Svanhildur Sigurðardóttir (Eyjahrauni 5)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Svanhildur Sigurðardóttir.

Svanhildur Sigurðardóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja fæddist þar 28. apríl 1929 og lést 5. mars 2002 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sigurður Halldórsson, f. 28. maí 1898, d. 18. febrúar 1995, og kona hans Rannveig Bjarnadóttir húsfreyja, f. 13. júlí 1906, d. 14. apríl 1995.

Þau Haukur giftu sig, eignuðust tvö börn.
Haukur lést 1974.
Þau Tómas hófu sambúð, en skildu.
Svanhildur bjó síðast við Eyjahraun 5.

I. Maður Svanhildar var Haukur Guðmundsson vélstjóri, f. 24. júní 1930 á Seyðisfirði, d. 3. júní 1974. Foreldrar hans voru Guðmundur Stefán Bjarnason, f. 9. júlí 1888, d. 7. ágúst 1959, og Ingibjörg Jónína Ólafsdóttir, f. 18. maí 1891, d. 2. nóvember 1979.
Börn þeirra:
1. Hjördís Hauksdóttir, f. 13. mars 1953. Maður hennar Paolo Montagni.
2. Ólafur Pétur Hauksson, f. 13. febrúar 1958. Barnsmóðir hans Sveinbjörg Halldórsdóttir. Kona hans Margrét Klara Jóhannsdóttir.

II. Fyrrum sambúðarmaður Svanhildar um árabil Tómas Óskarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.