Sigmund Jóhannsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigmund Jóhannsson.

Sigmund Jóhannsson Baldvinsen fæddist 22. apríl 1931 í Noregi og lést 19. maí 2012. Sigmund kom til Íslands þriggja ára gamall með foreldrum sínum. Faðir Sigmund var íslenskur en móðir hans norsk.

Sigmund var kvæntur Helgu Ólafsdóttur. Þau áttu tvo syni, Ólaf Ragnar sem býr í Noregi og Hlyn fyrrverandi lögregluþjón í Vestmannaeyjum. Áður átti Sigmund soninn Björn Braga, vélstjóra.

Sigmund var menntaður vélstjóri og fann hann meðal annars upp sjálfvirkan sleppibúnað gúmmíbjörgunarbáta.

Sigmund er einna þekktastur fyrir skopmyndir sínar í Morgunblaðinu. Fyrsta mynd hans í Morgunblaðinu birtist 25. febrúar 1964 og tengdist Surtsey og fyrstu landgöngu þar. Í Heimaeyjargosinu árið 1973 varð Sigmund fastráðinn við Morgunblaðið og var skopmyndateiknun aðalstarf hans frá þeim tíma. Sigmund myndskreytti einnig bækur og var meðal annars í samstarfi við Árna Johnsen.

Þann 15. desember 2004 keypti íslenska ríkið 10 þúsund teikningar eftir Sigmund og voru þær gerðar almenningi aðgengilegar á vefnum sigmund.is sem var opnaður árið 2009.

Myndir


Heimildir