Jónas Rúnar Viðarsson
Jónas Rúnar Viðarsson sjávarútvegsfræðingur, MSc-umhverfis- og auðlindafræðingur fæddist 26. apríl 1971. Hann er starfsmaður Matís, sviðsstjóri á Rannsókna- og nýsköpunarsviði.
Foreldrar hans Viðar Óskarsson rafvirkjameistari, f. 17. mars 1938, og kona hans Sigurbjörg Jónasdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, ræstitæknir, f. 7. febrúar 1942.
Þau Inger giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau búa í Mosfellsbæ.
I. Kona Jónasar Rúnars er Inger Jóhanna Daníelsdóttir úr Rvk, húsfreyja, þroskaþjálfi, f. 12. september 1974. Foreldrar hennar Daníel Óskarsson, f. 17. apríl 1948, og Anne Gurine af norsku bergi, f. 2. janúar 1946.
Barn þeirra:
1. Rakel Rós Jónasdóttir, f. 5. febrúar 2009.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Jónas Rúnar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.