Sveinbjörn Einarsson (kennari)
Sveinbjörn Einarsson kennari fæddist 24. apríl 1919 í Reykjavík og lést 22. mars 2013.
Foreldrar hans voru Einar Hróbjartsson frá Hólum í Holtahreppi, Rang., póstfulltrúi, f. 5. nóvember 1885, d. 8. desember 1975, og Stefanía Ágústa Sveinbjörnsdóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja, f. 22. október 1887, d. 28. júlí 1965.
Sveinbjörn nam í kvöldskóla Ingimars Jónssonar í Rvk 1934-1935, gagnfræðaskóla í Rvk 1935-1936, lauk kennaraprófi 1942.
Hann var kennari í Dýrafirði 1942-1943, í Barnaskólanum í Eyjum 1943-1944, var skólastjóri barnaskóla í Grindavík (í forföllum) 1944-1945, kennari í Villingaholtshreppi, Árn. 1945-1946, á Jaðri við Reykjavík 1946-1947, í Melaskólanum frá 1947.
Hann var vakt- og gæslumaður á Landspítalanum á sumrin.
Þau Hulda giftu sig 1947, eignuðust fjögur börn.
Sveinbjörn lést 2013 og Hulda 2016.
I. Kona Sveinbjörns, (25. október 1947), var Hulda Hjörleifsdóttir frá Haugakoti í Sandvíkurhreppi, Árn., húsfreyja, matráðskona, f. 13. júlí 1925, d. 3. nóvember 2016. Foreldrar hennar voru Hjörleifur Sigurbergsson bóndi, f. 5. september 1897, d. 10. maí 1988, og kona hans Ingveldur Ámundadóttir húsfreyja, f. 24. desember 1903, d. 17. júní 1994.
Börn þeirra:
1. Ingveldur Sveinbjörnsdóttir kennari, f. 19. mars 1948.
2. Hjörleifur Sveinbjörnsson blaðamaður, f. 11. desember 1949.
3. Ágústa Sveinbjörnsdóttir arkitekt, f. 3. júní 1951.
4. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur, f. 20. júní 1953.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.