Vilhjálmur Gíslason (Óseyrarnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Vilhjálmur Gíslason.
Guðbjörg Jónsdóttir.

Vilhjálmur Gíslason frá Stóra-Hofi á Rangárvöllum, bóndi, járnsmiður, ferjumaður fæddist þar 20. ágúst 1874 og lést 31. október 1959 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Gísli Felixson bóndi, f. 12. september 1835, d. 13. september 1891 og kona hans Styrgerður Filippusdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1832, d. 15. desember 1918.

Vilhjálmur var bóndi, var ferjumaður, þegar hann bjó í Óseyrarnesi og stundaði járnsmíðar á Eyrarbakka, er hann bjó þar.
Þau Guðbjörg giftu sig 1899, eignuðust átta börn. Þau bjuggu á Stóra-Hofi 1900-1901, í Hamrahóli í Ásahreppi 1901-1909, á Óseyrarnesi í Flóa 1909-1920, Vestri-Móhúsum á Stokkseyri 1920-1926 og á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi 1926-1927, en áttu síðan heima á Ásabergi á Eyrarbakka.
Guðbjörg lést 1948.
Vilhjálmur lést í Eyjum 1959, jarðaður á Eyrarbakka.

I. Kona Vilhjálms, (14. október 1899), var Guðbjörg Jónsdóttir frá Vetleifsholti í Ásahreppi, húsfreyja, f. þar 3. apríl 1871, d. 22. janúar 1948. Foreldrar hennar voru Jón Pétursson bóndi, f. 4. mars 1834 á Helluvaði á Rangárvöllum, d. 15. desember 1914, og kona hans Guðríður Filippusdóttir húsfreyja, f. 9. september 1837 í Krókatúni í Hvolhreppi, Rang., d. 17. nóvember 1921.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 9. nóvember 1896, d. 8. ágúst 1986. Maður hennar Ólafur Ásgrímsson.
2. Stefanía Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 29. mars 1902, d. 19. janúar 1956. Maður hennar Guðmundur Sigurgísli Guðjónsson.
3. Gísli Vilhjálmsson sjómaður í Ólafsvík, f. 7. nóvember 1903, d. 13. mars 1933. Kona hans Lára Guðmundsdóttir.
4. Jóna Guðríður Vilhjálmsdóttir húsfreyja á Bakkastíg 3 (Fúsahúsi), f. 28. september 1905, d. 5. júlí 1993.
5. Geir Vilhjálmsson, f. 11. maí 1907, d. 28. september 1906.
6. Sigurgeir Vilhjálmsson vélgæslumaður í Reykjavík, f. 28. maí 1909, d. 7. apríl 1992. Kona hans Guðbjörg Stefánsdóttir.
7. Soffía Vilhjálmsdóttir iðnrekandi í Reykjavík, f. 5. maí 1913, d. 4. september 2003, ógift.
8. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. 10. apríl 1916, d. 27. mars 1945. Maður hennar Sigurður Kristjánsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.