Vilhjálmur Guðmundsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vilhjálmur Guðmundsson sjómaður, vélstjóri, smiður, bóndi fæddist 30. janúar 1898 í Heiðarseli í Skagafirði og lést 18. janúar 1980.
Foreldrar hans voru Guðmundur Þorleifsson bóndi í Heiðarseli, Tungu í Gönguskörðum, Skagaf. og víðar, f. 14. júlí 1855 í Sólheimum í Sæmundarhlíð í Skagaf., d. 3. janúar 1940, og kona hans Lilja Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 3. október 1873 í Ytra-Vallholti í Seyluhreppi í Skagaf., d. 30. október 1951 að Syðsta-Mói í Flókadal, Skagaf.

Vilhjálmur var með foreldrum sínum í Heiðarseli í Sauðárkrókssókn 1901, var á Veðramóti þar 1910, hjá foreldrum sínum í Tungu í Gönguskörðum 1920, leigjandi hjá Þórunni Sigurðardóttur á Kalmanstjörn 1930, bjó í Sigtúni 1934 með Þórunni bústýru sinni, var farinn úr Eyjum 1940. Hann var vélstjóri í Eyjum, skipasmiður á Siglufirði, bóndi á á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd í Skagaf. og víðar. Hann var síðast á Hofsósi.
Vilhjálmur lést 1980.

I. Bústýra Vilhjálms 1934 var Þórunn Sigurðardóttir, f. 14. janúar 1889, d. 22. nóvember 1948.

II. Bústýra Vilhjálms var Elín Hermannsdóttir frá Hofsósi, f. 8. apríl 1903 í Langhúsum í Viðvíkursókn, d. 3. september 1982. Foreldrar hennar voru Hermann Þorláksson, síðar bóndi á Fjalli í Sléttuhlíð, f. 21. apríl 1864, d. 30. apríl 1920, og kona hans hans Anna Kristín Una Þorgrímsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1869, d. 24. mars 1964.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.