Vera Björk Einarsdóttir
Vera Björk Einarsdóttir frá Reykjavík, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 12. apríl 1958.
Foreldrar hennar voru Einar Þórir Sigurðsson verslunarmaður, sölumaður, f. 18. desember 1923, d. 9. apríl 2012, og Ragnheiður Kristjánsdóttir fulltrúi, f. 10. nóvember 1927, d. 27. júní 2006.
Vera varð stúdent í MR 1979, lauk námi í HSÍ í ágúst 1982.
Hún var hjúkrunarfræðingur á lyflæknisdeild febrúar til maí 1983, Heilsugæslustöðinni á Fáskrúðsfirði júní til júlí 1983, krabbameinsdeild Lsp ágúst 1984 til ágúst 1985, Sjúkrahúsinu í Eyjum október 1985 til júlí 1986. (Þannig 1988).
Þau Hjalti giftu sig 1979, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Helgafellsbraut 20.
I. Maður Veru, (25. ágúst 1979), er Hjalti Kristjánsson læknir, f. 23. nóvember 1958. Foreldrar hans Kristján Stefán Sigurðsson læknir, f. 14. nóvember 1924, d. 9. nóvember 1997, og kona hans Valgerður Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1929, d. 25. apríl 2000.
Börn þeirra:
1. Trausti Hjaltason, f. 7. september 1982.
2. Tryggvi Hjaltason, f. 9. ágúst 1986.
3. Árni Garðar Hjaltason, f. 4. febrúar 1988, d. 18. júlí 1992 (af slysförum).
4. Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, f. 29. nóvember 1993.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.