurbjörg Einarsdóttir|Sigurbjörg]], systir Óskars og [[Bjarni Bjarnason í Breiðholti|Bjarni Bjarnason]], yfirleitt kallaður Bjarni dýralæknir, byrjuðu sinn búskap í kjallaranum í Stakkholti. Fluttu síðar í risið og keyptu þar á eftir austurendann í [[Breiðholt|Breiðholti]]. | ||
[[Friðrik Ásmundsson]] og Valgerður Erla, dóttir Óskars og Svövu, byrjuðu sinn búskap í risinu og voru þar til ársins 1964 er þau fluttu austur í Grænuhlíð. [[Ari Pálsson]] og Rebekka, dóttir þeirra byrjuðu sinn búskap í kjallaranum. Fleira fólk leigði hjá þeim, bæði í kjallara og í risinu. Ekki voru þau ströng um greiðslu á leigu hjá fólki, og ekki var hún há, tilfinning mín er sú að oft á tímum hafi ekki verið rukkað neitt fyrir leigu. | |||
Árið 1967 - 69 leigði bandarískur trúboði, Glen Hunt að nafni, austurendann í kjallaranum, þar var gjafavörubúð. Glen seldi gjafavörur sem hann keypti frá Kóreu. Versluninn hét Gjafabúðin. Við krakkarnir, barnabörn Óskars og Svövu, kölluðum búðina Afabúð. Mjög líklega hefur þetta verið fyrsta versluninn á Íslandi sem seldi gjafavörur frá Asíu. | |||
Óskar og Svava, | Óskar Pétur Einarsson lést 13. maí 1978, og var Svava í húsinu til ársins 1987 er hún flutti til sonar síns og tengdadóttur, Gísla og [[Kristín Haraldsdóttir|Kristínar Haraldsdóttur]] að [[Sóleyjargata|Sóleyjargötu]]. Dóttir þeirra, Svava Gísladóttir, kaupir Stakkholt árið 1993 af ömmu sinni og hefur búið í því síðan. Svava flytur í húsið árið 1991 með börnum sínum, þeim Gísla Birgi, Kristínu Sjöfn og Sigrúnu Ellu Ómarsbörnum. Eftir að Svava giftist Sigurði Einarssyni, hafa þau eignast Dagbjörtu Lenu og Trausta Mar. | ||
Svava hefur haldið húsinu vel við, árið 1994 lét hún skipta um járn á þakinu. Eftir að Sigurður kemur í Stakkholt hafa þau hugað vel að endurbótum og hafa endurnýjað allt eldhúsið, lagfært stofur, gang og háaloftið, þau hafa einnig skipt um glugga. | |||
{{Heimildir| | |||
''[[Óskar Pétur Friðriksson]], íbúi á [[Þingeyri]] við [[Skólavegur|Skólaveg]] 37 Vestmannaeyjum, tók saman í janúar 2006.'' | |||
'''Munnlegar heimildir''' | |||
*Friðrik Ásmundsson | |||
*Gísli Óskarsson | |||
*Guðný Svava Gísladóttir | |||
*Jóna Guðmundsdóttir | |||
*Kristín Haraldsdóttir | |||
*Sigurbjörg Rut Óskarsdóttir | |||
*Sigurður Einarsson | |||
*Valgerður Erla Óskarsdóttir | |||
'''Skriflegar heimildir''' | |||
*Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja, með aðstoð Jónu Bjargar Guðmundsdóttur, skjalavarðar | |||
*''www.islendingabok.is'' | |||
*Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum, með aðstoð Októvíu Andersen | |||
}} | |||
[[Flokkur:Hús]] | [[Flokkur:Hús]] | ||
[[Flokkur:Vestmannabraut]] |