Torfi Sigtryggsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Torfi Sigtryggsson.

Torfi Sigtryggsson frá Jórunnarstöðum í Eyjafirði, húsasmíðameistari, forstöðumaður, kennari, síðar framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja fæddist 26. febrúar 1947 og lést 12. október 2011.
Foreldrar hans voru Sigtryggur Guðbrandur Símonarson frá Ölvesgerði í Eyjafirði, bóndi, mjólkurbílstjóri, f. 16. janúar 1915, d. 4. ágúst 1997, og kona hans Hrafnhildur Aðalsteinsdóttir frá Jórunnarstöðum, húsfreyja, verkakona, starfsmaður á saumastofu, f. 5. september 1920, d. 24. desember 2004.

Torfi var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur og lauk landsprófi í Héraðsskólanum í Reykholti í Borg. 1963, lauk sveinsprófi í húsasmíði á Akureyri 1968, fékk meistarabréf 1971.
Torfi varð forstöðumaður Lífeyrissjóðs trésmiða á Akureyri 1972 og var þar til 1987 og sá jafnframt um rekstur Trésmíðafélags Akureyrar, að auki tók hann þátt í félagslegum störfum verkalýðshreyfingarinnar.
Torfi stóð fyrir því 1979, að á Akureyri voru haldin fyrstu almennu tölvunámskeiðin utan Reykjavíkur.
Á árunum 1987-1989 vann Torfi við tölvuvæðingu lífeyrissjóða og var í nefnd, sem stýrði hugbúnaðargerð innan Samtaka almennra lífeyrissjóða.
Torfi kenndi á fjölda námskeiða um málefni lífeyrissjóða, tölvumál og bókhald og eftir 1980 var hann stundakennari í tölvunarfræðum hjá Námsflokkum Akureyrar og Iðnskólanum á Akureyri. Hann átti einnig sæti í stjórn Reiknistofu lífeyrissjóða og Hugbúnaðarfélagi lífeyrissjóða.
Þau Hólmfríður fluttu til Eyja 1989 og þar var hann framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmmannaeyja til dánardægurs.
Þau Hólmfríður giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Brimhólabraut 24 og Faxastíg 6b.
Torfi lést 2011.

I. Kona Torfa, (29. ágúst 1965), er Hólmfríður Valgerður Jónsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 19. desember 1944.
Börn þeirra:
1. Guðrún Torfadóttir, f. 3. maí 1965. Barnsfaðir Starri Hjartarson. Maður hennar Tryggvi Arnsteinn Guðmundsson.
2. Kristinn Már Torfason, f. 10. júní 1968. Kona hans Sunna Vilborg Jónsdóttir.
3. Védís Elfa Torfadóttir, f. 3. júlí 1972. Maður hennar Helgi Ingimarsson.
4. Árni Kár Torfason, f. 3. október 1977. Kona hans Eva Hrund Einarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.