Snorri Jónsson (Áshamri)
Snorri Jónsson frá Akueyri, sjómaður, rekur nú löndunarþjónustu í Eyjum, fæddist 16. júní 1965.
Foreldrar hans Jón Stefán Árnason, f. 16. ágúst 1934, og Jóna Guðmunda Snorradóttir, f. 24. mars 1941.
Snorri eignaðist barn með Önnu 1989.
Þau Jóna hófu sambúð, hafa ekki eignast barn saman, en Jóna á eitt barn. Þau búa við Áshamar.
I. Barnsmóðir Snorra var Anna Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 10. maí 1968, d. 25. mars 2008.
Barn þeirra:
1. Katla Snorradóttir, f. 18. febrúar 1989.
II. Sambúðarkona Snorra er Jóna Salmína Ingimarsdóttir, frá Akureyri, f. 3. október 1969. Foreldrar hennar Ingimar Marinó Víglundsson, f. 30. júní 1947, og Anna Geirþrúður Elísdóttir, f. 23. apríl 1951.
Barn Jónu:
2. Ívan Mendéz, f. 14. desember 1990.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Snorri.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.