„Guðný Þorkelsdóttir (Elínarhúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Guðný Þorkelsdóttir (Elínarhúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 16: Lína 16:
*Prestþjónustubækur.
*Prestþjónustubækur.
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Vinnukonur]]
[[Flokkur: Vinnukonur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Núverandi breyting frá og með 16. ágúst 2015 kl. 12:02

Guðný Þorkelsdóttir vinnukona fæddist 1813 á Herjólfsstöðum í Álftaveri og lést 31. maí 1873 á Ofanleiti.
Foreldrar hennar voru Þorkell Jónsson bóndi og hreppstjóri í Skálmarbæ í Álftaveri, f. í Holti í Álftaveri, skírður 20. júní 1780, d. 4. nóvember 1861 á Flögu í Skaftártungu, og fyrsta kona hans Steinunn Þorláksdóttir húsfreyja, f. 1776 á Krossalandi í Lóni, A-Skaft., d. 20. apríl 1823 í Skálmarbæ.

Guðný var með foreldrum sínum í æsku. Hún var vinnukona í Hraunbæ í Álftaveri um 1829- 1832, síðan hjá foreldrum sínum í Skálmarbæ, vinnukona í Gröf í Skaftártungu 1833-1834, á Hnausum í Meðallandi 1834-1836, aftur í Gröf til 1838.
Hún fluttist til Eyja 1838 og var vinnukona í Elínarhúsi. Hún eignaðist Gísla með frönskum skipstjóra í janúar 1839 og missti hann úr ginklofa.
Hún sneri til Lands á því ári og var vinnukona á Tjörnum undir V-Eyjafjöllum.
Guðný fluttist þá varanlega til Eyja, var vinnukona víða, t.d. á Miðhúsum 1845, í Brandshúsi 1855, í Nöjsomhed 1860, en „sjálfrar sín“ í Garðinum 1869.
Hún lést á Ofanleiti 1873, niðursetningur.

I. Barnsfaðir Guðnýjar var franskur skipstjóri.
Barn þeirra var
1. Gísli Guðnýjarson, f. 17. janúar 1839, d. 23. janúar 1839 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.