Unnur Guðmundsdóttir (hjúkrunarfræðingur)
Fara í flakk
Fara í leit
Unnur Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur fæddist 1. nóvember 1899 í Ytra-Brekkukoti í Arnarneshreppi, Eyjaf. og lést 26. maí 1948 í Rvk.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon, bóndi, f. 14. janúar 1869, d. 29. október 1956, og Sesselja Jónsdóttir, f. 28. janúat 1869, d. 22. október 1947.
Unnur lauk hjúkrunarnámi við Ullevål sykehus í Ósló 1928.
Hún var hjúkrunarkona við Sjúkrahúsið í Eyjum 1929-1930, á Kristneshæli 1937, Kleppsspítala 4. nóvember 1937 til 15. október 1942, á Lsp 1942 og Vífilsstöðum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.