Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir, húsfreyja, sjúkraliði, hárgreiðslumeistari fæddist 29. mars 1955.
Foreldrar hennar Skjöldur Eyfjörð Stefánsson, togarasjómaður, f. 13. ágúst 1931, d. 20. maí 1990, og kona hans Berta Valdimarsdóttir, húsfreyja, f. 25. ágúst 1921, d. 7. júlí 1972.

Barn Bertu með Jóni Péturssyni:
1. Pétur Jónsson rafvélavirki, f. 16. júlí 1943 í Sigtúni.
Barn Bertu með Ingva Rafni:
2. Jón Valdimar Ingvason, f. 28. desember 1951 í Sigtúni.
Börn Bertu með Skildi Eyfjörð:
3. Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, f. 29. mars 1955. Maður hennar Júlíus Hólmgeirsson vélstjóri.
4. Ingibjörg Eyfjörð Skjaldardóttir húsfreyja, f. 23. desember 1956 að Hásteinsvegi 7. Barnsfaðir hennar Matthías Daði Sigurðsson. Maður hennar Guðmundur Viðar Guðmundsson húsasmiður.
5. Fannar Eyfjörð Skjaldarson skipstjóri, f. 6. mars 1958, alinn upp á Reykhólum í A.-Barð. Fyrrum kona hans Dóróthea Sigvaldadóttir. Kona hans Elín Helga Magnúsdóttir.
6. Halldóra Eyfjörð Skjaldardóttir húsfreyja, fyrrum sýningarstúlka, f. 22. desember 1960.

Þau Júlíus giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Matthías giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Selfossi. Matthías lést 2022.

I. Fyrrum maður Sonju var Júlíus Hólmgeirsson, vélstjóri, f. 7. janúar 1950, d. 14. nóvember 2019. Foreldrar hans Hólmgeir Sigurður Júlíusson, f. 15. nóvember 1926, d. 28. september 2014, og Kristjana Björg Þorsteinsdóttir, f. 28. mars 1932.
Barn þeirra:
1. Kristjana Björg Júlíusdóttir, f. 8. júní 1974.

II. Maður Sonju var Matthías Bjarnason úr Hfirði, vélvirki, pípulagningamaður, f. 24. júlí 1946, d. 19. júlí 2022. Foreldrar hans Bjarni Sveinsson, f. 25. maí 1915, d. 22. mars 1991, og Þórdís Matthíasdóttir, f. 7. ágúst 1918, d. 11. janúar 2000.
Börn þeirra:
2. Hlynur Freyr Matthíasson, f. 18. maí 1998.
3. Íris Ósk Matthíasdóttir, f. 18. maí 1998.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.