„Konráð Þorsteinsson (Vatnsdal)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Konráð Þorsteinsson''' verkamaður, sjómaður, pípulagningameistari, skólastjóri fæddist 26. mars 1914 á Árskógsströnd í Eyjafirði og lést 8. október 1973.<br> Fore...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 6: | Lína 6: | ||
Þau voru í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]] 1940 með tvö börn sín, eignuðust tvö börn í dvöl sinni þar, 1940 og 1941.<br> | Þau voru í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]] 1940 með tvö börn sín, eignuðust tvö börn í dvöl sinni þar, 1940 og 1941.<br> | ||
Hjónin fluttust til Hafnarfjarðar um 1942.<br> | Hjónin fluttust til Hafnarfjarðar um 1942.<br> | ||
Kristín María fæddi Guðrúnu Maríu 1943 í Hafnarfirði og lést rúmum tveim mánuðum síðar. Barnið varð kjörbarn.<br> | Kristín María fæddi Guðrúnu Maríu 1943 í Hafnarfirði og lést rúmum tveim mánuðum síðar. Barnið varð kjörbarn Skúla Guðmundssonar alþingismanns og ráðherra og konu hans Jósefínu Antoníu Helgadóttur.<br> | ||
Konráð kvæntist Sigríði Helgu 1944 og fluttist til Ísafjarðar. Þar tók hann minna vélstjórapróf 1944. Þar fæddist Sigríður 1945. Hann fluttist síðan á Sauðárkrók og til Reykjavíkur. Í Reykjavík vann Konráð við viðhald húsa og verslun með þau.<br> | Konráð kvæntist Sigríði Helgu 1944 og fluttist til Ísafjarðar. Þar tók hann minna vélstjórapróf 1944. Þar fæddist Sigríður 1945. Hann fluttist síðan á Sauðárkrók og til Reykjavíkur. Í Reykjavík vann Konráð við viðhald húsa og verslun með þau.<br> | ||
Hann tók kennarapróf og fluttist u. Eyjafjöll þar sem hann varð skólastjóri.<br> | Hann tók kennarapróf og fluttist u. Eyjafjöll þar sem hann varð skólastjóri.<br> |
Núverandi breyting frá og með 17. nóvember 2016 kl. 18:55
Konráð Þorsteinsson verkamaður, sjómaður, pípulagningameistari, skólastjóri fæddist 26. mars 1914 á Árskógsströnd í Eyjafirði og lést 8. október 1973.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson bóndi og útgerðarmaður í Hvammi á Galmaströnd og á Litlu-Hámundarstöðum á Árskógsströnd, f. 12. nóvember 1874, d. 23. mars 1932 af slysförum, og kona hans Valgerður Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 12. mars 1879 á Selá á Árskógsströnd, d. 21. júlí 1946.
Konráð var með foreldrum sínum og stórum systkinahóp á Litlu-Hámundarstöðum 1920, var þar einnig 1930.
Hann kvæntist Kristínu Maríu 1936 og eignaðist með henni Jóhannes Erik á Litlu-Hámundarstöðum 1937. Þau voru á Sauðárkróki við fæðingu Lóu Karenar 1938.
Þau voru í Vatnsdal 1940 með tvö börn sín, eignuðust tvö börn í dvöl sinni þar, 1940 og 1941.
Hjónin fluttust til Hafnarfjarðar um 1942.
Kristín María fæddi Guðrúnu Maríu 1943 í Hafnarfirði og lést rúmum tveim mánuðum síðar. Barnið varð kjörbarn Skúla Guðmundssonar alþingismanns og ráðherra og konu hans Jósefínu Antoníu Helgadóttur.
Konráð kvæntist Sigríði Helgu 1944 og fluttist til Ísafjarðar. Þar tók hann minna vélstjórapróf 1944. Þar fæddist Sigríður 1945. Hann fluttist síðan á Sauðárkrók og til Reykjavíkur. Í Reykjavík vann Konráð við viðhald húsa og verslun með þau.
Hann tók kennarapróf og fluttist u. Eyjafjöll þar sem hann varð skólastjóri.
Hann lést 1973.
I. Kona Konráðs, (1936), var Kristín María Sigurðardóttir frá Sumarliðabæ og Hvammi í Holtum, f. 18. ágúst 1915, d. 18. ágúst 1943.
Börn þeirra:
1. Jóhannes Erik Konráðsson, f. 13. nóvember 1937 á Litlu-Hámundarstöðum, Árskógsströnd, Eyjaf.
2. Lóa Karen Konráðsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 23. desember 1938 á Sauðárkróki, d. 24. júlí 1998.
3. Leví William Konráðsson, f. 24. júlí 1940 á Landagötu 30, (Vatnsdal).
4. Þorsteinn Valgeir Konráðsson, f. 22. október 1941 á Landagötu
30.
5. Guðrún María Sigríður Skúladóttir (Konráðsdóttir), f. 14. júní 1943.
II. Síðari kona Konráðs, (1944), var Sigríður Helga Skúladóttir, f. 17. mars 1911, d. 9. desember 1996.
Börn þeirra:
6. Sigríður Konráðsdóttir, f. 19. mars 1945 á Ísafirði.
7. Ósk Konráðsdóttir, f. 22. febrúar 1946.
8. Helgi Konráðsson, f. 7. október 1948, d. 13. október 1976.
9. Anna Konráðsdóttir, f. 2. nóvember 1949.
10. Ebeneser Konráðsson, f. 11. júlí 1953, d. 21. október 2011.
11. Guðmunda Jódís Konráðsdóttir, f. 13. maí 1956.
Barn Sigríðar Helgu var
12. Unnur Valdimarsdóttir, f. 19. ágúst 1935, d. 31. desember 1959.
Fósturbarn Konráðs og Sigríðar var
12. Unnar Reynisson, f. 30. desember 1959.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 19. desember 1996 og 31. júlí 1998. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.