Viktoría Jónsdóttir (kennari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Viktoría Margrét Jónsdóttir.

Viktoría Margrét Jónsdóttir kennari, húsfreyja fæddist 8. janúar 1905 í Bræðraborg á Stokkseyri og lést 8. janúar 1968.
Foreldrar hennar voru Jón Vigfússon trésmiður þar, f. 2. maí 1856, d. 12. nóvember 1930, og kona hans Margrét Árnadóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1876, d. 22. júlí 1947.

Viktoría var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam í unglingaskóla á Stokkseyri, lauk kennaraprófum 1926.
Viktoría var heimiliskennari í Holti í Þistilfirði 1926-1927, kennari í Nauteyrarhreppi, N.-Ís. 1927-1929, í Barnaskólanum í Eyjum 1931-1940. Hún stundaði verslunarstörf 1929-1932.
Hún var stundakennari í barnaskólanum á Selfossi 1940-1941.
Þau Arnbjörn giftu sig 1934, eignuðust eitt barn.
Viktoría lést 1968 og Arnbjörn 1979.

I. Maður Viktoríu, (15. september 1934), var Arnbjörn Sigurgeirsson kennari, kaupmaður, f. 21. september 1904, d. 15. maí 1979.
Barn þeirra:
1. Jóhanna Sigrún Arnbjörnsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, bankastarfsmaður, f. 9. september 1942.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.