Svanhildur Sveinbjörnsdóttir

Svanhildur Sveinbjörnsdóttir, húsfreyja, viðskiptafræðingur, hagfræðingur, cand. merc., fæddist 26. september 1965 og lést 9. október 2017.
Foreldrar hennar Sveinbjörn Guðlaugsson, vélvirki, f. 4. desember 1925, d. 5. desember 2017, og kona hans Svanhildur Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 29. ágúst 1931.
Börn Svanhildar og Sveinbjörns:
1. Gísli Sveinbjörnsson vélstjóri, vélvirki, f. 7. apríl 1954. Barnsmóðir hans Sólrún Ástþórsdóttir. Kona hans Helga Þórisdóttir.
2. Emilía Sveinbjörnsdóttir mannauðsstjóri, f. 24. september 1958. Maður hennar Eymundur Austmann Jóhannsson.
3. Svanhildur Sveinbjörnsdóttir viðskiptafræðingur, f. 26. september 1965, d. 9. október 2017. Maður hennar Arnar Jónsson.
Svanhildur flutti með foreldrum sínum upp á land eftir eldgosið á Heimaey, fyrst til Reykjavíkur, með viðkomu í Kópavogi, en síðar í Mosfellssveit, þar sem Svanhildur ólst upp. Svanhildur útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund og stundaði síðan nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og lauk þar cand.oecon.-prófi 1991 sem hagfræðingur. Svanhildur starfaði eftir útskrift á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Haustið 1993 hélt Svanhildur ásamt Arnari, verðandi eiginmanni, til Danmerkur og hófu bæði framhaldsnám í fjármálum og reikningshaldi við Handelshøjskolen í Kaupmannahöfn. Svanhildur lauk cand.merc.-prófi frá Handelshøjskolen árið 1996. Sama ár fluttu Svanhildur og Arnar aftur til Íslands. Starfaði hún sem sérfræðingur hjá lyfjaverðsnefnd til ársins 2001 og hjá Tryggingastofnun Ríkisins frá 2002 til 2006.
Þau Arnar giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Garðabæ.
I. Maður Svanhildar er Arnar Jónsson, viðskiptafræðingur, f. 28. október 1965. Foreldrar hans Jón Erlendsson Þorgeirsson, f. 29. ágúst 1938, og Guðrún Bóasdóttir, f. 14. mars 1939.
Börn þeirra:
1. Karen Arnarsdóttir, f. 25. janúar 2001.
2. Emilía Arnarsdóttir, f. 22. september 2004.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.