Tómas Jónsson (Jaðri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Tómas Kristinn Jónsson verkamaður, næturvörður fæddist 10. janúar 1897 í Sómastaðagerði í Reyðarfirði og lést 3. mars 1959.
Foreldrar hans voru Jón Stefánsson bóndi, f. 21. febrúar 1849 á Áreyjum í Reyðarfirði, d. 7. október 1935, og kona hans Kristrún Magnúsdóttir frá Eyri í Reyðarfirði, húsfreyja, f. 25. janúar 1856, d. 18. desember 1923.

Þau Hildur Ísfold giftu sig 1922, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Jaðri og í Vatnsdal.
Hildur lést 1926.
Tómas flutti til Reykjavíkur.
Þau Guðrún giftu sig, eignuðust tvö börn og Guðrún átti áður eitt barn.
Tómas lést 1959 og Guðrún 1981.

I. Kona Tómasar, (15. desember 1922), var Hildur Ísfold Högnadóttir frá Vatnsdal, húsfreyja. f. þar 18. febrúar 1904, d. þar 14. desember 1926.
Börn þeirra:
1. Richard Tómasson, f. 22. maí 1923 á Jaðri, d. 23. febrúar 1975.
2. Sigríður Tómasdóttir Malanga, f. 13. desember 1925 í Vatnsdal, d. 8. mars 1998.

II. Síðari kona Tómasar var Guðrún Björnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 13. maí 1909 í Reykjavík, d. 22. desember 1981. Foreldrar hennar voru Björn Björnsson, f. 26. ágúst 1874 í Bakkarholtsparti í Ölfusi, d. 12. janúar 1962, og Margrét Jónsdóttir, f. 11. september 1878 á Heiði í Ásahreppi, Rang., d. 9. febrúar 1958.
Börn þeirra:
3. Haraldur Örn Tómasson framreiðslumaður, skrifstofumaður, f. 19. apríl 1929, d. 14. febrúar 2004. Kona hans Elín Erlendsdóttir.
4. Hrafnhildur Tómasdóttir húsfreyja, verslunarmaður, verkstjóri, f. 27. júní 1930, d. 30. desember 2003. Maður hennar Hans Elif Johansen
Börn Guðrúnar:
5. Björn Sigurðsson, f. 13. september 1928 í Reykjavík, d. 30. júlí 1984. Kona hans Ása R. Ásmundsdóttir.
6. Margrét Arnbjörg Vilhjálmsdóttir, f. 4. júlí 1940, d. 11. júlí 2018. Maður hennar Birgir Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.