Stefanía Þorsteinsdóttir (Birkihlíð)
Stefanía Þorsteinsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, fæddist 9. janúar 1964 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Eygló Kjartansdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1946, og Páll Pálmason knattspyrnukappi, stýrimaður, verkstjóri, f. 11. ágúst 1945, d. 6. nóvember 2021. Kjörfaðir Stefaníu er Þorsteinn Ólafur Markússon, f. 31. janúar 1946.
Stefanía eignaðist barn með Braga 1984.
Þau Gunnar Markús giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Stefanía býr á Selfossi.
I. Barnsfaðir Stefaníu er Bragi Halldórsson frá Akureyri, f. 29. maí 1960
Barn þeirra:
1. Ester Bragadóttir, f. 25. desember 1984.
II. Fyrrum maður Stefaníu er Gunnar Markús Konráðsson frá Búðarhóli í A.-Landeyjum, húsasmiður, bóndi á Galtastöðum í Gaulverjabæjarhreppi, f. 7. nóvember 1965. Foreldrar hans Konráð Auðunsson, bóndi, f. 26. nóvember 1917, d. 28. apríl 1999, og kona hans Sigríður Haraldsdóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1931, d. 17. mars 2025.
Börn þeirra:
1. Harpa Gunnarsdóttir, f. 15. apríl 1987.
2. Erla Hrund Gunnarsdóttir, f. 18. desember 1995.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Stefanía.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.