Unnur Arnórsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Unnur Arnórsdóttir.

Unnur Arnórsdóttir tónlistarmaður, kennari fæddist 18. júní 1918 í Eyjum og lést 23. febrúar 2013.
Foreldrar hennar voru Arnór Guðmundsson skrifstofustjóri, f. 15. febrúar 1892, d. 31. janúar 1964, og kona hans Margrét Jónasdóttir húsfreyja, f. 9. september 1899, d. 1. október 1980. Þau bjuggu ekki í Eyjum.

Börn Margrétar og Arnórs - í Eyjum:
1. Unnur Arnórsdóttir tónlistarkennari, f. 18. júní 1918, d. 23. febrúar 2013.
2. Gyða Arnórsdóttir húsfreyja, f. 25. maí 1922, d. 26. janúar 2021.

Unnur var skírð í Reykjavík. Hún var með foreldrum sínum í æsku. Hún lauk gagnfræðaprófi 1934, stundaði nám í Tónlistarskólanuum í Reykjavík, lauk prófum 1942. Hún tók ýmis námskeið, bæði innanlands og erlendis.
Unnur kenndi píanóleik í tónlistarskólanum í Garðabæ, Hafnarfirði og Keflavík og rak einkakennslu. Hún var organisti við helgihald St. Jósefssystra, og var tónlistargagnrýnandi hjá dagblaðinu Tímanum.
Unnur vann að hönnun og heimilisiðnaði.
Hún tók þátt í starfi Orlofsnefndar húsmæðra í Reykjavík, sat í stjórn Félags tónlistarkennara og í stjórn Kvenfélagsins Hringsins.
Þau Bárður giftu sig 1938, eignuðust fjögur börn, en misstu fyrsta barn sitt nýfætt.
Bárður lést árið 2000 og Unnur 2013.

I. Maður Unnar, (1938), var Bárður Ísleifsson yfirarkitekt hjá Húsameistara ríkisins, f. 21. október 1905 á Akureyri, d. 6. janúar 2000. Foreldrar hans voru Ísleifur Oddsson trésmiður, f. 30. janúar 1874, d. 31. júlí 1958, og kona hans Þórfinna Bárðardóttir húsfreyja, f. 2. september 1876, d. 15. apríl 1957.
Börn þeirra:
1. Arnór Bárðarson, f. 15. september 1939, d. 16. september 1939.
2. Margrét Bárðardóttir, f. 28. febrúar 1944, d. 14. apríl 1963.
3. Leifur Bárðarson skurðlæknir, f. 8. maí 1948. Kona hans Vilborg Ingólfsdóttir.
4. Finnur Bárðarson iðjuþjálfi, f. 5. ágúst 1953. Kona hans Iréne Jensen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 18. júní 2018. Merkir Íslendingar.
  • Morgunblaðið 18. janúar 2000. Minning Bárðar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.