„Rebekka Ágústsdóttir (Valhöll)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Rebekka Ágústsdóttir''' frá Valhöll, húsfreyja í Reykjavík fæddist 24. mars 1899 í Hafnarfirði og lést 7. ágúst 1981.<br> Foreldrar hennar voru [[Ágúst Gíslaso...)
 
m (Verndaði „Rebekka Ágústsdóttir (Valhöll)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 1. nóvember 2016 kl. 19:09

Rebekka Ágústsdóttir frá Valhöll, húsfreyja í Reykjavík fæddist 24. mars 1899 í Hafnarfirði og lést 7. ágúst 1981.
Foreldrar hennar voru Ágúst Gíslason útvegsmaður, bátsformaður, f. 15. ágúst 1874, d. 24. desember 1922, og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 25. desember 1875 í Eyjum, d. 24. ágúst 1928.

Börn Guðrúnar og Ágústs:
1. Rebekka húsfreyja, f. 24. mars 1899 í Hafnarfirði, d. 7. ágúst 1981, kona Sigurðar Ólafssonar verkfræðings.
2. Matthildur húsfreyja í Stakkagerði, tvíburi, f. 28. júlí 1900 í Eyjum, d. 18. júní 1984, kona Sigurðar Bogasonar.
3. Þorsteinn Ágústsson, tvíburi, f. 28. júlí 1900, d. 24. október 1901.
4. Soffía húsfreyja, f. 23. mars 1902 í Eyjum, gift í Danmörku, Erik Grönquist.
5. Ingibjörg húsfreyja, f. 14. júlí 1904 í Eyjum, d. 9. október 1951. Hún var gift á Hjalteyri.
6. Ágústa Ágústsdóttir, f. 18. ágúst 1907, d. 5. janúar 1908.
7. Skarphéðinn, f. 17. september 1909 í Eyjum, d. 19. apríl 1957, kvæntur í Keflavík.

Rebekka var með foreldrum sínum í Hafnarfirði, var eins árs, er hún fluttist með þeim til Eyja, var með þeim í Landlyst 1910. Foreldrar hennar byggðu Valhöll og þar bjó hún með þeim 1912. Hún sigldi til Kaupmannahafnar 1920.
Þau Sigurður giftu sig 1927 og bjuggu í Reykjavík, eignuðust 3 börn.

Maður Rebekku, (24. september 1927), var Sigurður Ólafsson byggingaverkfræðingur í Reykjavík, f. 30. desember 1901 í Reykjavík, d. 5. janúar 1970. Foreldrar hans voru Ólafur Theodór Guðmundsson trésmiður í Reykjavík, f. 24. nóvember 1873, d. 4. mars 1950, og kona hans Hólmfríður Pétursdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1976, d. 21. júní 1909.
Börn þeirra:
1. Ágúst Gunnar Sigurðsson, f. 12. ágúst 1928 í Reykjavík, d. 27. mars 1948.
2. Ólafur Valur Sigurðsson skipherra á Seltjarnarnesi, f. 12. desember 1930.
3. Vigdís Sigurðardóttir húsfreyja, talsímavörður í Reykjavík, f. 30. desember 1936.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.