„Sigurður Daníelsson (Þorlaugargerði)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigurður Daníelsson''' frá Þorlaugargerði, vinnumaður fæddist 30. nóvember 1860 í Vestra-Þorlaugargerði og lést 14. maí 1945 á Brimnesi í Seyðisfirði.<br> For...) |
m (Verndaði „Sigurður Daníelsson (Þorlaugargerði)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 24. mars 2016 kl. 14:07
Sigurður Daníelsson frá Þorlaugargerði, vinnumaður fæddist 30. nóvember 1860 í Vestra-Þorlaugargerði og lést 14. maí 1945 á Brimnesi í Seyðisfirði.
Foreldrar hans voru Daníel Magnússon bóndi á Kirkjubæ, f. 1818, d. 15. desember 1869, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. desember 1830, d. 23. maí 1879.
Sigurður missti föður sinn, er hann var 9 ára. Hann var 9 ára í Núpakoti u. Eyjafjöllum 1870, uppeldissonur hjónanna þar Þorvalds Björnssonar og Elínar Guðmundsdóttur 1880.
Hann var vinnumaður hjá Valdimar Ottesen í Ingvarshúsi í Keflavík 1890.
Þau Jóhanna komu frá Reykjavík að Brimnesi í Seyðisfirði 1907.
Sigurður var kvæntur húsmaður í Brimneshjáleigu þar 1910; þar með konu sinni Jóhönnu Margréti Guðmundsdóttur. Hann vinnumaður á Brimnesi þar 1920 og 1930 og bjó þar við andlát 1945.
Kona Sigurðar var Jóhanna Margrét Guðmundsdóttir, f. 21. mars 1858 í Hjallakoti á Álftanesi, d. 7. maí 1942 á Brimnesi í Seyðisfirði. Barna er ekki getið.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.