Valgerður Eyjólfsdóttir (Vesturhúsum)
Valgerður Magnúsína Eyjólfsdóttir frá Vesturhúsum, húsfeyja, sjúkraliði fæddist þar 6. október 1917 og lést 9. mars 2000.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Eyjólfsson sjómaður, f. 29. júní 1896, d. 9. maí 1933, og kona hans Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1895, d. 11. september 1988.
Börn Sigríðar og Eyjólfs:
1. Valgerður Magnúsína Eyjólfsdóttir, f. 6. október 1917 í Eyjum, d. 9. mars 2000.
2. Rósa Karítas Eyjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. júní 1919, d. 28. október 1999.
3. Sigríður Erla Eyjólfsdóttir, f. 21. nóvember 1921, d. 8. september 1922.
4. Einar Eyjólfsson kaupmaður, f. 7. júní 1923, d. 6. janúar 1982.
5. Sigríður Erla Eyjólfsdóttir ritari, f. 24. júní 1924, d. 3. september 1985.
6. Ingólfur Vestmann Eyjólfsson sjómaður, f. 11. október 1925, d. 17. ágúst 1951.
Valgerður ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim til Hafnarfjaðar.
Hún lauk sjúkraliðanámi 1966 og vann við Landakotsspítala til 1987.
Þau Jón Eyþór eignuðust fjögur börn.
Valgerður lést 2000 og Jón 2004.
I. Maður Valgerðar var Jón Eyþór Sigurður Guðmundsson myndlistarkennari, listamaður, stofnandi brúðuleikhússins, f. 5. janúar 1915 á Patreksfirði, d. 28. maí 2004.
Börn þeirra:
1. Eyjólfur Guðmundur Jónsson tannsmiður, f. 6. september 1938. Kona hans Inga Jóna Sigurðardóttir.
2. Valgerður Kristín Jónsdóttir húsfreyja, ritari, f. 15. ágúst 1944, d. 16. nóvember 1995. Maður hennar var Gunnar Gunnarsson.
3. Sigurlaug Jónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 29. mars 1947. Maður hennar Helgi Sævar Helgason.
4. Marta Jónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 30. nóvember 1949. Maður hennar Guðmundur Aldan Grétarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 15. mars 2000. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.