Svava Björnsdóttir (Rauðnefsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðbjörg Svava Björnsdóttir.

Guðbjörg Svava Björnsdóttir frá Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, húsfreyja fæddist þar 22. febrúar 1911 og lést 28. febrúar 2000.
Foreldrar hennar voru Björn Guðmundsson bóndi, barnakennari, útibússtjóri Kaupfélagsins Þórs á Vegamótum í Holtum, f. 17. júlí 1887 á Rauðnefsstöðum, d. 14. nóvember 1973 á Selfossi, og kona hans Elín Hjartardóttir frá Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, húsfreyja, kennari, vefnaðarkona, f. 7. júlí 1886, d. 26. október 1955.

Svava var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Þórhallur giftu sig 1931, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Eyja, bjuggu á Ingólfshvoli við Landagötu 3a 1932 og 1933, á Hásteinsvegi 13 1940, fluttu til Selfoss 1945.
Þórhallur lést 1982 og Guðbjörg Svava 2000.

I. Maður Guðbjargar Svövu, (16. maí 1931), var Þórhallur Þorgeirsson frá Stöðlakoti í Hvolhreppi, verkamaður, trésmiður, f. 26. janúar 1901, d. 25. júní 1982.
Börn þeirra:
1. Hörður Þórhallsson, trésmíðameistari í Reykjavík, f. 19. mars 1932 á Ingólfshvoli, d. 12. ágúst 2008. Kona hans Halldóra Katrín Guðjónsdóttir.
2. Erla Þórhallsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 8. nóvember 1933 á Ingólfshvoli. Maður hennar Ástráður Ólafsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 4. mars 2000. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.