„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Íslendingar og hafið“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 13: | Lína 13: | ||
Frábærar atvinnulífsmyndir Sigurgeirs frá sjávarsíðunni og athafnalífinu hér settu mjög mikinn svip á sýninguna. Má þar sérsraklega geta sýningardeildar sjómannadagsráðs Reykjavíkur svo og Fiskifélags Íslands og Landsbankans.<br> | Frábærar atvinnulífsmyndir Sigurgeirs frá sjávarsíðunni og athafnalífinu hér settu mjög mikinn svip á sýninguna. Má þar sérsraklega geta sýningardeildar sjómannadagsráðs Reykjavíkur svo og Fiskifélags Íslands og Landsbankans.<br> | ||
<center>[[Mynd:Fiskadeild Byggðasafns Vestmannaeyja á sýningunni Íslendingar og hafið 1968.png|500px|thumb|center|Fiskadeild Byggðasafns Vestmannaeyja á sýningunni Íslendingar og hafið 1968.]]</center> | <center>[[Mynd:Fiskadeild Byggðasafns Vestmannaeyja á sýningunni Íslendingar og hafið 1968.png|500px|thumb|center|Fiskadeild Byggðasafns Vestmannaeyja á sýningunni Íslendingar og hafið 1968.]]</center> | ||
[[Mynd:Málið er leyst.png|300px|thumb|Málið er leyst!! - Hin mikla loðnuveiði vertíðina 1969 er því ekki einleikin. | [[Mynd:Málið er leyst.png|300px|thumb|Málið er leyst!! - Hin mikla loðnuveiði vertíðina 1969 er því ekki einleikin.]] | ||
[[Mynd:- Hin snjalla uppfinning Ingólfs Theódórssonar netamanns í Vestmannaeyjum.png|300px|thumb|- Hin snjalla uppfinning Ingólfs Theódórssonar netamanns í Vestmannaeyjum.]] | [[Mynd:- Hin snjalla uppfinning Ingólfs Theódórssonar netamanns í Vestmannaeyjum.png|300px|thumb|- Hin snjalla uppfinning Ingólfs Theódórssonar netamanns í Vestmannaeyjum.]] | ||
Þeir aðilar aðrir, frá Vestmannaeyjum, sem sýndu á sýningunni voru hugvitsmaðurinn [[Sigmund Jóhannsson|Sigmund Jóhannsson]] og fyrirtæki hans, sem sýndi í deild Fiskimálasjóðs 3 fiskvinnsluvélar, sem hann hefur fundið upp: steinbítsflökunarvél, humarflokkunarvél og humargarnsúrtökuvél, svo og nýja tegund snurpuhringja, sem hafa reynzt mjög vel. Vöktu vélar þessar, sem eru smíðaðar til útflutnings af vélaverkstæðinu [[Þór]] h.f. hér í Vestmannaeyjum verðskuldaða athygli.<br> | Þeir aðilar aðrir, frá Vestmannaeyjum, sem sýndu á sýningunni voru hugvitsmaðurinn [[Sigmund Jóhannsson|Sigmund Jóhannsson]] og fyrirtæki hans, sem sýndi í deild Fiskimálasjóðs 3 fiskvinnsluvélar, sem hann hefur fundið upp: steinbítsflökunarvél, humarflokkunarvél og humargarnsúrtökuvél, svo og nýja tegund snurpuhringja, sem hafa reynzt mjög vel. Vöktu vélar þessar, sem eru smíðaðar til útflutnings af vélaverkstæðinu [[Þór]] h.f. hér í Vestmannaeyjum verðskuldaða athygli.<br> |
Núverandi breyting frá og með 5. júlí 2016 kl. 09:47
Síðastliðið vor efndu sjómannasamtökin til mjög glæsiliegrar og fróðlegrar sýningar um sjávarútveg Íslendinga. Var sýningin haldin að frumkvæði stjórnar fulltrúaráðs sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði. Nefndist sýningin Íslendingar og hafið. Voru einkunnarorð sýningarinnar: „Brimrúnar skalt kunna", — úr vísu í Sigurdrífumálum Sæmundar-Eddu.
Þessi stómerka sýning sýndi glögglega hver þörf okkur er á að reisa fullkomið sjóminjasafn í landinu. En það er með sérstakt sjóminjasafn eins og svo margt annað varðandi sjávarútveginn og sjómannastéttina, að málið hefut dregizt á langinn og næstum gleymzt.
Þessi sjávarútvegssýning sýndi ljóslega, að mikið er til af munum, myndum og fjölbteytilegum sýningarhlutum í slíkt safnhús, þar sem sjá mætti þverskurð og framþróun íslenzkrar sjósóknar og siglinga hvaðanæva af landinu.
Er hér verðugt verkefni fyrir F.F.S.Í. að beita sér fyrir.
Forvígismenn og stjórn sýningarinnar, Pétur Sigurðsson alþm., Guðmundur H. Oddsson, Guðmundur Garðarsson, Gunnar Friðriksson og Ingimar Einarsson eiga skyldar miklar þakkir fyrir áræði, kjark og dugnað við að koma sýningu þessari af stað. Frkvstj. sýningarinnar var Hersteinn Pálsson, en sögulegur ráðunautur - fræðastjórinn Lúðvík Kristjánsson rithöfundur.
