Steinunn Stefánsdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Steinunn Stefánsdóttir frá Vilborgarstöðum, húsfreyja í Winnipeg fæddist 2. desember 1873 á Vilborgarstöðum og lést 5. febrúar 1973 í Oakview Place í Winnipeg.
Foreldrar hennar voru Stefán Jóhannes Þorláksson vinnumaður í Kornhól, sjómaður á Akureyri, f. 30. október 1844 á Kallstöðum í Berufirði, fór til Vesturheims 1887, d. 1892, og kona hans Jóhanna Magnúsdóttir frá Vilborgarstöðum, húsfreyja, f. 13. febrúar 1850 í Galtarholti í Oddasókn á Rangárvöllum, d. 14. október 1932 í Þingvallabyggð í Manitoba í Kanada.

Börn Jóhönnu og Stefáns:
1. Magnús Stefánsson, f. 25. febrúar 1872. Hann fór til Vesturheims frá Seyðisfirði samkvæmt skýrslum Akureyrarsóknar, en er ekki nefndur í Vesturfaraskrá.
2. Steinunn Stefánsdóttir, f. 2. desember 1873. Hún fór til Vesturheims frá Vestdalseyri 1888.
3. Karítas Stefánsdóttir, f. 1876, d. 29. júlí 1882.
4. Fanney Stefánsdóttir, f. 10. september 1880, d. 18. apríl 1881.
5. Þorlákur Stefánsson, f. 18. febrúar 1884. Hann fór til Vesturheims frá Vestdal í Seyðisfirði 1888.
6. Jóhannes Stefánsson, f. 27. júní 1888. Hann fór til Vesturheims frá Vestdal í Seyðisfirði 1888.

Steinunn var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Vilborgarstöðum, í Danmörku, á Akureyri og Seyðisfirði, flutti til Vesturheims frá Seyðisfirði 1888 með móður sinni, en faðir hennar hafði farið ári fyrr.
Þau Jón Valdemar giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Winnipeg.
Jón Valdemar lést 1928 og Steinunn 1973.

I. Maður Steinunnar var Jón Valdemar Magnússon frá Akureyri, f. þar 31. júlí 1865, d. 11. desember 1928 í Winnipeg. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson skipstjóri, hafnsögumaður á Akureyri, f. 28. maí 1824 á Siglunesi við Siglufjörð, d. 18. september 1881, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. janúar 1830 á Stóru-Brekku í Arnarneshreppi í Eyjafirði.
Börn þeirra:
1. Leonard, f. um 1895.
2. Lena, f. 1901.
3. Fred. f. 1903.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.