„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1962/ Kveðjuorð: Sigþór Guðnason“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><center>KVEÐJUORÐ</center></big><br> <big><big><center>Sigþór Guðnason</center></big></big><br> <big><center>F. 11. júni 1925 – D. 30. janúar 1962</center></big><br>...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 4: | Lína 4: | ||
Þegar sjómannastétt Vestmannaeyja heldur sjómannadaginn hátíðlegan 1962 og lítur yfir farinn veg frá síðasta sjómannadegi, þá er margs að minnast og mikið að þakka. Þá er það fyrst að enginn starfandi sjómaður frá Vestmannaeyjahöfn, eða lögskráður héðan, hefur drukknað eða farizt af slysförum á sjó. Þó var sem fyrr teflt á það djarfasta og stefnt i tvísýnu og veðurguðirnir blésu ekki alltaf sem hagstæðast. Hurð skall oft nærri hælum. En allir komu þeir aftur og ber Guði almáttugum þakkir fyrir það.<br> | Þegar sjómannastétt Vestmannaeyja heldur sjómannadaginn hátíðlegan 1962 og lítur yfir farinn veg frá síðasta sjómannadegi, þá er margs að minnast og mikið að þakka. Þá er það fyrst að enginn starfandi sjómaður frá Vestmannaeyjahöfn, eða lögskráður héðan, hefur drukknað eða farizt af slysförum á sjó. Þó var sem fyrr teflt á það djarfasta og stefnt i tvísýnu og veðurguðirnir blésu ekki alltaf sem hagstæðast. Hurð skall oft nærri hælum. En allir komu þeir aftur og ber Guði almáttugum þakkir fyrir það.<br> | ||
[[Mynd:Sigþór Guðnason.png|250px|thumb]] | |||
Hið breiða ljáfar dauðans hefur þó höggvið oft og títt í raðir íslenzkrar sjómannastéttar síðustu mánuði. Skárar ljáfarsins hafa og komið mjög nærri Vestmannaeyjum, þar sem skip leggur úr höfn héðan, hverfur og týnist með allri áhöfn. Þar voru menn tengdir Vestmannaeyjum og áttu venzlafólk og vini hér. Tilfinningarnar segja þar til sín í hjörtunum og er hér með vottuð virðing og samúð til þeirra, er áttu vini og aðstandendur á „Stuðlabergi“. | Hið breiða ljáfar dauðans hefur þó höggvið oft og títt í raðir íslenzkrar sjómannastéttar síðustu mánuði. Skárar ljáfarsins hafa og komið mjög nærri Vestmannaeyjum, þar sem skip leggur úr höfn héðan, hverfur og týnist með allri áhöfn. Þar voru menn tengdir Vestmannaeyjum og áttu venzlafólk og vini hér. Tilfinningarnar segja þar til sín í hjörtunum og er hér með vottuð virðing og samúð til þeirra, er áttu vini og aðstandendur á „Stuðlabergi“. | ||
Nokkru áður en sú helfregn barst, þá var mótorskipið „Hugrún" frá Bolungavík á leið fyrir Vestfjörðum suður. Skipstjórinn þar var Vestmannaeyingur, [[Sigþór Guðnason]]. Í stórsjó og dimmviðri féll brotsjór á stjórnpall skipsins, með þeim afleiðingum að þrír skipverjar er þar voru, gistu samstundis allir hina votu gröf. Skip bjargaðist að landi með eftirlifandi áhöfn.<br> | Nokkru áður en sú helfregn barst, þá var mótorskipið „Hugrún" frá Bolungavík á leið fyrir Vestfjörðum suður. Skipstjórinn þar var Vestmannaeyingur, [[Sigþór Guðnason]]. Í stórsjó og dimmviðri féll brotsjór á stjórnpall skipsins, með þeim afleiðingum að þrír skipverjar er þar voru, gistu samstundis allir hina votu gröf. Skip bjargaðist að landi með eftirlifandi áhöfn.<br> |
Núverandi breyting frá og með 22. júní 2016 kl. 09:02
Þegar sjómannastétt Vestmannaeyja heldur sjómannadaginn hátíðlegan 1962 og lítur yfir farinn veg frá síðasta sjómannadegi, þá er margs að minnast og mikið að þakka. Þá er það fyrst að enginn starfandi sjómaður frá Vestmannaeyjahöfn, eða lögskráður héðan, hefur drukknað eða farizt af slysförum á sjó. Þó var sem fyrr teflt á það djarfasta og stefnt i tvísýnu og veðurguðirnir blésu ekki alltaf sem hagstæðast. Hurð skall oft nærri hælum. En allir komu þeir aftur og ber Guði almáttugum þakkir fyrir það.
