Sævar Sveinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sævar Sveinsson stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 23. janúar 1953 á Brimhólabraut 14.
Foreldrar hans voru Sveinn Matthíasson frá Byggðarenda við Brekastíg 15a, sjómaður, matsveinn, útgerðarmaður, f. 14. ágúst 1918, d. 15. nóvember 1998, og síðari kona hans María Eirikka Pétursdóttir frá Neskaupstað, húsfreyja, f. 9. nóvember 1923, d. 4. október 2012.

Börn Maríu og Sveins:
1. Matthías Sveinsson vélstjóri, f. 21. september 1943 á Hásteinsvegi 7. Kona hans Kristjana Björnsdóttir.
2. Drengur, f. 18. nóvember 1946 á Hásteinsvegi 7, d. sama dag.
3. Stefán Pétur Sveinsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 9. september 1948 á Hásteinsvegi 7. Kona hans Henný Dröfn Ólafsdóttir, látin.
4. Sævar Sveinsson skipstjóri, útgerðarmaður f. 23. janúar 1953 á Brimhólabraut 14. Barnsmóðir Eyja Þorsteina Halldórsdóttir. Fyrri kona Svanhildur Sverrisdóttir. Kona hans Hólmfríður Björnsdóttir.
5. Halldór Sveinsson lögregluþjónn, f. 16. október 1956 á Brimhólabraut 14. Kona hans Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir.
6. Ómar Sveinsson verkamaður, f. 20. janúar 1959. Kona hans Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir.
Kjördóttir hjónanna:
7. Cassandra C. Siff Sveinsdóttir, f. 18. ágúst 1960. Fyrri maður Hjörtur R. Jónsson. Síðari maður Peter Skov Andersen. Hún býr í Danmörku. Hún er dóttir Matthildar systur Sveins.

Sveinn lauk skipstjóraprófi, I., II. og III. stigs, í Stýrimannaskólanum í Eyjum og Rvk.
Hann vann í landi, mest í frystihúsum til 1971, fór þá til sjós og var stýrimaður, varð skipstjóri á mb. Suðurey VE 500 í ágúst 1979, eignaðist bátinn Særúnu og gerði hann út frá Eyrarbakka.
Hann eignaðist barn með Eyju Halldóru 1971.
Þau Svanhildur giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Vestmannabraut 74 í 1974-1980, síðan á Eyrarbakka, en skildu.
Þau Hólmfríður giftu sig 1991, eignuðust eitt barn. Þau búa við Auðnukór í Kópavogi.

I. Barnsmóðir Sævars var Eyja Þorsteina Halldórsdóttir, f. 10. júní 1954, d. 21. desember 2021.
Barn þeirra:
1. Halldór Jón Sævarsson, f. 17. júní 1971.

II. Kona Sævar, (1974, skildu), er Svanhildur Sverrisdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 16. mars 1951. Foreldrar hennar Sverrir Bjarnfinnsson skipstjóri á Eyrarbakka, f. 17. ágúst 1920, d. 26. september 1992, og kona hans Guðlaug Böðvarsdóttir, f. 9. desember 1922, d. 30. júlí 2012.
Börn þeirra:
2. Særún Sævarsdóttir, vinnur á dagheimili fyrir aldraða, f. 29. janúar 1976. Maður hennar Vigfús Vopni Gíslason.
3. Sandra Sævarsdóttir, rekur sjoppu á Eyrarbakka, f. 1. mars 1979. Maður hennar Júlíus Emilsson.
Börn Svanhildar með Ara Páli Tómassyni, f. 30. september 1951.
4. Sverrir Arason, f. 2. febrúar 1970.

III. Kona Sævars, (31. október 1991), er Hólmfríður Björnsdóttir, húsfreyja, f. 26. janúar 1955. Foreldrar hennar Björn Jóhann Haraldsson, tæknifræðingur, f. 27. mars 1928, d. 31. október 2021, og Ragnheiður Erlendsdóttir, f. 2. maí 1933, d. 2. júní 2012.
Barn þeirra:
5. María Sif Sævarsdóttir, þroskaþjálfi, f. 31. ágúst 1994. Sambúðarmaður hennar Margeir Stefánsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hólmfríður.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Guðlaugar Böðvarsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Svanhildur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.