- Hér verður í fáum orðum gerð grein fyrir þætti Vestmannaeyinga í þessari sýningu.
Vestmannaeyjabær hafði ekki sérstaka sýningardeild, og því sagði svo í einu dagblaðanna: „Deild Vestmannaeyja á sýningunni var helguð stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum". Mun þetta hafa komið til af því, að í litlum sýningarbási skólans var, auk þess sem skólinn og starf hans var kynnt, reynt að bregða upp mynd af lífinu í Eyjum og þróun útgerðar hér frá áraskipum til vélskipa. - Með myndum var höfðað til máltækisins: „Hvað ungur nemur, gamall temur."
Fyrir miðjum inngangi sýningarinnar voru 70 uppstoppaðir fiskar frá náttúrugripadeild Byggðasafns Vestmannaeyja. Settu fiskarnir mikinn svip á anddyrið og drógu að sér athygli og óskiptan áhuga sýningargesta.
Sýningardeild Stýrimannaskólans þótti sérstæð og vakti hún mikla athygli og fékk góða dóma í blöðum. Sáu bræðurnir Sigurgeir og Sigurjón Jónassynir að mestu um hina vel heppnuðu deild skólans; lagði Sigurgeir til myndaefnið, en Sigurjón málaði spjöld og skilti og sá um uppsetningu mynda og muna.
Frábærar atvinnulífsmyndir Sigurgeirs frá sjávarsíðunni og athafnalífinu hér settu mjög mikinn svip á sýninguna. Má þar sérsraklega geta sýningardeildar sjómannadagsráðs Reykjavíkur svo og Fiskifélags Íslands og Landsbankans.
Þeir aðilar aðrir, frá Vestmannaeyjum, sem sýndu á sýningunni voru hugvitsmaðurinn Sigmund Jóhannsson og fyrirtæki hans, sem sýndi í deild Fiskimálasjóðs 3 fiskvinnsluvélar, sem hann hefur fundið upp: steinbítsflökunarvél, humarflokkunarvél og humargarnsúrtökuvél, svo og nýja tegund snurpuhringja, sem hafa reynzt mjög vel. Vöktu vélar þessar, sem eru smíðaðar til útflutnings af vélaverkstæðinu Þór h.f. hér í Vestmannaeyjum verðskuldaða athygli.
Þá sýndi Ingólfur Theódórsson með íslenzkum netagerðum uppfinningar sínar á sviði nótagerðar, en Ingólfur er einn merkasti brautryðjandi á því sviði hér á landi.
Á sögusýningunni var fjöldi muna frá Byggðasafni Vestmannaeyja t.d. herzlugarðarnir, burðarskrínur, handfæri o.fl. í bás Vitamálaskrifstofunnar var líkan af Vestmannaeyjahöfn, en þar var einnig línurit yfir aflamagn og bátafjölda í Vestmannaeyjum frá aldamótum. Í bás Landhelgisgæzlunnar var líkan af Vestmannaeyja-Þór til að minna á upphaf landhelgis- og björgunarstarfa Íslendinga, en Vestmannaeyinga minnti Þór á 50 ára afmæli Björgunarfélags Vestmannaeyja þetta ár. Í deild S.H. var línurit og tafla yfir heildarfrystingu frystihúsa Sölumiðstöðvarinnar, og voru frystihúsin í Vestmannaeyjum langhæst með rúmlega 10 þúsund tonna framleiðslu árið 1967.
Kom víða fram hlutur Vestmannaeyja, þó að þáttur Vestmannaeyinga í sjávaraflanum og þjóðarbúinu í heild hefði komið mun skýrar fram, ef allt, sem var frá Vestmannaeyjum og Eyjunum tilheyrði, hefði verið á einum stað. Meðal annars töluðu framámenn sýningarinnar um, að gaman hefði verið að fá í búr lifandi fiska frá Náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Af því varð þó ekki þrátt fyrir einlægan áhuga Friðriks Jessonar safnvarðar, sem lánaði góðfúslega nokkra fiska og fugla í deild Stýrimannaskólans.
Blaðafulltrúi sýningarinnar var Vestmannaeyingurinn Árni Johnsen, sem gætti vel hluts Eyjamanna. Stóð Árni fyrir sérstökum Vestmannaeyjadegi á sýningunni, og var dagur þessi einn sá allra fjölsóttasti og hinn stóri sýningarskáli Laugardalshallar yfirfullur af fólki. Lúðrasveit Vestmannaeyja kom frá Eyjum og lék, þá söng Ási í Bæ nokkur létt lög, en stæltir strákar úr Eyjum („Eyjapeyjar") sýndu sprang og klifur í tógum við mikinn fögnuð áhorfenda.
Endum við hér með pistil þennan af þætti Vestmannaeyinga í sýningunni Íslendingar og hafið árið 1968 með ósk og von um, að þannig sýning verði haldin hér á landi a.m.k. á hverjum áratug og Vestmannaeyingar mæti næst sameinaðir með stóra og myndarlega sýningardeild.
Þess má að lokum geta, að í sýningarbás sjómannablaða og bóka voru allir árgangar þessa blaðs innbundnir í þremur þykkum bókum, og sýndu þar með, að sjómenn í Vestmannaeyjum hafa getað snúið sér að fleiru en þeim gula.