Hið breiða ljáfar dauðans hefur þó höggvið oft og títt í raðir íslenzkrar sjómannastéttar síðustu mánuði. Skárar ljáfarsins hafa og komið mjög nærri Vestmannaeyjum, þar sem skip leggur úr höfn héðan, hverfur og týnist með allri áhöfn. Þar voru menn tengdir Vestmannaeyjum og áttu venzlafólk og vini hér. Tilfinningarnar segja þar til sín í hjörtunum og er hér með vottuð virðing og samúð til þeirra, er áttu vini og aðstandendur á „Stuðlabergi“.
Nokkru áður en sú helfregn barst, þá var mótorskipið „Hugrún" frá Bolungavík á leið fyrir Vestfjörðum suður. Skipstjórinn þar var Vestmannaeyingur, Sigþór Guðnason. Í stórsjó og dimmviðri féll brotsjór á stjórnpall skipsins, með þeim afleiðingum að þrír skipverjar er þar voru, gistu samstundis allir hina votu gröf. Skip bjargaðist að landi með eftirlifandi áhöfn.
Þegar þessi helfregn barst á öldum ljósvakans að kvöldi sama dags og nafn Sigþórs heitins var upplesið, setti mig hljóðan. Sigþór var einkasonur Guðna Jóhannssonar skipstjóra og konu hans Jóhönnu Þorsteinsdóttur. Þeim fæddist Sigþór á Vattarnesi, en aðeins nokkurra mánaða kom hann hingað suður. Í Vestmannaeyjum átti hann bernsku sína og unglingsár og hér byrjaði hann sjómennsku sína, sem hann valdi sér að lífsstarfi. Sem drengur var Sigþór hugljúfi hvers, sem honum kynntist, og munu allir taka undir það, er honum áttu samleið með. Hann ólst upp við ástríki í foreldrahúsum og þó móðir hans ætti við veikindi að stríða um tímabil, þá var ástríki hennar til drengsins síns ofar öllu öðru.
Sem ungur maður fluttist Sigþór með foreldrum sínum í Seltjarnarneshrepp og átti þar heimili síðan. Á þeim árum hafði ég spurnir af Sigþóri og fékk hann af öllum hið bezta orð. Hann stundaði sjóinn með föður sínum Guðna. Fór í Stýrimannaskólann og tók próf. Naut svo þess trausts sem hann var verður, að vera formaður á fögru fleyi og stjórna því. Sem skipstjóri var Sigþór búinn að vera á sama skipi um árabil og það sem þótti í frásögur færandi við þá skipshöfn var, að hún hélt saman sem ein fjölskylda. Mannaskipti komu naumast fyrir árum saman. Það er ekki svo lítill mælikvarði á skipstjórn Sigþórs.
Á þessum árum hitti ég Sigþór nokkrum sinnum. Fyrir mínum sjónum mætti ég góða prúða drengnum, sem ég man sem barn, er hann átti heima á Brekku við Faxastíg hér í bæ. Er það fölskvalaus og góð minning.
Fyrir hönd sjómannastéttar Eyjanna, þá flyt ég með línum þessum innilegustu samúðarkveðjur til eiginkonu hans og barna, til föður hans og móður. Guðs styrka hendi veri þeim athvarf. Minning Sigþórs lifir.