Steingrímur M. Sigfússon
Steingrímur Matthías Sigfússon frá Stóru-Hvalsá í Strandasýslu, málari, tónskáld, tónlistarkennari fæddist þar 12. janúar 1919 og lést 20. apríl 1976.
Foreldrar hans voru Sigfús Sigfússon, bóndi, f. 7. ágúst 1887, d. 29. janúar 1958, og Kristín Gróa Guðmundsdóttir, f. 8. október 1888, d. 15. febrúar 1963.
Steingrímur var með foreldrum sínum fyrstu fjögur ár sín, varð síðan tökubarn í Bæ í Prestbakkasókn, Strand., var þar til fermingar.
Hann fékk þar tilsögn í orgelleik, lauk prófi í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði, lauk prófi í iðnskóla 1944 og sveinsprófi í málaraiðn 1945, fékk meistarabréf 1948.
Jafnframt iðn sinni vann hann skrifstofustörf, kennslu, og verðlagseftirlit.
Hann var málarameistari á Patreksfirði frá 1939, fluttist til Hafnarfjarðar 1960 og víðar, var organisti, tónskáld og tónlistarkennari.
Hann samdi danslög og orti ljóðin við þau, lék á orgel við kirkjulegar athafnir.
Steingrímur var tónlistarkennari í Eyjum 1963, á Fáskrúðsfirði í þrjú ár, var síðast skólastjóri Tónlistarskólans á Húsavík og organisti kirkjunnar.
Steingrímur samdi ,,Málaravalsinn“ við ljóð Jökuls Péturssonar og færði MMFR að gjöf. Hann samdi um skeið smásögur og gaf út tvær bækur undir dulnefninu Valur vestan.
Þau Guðrún Hlín giftu sig 1938, eignuðust sex börn. Hún lést 1959.
Þau Guðbjörg giftu sig.
Steingrímur lést 1976.
I. Kona Steingríms, (1. október 1938), var Guðrún Hlín Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1922, d. 10. nóvember 1959. Foreldrar hennar voru Þórarinn Kristjánsson skipstjóri á Bíldudal, síðar á Patreksfirði, f. 21. desember 1894, d. 13. mars 1962, og Kristín Pálína Jóhannsdóttir, f. 23. júní 1900, d. 18. ágúst 1983.
Börn þeirra:
1. Elma Kristín Steingrímsdóttir, f. 19. ágúst 1940.
2. Magni Steingrímsson, f. 24. febrúar 1942.
3. Sigfús Steingrímsson, f. 3. apríl 1943.
4. Sjöfn Steingrímsdóttir, f. 26. maí 1944.
5. Jóhann Steingrímsson, f. 16. apríl 1949.
6. Ólafur Steingrímsson, f. 26. febrúar 1950.
II. Kona Steingríms var Guðbjörg Þorbjarnardóttir frá Bakkakoti í Borg., f. 27. apríl 1917, d. 22. október 2013. Foreldrar hennar Þorbjörn Jóhannesson, bóndi, f. 3. september 1891, d. 6. júní 1953, og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir, húsfreyja, f. 29. apríl 1896, d. 16. febrúar 1963.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
- Íslendingabók.
- Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.